Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Slysavarnaskóli sjómanna SVFÍ falast eftír gamla Herjólfi sem skólaskipi SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur áhuga á að fá gömlu Vestmanna- eyjafeijuna Heijólf til yfirráða og nota sem skólaskip fyrir Slysavarna- skóla sjómanna í stað skólaskipsins Sæbjargar. SVFÍ skrífaði samgöngu- ráðherra bréf þessa efnis. Halldór Blöndal samgönguráðherra tekur vel í þessa hugmynd. Segist hann vilja láta athuga hvort þetta sé ekki góður kostur og mun leggja málið fyrir ríkisstjórnina. Hann hefur jafnframt óskað eftir því að gamli Heijólfur verði ekki seldur meðan þessi hugmynd er til skoðunar. Skólaskipið Sæbjörg er rúmlega fjörutíu ára gamalt skip og stendur Slysavamafélagið nú frammi fyrir kostnaðarsömum viðgerðum á skip- inu. í erindi félagsins til samgöngu- ráðherra segir að auk viðgerða á skipinu sé brýnt að auka kennslurými skólans til að standast þær kröfur sem gerðar eru til hans. Heijólfur er mun yngra skip, eða um fímmtán ára. í erindi Slysavamafélagsins kemur fram að þó Heijólfur sé styttri en Sæbjörg sé þar mun meira rými, hægt sé að breyta farþegasölum í kennslustofur og lestarrými í æfing- arsvæði. Bent er á að önnur aðalvél Sæbjargar sé ónýt og sé stjómhæfni skipsins ábótavant af þeim sökum. Loks er þess getið að alþjóðakröfur um þjálfun sjómanna á kaupskipum geri ráð fyrir kennslu í notkun og meðferð fastra björgunarbáta. Eng- inn slíkur bátur sé í Sæbjörgu en tveir í Heijólfi. „Eins og fram kemur í erindi Slysavamafélagsins er óhjákvæmi- legt að fram fari kostnaðarsamar viðgerðir á Sæbjörgu ef halda á áfram að nota hana sem skólaskip. Sæbjörg hefur vissa kosti en er kom- in til ára sinna og uppfyllir ekki all- ar kröfur sem gerðar eru til þjálfun- ar sjómanna,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra þegar viðbragða hans var leitað við erindi Slysavama- félagsins. „Eg tel að reynslan sýni að nauð- synlegt sé að gera hvort tveggja í senn, að undirbúa þá sem vilja leggja sjómennsku fyrir sig og gefa sjó- mönnum kost á því að fylgjast með í meðferð og notkun á björgunar- tækjum og útgerðarbúnaði margvís- legum. Ég legg mjög upp úr því að til þessarar starfsemi SVFÍ sé vand- að og vil því láta athuga það gaum- gæfilega hvort það sé ekki góður kostur að verða við beiðni Slysa- vamafélagsins um að gamli Heijólfur fái nýtt hlutverk sem skólaskip Slysavamaskóla sjómanna. Ég mun leggja það fyrir ríkisstjómina og óska eftir því að málið verði tekið til efnislegrar athugunar," sagði Halldór. Nautakjötskönnun Verðlagsstofnunar Nöfn verslana ekkí upplýst VEÐUR / DAG kl. 12.00 HeimíM: Veauratofa íslands (Byggt á veðurapá kl. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR Í DAG, 17. NÓVEMBER YFIRLIT: Við suðasturströnd landsins er 970 mb smálægð sem þokast norður og önnur álíka er skammt norður af landinu á leið norðvestur. Þriðja laagðin er é vestanverðu Grænlandshafi og mun þokast heldur austsuðaustur. SPA: Breytileg átt, gola eða kaldi. Skúrir eða él á víð og dreif um landið og hiti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUOAG: Austlæg átt, strekkingur og slydda suðaustantil en hægari í öðrum landshlutum. Él norðaustanlands en víða léttskýjað vest- antil. Hiti nálægt frostmarkí. HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg átt, víðast fremur hæg. Él um mestallt land. Hiti rétt undir frostamrki. HORFUR Á FÖSTUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt, fyrst vest- anlands. Hlýnandi veður. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7,30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 900600. o <k -a ■A G Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Aiskýjað heil fjöður er 2 vindstig. r r r * / * * * * . X * 10° Hitastig r r r r r * / r * r * * * * * V v V V Súld I Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Greiðfært er nú á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurland með ströndinni til Austurlands og eru vegir þar vel færir. Agæt færð er fyrir Hvalfjörð og um Snæfellsnes og Dali, til Patreksfjarðar og Bíldudals. Hraf- neyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar. Fært er um Holtavörðuheiði, til Hólmavtkur og þaðan um Steingrímsfjarðarheiðl til Isafjarðar og fært er um Botns-Breiðdalsheiði. Brattabrekka er þungfær. Fært er um Norðurland og með ströndinni á Norðausturlandi til Vopnafjarðar og einnig er fært um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Heliisheiði eystri. Víða um iand er umtalsverð hálka á vegum, einkum þó á heiðum og fjallvegum. Uppfýsíngar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og f grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavlk hití +1 2 veður léttskýjað úrk.fgrennd Bergen 2 léttskýjað Helslnki 0 skýjað Kaupmannahöfn 3 rigning Narssarssuaq +8 skýjað Nuuk +6 skýjað Osló .0 snjókoma Stokkhólmur 0 iskorn Þórshöfn 6 alskýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 7 rignlngogskúr Barcelona vantar Berlín 6 þokumóða Chicago 0 alskýjað Feneyjar S rigning Frankfurt 8 akúrésíð.klst Glasgow 7 úrk. igrennd Hamborg 7 rigning London 7 rigning LosAngeles 14 þokumóða Lúxemborg 7 skúr Madrid vantar Malaga 15 léttskýjað Mallorca 18 skýjað Montreal +10 léttskýjað NewYork 0 léttskýjað Ortando 11 skýjað Par(8 9 skýjað Madelra 18 skýjað Róm 20 skýjað Vín 5 rigning Washington +3 léttskýjað Winnipeg +6 snjókoma VERÐLAGSSTOFNUN ætlar ekki að birta nöfn þeirra afurða- stöðva og verslana sem ekki hafa lækkað verð á nautgrípakjöti í takt við verðlækkun framleiðenda. Neytendasamtökin hafa farið fram á að þetta verði gert. í ályktun stjórnar Neytenda- samtakanna frá því á laugardag er vakin athygli á niðurstöðum könnunar Verðlagsstofnunar á verðþróun nautakjöts á árinu en þar kom m.a. fram að 14-25% verð- lækkun nautgripakjöts til bænda hafi ekki komið nema að litlu leyti fram í lægra verði nautgripakjöts í verslunum. „Fjölmargir talsmenn verslunarinnar hafa gagnrýnt hátt verð á innlendum landbúnaðarvör- um. Því hlýtur að vekja furðu að verðlækkun skuli ekki skila sér til neytenda. Neytendasamtökin krefjast þess að verðlækkun framleiðenda skili sér að fullu til neytenda nú þegar. Verði afurðastöðvar og verslanir ekki við þessari eðlilegu kröfu, telja samtökin eðlilegt að verðlagsyfir- völd upplýsi hveijir það eru sem ekki hafa lækkað verð á nauta- kjöti,“ segir í ályktun stjórnarinn- ar. Guðmundur Sigurðsson, yfirvið- skiptafræðingur Verðlagsstofnun- ar, sagði að stofnunin gæti ekki orðið við þeirri kröfu Neytenda- samtakanna að birta nöfn fyrir- tækjanna. Sagði hann að verðið hafi verið kannað með úrtakskönn- un í ýmsum gerðum af verslunum. Þar væri aðeins um lítinn hluta verslana landsins að ræða og ekki sanngjarnt að taka þær út úr og birta nöfn þeirra. Fjöldi innbrota í Hafnarfirði Stálu vél sem myndaði mannaferðir í banka FJÖLDI innbrota var framinn í Hafnarfirði um helgina og tala lögreglumenn í bænum um að faraldur gangi þar nú yfir. Meðal annars var stolið myndavél sem fylgist með mannaferðum um hrað- banka í anddyri íslandsbankaútibús bæjarins. Brotist var inn í frystihús Sjóla- stöðvarinnar og þar unnar skemmdir og einnig voru unnar skemmdir í innbroti í Lækjarskóla. Brotist var inn í mb. Haförninn í dráttarbraut Drafnar og stolið úr honum sjónvarpi og myndbands- tæki. Þá var verðmætum verkfær- um stolið í innbroti í Réttingaþjón- ustu á Kaplahrauni og í tvígang var brotist mn í Fjarðarvídeó í bænum og stolið þaðan tóbaki, myndbandstækjum og -spólum.. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málanna og einnig eru til rannsóknar tilraunir sem gerðar voru tii að bijótast inn í sýslumannshúsið, tónlistarskóla bæjarins og Landsbankann. Góð afiabrögð á loðnumiðunum Yfir 9.000 tonnum landað um helgina GÓÐ aflabrögð voru á loðnumiðunum yfir helgina ef undan er skilin aðfaranótt mánudagsins þegar ekkert fékkst sökum brælu. Alls var landað yfir 9.000 tonnum um helgina, mest á Raufarhöfn, en þar var landað ríflega 4.000 tonnum ur sex skipum. Loðnuflotinn er nú staddur um 60-70 mílur austnorðaustur af Langanesi og eru um 20 skip á miðunum. Mestan afla um helgina fékk Hólmaborgin SU eða 1.223 tonn sem skipið landaði á Eski- firði. í gærdag var einnig von á Jóni Kjartanssyni til Eskifjarðar með 1.100 tonn af loðnu. Af þeim sex skipum sem lönd- uðu á Raufarhöfn um helgina var Sjávarborgin GK með mestan afla, 802 tonn, en afli þeirra skipa sem lönduðu þar var á bilinu 600-802 tonn. Alls tilkynntu 13 skip um afla sinn til Félags íslenskra fiski- mjölsframleiðenda um helgina. Aflaverðmæti þeirra rúmlega 9.000 tonna sem komu á land er hátt í 40 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.