Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 59 Hljómsveitin Heart 2 Heart. Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva: Stjórnin undir nafn- inu „Heart 2 Heart“ HLJÓMSVEITIN Stjórnin, sem valin var sem fulltrúi íslands til að taka þátt í Söng-vakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Málmey í Svíþjóð 9. maí nk., hefur nú tekið sér nafnið „Heart 2 Heart“ og mun koma fram undir því nafni í keppninni. Að undanförnu hafa meðlimir hljómsveitarinnar, þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmunds- son og Halldór Gunnlaugur Hauks- son ásamt gestasöngkonunni Sig- rúnu Evu Ármannsdóttur verið að vinna að útsetningu lagsins „Nei eða já“. Til að fullkomna verkið fengu þau til liðs við sig einn þekkt- asta upptökustjóra Bretlands, Nig- el Wright, en hann hefur staðið að fjölda laga sem náð hafa toppsæt- um í Bretlandi á undangengnum árum. Einnig var lagið tekið upp með enskum texta, en á ensku kallst það „Time after Time“. Sem kunnugt er sömdu Grétar Örvars- son og Friðrik Karlsson lagið, en Stefán Hilmarsson lagði til íslenska textann. Enski texti lagsins er skráður á þá Nigel Wright og Stef- án Hilmarsson og er Nigel jafn- framt útsetjari ásamt Stjórninni. Lagið verður kynnt í fyrsta sinn í hinum nýja búningi bæði á ís- lensku og ensku á öllum útvarps- stöðvum landsins miðvikudaginn 15. apríl kl. 11 árdegis. Um kvöld- ið verður hljómsveitin „Heart 2 Heart“ kynnt á Hótel íslandi og þar mun fólki gefast kostur á að hlýða á hljómsveitina ojg sjá með hvaða hætti lagið „Nei eða já“ verð- ur flutt í Málmey 9. maí nk. Hljómsveitarmeðlimir hafa stað- ið í ströngum æfmgum að undan- förnu en eru jafnframt að leggja lokahönd að gerð stórrar plötu sem koma mun út í sumarbyijun. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 10. -13. apríl 1992 Talsverð ölvun var meðal fóiks aðfaranótt laugardags. Góð nýting var því á fangageymslunni. Hana gistu 26 aðfaranótt laugardags, en ekki „nema“ 15 aðfaranótt sunnu- dags. Allt var þetta fólk vistað vegna slæmrar ölvunarháttsemi, skemmdarverka eða slagsmála. Á laugardagsmorgun þurfti t.d. að færa fimm fyrir dómara þar sem því var boðið að gera upp sín mál með dómssátt. Af 31 umferðaróhappi urðu meiðsli á fólki í 3 tilvikum og í tveimur öðrum tilvikum er grunur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Auk þeirra voru 15 ökumenn aðrir stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis. Á föstudagskvöld þurfti ökumaður að fara á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Vestur- landsvegi við Stuðlaháls. Seinni- partinn á laugardag meiddist gang- andi vegfarandi minniháttar er hann varð fyrir bíl á Hverafold við Fjallkonuveg og tvo farþega þurfti íið flytja á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Hverf- isgötu og Frakkastígs á sunnu- dagskvöld. Ovenjumikið var um að tilkynnt væri um líkamsmeiðingar, skemmdarverk og rúðubrot. Alls voru slík tilvik 36 talsins. Þá voru margir kærðir fyrir umferðarlögbrot, eða 115. Þar af voru 43 kærðir fyrir að aka of hratt. Einn ökumaður var t.d. svipt- ur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa mælst á 117 km hraða á Breiðholtsbraut þar sem leyfður hámarkshraði við bestu aðstæður er 60 km/klst. Annar var sviptur eftir að hafa mælst á 110 km hraða á Sæbraut við Holtaveg þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. Þá voru ökumenn tveggja bifhjóla færðir á lögreglustöðina eftir að þeir höfðu mælst á 101 km hraða á innanverðum Lauga- vegi. Ökumaður bifhjóls, sem mældist á 130 km hraða á Miklu- braut á móts við Rauðagerði var einnig færður ásamt hjóli á lögregl- ustöðina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Sá sem mældist á 112 km hraða á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði reyndist einungis 16 ára gamall og er auk þess grun- aður um að hafa verið undir áhrif- um áfengis. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um hund tjóðraðan fyrir utan ölkrá í austurborginni. Grunur var um að eigandinn hefði bundið hundinn fyrir utan á meðan hann væri við drykkju innan dyra. Hundaeftirlitsmaður kom á staðinn og tók hundinn í sína vörslu. Nýtt vinnslukerfi sett í Höfrung III frá Akranesi Fulltrúar Þorgeirs & Ellerts undirrita samstarfssamningin Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson og Haraldar Böðvarsson og co. hf. f.v.: Þorgeir Jósefsson, Haraldur L. Haraldsson, Sturlaugur Sturlaugsson og Ingólfur Árnason. Akranesi. NU ER unnið að smíði á nýju vinnslukerfi á hið nýja skip Har- aldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi, Höfrung III AK 250 og verð- ur hann eftir uppsetningu þess einn fullkomnasti frystitogari landsins. Hér er um að ræða samstarfsverk- efni milli útgerðarfélagsins annars- vegar og Þorgeirs & Ellerts hf. á Akranesi og Marels hf. hinsvegar. Þessi tvö fyrirtæki - hafa haft sam- starf um smíði flæðivinnuslukerfis fyrir hraðfrystihús hér á landi sem reynst hafa vel. _ Vinnslukerfið er hannað af Ingólfi Árnasyni rekstrar- hagfræðingi, en smíðað af starfs- mönnum Þorgeirs & Ellerts hf. Mar- el hf. leggur til vogakerfið og þann hugbúnað sem kerfið þarfnast. Þor- geir Jósefsson hjá Þorgeir & Ellert hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta verkefni væri sérlega spennandi fyrir fyrirtækið og gæti opnað þeim nýja leið við framleiðslu flæðilínukerfis þeirra. Þorgeir segir að sífellt sé verið að auka kröfur um arðsemi, afköst og gæði um borð í frystitogurum, enda séu þeir meðal mikilvægustu framleiðslufyr- Kauplagsnefnd hefur reiknað vís- itölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í aprílbyrjun og reyndist hún vera óbreytt frá mánuðinum á undan. Af einstökum liðum vísitölunnar mældist 0,3% hækkun á rekstrar- kostnaði eigin bíls sem olli 0,05% hækkun vísitölunnar. Kostnaður irtækjum þjóðarinnar. Yfirleitt snú- ast endurbæturnar um að reyna að útfæra í frystitogurunum sömu framleiðslumöguleika og eru í vel búnum frystihúsum í landi. Helstu nýjungar í þessu vinnslu- kerfi eru tölvustýrð flæðiiína sem nú yerður í fyrsta skipti sett um borð í skip ásamt nýjum flokkunar- vegna tannviðgerða hækkaði um 3,2%, sem hafði í för með sér 0,03% hækkun vísitölunnar og hækkun orlofsferða olli 0,04% hækkun. Á móti varð 0,7% verðlækkun á mat- vörum sem hafði í för með sér 0,13% lækkun vísitölunnar og 1,3% lækk- un fjármagnskostnaðar hafði í för með sér 0,07% vísitölulækkun. og samvalsbúnaði fyrir snyrt fiök. Þessar tvær einingar eru tengdar saman með færibandavog sem sér um flokkunina. Meginmarkmið með þessum nýja vinnslubúnaði í Höfr- ungi III er að ná sjálfvirkri afurða- flokkun, bættri vinnuaðstöðu og svara kröfum um gæði og þrifnað vinnsiurásarinnar. Til þess að ná þessum markmiðum er búið' að hanna sérstaka snyrtilínu sem matar flökin sjálfvirkt inn á færibandavog. Þar eru flökin viktuð og flokkuð eða ráðstafað í pakkn- ingu ef línan er stillt á samval. Þessi vinnslurás tengist síðan beint inná pökkunarkerfið. Leitast verður við að hafa vinnuaðstöðu eins þægilega og framast er unnt t.d. með stillan- legum vinnupöllum og stólum þar' sem því verður við komið. Sturlaug- ur Sturlaugsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvarsson- ar hf. segist vera sérstaklega ánægður yfir því að samstarf skuli hafa tékist milli fyrirtækjanna um að hrinda þessum tækninýjungum í framkvæmd um leið og rennt sé styrkari stoðum undir atvinnulífið á Akranesi. Loks má nefna það að Þorgeir & Ellert hf. og Marel hf. hafa gert samstarfssamning um að Marel hf. taki að sér að markaðsfæra hina nýju kynslóð flæðivinnslukerfa fyrir landvinnslu í Kanada og Bandaríkj- unum. - J.G. Vísitala framfærslukostnaðar: Hækkun síðustu þrjá mánuði jafngildir 1% verðbólgu VÍSITALA framfærslukostnaðar hefur hækkað um tæplega 0,3% undanfarna þrjá mánuði og jafngildir sú hækkun 1% verðbólgu á heilu ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,4% að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Um nóttina var tilkynnt um að maðuY gengi berserksgang fyrir utan ölstofu í austurborginni. Áður en maðurinn var handtekinn hafði honum tekigt að valda skemmdum á níu bílum. Þá var tilkynnt um að tveir menn hefður dottið í sjóinn er þeir voru að reyna að brölta um borð í skip við Grófarbryggju. Þeir björg- uðu sér í land af sjálfsdáðum og varð ekki meint af volkinu. Þeir gistu fangageymsluna það sem eft- ir lifði nætur. Á laugardagsmorgun kærði maður líkamsmeiðingu, sem hann hafði orðið fyrir af völdum manns í veitingasal að Dugguvogi 2 þá um nóttina. Kvartað hefði verið yfir sal þessum þar sem skemmt- anahald er talið vera þar án tilskil- inna leyfa. Aðfaranótt föstudags var ungur maður handtekinn í miðborginni þar sem sagt var að hann væri þar að beija utan í bíla í miðborginni með kylfu. Um tilvist kylfunnar sagði maðurinn vera þá að hann hefði verið að koma af karateæf- ingu, tekið kylfuna, sem hann not- ar við iðkun íþróttar sinnar, með sér, drukkið áfengi og orðið mikið drukkinn. Hald var lagt á kylfuna. Alls var tilkynnt um 17 innbrot og 8 þjófnaði um helgina. Oftar en ekki er farið inn í bíla og úr þeim tekin verðmæti, s.s. radarvar- ar og annað þ.h. Það eru þvi enn sem fyrr eindregin tiimæli lögreglu að eigendur og umráðamenn bíla skilji ekki eftir verðmæti í þeim læstum. 1IANN ÞÍN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin : 140.030.334 kr. 15.leíkvika 11.» 12. april 1992 Röðin : 2XX-111-121 -1211 13 réttir: 21 raðir á 1.800.390 - kr. 12 réttir: 595 raðir á 40.000 - kr. 11 réttir: 9.283 raðir á 2.710 - kr. 10 réttir: 84.995 raðirá 620 - kr. Aö þessu sinni voru tvær raðir á íslandi meö 13 rétta og seldist annar miöinn á Akureyri og er þaö þriöja helgin í röö sem 13 réttir fara til Akureyrar. Hinn miöinn var seldur í afgreiöslu íslenskra getrauna í Laugardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.