Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ .ÞRIÐJUDAGUr' 17. NÓVEMBER4992 I8H 37 Heillandi ævintýri Areitni og ást Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Fríða og dýrið („The Beauty and the Beast“). Teiknimynd sýnd í Sambíóunum. Leikstjór- ar: Gary Trousdale og Kirk Wisé. Tónlist: Howard Ashman og Alan Menken. Raddir: Paige O’Hara, Robby Benson, Angela Lansbury, Jerry Orbach. Disn- ey. 1991. Teiknimyndadeild Disneyfyrir- tækisins blómstrar sem aldrei fyrr eins og sést glögglega á hinni frábæru teiknimynd þess Fríða og dýrið, sem Sambíóin frum- sýndu um síðustu helgi. Hún var fyrsta teiknimyndin í sögunni sem útnefnd var til óskarsins í flokki bestu mynda í ár og það að hún vann ekki sýnir aðeins íhaldsem- ina í óskarsakademíunni því Fríða og dýrið er sannkallaður gullmoli og fer léttilega með að vera ein af bestu myndunum sem sýndar hafa verið hér á landi þetta árið. Eins og Disney-hefðin býður er byggt á sígildu ævintýri í þetta sinn um stelpuna sem fómar sér fyrir föður sinn í hendur ógurlegr- ar skepnu sem býr í myrkum kastala og er í raun prins í álög- um. Ef hann ekki fínnur ein- hveija leið til að láta hana elska sig áður en hin ellefta stund renn- ur upp mun dýrshamurinn aldrei hverfa. Hin innri fegurð verður að sigra ljótieikann áður en tíminn er úti og úr þeim eltingarleik við álögin hafa litameistarar Disneys búið til ómótstæðilega mynd og töfr- andi þar sem tónlist og myndir renna saman í teiknisinfóníu sem er allt í senn falleg og fyndin, sérstaklega fjörug og rómantísk, ógnvænleg og spennandi. Hún er gerð í hinni sterku hefð Walt Dis- neys; frá henni glóir ljósleiðari aftur til meistaraverka eins og Gosa og Mjallhvítar. Ekki þó þannig að Disney fylg- ist ekki með nútímanum. Olíkt Mjallhvíti mundi Fríða t.d. kjósa Kvennalistann. Hún er ekki hin óvirka „bara húsmóðir" dverg- anna sem Mjallhvít var þegar heimilisstörfín léku í höndum hennar (skúra, skrúbba, bóna, tralla lalla la). Nú er blásið meira lífí í kvenpersónuna. Fríða kann ekkert betur að meta en bækur og hana dreymir um eitthvað meira og fyllra en viðburðalausa „heimahjúkrun" í hjónabandi með aðalgosa þorpsins. Hún vill fijáls- ræði og jafnrétti jafnvel þótt hin barnslega fegurð hafí ekkert breyst: Fríða er eins og sambland af Mjallhvíti og Elisabeth Taylor á yngri árum. Mótleikari hennar, dýrið, er ein af voldugustu persónum Disney- myndanna, ógnvænleg mjög og hræðileg útlits með risavaxnar vígtennur og hættulegt skapferli Disneyhefðin; úr teiknimynd- inni Fríða og dýrið. en innundir hamnum býr harm- þrungin sál. Tónlistaratriðin eru með því besta sem maður hefur séð í teiknimyndum og má ekki síst þakka það tveimur lagahöfund- um, Howard Ashman og Alan Menken. Sum atriðin eru stór- fenglegar sýningar sem aðeins gætu fundið líf í ævintýrum sem þessum líkt og þegar kviknar líf í öllum borðbúnaði kastalans og hann tekur að dansa innan um góðgætið. Reyndar fá ótrúlegustu hlutir líf því þijár stærstu auka- persónur myndarinnar eru fransk- ættaður kertastjaki, Lumiere að nafni, sérstaklega herralegur, sí- fellt áhyggjufull klukka og gam- all teketill sem Angela Lansbury talar fyrir. Fríða og dýrið er ekki aðeins teiknimynd fyrir böm, allir aldurs- hópar sem enn telja ævintýrin einhvers virði geta skemmt sér konunglega á þessari eftirminni- legu Disneymynd. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Forboðin ást - Ju Dou Leik- stjóri: Zhang Yimou. Handrit: Yimou, Liu Heng, byggt á skáld- sögu þess síðarnefnda. Aðalleik- endur: Gong Li, Li Wei, Li Baot- ian. Kínversk-japönsk. 1989. Umtalaðasta kvikmynd sem Kín- veijar hafa gert síðari árin og jafn- framt eina þarlenda myndin sem tilnefnd hefur verið til óskarsverð- launanna er nú loks komin á tjald- ið, betra er seint en aldrei. Forboð- in ást er afar tregafull ástarsaga sem gerist á þriðja áratugnum. Ung og fögur stúlka er gegn vilja sínum gefín öldruðum og efnuðum verksmiðjueiganda sem misþyrmir henni á alla lund. Húskarl hans og frændi fylgist nauðugur viljugur með og ekki líður á löngu uns hann og stúlkan fella hugi saman. Þau eiga erfítt með að njóta hinnar forboðnu ástar uns sá aldraði verð- ur fyrir slysi og lamast. Þá gefa þau sig tilfínningunum á vald og fara ekki í felur með þær frammi fyrir sjúklingnum. Konan vill hann feigan en telur þau ná fram enn sætari hefndum með þvi að halda honum lifandi. Hún eignast son og leynir því ekki fyrir karlinum að frændinn sé faðirinn. Drengurinn verður keppikefli þessa ástarþríhyrnings og hefur sá gamli best og tekst að vinna hann á sitt band um sinn. En hjá upp- gjöri verður ekki komist og því blóðugu. Kínversk kvikmyndagerð er um margt ólík þeirri sem við búum við, ekki síst frásagnarmátinn. Hann er einfaldari, byggist meira á táknum og hádramatískum vendipunktum en við eigum að venjast og virkar stundum næsta bamalegur á Vesturlandabúann. En jafnskjótt og við höfum aðlag- ast áhrifum hinnar framandi sagnalistar og myndmáls upplýkst fyrir okkur magnþrungin og átak- anleg örlagasaga og kemur ekki á óvart þó hún hafí farið fyrir bijóst- ið á ráðamönnum í Kína sem hafa ekki leyft sýningar á Forboðinni ást til þessa dags. Því það er auð- velt að lesa útúr myndinni hvassa ádeilu á gamalmennin sem stjóma þar í landi og þeim aðferðum sem ráðamenn, komnir að fótum fram, hafa löngum beitt til að halda þjóð- inni undirokaðri. Óvenjuleg grimmd og miskunnarleysi ráða ríkjum, þau em hin ríkjandi öfl en ást og mannkærleikur fá lítið skjól til að dafna og þroskast. Og að lokum em bmnarústimar einar eftir. Nú skal byggt að nýju. Yimou er einn kunnasti leikstjóri Kínveija, við kynntumst Red Sorg- hum, öðra ágætisverki eftir hann á kvikmyndahátíð. Hér málar hann í sterkum litum ástandið í heima- landi sínu og ástarsagan er magn- þmngin og sorgleg. Myndmálið lit- ríkt og fagurt og leikaranir vel við hæfí, hin undurfagra Liu Heng ber þó af í aðalhlutverkinu. Myndir sem þessar fara sem ferskur vindblær um huga kvikmyndaunnenda og minna okkur á að listin þekkir eng- in landamæri ef hún er sönn. Námskeið í stjörnuspeki GUNNLAUGUR Guðmundsson heldur námskeið í stjörnuspeki 25. nóvember til 12. desember. Fjallað verður um stjörnumerk- in, pláneturnar, húsin og afstöð- urnar. Þátttakendur læra gerð stjömu- korts, úrlestur úr eigin korti og að finna tímabil í lífí sínu. Innifal- ið auk námskeiðsins era tveir einkatímar, kennslubók og tvö stjömukort. Nánari upplýsingar má fá hjá Stjörnuspekistöðinni. (Fréttatilkynning) Pantaðu tíma - encpin bið! SÓLNING Smiðjuvegi 34, sími: 44880 og 43988 skólar/námskeið fjármál ■ Einföld uppskrift að skipulegri uppbyggingu eigna. Einstakt 2ja daga kvöldnámskeið Veró- bréfamarkaðs Islandsbanka, VÍB, um fjármál einstaklinga. Lögð er áhersla á hnitmiðaða leiðsögn við hámörkun eigna. Nánari upplýsingar veitir Margrét Sveinsdóttir hjá VÍB f síma 91-681530. handavSnna [ ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar f síma 17356. starfsmenntun ■ Réttritunarnámskeið Við kennum allar stafsetningarreglur og þjálfum notkun þeirra. Námskeiðið hent- ar öllum aldurshópum. Lengd 20 stund- ir. Verð 5.500 kr. Reyndir kennarar. Innritun og uppl. í síma 15103 og 17860 eftir kl. 16.00. myndmennt ■ Bréfaskólanámskeið: Teikning, litameðferð, listmálun með myndbandi, bamanámskeið, skraut- skrift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr, garöhusagerð og hæfileikapróf. Nýtt námskeið: Húsasótt. Fáðu sendar upplýsingar um skól- ann með því að hringja f síma 627644 allan sólarhringinn. stjórnun ■ Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orkul Félagsmálaskóli - ITC-námskeið. - Markviss málflutningur. - Áhrifarík fundarstjórn. - Aðlögum námskeið fyrir hópa/félög. Símar: Guðrún 46751, Kristín 34159 og Vilhjálmur 78996. tölvur ■ Word fyrir Windows. 15 klst. nám- skeið 30. nóv.-4. des. kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word fyrir Macintosh. 15 klst. námskeið 30. nóv.-4. des. kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Excel 4.0 fyrir Windows. 15 klst. námskeið 23.-27. nóvember kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Excel 4.0 fyrir Macintosh. 15 klst. námskeið 23.-27. nóv. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Quark Xpress. 15 klst. námskeið haldið 30. nóv.-4. des. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ PageMaker fyrir Macintosh og PC. 15 klst. námskeiö haldið 30. nóv.-4. des. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh Fáðu senda námsskrá. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir. 7.-11. desember kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Windows og PC grunnur. 9 klst. um Windows og gmnnatriði PC notkun- ar. 7.-11. desember kl. 16-19. ■ Works fyrir Windows. 15 klst. um Windows og fjölverkakerfið Works. 7.-11. desember kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Tölvunámskeið PageMaker fyrir Windows og Macintosh, 14 klst. Turbo Pascal, 20 klst. ýmislegt NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemendoþjónustan sf. ■ Tungumál - raungreinar Kennsla fyrir þig. Skóli sf.| Hallveigarstíg 8, simi 18520.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.