Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 // Borga&íréu e kJcL 5-íöS Z ? " ©1968 UnlwfMl Pwg gyndjcgg heltekur þig TM Reg U.S Pat Olt — alt rights res«rved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Ef þú getur náð í skjaldböku Vinur! Verður þá ekkert af í einum grænum vildi ég Suður-Ameríku ferðinni? biðja um skjaldbökusúpu? BREF TTL BLADSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Betra að vanta brauð Frá Últ3 Ragnarssyni: ÞAÐ er bjargföst innri sannfæring mín að hlutverk okkar íslendinga sé að boða líf og frið á plánetunni jörð og stuðla að því að ný siðmenn- ing og betri breiði lim sitt yfir hana alla. Það er ekki stærð mustarðs- kornsins sem máli skiptir heldur frjó- moldin í hjörtum fólksins sem það fellur í. Þó að stjómmálamenn séu nauð- synlegir eru þeir þó ekki nálægt því eins mikilvægir og frjálst framtak þess fólks í landinu, sem tekur hönd- um saman um að leggja sitt af mörkum til að leysa plánetuna okkar undan því oki sem heimskulegt framferði mannkyns hefur á hana lagt. Eitt sinn hitti ég í einskonar draumi veru sem sagðist koma af öðrum hnetti. Hún sagði mér að það væri Iögmál í alheimi að engri teg- und lífvera liðist að eyðileggja lífs- skilyrðin í heimkynnum sínum. Slík- um skaðsemdarskepnum væri eytt áður en þeim tækist að eyða hnetti sínum. Mér var sagt að mannkynið yrði að sjá að sér fljótt. Annars yrði það þurrkað burt af jörðinni. Einnig greinir Biblían frá þörfmni á að hreinsa jörðina, þegar svo stendur á sem nú í heiminum. Ég hygg að veran hafi haft lög að mæla. Hvort heldur þetta var geimvera sem talaði eða rödd visk- unnar í eigin bijósti skiptir í raun- inni ekki máli, þó svo að ég álíti að vitverur séu víðar um geiminn en margan grunar og nái til okkar oft- ar en okkur sjálf órar fyrir. Það er alger fírra að almenningur með heilbrigt bijóstvit sé ófær um að taka réttar ákvarðanir í flóknum málum. Hugsið ykkur sjómann sem ákveður að fara ekki í róður af því að það leggst einhvemveginn svo illa í hann í þetta ákveðna skipti. Hann skynjar beig sem honum er eðlislægt að taka mark á, jafnvel þvert á öll sýnileg rök. Skipið ferst með manni og mús, en ófeigur bjarg- aði lífinu. Þetta og fleira svipað hef- ur margoft komið fyrir. Engin ytri rök hefðu bjargað, en dýpri vitund vissi betur. Stjómmálastefna studd fjölmörg- um rökum getur reynst illa. Oft dugar bijóstvitið betur. Það sem rökfimin lofar í hástert sem þjóðráð getur reynst óráð hið mesta. Tiltölu- lega nýleg dæmi em loðdýraræktin og fiskeldið, sem öllu áttu að bjarga. Álið og jámblendið lafa á heljar- þröm. Er skynsamlegar á málum haldið í sjávarútveginum? Til er fyrirbrigði sem nefnist handleiðsla. Hún tengist því sem dýpra liggur í vitundinni en rökhugs- unin. Viðbrögð sjómannsins í dæmi- sögunni hér að framan mundu flokk- ast undir handleiðslu. Þar sem hand- leiðslan er ekki með í verki samhliða rökhugsuninni kemur tímaskekkjan fram. Bijóstvitið sem svo er kallað er nátengt handleiðslunni og inn- sæinu. Við kunnum ef til vill ekki neina rökræna skýringu á þessum fyrirbæmm, en það veit hver heilvita maður að þau tengjast djúpstæðum rökum tilverunnar og kann ekki góðri lukku að stýra að sniðganga svo haldgóðan vemleika, sem fremur er treystandi en útreikningum manna. Ómengað bijóstvit þekkir tímann! - Það tekur ekki „réttar ákvarðanir á röngum tíma“ svo vitnað sé til orða þjóðkunns ágætismanns í sam- bandi við Blönduvirkjun. (Það er bít- andi sarkasmi bakvið þessi orð, sem virðist benda til að undir niðri sé honum ljóst að ákvarðanataka á gmndvelli útreikninga, sem virðast standast, reynist oft veikur gmnd- völlur.) Voru bjargráðin, sem brugðust svo illa, ekki flest aldeilis hárréttar ákvarðanir - á röngum tíma? Þjóðin er orðin þreytt á öllum þessum „réttu ákvörðunum á röngum tíma“. Að nota bijóstvitið til að hafna slíkum ákvörðunum - mundi það ekki vera rétt ákvörðun á réttum tírna? Kjarn- inn í þessu öllu kemur reyndar ský- rast fram í hinum fornkveðna: Þar sem Guð er ekki með í verki erfiða smiðirnir til ónýtis. ÚLFUR RAGNARSSON, læknir Neðastabergi 6, Reylq'avík Ætti að biðjast afsökunar Frá AlbertJensen: LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 10. okt- óber fór vinur minn, sem kominn er hátt á áttræðisaldur, í Danshúsið í Glæsibæ ásamt kunningja sínum. í sjálfu sér væri þetta ekki umtals- vert, ef ekki væm óvenjulegar afleið- ingar þess að fara út að skemmta sér. Þessi vinur minn er mjög gjafmild- ur og góðviljaður, ætlar engum jllt og átti sér því einskis ills von. En það virðist ekki sama hvaða menn reka staðina, því á þesum sýndist kurteisi og tillitssemi ekki eiga upp á pallborðið og fékk hann að reyna það. Hann hafði keypt tvö glös við barinn og var annað ætlað konu við borð skammt frá. Hann hafði boðið henni drykk og færði henni glasið, en skildi sitt eftir á barborðinu. Honum dvaldist eitthvað og fór svo að bamum og tók glas sitt. Hann hafði ekki verið þar lengi þegar tveir dyraverðir gripu um handleggi hans og leiddu hann út með hraði á þeirri forsendu að hann drykki úr annars glasi. honum varð svo mikið um að hann kom ekki upp orði. Daginn eftir hringdi hann í mig og fannst mannorð sitt hafa farið fyrir lítið. Eftir að hafa fengið frá- sögn hans hringdi ég í eiganda Dans- hússins, reyndi að skýra mál vinar míns og fá hann til að skýra þeirra, en allt til einskis. Manni þessum fannst ekkert um að klína þjófsorði á saklausan mann, og spurði mig í lokin til hvers ég ætlaðist af honum og þegar ég fór fram á afsökunar- beiðni fyrir vin minn sagði hann mér að gleyma því. Eigandinn þarf ekki að vera með tilfinningasemi í sambandi við ‘fólkið sem kaupir sér skemmtun í Dans- húsinu, en sanngjarn. Það er sorg- legt ef það er tímaeyðsla í hans augum að leiðrétta misskilning, jafn- vel þó það gleddi gamlan mann sem reynt var að ræna mannorði. Ef manni þessum sem rekur Danshúsið reynist erfitt að hemja skap sitt vil ég ráðleggja honum að ráða kurteisa og tillitssama dyraverði sem ráðast ekki á fólk án öruggrar vitneskju um málsatvik. ALBERT JENSEN Háaleitisbraut 129 Reykjavik HOGNI HREKKVISI PÁpt HEruæ 'amafnae) fbi heha einn CFTIR GINM PAö. " Víkveiji skrifar Víkveiji brá sér á sýningu hjá íslenska dansflokknum um daginn til að beija sjálfur augum þær breytingar sem sagðar eru hafa orðið á flokknum frá því hann tók aftur til starfa af fullum krafti í haust. Því miður var ráðaleysi ástæðan fyrir því að þessi fallega listgrein hafði ekki verið virk í um tveggja ára skeið og því gerði Vík- veiji sér engar sérstakar vonir um að hrífast af sýningunni. En annað kom á daginn. Þær breytingar sem orðið hafa á Islenska dansflokknum á örskömmum tíma eru stórkostleg- ar. Auk þess sem flokkurinn hefur nú sex karldansara og hefur fengjð tvær ungar ballerínur til liðs við sig, komu íslensku stúlkurnar, sem hafa dansað með flokknum í árarað- ir, mest á óvart. „Það er dýrt að gera hlutina illa“ sagði Hlíf Svav- arsdóttir, fyrrverandi listdansstjóri flokksins eitt sinn í viðtali við Morg- unblaðið og víst er að á það hefur verið hlustað. „Uppreisn," sýning Islenska dansflokksins að þessu sinni, er falleg, vönduð og full af þokka og sannar svo að ekki verður um villst að það borgar sig, list- rænt séð, að gera hlutina vel. í haust tók við nýr listdansstjóri og ballettmeistari var ráðinn að flokknum í fyrsta sinn. Árangurinn af vinnu þeirra skilar sér furðu- fljótt og greinilegt er að hún bygg- ir á aga og metnaði. Dansstfllinn er ólíkur því sem við höfum fengið að sjá hér áður og viðfangsefnin nær klassískum ballett en Islenski dansflokkurinn hefur verið talinn ráða við síðustu árin. Það verður spennandi að fylgjast með flokkn- um næstu misserin. Svo vel er af stað farið að maður gerir sér jafn- vel vonir um að innan fárra ára verði sjálfsagt og eðlilegt að sjá verk á borð við Giselle og Hnotu- bijótinn hér á sviði. xxx að er mikil gróska í leikhúslíf- inu og ánægjulegt að sjá flest- ar sýningar uppseldar margar vikur fram í tímann. Og nú eru Dýrin f Hálsaskógi aftur komin á fjalir Þjóðleikhússins. Víkveiji ákvað að halda menningameyslu sinni áfram og sjá eina af fyrstu sýningunum með börnum sínum. Það var eins og að hitta gamlan vin eftir langan aðskilnað og að mörgu leyti ánægjulegt; engin vonbrigði með mektarvinina Mikka ref og Lilla klifurmús í höndum þeirra Sigurðar Siguijónssonar og Árnar Ámason- ar. Hinsvegar varð Víkveiji nánast orðlaus af undrun í hléi. Þá er ver- ið að selja „Beijasaft bangsa- mömrnu," sem er vatnsblönduð sól- beijasaft og glasið er selt á 100 krónur. Örlítið glas af gosi er síðan selt á 120 krónur. Það verður að segjast eins og er að þetta nálgast okur og er Þjóðleikhúsinu til skammar. Það kostar á fimmta þúsund krónur fyrir hjón með tvö börn að fara á sýninguna og hægt að réttlæta það með því að uppsetn- ing af þessu tagi sé dýr, en það er ekkert sem réttlætir svo hátt verð- lag á drykkjarföngum í eins litlum skömmtum og raun ber vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.