Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Hafnarfjörður Heilbrigðiseftirlit kann- ar mengun í Læknum Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðarsvæðis hefur ákveðið að láta kanna enn frekar mengxin, sem komið hefur í \jós í Læknum í Hafnarfirði. Könnun líffræðinemenda í Flensborgarskóla leiddi í ljós að í Læknum eru yfir 358 saurgerlar í hveijum 100 ml vatns en leyfilegt hámark með ströndum eru 100 gerlar í hverjum 100 ml. Að sögn Guðmundar H. Einars- ætlunin að skolp komist í Læk- sonar framkvæmdastjóra heil- brigðiseftirlitsins, gæti verið um leka skolpleiðslu að ræða eða mengun frá fuglum í og við Læk- inn. „Ef um skolp er að ræða þá verður það lagfært því það er ekki inn,“ sagði hann. „Ef um slíkan leka er að ræða gæti tekið tíma að komast fyrir hann en þegar er farið að kanna með hvaða hætti er hægt að einangra mengunina." ÚR DAGBOK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: Almennt var helgin róleg og tíð- indalítil í miðbænum föstudags- og laugardagsnætumar. Aðfaranótt laugardagsins voru um 2.500 manns í miðbænum þegar mest var, sem þykir fátt. Eitthvað var um smápústra manna á milli, en ekki er vitað um alvarleg átök. Töluverðu var hellt niður af víni og er talið að nokkuð hafí verið af landa í umferð. Aðfaranótt sunnudagsins var heldur fleira í miðbænum, eða um 4.000 manns þegar mest var. Betra veður var þessa nótt og væntanlega ástæða mannfjöldans. Órói var í fólki og þurftu lögreglumenn að skakka leikinn nokkrum sinnum. Alls þurfti að handtaka 22 menn um helgina vegna láta í miðbænum og færa í fangageymslur. Tveimur þeirra var boðið að ljúka málum með greiðslu sekta, en þeir höfðu verið ölvaðir með óspektir og dóna- skap við lögreglumenn. Um helgina þurfti lögregla að hafa afskipti af um 80 manns vegna ölvunar. Auk þess voru fimm manns stöðvaðir vegna ölvunar við akstur. Nú þyrftu ökumenn að taka sig á í umferðinni, einkum þegar færð fer að versna. Um helgina urðu 19 árekstrar sem lögreglan hafði afskipti af og sex umferðar- slys. Meiðsli urðu þó ekki alvarleg. Að undanfömu hefur staðið yfir átak í umferðarmálum og lögreglan hefur einkum veitt athygli hrað- akstri auk annarra umferðarlaga- brota. Nú um helgina voru 27 öku- menn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Það er há tala þegar hálka er á götunum. Einn þeirra öku- manna sem stöðvaðir voru um helg- ina var nú stöðvaður í 23. skiptið fyrir umferðarlagabrot síðan hann fyrst fékk ökuréttindi 17 ára gam- all í janúar 1989. Óskað var aðstoðar lögreglu við að fjarlægja kött sem gert hafði sig heimakominn í íbúð í óþökk húsráðanda og neitaði að fara út. Kisa er þó löghlýðin og hljóp út um leið og hún sá til ferða lögregl- unnar. Ung stúlka var staðin að verki við að stela tvennum sokkabuxum úr Hagkaupum i Kringlunni. Að- spurð kvaðst hún hafa stolið sokka- buxum frá Hagkaupum þrisvar sinnum áður. Maður nokkur skildi peninga- veski með 20.000 krónum í eftir milli framsætanna í bifreið sinni, meðan hann þurfti að skjótast inn í hús. Þegar hann kom til baka var búið að stela frá honum peningun- um. Það er aldrei of oft brýnt fyr- ir fólki að skilja ekki verðmæti eft- ir í bílum þar sem þau eru sjáanleg óheiðarlegu fólki sem ekki getur staðist slíkar freistinga. Rafmagnsverkfærum var einnig stolið úr bíl sem skilinn hafði verið eftir á bílastæði við íbúðarhús. Brotist var inn í veitingahús í mið- bænum og þaðan stolið hamborgur- um, sjónvarpi, myndbandstæki og peningum. Þá var farið inn á vinnu- stað við Borgartún og stolið pen- ingaveski úr yfirhöfn starfsmanna. SAUMAVELAR 0G F0NDURV0RUR í ÆVINTÝRALEGU ÚRVAL! VÖLUSTEINN Faxafen 14, Sími 679505 SJÓÐSBRÉF5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir í ríkistryggðum skuldabréfum. VfB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. íslandsmeistararnir í akstursíþróttum tóku við verðlaunum í sérstöku hófi LÍA, en 400 keppendur voru í akstursíþróttum í sumar. Titillimi mikil hvatning - sagði Baldur Jónsson akstursíþróttamaður ársins og knattspyrnunnar. Rallið er freistandi en það verður erfítt að sjá á eftir félagsskapnum í fót- boltanum, en meistaraflokkurinn er mjög tímafrekur og getur tæp- lega gengið saman við rallið. Svo langar mig að prófa að keppa erlendis, sé þess nokkur kostur," sagði Baldur. Baldur kemur frá sannkallaðri rall-fjölskyldu, Jón faðir hans og Rúnar bróðir hans hafa margsinn- is orðið íslandsmeistarar, en bræðurnir Ómar Ragnarsson og Jón byijuðu einmitt að keppa fyr- ir hönd fjölskyldunnar, síðan hafa átta meðlimir hennar prófað rall- akstur, bæði karl- og kvenkyns. Ómar hafði þetta um Baldur að segja: „Ég er ekkert hissa á vel- gengni Baldurs. Strax þegar hann var í fótboltanum sem patti hafði hann mikið keppnisskap og mér fannst strax ljóst að hann ætti eftir að ná langt í íþróttum. Hann er mjög sjálfstæður í hugsun, opinn, hreinn og beinn og slíkir persónuleikar ná alltaf langt,“ sagði Ómar. Fyrir kjörið voru afhentir meistaratitilar í öllum aksturs- íþróttum, Siguijón Haraldsson hlaut tvo titla, fyrir sandspyrnu og kvartmílu en hann hefur verið lengi í eldlínunni. í torfæru urðu meistarar Magnús Bergsson og Ragnar Skúlason, rallakstri Ás- geir Sigurðsson og Bragi Guð- mundsson, bílkrossi Högni Gunn- arsson, rally cross Kristín Birna Ga?ðarsdóttir, í teppaflokki Einar Gíslasson, í kvartmílu urðu meist- ara í fímm flokkum, á mótorhjól- um Hlöðver Gunnarsson og Júlíus Eggertsson, „bracket" Gunnar Ó. Gunnarsson, götubílum Benedikt Svavarsson. Aðrir meistara í sandspyrnu urðu í jeppaflokki Þorsteinn Ein- arsson og Árni Kópsson, á mótor- hjólum Jón Kr. Gunnarsson og Kristján Viktorsson,_ „standard" fólksbílum Tryggvi Óli Þorfínns- son, útbúnum fólksbílum Gunn- laugur Emilsson og opnum flokki Benedikt Valtýsson. „ÞAÐ að vera kjörin akstursíþróttamaður ársins er mikil hvatn- ing fyrir mig og aðra keppendur sem eru að byrja í akstursíþrótt- um. Eg hoppaði hæð mína þegar ég heyrði að ég var valinn og ég og Guðmundur Pálsson, sem keppti með mér, hoppuðum um af kæti. Það er mikill sigur að fá svona titil á fyrsta ári í keppni.“ sagði Baldur Jónsson sem var kjörinn akstursíþróttamaður ársins í hófí Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga um leið og Islandsmeistaratitlar í akstursíþróttum voru afhentir s.l. laugar- dag. Baldur er aðeins 18 ára gamall og varð bikarmeistari í flokki óbreyttra bíla í rallakstri á Mazda 323 á sínu fyrsta ári eftir harða keppni við Óskar Ólafsson á Suzuki GTi. Baldur var valinn úr hópi 400 keppenda í akstursíþróttum keppnistímabilsins. Það var tímaritið 3T og meðlim- ir í Landsambandinu sem stóðu að kjörinu, en af þeim sem voru tilnefndir fengu Baldur, Stein- grímur Ingason, Siguijón Har- aldsson og Ragnar Skúlasson flest atkvæði. Baldur tók við nafnbót- inni af Karli Gunnlaugssyni, en akstursíþróttamaður ársins var fyrst kjörinn í fyrra af tímaritinu 3T og var af því tilefni veittur bikar til minningar um rallöku- manninn Jón S Halldórsson. „Mér fínnst gott fyrir íþróttina að Baldur skuli valinn. Um mitt árið fannst mér Steingrímur eða Hlöðver líklegastir til að taka við titlinum af mér, en undir lok tíma- bilsins fannst mér Baldur koma sterkast út. Þetta virkar örugg- lega hvetjandi fyrir unga stráka að byija að keppa, en þróunin hefur verið sú að eldri menn hafa verið að hirða flesta meistaratitla. Það er orðið keppikefli að ná 3T bikamum og mig langar sannar- lega í hann aftur,“ sagði Karl Gunnlaugsson sem afhenti Baldri bikarinn. Baldur er ekki aðeins í rall- akstri, hann er nýgenginn í meist- araflokk ÍR í knattspyrnu, var kosinn leikmaður árins í 2. flokki í sumar og varð markakóngur liðsins í fyrra. Hann náði að sam- eina knattspymuna og rallakstur- inn í sumar og náði góðum árangri sem nýliði, m.a. öðm sæti í sein- ustu keppni árins. „Þetta var mik- ill slagur við Óskar Ólafsson um bikarinn í flokki óbreyttra bíla og við áttum skemmtilega keppni. Það var óneitanlega gaman að vinna jafn færan ökumann og Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Baldur Jónsson(t.h.) ók Mazda rallbíl ásamt Guðmundi Páls- syni og þeir unnu flokk óbreyttra rallbíla á sínu fyrsta ári í keppni. hann er, en hann veitti mér oft stuðning þó við værum andstæð- ingar,“ sagði Baldur. „Ég stefni á að kaupa nýjan bíl, en verð fyrst að borga skuldimar eftir þetta sumar, árið varð dýrara en ég ætlaði, því við fómm að keppa um miklu stærri hluti en við ætl- uðum í fyrstu. Svo lentum við í kostnaðarsamri bilun í einni keppni, þannig að ég verð að skoða stöðuna vel í vetur. Svo verð ég að velja á milli rallsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.