Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 Hafnarfjarðarbær tekur Einarsreit eignarnámi: Eigendur vilja 98 millj. í bætur en bærinn býður 13 BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði hafa ákveðið að taka eignarnámi 21.454 fermetra lands auk fasteigna á Einarsreit í Hafnarfirði. Undan- farið hafa staðið yfir árangurslausar samningaviðræður milli fulltrúa Einars Þorgilssonar og co. hf., eiganda lóðarinnar, og bæjaryfirvalda. Eigendur meta lóð og fasteignir á rúmar 98 milljónir króna en Hafnar- fjarðarbær býður 13 milljónir króna. Vinna við deiliskipulag svæðisins er á lokastigi og gera bæjaryfirvöld ráð fyrir að þar verði byggðar 65 íbúðir. ^ Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins óskaði bæjarstjórinn í Hafnarfirði eftir að eignarnám færi fram á Einarsreit og mannvirkjum sem þar eru. Er vitnað til fyrirhug- aðra framkvæmda og að vinna við deiliskipulag sé á lokastigi. Ætlunin er að taka eignamámi útgerðar- og fiskverkunaraðstöðu fyrirtækisins, sem nýttar hafa verið frá árinu 1913. Um er að ræða 21.454 fermetra lands, sem metið er á rúmlega 37,4 millj. eða 1.747 krónur hver fermet- er. Byggingar eru samtals 3.187 fer- metrar og metnar á rúmlega 29,2 millj. eða tæpar 2.200 krónur hver fermeter og rúmar 9.100 krónur hver fermeter. Brunabótamat hús- anna er tæplega 26 millj. Allar byggingarnar sem ætlunin er að taka eignarnámi eru byggðar á lóð sem fyrirtækið fékk til umráða árið 1929, að undanskilinni veiðar- færa- og saltgeymslu, sem er að mestu á lóð frá árinu 1933 en með byggingarheimiid frá árinu 1956, kvaðlaust. Tréskúr hefur verið byggður til hliðar án heimildar. Fisk- verkunarhús var byggt árið 1954 á lóðinni með skilyrðum sem ekki standast að mati eigenda, þar sem byggingin er miðuð við lóðasamning frá árinu 1929 en viðbygging frá árinu 1963 utan lóðar er með skilyrð- um um flutning bænum að skað- lausu. Eigendur mótmæla þeirri full- yrðingu að fiskverkunarhús og vöru- geymslur auk ómerktrar geymslu séu Sjónvarpsupptaka Hvíta víkingsins: Mesta norræna sam- vinnuverkefnið til þessa FRAMKVÆMDASTJÓRAR norrænu sjónvarpsstöðvanna hittust í Hels- inki nýlega og sáu þeir þá fyrstu eintökin af „Hvíta víkingnum, en eftir margra ára vinnu og skapandi starf var lokið við myndina. For- sljóramir fimm horfðu á myndina í frábærri leikstjórn leikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar, segir í frétt, sem Morgunblaðinu barst í gær. „Við óskum Hrafni Gunnlaugssyni og norska kvikmyndafélaginu Film- effekt til hamingju, sem saman hafa framkvæmt mesta norræna sam- vinnuverkefnið á sviði sjónvarpstöku til þessa“, segir í ályktun sjónvarps- forstjóranna fimm. „Hvíti víkingur- inn“ er röð fjögurra sjónvarpsþátta og er hver þáttur að lengd á við meðalkvikmynd. „Myndirnar eru í senn spennandi, skemmtilegar og rómantískai' og munu fá sjónvarps- áhorfendur til þess að fagna og hafði þau áhrif á forstjórana að þeir féllu fyrir myndinni", segir í fréttinni. „Við höfum ákveðið," sögðu leik- listarstjórar sjónvarpsstöðvanna, „að mæla með því að sjónvarpsstöðvar okkar frumsýni myndina í 40. viku ársins, þ.e.a.s. um mánaðamótin september-október 1992“. Framkvæmdastjóri Norræna sjón- varpssamvinnusjóðsins, sem lagði um 200 milljónir íslenskra króna í myndatökuna, var einnig viðstaddur sýninguna í Helsinki og „gat ánægð- ur borið að þeim hafði verið vel var- ið. „Hvíti víkingurinn" hefur alla burði til þess að verða klassiskur." Pétur Guðfinsson framkvæma- stjóri sjónvarpsins sá um samninga um verkið af íslands hálfu. byggð án réttinda eða heimilda eins og fram kemur í greinargerð bæjar- yfirvalda. Eignin er nýtt og einnig lóðin að mestu og er fasteignaverðmæti þess sem nýtt er rúmlega 50,7 millj. Hluti er nýttur af fyrirtækinu en annað er leigt út og voru leigutekjur 3,4 millj. árið 1990. Lágmarkskostnaður vegna nýrrar aðstöðu er metin til 40 millj. af eig- endum og 10 millj. af fiskreit auk rúmlega 222,9 millj. í bygginga- kostnaðar á sambærilegu húsi. Gerir eigandi þá kröfu að tjónið verði að fullu bætt og að hans dómi verða ióðir ekki metnar undir 2.000 krónur fýrir hvern fermeter eða um 42,9 millj. fyrir 21.454 fermetra lands. Ef meðaltalsverð bygginganna er metið á rúmar 222,9 millj. fer eigandinn fram á 55.735.000 krónur eða rúmlega 98 millj. samtals. Bæjaryfirvöld telja hæfilegt mat lóðarinnar vera um 5 millj. Að und- anskildum þremur húsanna, séu þau öll byggð í óleyfi eða með fyrirvara um að þau víki bótalaust ef bæjar- yfirvöld krefjast þess af skipulags- ástæðum. Ástand húsanna þriggja er lélegt, að mati bæjaryfirvalda, þau eru gömul og eitt þeirra að líkindum ónýtt. Af þessum sökum meta bæjar- yfirvöld hæfílegar bætur 8 millj. fyr- ir fasteignirnar. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæj- arritari Hafnarfjarðar, sagði að búið væri að skipuleggja 65 íbúða byggð á reitnum og yrði hver íbúð að meðal- tali 110 fermetrar að stærð. „Reitur- inn er rétt við miðbæinn og Hellis- | gerði,“ sagði Gunnar Rafn. „Þarna hefur verið trésmíðaverkstæði, þar sem smíðaðir hafa verið sumarbú- staðir. Einnig er þarna fiskvinnsla, sem nágrannar og fleiri hafa verið lítt hrifnir af. Þarna eru gamlir hlaðnir fiskreitir, sem gert er ráð fyrir að vernda að hluta, enda til- heyra þeir sögunni. Þetta er að okk- ar dómi skemmtilegt skipulag og ætti að vera auðvelt að koma lóðun- um út en það þyngir málið ef leggja þarf meira en 1,5 milljón á hveija íbúð í upptökugjald. Það strandar á þessari háu kröfu, en það sem hleyp- ir henni upp eru þessar 55 milljónir, sem krafist er fyrir herbraggana.“ Spennufall varð hjá þeim átján Hólanemum sem þreyttu próf eftir að úrslit voru ljós og var Iétt yfir hópnum þegar stillt var upp til myndatöku. Skeifukeppnin á Hólum: Skeifuhafinn með 4 verðlaun _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Hjaltadalurinn skartaði sínu fegursta þegar Hólanemar héldu hátíðlegan Skeifudaginn þar sem fram fór lokaslagurinn um Morg- unblaðsskeifuna sem veitt er fyr- ir bestan árangur í hesta- mennsku, bæði verklegri og bók- legri. Það var tuttugu og tveggja ára gömul Reykjavíkurmær, Jó- hanna Stella Jóhannsdóttir, sem hlaut skeifuna að þessu sinni. Auk þess að fá Morgunblaðs- skeifuna hreppti hún einnig Eið- faxabikarinn sem veittur er fyrir bestu hirðingu og ástundun í hestamennsku. Asetuverðlaun Félags tamningamanna hlaut 18 ára Hafnfirðingur, Jón Páll Sveinsson. Veðrið lék við Hólanema á skeifudaginn, blankalogn og heiðskírt. Dagskráin hófst fyrir hádegi með B-prófi í hlýðniæfing- um og stóð þar efstur Jón Páll Sveinsson á Brönu frá Stekkjardai með 39,5 stig en næst kom Jó- hanna Stella á Snældu frá Kölduk- inn með 37 stig, þriðja varð Amdís Eiðsdóttir frá Búlandi á Öldu frá Stóru-Ásgeirsá með 30,5 stig. í úrslitum þessara þriggja náði Jó- hanna Stella fyrsta sætinu, Arndís varð önnur og Jón Páll þriðji. Mjög skemmtilegt var að sjá krakkana Ieysa þetta verkefni af hendi og eins og einkunnir bera með sér voru þetta sýningar á landsmæli- kvarða. Til gamans má geta þess að sigurvegarar á Íslandsmótum eru oftast með þetta 30 til 35 stig og fullyrða má að dómarar hafi ekki verið með neina linkind við keppendur. Eftir hádegi fór fram forkeppni í fjórgangi þar sem riðið var fet, brokk, hægt tölt og stökk en yfir- ferðartöiti sleppt. Þar stóð efstur eftir úrslit Hermann Þór Karlsson frá Ytri-Bægisá II í Hörgárdal en hann keppti á Rán frá Hólum. í öðru sæti varð Arndís Eiðsdóttir á Öldu frá Stóru-Ásgeirsá, þriðji Guðni K. Ágústsson frá Hnífsdal á Bón frá Hólum, Jóhanna Stella íjórða á Snældu og Sigrún Eiríks- dóttir frá Grafarbakka í Árnessýslu á Asa frá Leysingjastöðum fimmta. Það er heildareinkunn í hesta- mennsku sem ræður úrslitum í keppninni um hver hlýtur Morgun- blaðsskeifuna en áður höfðu nem- endur þreytt verkleg og bókleg próf í frumtamningum og járningum. Jóhanna Stella hiaut hæstu ein- kunn, 7,30, annar varð Hermann Þór með 7,11 og þriðja Sigrún Katrín Halidórsdóttir frá Gilsfjarð- armúla, en hún keppti á hryssunni Sýn frá Hólum. Engum sem fylgst hefur með nemendum Hólaskóla í hesta- mennsku síðustu tvö árin ætti að dyljast að þarna eru að gerast merkilegir hlutir á sviði hesta- mennskunnar. Fullyrða má að skól- inn útskrifi hestamenn með góða grunnþekkingu á tamningu og þjálfun hrossa og telja verður lík- legt að nemendur hafi meiri og betri möguleika en aðrir til að ná góðum árangri á þessu sviði. Yfir- menn skólans hafa greinilega mik- inn áhuga og nauðsynlegt er að Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Bestum árangri í hestamennsku á Hólum 1992 náði Jóhanna Stella Jóhannsdóttir og hlaut að launum Morgunblaðsskeifuna sem Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Árvakurs afhenti henni í lok skeifudagsins. Jóhanna situr hryssuna Snældu frá Köldukinn. stjórnmálamenn geri sér grein fyrir þeirri jákvæðu og æskilegu þróun sem hefur átt sér stað í hesta- mennskunni á Hólum. Þörfm fyrir vel menntaða tamningamenn og reiðkennara hefur aukist ár frá ári því öllum má ljóst vera að hesta- mennskan er ekki lengur einka- sport fámenns hóps sérvitringa. Er vonandi að stjórnmálamenn gefi Hólaskóla svigrúm til að þróast áfram í þessa átt þannig að hann verði innan fárra ára orðinn fyrsti alvöru íslenski reiðskólinn. Rétt er að minnast þess að slíkt gerist ekki með fögrum orðum einum saman því fjármunirnir verða að fylgja með. Að sjálfsögðu var gefin út móts- skrá í tilefni skeifudagsins eins og tíðkast, sem hafði að geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar. Má þar nefna nafn, fæðingarstað, aldur, lit og ættartöíu hrossanna sem þarna komu fram. En þarna voru líka nokkuð nýstárlegar upplýsingar sem helst gagnast þeim er vantar tamningamann eða menn til ann- arrar vinnu og var getið um hjú- skaparstétt nemenda. Um Her- mann Þór Karlsson segir t.d.: 25 ára, bráðvantar konu, starfar við tamningar í Keldudal út júní. Sig- rún Katrín er 21 árs, ólofuð en vantar einn með kvóta, starfar við hross í Svíþjóð fram í miðjan júní. Vafalítið geta þeir aðilar sem bráð- vantar vinnukraft og konu- eða mannsefni fengið eitt eintak af mótsskrá Hólanema og moðað úr því sem þar er kynnt. Sannarlega snjöll hugmynd þetta. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.