Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Minning >* _______ Asdís S. Thoroddsen Það vefst fyrir mér að lýsa Ás- dlsi með orðum — tónverk eða málverk færu nær um að segja frá þessari einstöku konu, og best af öllu lýsa hennar eigin listaverk henni: Tímalaus að efni og vönduðu handbragði en ótrúlega ný í formi. Svo frumleg að þau virðast alltaf ung. Þau endurspegla_ auðvitað skapara sinn; svona var Ásdís sjálf. Traust, falleg, sterk og frumleg. Hún var engum lík, á allt ann- arri bylgjulengd en þorri fólks, en þó svo nálægt okkur hinum, mikill þátttakandi í lífí okkar, með styrk sínum, hlýju, húmor og endalausri umönnun. Nú kemur hún aftur til okkar, látin en svo lifandi í endurminning- unni. Hvað er það þá sem einkenn- ir hana og ber hæst í huga mér? Nærvera hennar — presens var svo sterk. Ef hún fór varð húsið tómt þótt aðrir væru heima, þegar hún kom aftur vantaði ekkert leng- ur. Ekki vegna þess að hún krefð- ist athygli, heldur vegna þess að hún breytti öllu andrúmsloftinu með nærveru sinni því hún var af öðru efni, öðrum heimi, eða kannski fremur af annarri vídd þessa heims en við hin. „Ásdís er einsog kirkja", sagði Halldór Laxness. Hún var gersamlega fordómalaus og tók sig aldrei hátíðlega, skilning- ur hennar á mönnum og málefnum var alltaf ferskur og tær og öðru- vísi en annarra. Hann kom manni á rétt spor, þvi hún var svo fundvís á leiðarvísinn sem felst í kjarna málsins. Sýn hennar var ótrufluð af hismi umbúðanna sem virtust einfaldlega fara fram hjá henni. Hún var mjög næm og opin fyrir annarra verkum, en fann fljótt og hiklaust hver staður þeirra var í straumi tímans. Nú fyrst reyni eg að greina þætt- ina í skaphöfn Ásdísar — nokkuð sem hvarflaði aldrei að mér árin sem ég naut nærveru hennar á hveijum degi, heimagangur á Vest- urbrún 4. Þá fannst manni allt svo sjálfsagt; heimilishlýjan, fegurð umhverfísins sem var eitt lausbeisl- að listaverk í öllum atriðum, stórum og smáum, góði maturinn, samtölin, húmorinn, víðsýnin, allt var þetta sjálfsagður jarðvegur fyrir okkur að vaxa úr, við vorum miðja al- $ RENAULT19 ..stendur langtum hagstæðar en Volkswagen Vento GL ■í verði, afli og búnaði $ $ $ $ $ Renault 19 RTi með sportpakka, sportfelgum og sóllúgu. Volkswagen Vento er fólksbíll í milli- stœrðarflokki sem keppir við Renault 19. Til að gefa þeim sem hyggjast kaupa evrópskan bíl í millistcerðarflokki sem gleggstan samanburð á sambœrilegum bílum, höfum við tekið saman eftirfarandi lista. RENAULT ■fer á kostum Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, R e y k j a v (k - S i m i 686633 LÝSING RENAULT VOLKSWAGEN 19 RT VENTO GL Verö kr. 1.189.000,- kr. 1.298.000,- Ryðvörn og skráning Innifalið kr. 23.000,- Véiastærö (cc) 1794 1781 Hestöfl (din) 95' 90 Fjarstýröar samlæsingar Já Nei Aflstýri Já Já Litaö gler Já Já Höfuöpúöar á aftursæti Já Já Rafdrifnar rúöur Já kr. 107.000,- Þokuljós í framstuöara Já kr. 31.000,- Samlitir stuöarar Já Já Velour áklæöi - sportbólstruð sæti Já kr. 35.000,- Veltistýri Já Nei Mjóbaksstilling á sæti öku'manns Já Nei Lengd (mm) 4248 4380 Breidd (mm) 1696 1695 Hæö (mm) 1412 1425 Þyngd (kg) 1045 1075 Framhjóladrif Já Já Heildarverö ef miöaö er viö sambærilegan búnaö og meö ryövörn og skráningu. kr. 1.189.000,- kr. 1.494.000,- 4 þrepa sjálfskipting kr. 79.000,- kr. 100.000,- Rafstýrt val um sport og sparnaöarstillingu á sjálfskiptingu Já Nei Eyösla á 90 km hraöa á klst. 5,5 1/100 km 6,01/100 km Hröðun 0-100 km hraöa á klst. 10.7 sek. 12,5 sek. Samanburðursamkramtsölugögnumumboðsaðila. heimsins, þeir fullorðnu voru þarna í okkar þágu. Áhrif þessa heimilis á okkur unglingana þá eru sem betur fer fyrir löngu orðin hluti af okkur. Og nú er auðvitað ljóst hver voru í raun miðja þessa heims, þótt þau færu vel með það: Sigurður Thoroddsen og Ásdís; svo ólík en óaðskiljanleg; tveir listamenn, hvort með sínum hætti; hann rólyndur og þessa heims, hún... — hún engu lík. Eg get ekki kvatt þau, því þau eru hluti af mér, en ég get þakkað, og það geri ég. Guðrún Pétursdóttir. -----♦ Minning Kristín Jónsdóttir Fædd 9. nóvember 1911 Dáin 1. nóvember 1992 í dag verður Kristín Jónsdóttir jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Amma Stína var fædd að Hafnamesi, Fáskrúðsfírði, og ólst þar upp. Hún var dóttir hjónanna Jóns Ní- elssonar útvegsbónda og Guðlaugar Halldórsdóttur, en þau bjuggu að Hafnamesi. Þau eignuðust tíu böm, en tvö þeirra létust í æsku. Amma giftist Óskari Ólafssyni og eignuðust þau tiu böm: Adolf, maki Ásta Vigfúsdóttir og eignuðust þau fímm böm; Jóna Guðlaug, maður hennar var Kristleifur Magnússon sem er látinn, en þau eignuðust þrjú börn; Aðalheiður, maki Þorleifur Sig- urlásson og eiga þau fímm böm; Guðmunda Eygló, maki Svavar Steingrímsson, þau eiga þijú böm; Kristín Ósk, maki Friðbjöm Krist- jánsson og eignuðust þau fjögur böm; Albína Elísa, maki Huginn Sveinbjömsson, þau eiga þijú böm; Ólafur látinn, en kona hans var Harpa Njálsdóttir, þau eignuðust tvö böm; Hrefna, maki Kristján Ingólfs- son, þau eiga þijú böm; Öm, maki Hulda Kjæmested, þau eiga tvö börn; Guðrún, maki Almar Hjarðar, þau eiga tvö böm. Nú eru þau amma og afi bæði dáin og hafa hist á ný. Æviskeið þeirra hefur verið fjölbreytilegt og ekki svo lítil vinna legið að baki, við að koma bamahópnum á legg. Lífið var ekki alltaf dans á rósum. Marga munna þurfti að fæða og á erfiðum tímum var ekki hægt að kaupa allt sem til þurfti. Lifað var á tímum skömmtunar og oft þurfti að horfa í hvem mjólkurdropa sem úthlutað var. En öll komust börnin til manns og nú þegar við kveðjum ömmu er hópurinn orðinn stór. Því er ekki að neita að oft voru erfiðir tímar á heim- ili ömmu og afa. Þeir erfíðleikar tengdust ekki peningum, eða lífs- gæðakapphlaupinu. Nei, það var ekki þeirra háttur að vera að fjasa yfír því sem mátti missa sín. Ef þau gátu séð um hópinn sinn þá var það þeim nóg. En áföllin voru mikil þegar skörð voru höggvin í hópinn þeirra. Það voru erfiðir tímar þegar Ólafur sonur þeirra lést, Kristleifur tengda- sonur og barnabörnin tvö, Vigfús og Anna. Já það gerðist margt á skömmum tíma. Amma var einstak- lega dugleg kona. Það var mikið áfall þegar hún á skömmum tíma missti mann sinn, son og barnabam. Það voru erfiðir tímar og mikið lagt á eina konu. Nú er hún fallin frá og minningin um hana mun lifa. Minn- ingin um góða tima á Boðaslóðinni þar sem amma var ævinlega til stað- ar með brosið sitt og góða skapið. Það er ekki hverri manneskju gefíð það æðruleysi sem henni ömmu var gefíð og víst að ekki hefðu allir fár- ið samir í gegnum lífíð eins og hún. Um leið og við kveðjum góða konu sem gaf okkur mikið, þökkum við henni samfylgdina og allt það sem hún var. Hvíli hún í friði. Þura Stína, Gummi . og fjölskylda. Vegna mistaka sem urðu við vinnslu þessara kveðjuorða um hina látnu í blaðinu á laugardag birtist greinin aftur. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.