Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 43 Irís Brynjólfs- dóttir - Kveðja Fædd 26. desember 1951 Dáin 7. nóvember 1992 í dag, þriðjudaginn 17. nóvem- ber, verður til moldar borin frá kapellunni í Hafnarfirði tengda- móðir mín, íris Brynjólfsdóttir. Hún fæddist í Hafnarfirði, dóttir hjón- anna Heiðveigar Guðjónsdóttur og Brynjólfs Þórðarsonar bifreiðar- stjóra. íris var í hópi sjö systkina. Þau eru, auk hennar, Olafía, Kar- en, Erna, Þórður, Elfa og Erla. Eflaust voru það hinir mestu ham- ingjudagar sem íris lifði, þar sem þau systkinin ólust upp við glað- værð og ástríki traustra foreldra sinna í Hafnarfírði. Ung fór hún út á vinnumarkaðinn og fljótlega upp úr því í sambúð með Sigurði Ólafi Stefánssyni frá Akranesi. Með honum átti hún sitt fyrst barn, Sigríði Ólöfu, f. 10 apríl 1969. Hann var þó allur áður en hún ól bam þeirra. Sigurður Ólafur fórst með vélbátnum Fagranesi 7. mars 1969, rétt rúmum mánuði áður en Sigríður Ólöf fæddist. Maður getur gert sér í hugarlund hversu mikill harmdauði Sigurður hefur verið Irisi aðeins átján ára gamalli. Verða af allri þeirri gleði og væntingum sem kornung móðir hlýtur að bera í bijósti sér við að ala sitt fyrsta bam, bam sem hinum verðandi föður entust ekki lífdagar að líta augum. Eitt er víst að hún gat aldrei sætt sig við fráfall hans og minntist hans mjög oft. En hin unga móðir hélt þó sínu striki stað- ráðin að búa litlu stúlkunni sinni öryggi þess heimilislífs sem hún sjálf hafði verið aðnjótandi í upp- vextinum. Hún hóf sambúð með Ásmundi Einarssyni og þau giftu sig árið 1970. Saman áttu þau tvö börn. Kol- brúnu, f. 7. apríl 1970, og Ágúst Þór, f. 24. apríl 1972. Iris og Ás- mundur slitu samvistir 1979. Ham- ingjuleitin hafði beðið hnekki. Trú- in á bjarta framtíð hafði rofnað og við tók tilgangslaus flótti frá raun- veruleikanum _sem við höfum svo mörg kynnst. í upphafi skyldi end- inn skoða, stendur einhvers staðar skrifað, en við getum þó ekki lifað eftir þeirri formúlu, þar sem síðast af öllu gemm við ráð fyrir áföllum og sorgaratburðum sem breyta allri atburðarásinni. En íris átti þó börn- in sín þrátt fyrir allt og börnin hennar brugðust henni ekki. Barnabörnin fímm voru henni mjög hugleikin og af litlum efnum en miklu ástríki fann hún þó hamingj- una í að gleðja þau á allan þann hátt sem í hennar valdi stóð. íris var hin gefandi sál en æskti einsk- is af öðrum. Þrátt fyrir ungan ald- ur verður að segjast að líf hennar var enginn dans á rósum og hefði reynsla hennar nægt til að buga hvern meðalmann þó heill væri heilsu. Ekki létti hún sér róðurinn með því að kasta þungum byrðum vandamálanna yfír á aðra, þann klafa vildi hún ein bera til að valda ástvinum sínum ekki áhyggjum. í ágúst 1991 ákvað hún að snúa við blaðinu og fór í meðferð á Vífils- staði með góðum árangri. Þar end- urheimti hún góða heilsu og glæsi- legt útlit. Hún var staðföst í ásetn- ingi sínum og hún sýndi það best með því að hressa upp á samskipti sín við aldraðan umhyggjulausan föður og hinn stóra systkinahóp. Það var eins og týndur ástvinur hefði snúið til baka. Fjölskyldan ’ gat vart á sér heilli tekið yfir frá- bærum árangri írisar í baráttunni við sjúkdóminn. Börnin hennar kyimtust nýrri hlið á móður sinni ög væntingarnar um bjartari fram- tíð henni til handa urðu sterkari Kveðjuorð Arnór S. Gíslason Ég hefi haldið það heit, og börnin okkar hafa aldrei orðað það að kaupa slík tæki. Þótt stundimar yrðu færri sem við Arnór hittumst, fylgdist ég með frama hans er hann fetaði upp í að verða skipstjóri á stærsta skipi flotans. Um leið og ég þakka Am- óri fyrir góð ráð og hlýtt viðmót, óska ég þess að hinn hæsti höfuð- smiður himins og jarðar lýsi Arnóri er hann siglir sína hinstu för og styrki og blessi ástvini hans. Karl Ormsson raftælgavörður. Fæddur 9. janúar 1911 Dáinn 24. október 1992 Hvað era nokkrir mánuðir í minningu á langri æfí? Og þó. Er ég ungur snáði kom um borð í ms. Laxfoss í gamla daga, ókunnur öll- um um borð, aldrei stigið fæti á skip, tók á móti mér ungur lágvax- inn maður, hann bauð mig velkom- inn um borð, sagði ert þú strákur- inn sem átt að leysa af núna? Ég kvað já við þessum snaggaralega stýrimanni, hafði víst ekki sýnst piltur vera til stórræðanna. Komdu vinur, ég skal sýna þér hvar strák- arnir eru og svo fylgist þú bara með, þú átt að vera hér aftur á afturdekki með mér fyrstu dagana. Þarna var ungur jrfírmaður sem sýndi sitt rétta andlit, þannig var Arnór Gíslason. Þessar móttökur hafa oft komið upp í huga minn er ég heyri góðs manns getið. Arn- ór og hans fallega kona áttu þá heima upp á Ránargötu, þangað rölti ég nokkuð oft með Arnóri fyrstu vikurnar. Amór kom mér strax fyrir sem hlýlegur, ákveðinn og góður drengur, sumir héldu hann stóran upp á sig en það var hann ekki, en hann var ákveðinn, enginn veifískati. Arnór var einn af þeim er mótaði mest mín unglingsár með góðum ráðum, er ég hleypti heim- draganum, hann var stýrimaður á Laxfossi fyrstu mánuði mína til sjós. Er við sigldum út Borgarfjörð í dimmum vonsku vetrar veðram Var sem Arnór hefði arnaraugu, er brotsjóir nálguðust, siglingatæki þess tíma vora kompás, handlóð og léleg miðunarstöð. Árnór sagði mér hvernig fyrir slembilukku hafi hann sloppið þar sem hann var í fríi þann örlagaríka túr er Goðafoss var skot- inn niður. Arnór var þar stýrimað- ur. Eitt lítið atvik líður mér seint úr minni sem sýnir kannski hvem mann Arnór hafði að geyma. Einu sinni kallaði hann mig aftur í aftur- lest á Laxfossi, sýndi mér þar for- láta reiðhjól eitt sem févana sveita- Pilt hafði aldrei órað fyrir að eign- ast. Kalli minn, þetta reiðhjól mátt þú eiga, en lofaðu mér einu í stað- inn, að stíga aldrei á mótorhjól, það eru tæki sem maður er alltaf drull- ugur upp fyrir haus á, blautur, kaldur og alltaf í bráðri lífshættu. með hveijum mánuði. Hún var á heimili okkar Sigríðar Ólafar ásamt Ágústi Þór á að- fangadagskvöld í fyrra. Það eitt að sjá hversu hamingjusöm þau systkinin vora að hafa tækifæri til að eiga með henni jólin var mér nægjanlegt til að fyllast þessari dásamlegu hátíðartilfínningu sem við leitum svo mjög eftir á þessari heilögu hátíð ljóssins. En framtíð- arvonir hennar bragðust sem fyrri daginn. Eftir sex mánaða uppbygg- ingu á líkama og sál tók aftur að syrta í álinn fyrir elsku tengdamóð- ur minni. Nú níu mánuðum síðar er hún öll, aðeins á fertugasta og fyrsta aldursári. Hún er okkur að- standendum harmdauði, þó að við huggum okkur við að nú sé vanlíð- Hí fimmtudaginn 19 Einleikari. Hljómsveitarstjóri. tyjjá EFNISSKRA. '.....■ Imp: msqn:..... Hugleiðing um L Igor Stravinskíj: Petrushka Sifitóniunijó.msvcit islands an hennar á enda rannin og æðri máttur taki hana í faðm sér og lini allan þann sársauka sem markaði líf hennar hér á jörð. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og bið þess að Guð styrki okkur öll á þessari sorgarstund. Fari íris mín í friði á Guðs vegum. Blessuð sé minning hennar. Oddur Sigurðsson. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú Iifðir góðum Guði, í Guði sofnar þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Það var snemma að morgni laug- ardagsins 7. nóvember að síminn hringdi. í símanum var pabbi að tilkynna mér andlát einnar yndis- legustu og bestu manneskju sem ég hef þekkt um ævina. íris Brynj- ólfsdóttir var kona pabba míns, Þórarins Björnssonar, og við frá- fall hennar reikar hugurinn vítt og breitt. Ég gleymi aldrei þeim tíma er við kynntumst fyrst fyrir þrettán árum, en eftir aðeins nokkurra vikna kynni fannst mér að við hefð- um verið vinkonur í mörg ár. Hún var einlæg og ærleg fór ekki í manngreinarálit, sá spaugilegar hliðar á ýmsu, gat brosað að sjálfri sér en var fljót til ef einhver átti um sárt að binda og alvara var á ferðum. Alla lét hún njóta sann- mælis og kom ætíð til dyranna eins og hún var klædd. íris átti þijú börn sem nú eiga um sárt að binda, þau eru Ólöf Sigríður, Kolbrún og Ágúst; Ólöf Sigríður á þijú böm, Sigurð, Sig- þrúði og Jón; og Kolbrún á tvö börn, Ævar Örn og Katrínu. Við stjúpbörn írisar eram fjögur, Sigurlaug, Jóhannes, Þórann og Bjarki. Það var aðeins viku fyrir andlát írisar að maðurinn minn leit í heimsókn til pabba og írisar með eldri son okkar sem er fjög- urra ára og var sá stutti mjög ánægður með þá heimsókn því Iris sýndi honum sem og öðra smáfólki sem til hennar kom ávallt sérstaka athygli og alúð. Ég er Guði þakklát fyrir þann tíma sem ég þekkti hana írisi og kynntist öllum hennar góðu eigin- leikum. Betri konu gat hann pabbi minn ekki fengið. Hún var einnig góður vinur okkar systkinanna og kom eins vel fram við okkur sem væram við hennar eigin böm. Það kemur svo margt upp í hugann núna og gott er að rifja upp falleg- ar minningar um góða manneskju eins og íris var. Eg minnist mjög skemmtilegs tíma fyrir einum átta áram þegar við unnum um tíma á sama vinnustað. Hún var einstak- lega dugleg og ósérhlífin kona enda mjög vel liðin þar sem annars stað- ar. En því miður gekk hún ekki heil til skógar og þurfti því að hætta að vinna, en hún kvartaði aldrei enda ekki þannig gerð að hún vildi láta aðra hafa áhyggjur af sér. Ég bjó hjá þeim, föður mínum og henni, um tíma fyrir mörgum áram og minnist ótal kaffibolla og samræðna inni í eldhúsi á Tangan- um og gjallandi hláturs oft og tíð- um. íris sá oft spaugilegu hliðarnar á svo mörgu í lífinu og við gátum rætt allt á milli himins og jarðar og gleymt stað og stund, sérstak- lega þegar tekið var í^pil með. Ég bjó um tíma úti á landi og urðu heimsóknirnar til þeirra írisar og pabba færri en áður, en hlýlega tók íris á móti okkur þegar við komum í bæinn. íris var mjög dug- leg og myndarleg húsmóðir. Eg minnist þess t.d. hve fljót hún var að pijóna lopapeysur og hversu fallegar peysumar hennar vora og vel gerðar. Ég kveð nú kæra vin- konu mína með sáram söknuði og sendi þér, elsku pabbi minn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Einn- ig votta ég börnunum hennar þrem- ur, Ólöfu Sigríði, Kolbrúnu og Ágúst, barnabörnum, föður hennar og systkinum mínum dýpstu sam- úð. Guð veri með ykkur öllum og Guð blessi minningu yndislegrar konu, írisar Brynjólfsdóttur. Fyrir hönd okkar systkina, Sigurlaug Guðrún Þórarinsdóttir. NY SENDING Umbúbapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. W * x X k > Íx >L ... TEqill Guttormsson - Fjölval hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Sfmar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 ÖRKIN 2010-96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.