Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK, 17- NÓVEMBER 1992 SKEMMTANIR í slendingar í regnskóga- veislu með stjörnunum Nokkrir íslendingar voru meðal gesta á stórskemmtun Regn- skógasamtakanna sem þau hjónin Sting og Trudy Styler veita for- stöðu. Skemmtunin var haldin á dögunum í aðalsamkomusal Gros- venor hótelsins í Lundúnum og meðal gesta var margt frægra manna úr röðum sýningarfólks, leikara og poppara. Einn helstu styrktaraðila samkundunnar var „Sebastian International" og fyrir- tækið stóð fyrir því að bjóða nokkr- um íslendingum. Fulltrúar íslands í salnum voru þau Hanna Kristín Guðmundsdótt- ir frá hárgreiðslustofunni Kristu, Sveinn Grétar Jónsson umboðs- maður Sebastian á íslandi, Hrönn Helgadóttir hárgreiðslumeistari úr VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0039 8729 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0029 3011 Afgreiðslufótk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umlerö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. msnmvlSA ÍSLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavfk Slmi 91-671700 VAKORTALISTI I Dags. 17.11.1992. NR. 109 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 3052 9100 5421 72” 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Austurveri, Nikkólína T. Snorra- dóttir frá Salon Akranes, Pétur Meekosha og Kristvina Magnús- dóttir frá hárgreiðslustofunni Pálu í Keflavík, Erla Ólafsdóttir og Garðar Siggeirsson frá Herragarð- inum og ræðismannshjónin frá Prag í Tékkoslóvakíu, þau Ingi- björg Jóhannsdóttir og Þórir Gunn- arsson. Margir hinna þekktu gesta kvöldsins stigu á svið og sýndu fatnað frá ýmsum af þekktustu tískuhönnuðum veraldar og var margt af þeim fatnaði á uppboði. Gítarsnillingurinn Eric Clapton keypti til dæmis pallíettuskreyttan mittisjakka úr smiðju Gianni Versace á litlar 600.000 krónur. Meðal þekktra gesta á svæðinu má nefna auk Claptons, Britt Ek- land, Diana Ross, Elton John, Stef- aníu prinsessu af Mónakó, Imran Kahn og fleiri. Sýningarstörfin voru í höndum nafntoguðustu mód- elanna, svo sem Claudiu Schiffer, Christie Turlington, Yasmin Le Bon og Naomi Campell, auk þess sem Trudy Styler og ástralski popparinn Jason Donovan komu einnig fram. Þá dansaði poppsnótin Kylie Minogue á sviðinu í djörfum nærfatnaði við mikinn fögnuð við- staddra og ekki síst breskra blaða sem slógu myndum af stúlkunni óspart upp. Tilgangur Regnskógasamtak- anna var að safna fé til vemdar regnskógunum og þeirra þjóð- flokka indíána sem byggja þá og eru í útrýmingarhættu. Söfnuðust um 11 milljónir króna. Al-Anon 20 ára OPINN KYNNINGARFUNDUR Miðvikudaginn 18. nóvember nk. mun Al-Anon, samtök aðstand- enda alkóhólista, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, halda opinn kynningarfund í tilefni 20 ára afmælis samtakanna. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Bústaðakirkju og verða kaffiveitingar á eftir. Ræðumenn verða: Al-Anon félagar, AA félagi, fullorðið barn alkó- hólista og mun sálfræðingur tala. Allir eru velkomnir á þennan opna kynningarfund. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Al-Anon í síma 19282 þriðju- daga til föstudaga kl. 13-16. Til 20. nóvember mun verða starf- rækt símavakt frá kl. 13-18 í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna. Innkaupastjórar athugið: Seðalveski Leður- og prjónahanskar Mokka- og loðskinnshúfur Barnahúfur Skíðahanskar og skíðalúffur Vandaðar vörur á frábæru verði! Vetrarsól hf., heildverslun, s. 91-641864 Hamraborg 1, 200 Kópavogi. Gestgjafi og kynnir kvöldsins, popparinn Sting, ásamt súpermódelun- um Naomi Campell, Christy Turlington og Claudiu Schiffer. Nokkrir íslensku gestanna fyrir utan hótelið á leið í veisluna, f.v. Hrönn Helgadóttir, Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Garðar Siggeirsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Þórir Gunnarsson. KENNSLA Islenskunám í Ungverjalandi Höfn. Það hefur vakið verðskuldaða at- hygli landans að Georgíumað- urinn Grigol Matsjavariani tók sig til og nam mál okkar upp á eigin spýtur og uppskar að lokum ferð til fyrirheitna landsins. En það er víðar áhugi fyrir ís- lensku og íslandi. Við Eötvös Lorand háskólann í Búdapest hóf István Schutz (Stefán) að kenna íslensku í febrúar síðastliðnum. Stefán þessi dvaldi hér í nokkra mánuði fyrir um þremur áratugum og notaði tímann til að læra íslensku. Hann leggur nú stund á sanskrít. En fleiri koma til hans í íslenskutíma en mæta í dönsku eða norsku. Nemamir eru núna 10 talsins, fjórir karlmenn og sex stúlk- ur. Flestir nema eitthvert annað nor- rænt tungumál en þykir mikil hjálp í íslenskunni. Aðrir eru þama einung- is vegna áhuga á íslensku máli. Og eins og Stefán segir þegar eitt- hvað erfítt og nýtt kemur upp: „Þetta verður nú erfitt að læra, en það er einmitt þess vegna sem okkur þykir svo vænt um íslenskuna." Stefán við kennslu. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Nemendur Stefáns sem eru að læra íslensku, f.v. Tomscányi Zsuzsa, Annamária Bencsics, NN, Kinga G. Tóth og sitjandi eru Dr. Talán Sebeö, Emese Petke og István Rössler. Aðrir voru fjarverandi. : VERÐLÆKKUN Nýjar flísasendingar - glœsilegt úrval Allt að 20% verðlækkun Nýborg c§d skOMgi 4 - simi 112470
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.