Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Ámi Sænerg Fundur miðstjórnar og formanna lands- og svæðasambanda fór fram í aðalstöðvum ASÍ við Grensásveg síðdegis á sunnudag. Fundur miðstjórnar og lands- og svæðasambanda ASÍ Umboð veitt til að halda áfram viðræðum um efnahagsaðgerðir FUNDUR miðsljórnar og formanna lands- og svæðasambanda A’þýðusambands íslands sem haldinn var á sunnudag veitti for- ystu sambandsins umboð til að halda áfram þeim viðræðum um efnahagsaðgerðir sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. Ekki var tekin afstaða til einstakra hugmynda sem komið hafa fram heldur farið yfir málið í heild og komu fram skiptar skoðanir á einstökum atriðum. Fram kom mikil áhersla á að vaxtalækkanir þyrftu að tengjast aðgerðunum ef von ætti að vera til að þær yrðu árangursríkar. Gert er ráð fyrir fundi með Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja í dag og fundi með ríkisstjórninni þar sem henni verður gerð grein fyrir stöðu mála. Á fundinum komu fram efa- semdir um að þær aðgerðir sem Háskóla- fyrirlestur um Völuspá HERMANN Pálsson prófessor flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands miðvikudaginn 18. nóvember ld. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn ber heitið Kring- um Völuspá og er öllum opinn. Hermann Pálsson er prófessor eme- ritus við Edinborgarháskóla og héf- ur látið frá sér fjölda rita um ís- lensk fræði. Þess má geta að hann var kjörinn heiðursdoktor frá heim- spekideild 1987. rætt hefur verið um að grípa til og felast í kostnaðarlækkun at- vinnufyrirtækja með afnámi að- stöðugjalds og lækkun tryggingar- gjalds og afla tekna á móti með aukinni gjaldtöku og hækkunum skatta dygðu til að koma sjávarút- vegsfyrirtækjum á réttan kjöl nema að einnig kæmi til veruleg vaxtalækkun og lenging lána í sjávarútvegi. Var mikil áhersla lögð á vaxtalækkun til að létta á skuldabyrði heimila og atvinnufyr- irtækja og að hún þyrfti að vera samfara þeim aðgerðum sem grip- ið yrði til. I upphafi fundarins lagði Ás- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, til að við- ræðum um efnahagsaðgerðir yrði frestað fram að þingi Alþýðusam- bandsins sem hefst á mánudaginn kemur á Akureyri, þar sem ekki væri næg samstaða um þær hug- myndir um aðgerðir sem hefðu verið í umræðunni. Eftir að farið hafði verið yfír málið var það nán- ast einróma niðurstaða að halda bæri viðræðum áfram, en ekki var tekin afstaða til einstakra hug- mynda. Ljóst er landssambönd eru með fyrirvara við einstaka þætti þeirra hugmynda sem til umræðu eru. Þannig eru verslunarmenn með fyrirvara við að aðstöðugjald verði afnumið í öllum atvinnugreinum og sjómenn hafa gert fyrirvara við hátekjuskatt. Ólíklegt er að endan- Guðmundur sagði að atvinnu- málanefndin hefði verið orðin nokk- urs konar efnahagsmálanefnd hjá ríkisstjórninni og í raun og veru leg niðurstaða fáist í vikunni áður en þing ASÍ hefst og ljóst að málið kemur til kasta þess. Þá var ákveðið að fjölga í hópi þeirra sem hafa staðið í viðræðun- um og bætast í hópinn Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verslunar- manna, Kári Arnór Kárason, for- maður Alþýðusambands Norður- lands, og Sigurður Ingvarsson, formaður fískvinnsludeildar Verkamannasambands íslands. ekki nema hluti af nefndinni. Hann hefði lengi verið með mikla og þunga gagnrýni á öll þessi vinnu- brögð og það hefði fyllt mælinn að Sagði ekk- ert sem gaf ástæðu fyr- ir formann Dagsbrúnar að labba út - segirÞóra Hjaltadóttir ÞÓRA Hjaltadóttir, frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, sem situr í miðstjórn Alþýðusambands íslands, segir að það sé ekki rétt að hún hafi verið að agnúast eitthvað sérstaklega út í verkamannafélagið Dagsbrún á fundi miðstjórnar ASI og for- manna lands- og svæðasambanda á sunnudag, en Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar gekk af fundinum vegna orða sem Þóra lét falla á honum. „Mér finnst ekki vera rétt að ég hafi verið að taka Dagsbrún á bein- ið. Ég vil heldur persónugera það við Guðmund sjálfan, en mér fannst ég ekki segja neitt svo alvarlegt að það væri ástæða fyrir formann Dags- brúnar að labba út og það af fundi sem hefði getað skipt sköpum fyrir launafólk. Það er einhvern veginn þannig að sumir mega segja allt um alla, en geta ekki hlustað á neitt um sjálfa sig,“ sagði Þóra. Hún sagði að hún hefði gert at- hugasemdir við að menn væru rífa niður annarra manna tillögur án þess að hafa sjálfír einhveijar úrlausnir fram að færa. Annars sé ekki óeðli- legt að Guðmundur væri viðkvæmur fyrir Dagsbrún þar sem hann væri þar formaður og hljóti að bera tals- vert mikla ábyrgð á því sem þaðan kæmi. Þóra Hjaltadóttir hefði verið með einhvetja lítilsvirðingu á Dagsbrún. Guðmundur sagði að sér sýndist ríkisstjórnin taka ákaflega grunnt á þessum málum og hann hefði viij- að fá fijórri og víðtækari tillögur til úrlausnar á vandamálum íslensks atvinnulífs. Það væri ákveðinn vandi sem við stæðum frammi fyrir vegna minnkandi afla, en með sam- drætti í kaupi og minnkandi atvinnu ykist kreppan og minnkaði ekki. Jafnvel þó þær aðgerðir sem rætt hefði verið um yrðu að veruleika fengist ekki sólarsýn og það þyrfti að kafa miklu dýpra í þessum éfn- um. Guðmundur vitnaði til ályktunar Samtaka fískvinnslustöðva um að fískvinnslan þyrfti 3 prósentustiga raunvaxtalækkun til að eiga mögu- Ieika á að komast af og vaxtalækk- un sé miklu beinskeyttari aðgerð til aðstoðar atvinnulífí en þær að- gerðir sem séu í umræðu. Á sama tíma og væri verið að ræða um aukna skattheimtu og gjaldtöku væri í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar gert ráð fyrir að lækka telquskatt á fyrirtækjum úr 45% í 33%. Þetta kæmi ekki illa stöddum fyrirtækjum til góða, heldur þeim sem væru vel stæð. Það væru 40 fyrirtæki sem greiddu 50% af tekjujskatti fyrirtækja. Guðmundur sagði að aðstöðu- gjaldið væri vandræðaskattur, því að það legðist með sama þunga á fyrirtæki hvort sem þau skiluðu hagnaði eða væru í taprekstri. Hins vegar dygði ekki eins prósentustigs hækkun útsvars til að bæta sveitar- félögum upp tapið, það þyrfti meira til og sveitarfélögin væru ekki búin að sætta sig við þetta. Norskur sjómaður brotnaði á báðum fótum Var sólarhring án læknishjálpar Fjöldi erlendra veiðiskipa er á Dohmbanka NORSKUR sjómaður slasaðist mikið um borð í norskum rækju- togara á Jónsmiðum á Dohrnbanka síðastliðinn sunnudags- morgun. Vír losnaði og slóst í manninn af miklu afli með þeim afleiðingum að báðir fótleggir hans brotnuðu og annar hand- leggur. Beiðni um aðstoð var send Landhelgisgæslunni en TF-SIF, þyrla Gæslunnar, varð frá að snúa er að skipinu var komið, vegna erfiðra skilyrða. Togarinn sigldi með manninn til Reykjavíkur og var komið þangað snemma í gærmorgun. Klukkan 10.40 hafði skipstjóri niðurstaðan af samtali þeirra var norska rækjutogarans Pero sam- band við Landhelgisgæsluna og tilkynnti að skipveiji hefði orðið fyrir slysi. Vegna veðurskilyrða og þess hve fjarri landi togarinn var staddur var ekki unnt að sækja manninn með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Skipstjóranum var gefið samband við lækni og 3^1 Sjómaður á norskum togara slasast á Dohrn Kutusuk sunnudagsmorgun banki Þyrta landhelgis- gæslunnar reyndi að ná hinum slasaða en án árangurs sú að sjómaðurinn væri ekki lífs- hættulega særður. Skipinu var þegar stefnt í átt ti! Reykjavíkur og fylgst var með líðan mannsins allan tímann. Honum voru gefin deyfílyf, en morfín er um borð í skipum af þessari stærð. Um klukkan 15 var reynt að sækja sjómanninn með þyrlu Landhelgisgæslunnar, en þá hafði skipið siglt um 60 sjómílur nær landi. Flaug þyrlan frá Reykjavík kl. 15.50 og tók elds- neyti á Rifí. Flogið var 242 sjóm- ílur út að togaranum, en flug- drægi TF-SIF er 300 sjómílur. Flugið tók um tvo klukkutíma. Éljagangur var á þessum slóðum og þungur sjór. Að sögn Land- helgisgæslunnar voru norsku sjó- mennirnir óvanir því að taka á móti þyrlu og mikil hreyfíng var á skipinu. Ákveðið var að hætta við að reyna að ná manninum um borð og þyrlan sneri frá. Síðastliðinn föstudag flaug þyrla varnaliðsins 235 sjómílur frá Keflavík til að sækja 56 ára gamlan norskan sjómann á skipi á sömu slóðir sem hafði fengið hjartaáfall. Lyf handa hjarta- sjúklingnum um borð í skipinu voru á þrotum. Hann var fluttur á Borgarspítalann. Að sögn Landhelgisgæslunnar eru margir norskir rækjutogarar fyrir vestan 200 miðlínu á Do- hrnbanka, allt upp undir 20 skip í einu. Einnig er þarna nokkur fjöldi franskra togara að veiðum. Ohöpp og veikindi koma alltaf annað slagið fyrir. Fyrir nokkru fékk norskur togari á þessum slóðum drasl í skrúfuna, en ann- ar togari á svæðinu dró skipið til Reykjavíkur. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar Mun ekki taka sæti í at vinnumálanefnd aftur GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, segir að hann sé hættur sem fulltrúi í atvinnumála- nefnd og hann muni ekki taka sæti í nefndinni aftur. Guðmundur gekk af fundi miðstjórnar og formanna svæða- og landksambanda Alþýðusambands íslands á sunnudag vegna ummæla sem Þóra Hjalta- dóttir, frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri lét falla á fundinum. Fundurinn fjallaði um framhald á viðræðum um efna- hagsaðgerðir sem staðið hafa yfir að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.