Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 39 Eyðing- miða eftir Önund * Asgeirsson Niðurskurður bolfiskkvótans Nýr bolfiskkvóti var gefinn út af sjávarútvegsráðuneytinu í byijun september. Samkvæmt honum minnka heimildir til þorskveiða úr 177.375 tonnum í 128.398 tonn eða um 28%. Samanburður á heildar- bolfiskkvótum milli ára er minni eða um 10,5%, þannig, talið í þorskígild- istonnum: þíg-tonn Heildarbotnfiskkvóti ’91—’92 314.000 do. ’91—’92 283.100 Minnkun útgefinna kvóta 30.900 Nú hefur komið í ljós, að kvótar fluttir frá fyrra tímabili yfir á þetta veiðiár nema um 27.000 af bol- fiskafla og er raunverulegur niður- skurður frá fyrra ári aðeins um 3.900 þíg. „Kvótakerfið er bull,“ sagði Einar Oddur, en ástandið er miklum mun verra, því að enn er eftir að gera grein fyrir því ófyrir- séða. Það er nefnilega ástæða fyrir því, að veiðiflotanum tókst ekki að afla nema um 90% af úthlutuðum kvótum á síðasta ári. Aflahrunið Kanadamenn hafa nú neyðst til að banna allar togveiðar úti fyrir Nýfundnalandi næstu tvö ár. Ástæðan er sú, að togskip frá Evr- ópu hafa gjöreytt þessari veiðislóð og eyðilagt umhverfi fisksins þar. Það eru litlar líkur á að þetta ástand muni lagast verulega á svo skömm- um tíma. Áður höfum við heyrt um svipað ástand á öðrum veiðislóðum; Norðursjór, við Noreg, Hvítahafíð, Barentshafið, við Færeyjar og Grænland. Állt er þetta af sömu ástæðum, dráp smáfísks á togskip- um og eyðilegging á umhverfi fisks- ins. Togskipaútgerðir horfa fram á algjört fiskleysi sem beina afleið- ingu af eigin óábyrgri hegðan þeirra í fiskveiðum. Verði þeim leyft að halda áfram á sama hátt, eins og nú þegar hefir verið gert með síð- ustu kvótaúthlutun, þá munu þeir leggja landið í auðn. Fiskveiðistefnan Útvarpið skýrir frá því, að stærsta togskipaútgerð Evrópu, sem haldið hefir verið út frá Vigo á NV-Spáni, hafi ákveðið að minnka togveiðiflota sinn úr 180 skipum í 90 skip, eða um helming. Þeir gera sér grein fyrir því, að rányrkjan á Nýfundnalandsmiðum er liðin tíð og að aldrei verður þeim leyft að veiða þar aftur. Það voru togskip frá Evrópu, aðallega Spáni og Portúgal, sem eyðilögðu þessi bestu mið heimsins á tiltölulega fáum árum. Sama er að gerast á okkar miðum. Við erum aðeins einu eða Önundur Ásgeirsson '„Hin öflug’u togskip hafa reynst ógæfa. Eyðilegging umhverfis fisksins er staðreynd og þetta verður að stöðva með því að flytja út grunnlínur fyrir tog- skip og hætta notkun þeirra innan fiskilög- sögunnar.“ tveim árum á eftir Færeyingum að leggja veiðislóðir togskipanna í eyði. Með hveiju ætla íslendingar að greiða erlendar skuldir sínar, þegar svo er komið? Svari nú þeir er best geta og mesta ábyrgð bera á eyðileggingu miðanna. Það segir sig sjálft, að fiskurinn hlýtur að leita á aðrar slóðir, þegar umhverfi hans hefír jverið eyðilagt hér við land. Allir íslendingar eiga rétt á að fá skýr og heiðarleg svör við þessum áleitnu spurningum. Felu- leikurinn bjargar engu, hvorki tog- skipaútgerðum né ábyrgð stjórn- málamanna á þessari öfugþróun. Við verðum einfaldlega komnir í gjörgæslu Alþjóðabankans innan fárra mánuða ef þessu verður hald- ið áfram. Forsætisráðherra sagði í stefnu- ræðu sinni, ,að útgerðin yrði að vinna sig út úr vandanum. Þetta væri vissulega fljótvirkasta og auð- veldasta leiðin ef útgerðir togskip- anna væru tilbúnar til slíks sam- starfs. Það er þó ekkert, sem bend- ir til slíks, af þeirra hálfu, því að útgerðimar eru einmitt á þessu ári að byggja upp stærri og fullkomn- ari fijstiskip til veiða innan fisk- veiðilögsögunnar en nokkru sinni, fyrr. Stórútgerðarmenn þekkja ekki sinn vitjunartíma og það er einmitt y) NICJANIK TISKUVERSIUNIN FAXA-FENI5 collection GRAMONT k dbfjí PYR^MID í' P U L Wh' i o v t r BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 RAFGEYMAR ALLT AÐ 28% LÆKKUN gerð NÚ áftur lækkun 12 V/ 44Ah 5.276 7.404 28,74% 12 V/60Ah 5.998 7.735 22,46% 12 V/ 88Ah 9.582 tt»S52 17,05% R Æ Ð U R N I R ©JORMSSONHF MIKIÐ ÚRVAL ÓKEYPIS ÍSETNING FÁEIN DÆMI UM VERÐLÆKKANIR Núverandi kvótakerfi er gagns- laust, því að veiðiflotinn nú getur ekki dregið að landi það magn bol- fisks, sem leyft er skv. kerfínu. Heildarbolfískafli síðasta kvótaár nam um 287.000 tonn. Til saman- burðar er að heildarbolfiskafli árið 1933 nam 306.000 tonnum upp úr sjó. Menn geta svo borið, saman stærð veiðiflotans og tilkostnað nú og þá, við upphaf frystingar í landi. Þetta ástand er eingöngu að kenna hinum stórvirku togskipum, sem eru einskonar jarðýtur á hafsbotn- inum. Úrbætumar sem gera þarf era þessar: 1. Allir frystitogarar, sem leggja upp erlendis, og er í raun haldið út frá erlendum höfnum, skuli veiða utan 200 mílna veiðilög- sögunnar. Sömuleiðis þau tog- skip, sem leggja upp afla sinn erlendis, sem ísfisk. Tafarlausar úrbætur %. «0»% ' ■mm. KORNMO heilhveitikexiö sómir sér jafnt á veislu- sem morgunveröarboröinu auðn lands kvótakerfið, sem hefír villt þeim sýn. Þeir hafa fram til þessa verið að kaupa kvóta (þótt ólöglegir séu) til veiða hvar sem er innan fiskilög- sögunnar, með óskertum rétti til að eyðileggja umhverfí fisksins. Þó hefír aðeins verið hægt á kaupunum og þannig reyndist óframkvæman- legt að selja kvóta Hagræðingar- sjóðs, jafnvel þótt boðin væra lán til kaupanna, sem reyndar átti að stela af opinbera fé, með aðstoð beggja stjómarflokkanna og vænt- anlega fleiri þingmanna. í raun era mjög litlar líkur á að útgerðarmenn geti af eigin hvötum breytt stefnu sinni i kvótamálinu. Ef netabátur kemur að landi með fisk eldri en tveggja nátta fer hann í gúanó og útgerðin hefir tapað verðmætum hluta kvótans. Þess vegna fer þessi fiskur fyrir borð eins og nýlegt dæmi frá Vest- mannaeyjum sýndi. Ef fram- kvæmdastjóri útgerðarfélags fær ekki fisk í hæsta gæðaflokki af skipinu verður hann rekinn. Ef skip- stjóri kemur með skemmdan eða ódýran fisk að landi fær hann að taka pokann sinn. Þess vegna verð- ur skipstjórinn að henda fyrir borð öllum físki, sem ekki kemst í hæsta gæðaflokk. Þetta era dæmin um óundanþæg áhrif kvótakerfísins og mætti tína þar margt fleira til. 2. Togskip, sem leggja afla sinn upp til vinnslu í landi skulu fá ótakmarkaðar heimildir til veiða upp að 50 mflna veiðilínu um takmarkaðan aðlögunartíma og með takmarkaðri stærð botn- varpa, sem eyðileggi ekki um- hverfi físksins. 3. Stefnt sé að því að hætt verði netaveiði á öllum miðum. Með núverandi tækni við krókaveiði er ástæðulaust að halda áfram þvergirðingum á miðunum fyrir göngufisk. 4. Miðunum sé skipt í afmörkuð veiðisvæði, sem miðist við að afli sé unninn í landi. Krókaveiði sé frjáls og óhindrað í hveiju veiðihólfí þeim skipum, sem leggja upp afla sinn í vinnslu- stöðvum staðsettum í hveiju hólfi. Öllum krókaveiðiskipum sé óheimilt að flytja sig milli hólfa. Hin öflugu togskip hafa reynst ógæfa. Eyðilegging umhverfis fisksins er staðreynd og þetta verð- ur að stöðva með því að flytja út grannlínur fyrir togskip og hætta notkun þeirra innan fiskilögsögunn- ar. Við liggur auðn landsins. Króka- veiðamar era einu veiðamar, sem ekki spilla umhverfi físksins. Höfundur er fyrrverandi forstióri OLÍS. tf\\a QOð^ Þetta SÆTRE FYRIR SÆLKERANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.