Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 55
5^ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Búðardalur Nemendatónleikar Tónlistarskólans Búðardal. TÓNLISTARSKÓLI Dalasýslu var með nemendatónleika laugardaginn 7. nóvember sl. í skólanum eru 60 nemendur sem eru að læra á hin ýmsu hljóðfæri. Kennarar eru auk skólastjórans, Kjartans Eggertsson- ar, þrír Halldór Þórðarson sem hefur kennt við skólann frá upphafi og tveir stundakennarar. Fyrsti skólastjóri og brautryðjandi var Guðmundur Ómar Óskarsson frá Svínhól í Miðdölum, nú tónlistar- kennari í Mosfellsbæ. Með honum kenndi fyrsta veturinn Hafdís Krist- insdóttir frá Leirá í Leirársveit, en þau settu skólann af stað með mikl- um myndarbrag. Tónlistarskólinn skilaði mjög góðum árangri og strax fyrstu árin var stofnuð lítil lúðra- sveit sem Guðmundur Ómar stjóm- aði. Við hljómsveitinni tók síðan Kristján Ólafsson sem var kennari við Tónlistarskólann í nokkur ár en þegar Kristján hætti lagðist lúðra- sveitin niður. Nú er áformað að end- urvekja hana og vonandi tekst vel til. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í rekstri hefur skólinn verið mikil lyfti- stöng fyrir allt tónlistarstarf í hérað- inu. Hljóðfæri em á mörgum heimil- um og tónlistaráhugi hefur löngum verið mikill í Dölum. Tónlistarskólinn starfað í félagsheimilinu Dalabúð og að Laugum í Hvammsvík. Sæmileg aðstaða er á báðum stöðum fyrir nemendur og kennara. Aðsókn að skólanum hefur yfirleitt verið mjög góð enda em allir sammála um að tónlistariðkun er öllum holl ekki síst bömum og unglingum sem læra tón- listamám og að æfing, ögun og vandvirkni skiptir miklu máli. Einnig læra þau að meta góða tónlist. — Kristjana. Morgunblaðið/Kristjana E. Ágústsdóttir Frá nemendatónleikum Tónlistarskóla Dalasýslu. Landgræðslufélag í Oræfum stofnað Hnappavöllum. LANDGRÆÐSLUFÉLAG í Ör- æfum var stofnað hinn 1. nóvem- ber sl.. Tilgangur þess er að vinna að uppgræðslu gróðurlítilla svæða og reyna að hefa landbrot vatnsfalla sveitarinnar. Auk fólks úr Öræfum komu á stofnfundinn þeir Halldór Blöndal ráðherra, Egill Jónsson þingmaður og Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. Fyrsta verkefnið verður að girða af fjalllendið milli Hofs og Hnappavalla og em framkvæmdir þegar hafnar við að slétta girðing- arstæðið og setja niður homstaura. - S.G. Gamla elliheimilið i Mánagötu á sér nærri 100 ára gamla sögu. ísafjörður EUiheímilíð í Máiia- götu hætt störfum ísafirði. UM áratuga skeið hafa verið uppi umræður um að hætta notkun á gamla elliheimUinu á ísafirði sem er að verða aldargamalt og úr öllum tengslum við nútima öldrunarþjónustu. Bæjarstjórn hefur margoft lofað breytingum og fjöldi gjafa hefur komið til slíkrar byggingar i gegnum tiðina auk þess sem gjald var lagt á aðgöngum- iða kvikmyndahússins á ísafirði. Nú hafa vistmenn elliheimUisins loksins flutt í vistleg einmenningsherbergi á efstu hæð í Hiif, heim- Ui aldraðra. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Það var Geirþrúður Charlesdótt- ir, formaður starfshóps um gerð vistrýmis á efstu hæð fyrsta áfanga Hlífar í Torfunesi, sem afhenti Ein- ari Garðari Hjaltasyni, forseta bæjarstjómar, húsnæði við athöfn í stofu heimilisins fyrir skömmu. Saga gamla elliheimilisins er orðin löng en það var byggt 1896 og tekið í notkun sem fyrsta sér- byggða sjúkrahúsið hér í árslok þess árs. Héraðslæknirinn á þeim tíma var Þorvaldur Jónsson og þar sem hann var jafnframt sparisjóðs- stjóri bæjarins var bætt við hús- næði fyrir sparisjóðina 1897. Þar sem þetta var um svipað leyti og farið var að mæla fyrir sérstökum götum þvert yfir eyrina hlaut gatan fyrst nafnið Sjúkrahúsgata eða Spítalagata, en eftir að Landsbank- inn yfirtók rekstur sparisjóðsins 1904 breyttist nafnið í Dankagötu og var svo til 1929 að allar þvergöt- umar fengu ný nöfn og heitir síðan Mánagata. Sjúkrahúsið hætti svo störfum 1925 þegar nýtt og glæsilegt sjúkrahús tók til starfa. Þá var húsinu breytt í elliheimili og um tíma jafnfrarpt vistheimili fyrir geðsjúklinga. Mikill fjöldi vist- manna var þama lengst af og óhætt að fullyrða að starfsfólkið hefur oft þurft að vinna við erfiðar og óviðunandi aðstæður. Með tilkomu Hlífar minnkaði álagið á elliheimilið gamla svo að nú við flutninginn vom einungis 10 vistmenn eftir. Eftir að bæjarstjóm tók um það ákvörðun í árslok 1990 að innrétta efstu hæðina í Hlíf og skipaði sér- stakan vinnuhóp til að sjá um fram- kvæmd verksins, en auk fulltrúa bæjarins kom til samstarfs Baldur Ólafsson frá heilbrigðisráðuneyt- inu, var hafist handa við teikni- Þorgerður Gestsdóttir í vist- legu herbergi sínu á elli- og hjúkrunardeild Hlífar á Torf- nesi. vinnu, en það var Ingimundur Sveinsson arkitekt sem sá um teikningar og verkið síðan boðið út seint á síðasta ári. Tréver á ísafirði sem tók að sér fram- kvæmdina en heildarkostnaður verksins er um 23 milljónir króna, en inni í þeirri tölu er neyðarút- gangur sem ekki var í húsinu og boðkerfí fyrir húsið allt sem á ann- að hundrað manns notar. í afhend- ingarræðu sinni gat Geirþrúður Charlesdóttir þess að kvenfélagið Hlíf hefði gefín húsgögn í dagstof- una, en þar hefur lengi verið safn- að í sjóð til að kaupa húsgögn í væntanlegt elliheimili. Rekstur elli- heimilisins er nú í höndum félags- málaráðs en formaður þess_ er Pét- ur H.R. Sigurðsson. - Úlfar Frá stofnfundi Landgræðslufclags Öræfa. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson NÝIR eigendur hafa tekið við Efnalauginni Svanlaugu, Engi- hjalla 8, Kópavogi, en þar er framkvæmd ahliða hreinsun, pressun og þvottur. Afgreiðslutími er mánudaga til föstudaga kl. 8.30-18.30, laugar- daga kl. 10-14. Við hreinsunina starfa 5 manns, eigendur eru hjónin Agnar Ámason og Hulda Hafsteins- dóttir. mjm IMNN MN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin: 121.678.752 kr. 46. leikvika - 14. nóvembor 1992 Röðin: 222-11X-121-1X12 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 217 raðir á 5.048 raðir á 54.594 raðir á 310.484 raðir á 151.390- kr. 4.090 - kr. 400 - kr. 0- kr. Þar sem vinningur fyrir 10 rétta var undir 200 krónum þá flyst vinningsupphaeöin yfir á 1. vinning í næstu viku. Þaö má því búast viö aö 1. vinningur veröi yfir 80 milljónir. 1X2 - ef þú spilar til að vinna ! -fyrirþig og þína fjölskyldu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.