Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Nokkur orð vegna kenninga Trausta Valssonar skipu- lagsfræðings í fjölmiðlum eftir Helga Haraldsson í Morgunblaðinu 31. október sl. er viðtal við Trausta Valsson arki- tekt, skipulagsfræðing og kennara við HÍ. Það er ekki ónýtt að geta skreytt sig með fáeinum titlum um leið og borið er á borð fyrir almenning annað eins góðgæti og eftirfarandi: „Ríkið greiðir 500 milljónir í styrki vegna þess að við höldum úti feiju- siglingum til staða sem a.m.k. í sumum tilfellum er óhagkvæmt að halda í byggð. Þessi upphæð er aðeins dæmi um þann gífurlega kostnað sem hlýst af því að halda litlum einangruðum sjávarþorpum í byggð.“ Síðan skella á þessi dæmalausu vísindi: „Þá eru af- skekktu þorpin óhagkvæm vegna þess að miklu erfíðara er að tengja þau fiskmarkaðsþróun sem byggist á fijálsum flutningum með físk á bflum." Síðan er vitnað í erindi sem þessi vísindafrömuðyr hafa haldið á ráðstefnu um samgöngumál þar sem hann segir að „nær væri að aðstoða fólk við að flytja frá stöðum sem sjáanlega myndu leggjast í eyði en að kasta fé í samgöngu- mannvirki, feijurekstur o.fl. Sjávar- þorp eru rekstrareiningar sem þurfa auðvitað að standa undir sér. Ef við tökum Grímsey sem dæmi þá búa þar um 100 manns. Þangað gengur feija, þar er höfn, skóli, póstþjónusta, rafmagn og húshitun með olíu.“ Trausti segir að það sé augljós- lega mjög dýrt að reka byggð í Grímsey og að „þrátt fýrir áð mik- il verðmæti komi þar á landi þá sé nóg pláss á Eyjafjarðarsvæðinu fyr- ir fleiri báta, skólamir þar geti tek- ið við grímseyskum nemendum og þar sé nóg húnsæði". Síðar í samtal- inu segir: „Það fé sem farið hefur í ríkisstyrki til Grímseyjarfeijunnar og til olíukyndingar þar mætti nota til að hjálpa íbúunum til að flytja.“ Nú væri ágætt að fá að vita hvaða kostnað skipulagsfræðingur- inn og íslenska ríkið hans sitja uppi með vegna olíukyndingar húsa í Grímsey. Ég veit ekki betur en Grímseyingar greiði sína húshitun- arolíu úr eigin vasa og ég veit ekki til að hún sé ríkisstyrkt heldur þvert á móti hefur ríkið dágóðar tekjur af innflutningi og sölu olíufélag- anna. Varðandi skipulagningu Trausta á hjálparstarfí við einhvers- konar nauðungarflutninga á Gríms- eyingum til íslands get ég fullvissað hann um að beiðni um hjálp af því tagi hefur ekki enn verið send frá Grímsey og verður ekki send í bráð. Þegar hann talar um að Grímsey verði að standa undir sér get ég ekki séð að upptalning hans á mannvirkjum og opinberri þjónustu sé nein rök fyrir því að þessi byggð sé rekin með tapi. Það er almenn regla hjá sæmilega upplýstum mönnum sem annast uppgjör fyrir- tækja og stofnana að nefna ekki einungis gjöld heldur einnig tekjur en það láðist Trausta í þetta skipt- ið enda óvíst að það hefði þjónað „Það er vel líklegt að sjávarþorpin þurfi á hjálp skipulagsfræð- inga að halda, ef sá tit- ill felur í sér það sem orðið þýðir, ekki þó við að flytja íbúana burt, heldur til að skipu- leggja nýja uppbygg- ingu í sjósókn, vinnslu og iðnaði.“ hans málflutningi. Árum saman hafa Grímseyingar verið efstir á blaði yfír þau sveitar- félög sem hafa mest útflutnings- verðmæti á íbúa. Grímsey er út- gerðarstöð þar sem einkum eru gerðir úr smábátar. Enginn annar útgerðarmáti skilar jafn miklu í þjóðarbúið og smábátaútgerð, eng- in skilar jafn verðmætum afla, skapar jafn mörg störf, eyðir minni olíu eða er ódýrari í rekstri miðað við aflaverðmæti. Það er nokkuð hagstætt að gera út frá Grímsey miðað við aðra staði vegna þess hve stutt er á miðin og sést það best á því að hingað sækja bátar úr landi mjög stíft og halda ijölmargir alveg til hér mánuðum saman. Oft eru milli 20 og 30 aðkomubátar hér til lengri dvalar. Það sýnir e.t.v. hvað hagstætt væri að flytja okkur öll á Eyjafjarðarsvæðið þar sem Trausti er svo örlátur á viðlegupláss. Hann virðist einnig hafa þar húsnæði til sölu við vægu verði því eftir þjóð- flutningana höfum við e.t.v. ekki efni á að greiða fullt markaðsverð fyrir húsnæði og eiga á sama tíma að sjá til þess að eignir í Grímsey verði ekki ónýttar svo nota megi þær til sumarbyggðar eins og í „Flatey á Breiðafírði". Ekki er ég heldur sannfærður um áframhald- andi sumarbyggð þar eftir að Trausti hefur farið höndum um 'feijuútgerð á því fagra svæði. Það er vafalaust rétt hjá Trausta að flugvöllurinn, höfnin, skólinn, pósthúsið, rafstöðin og olíutankur- inn séu öll á hvínandi hausnum en ég hef ekki enn séð nein rök fyrir því. Ég veit ekki hvað mikill halli er á rekstri flugvallarins en ég hef ekki trú á að rekstur hans sé mjög dýr og alveg óþarfí að bera hann saman við Leifsstöð. Ég get þó frætt Trausta á því að fyrir nokkr- um árum var ákveðið af flugmála- stjóra að lengja flugbrautina um 400 metra. Þetta var á sama tíma og fjárveiting til hafnarinnar var skorin niður. Því spurði ég einn af þingmönnum okkar hvort ekki væri hægt að færa eitthvað af þessum flugvallarpeningum til hafnarinnar. Þessi þingmaður, sem átti sæti í íjárveitingamefnd Alþingis, kom alveg af fjöllum í þessu máli og sagði engu fé hafa verið veitt til flugvallarins. Þingmaðurin kannaði þetta síðan hjá flugmálastjóm og fékk þau svör að þetta fé væri hagnaður af Leifsstöð og ef Grímseyingar vildu það ekki yrði það bara notað í einhvern annan flugvöll. Grímseyjarflugvöllur gegnir nokkuð mikilvægu öryggis- hlutverki og þjónar í raun miklu stærra svæði en Grímsey einni. Höfnin hér er vafalaust á hausn- um líka en þó hefur hún það sér til málsbóta að vera öryggis- eða lífhöfn fyrir Norðurlandi, sú sem er næst djúpmiðunum og næst fískimiðunum og hefur oft komið sér vel og orðið til að bjarga miklum verðmætum. Það gefur auga leið að netabátar t.d. úr Eyjafírði ættu ekki hægt með að draga trossurnar daglega ef þeir hefðu ekki viðlegu- höfn hér. Það leiddi til þess að afl- inn yrði margra nátta og þar með yrði honum hent því útgerðarmenn hafa engin efni á að spandera naumum kvóta sínum á verðlausan físk. Þá hafa bátar geta leitað hing- að vegna bilana og oft hefur verið kafað fyrir þá til að skera úr skrúfu o.m.fl. Svo er höfnin okkar merkur minnisvarði um þá verkfræðinga og menntamenn sem geta búið til höfn, það hefur nefnilega stundum mistekist. Sem slík er hún auðvitað menningarverðmæti sem á ekki síð- ur rétt á sér en margt af því drasli sem opinberar stofnanir í höfuð- staðnum skreyta sig með, á kostnað almennings, og kalla listaverk, skila engu til þjóðarbúsins og þjóna eng- um tilgangi. Skólinn okkar er sjálfsagt á hausum líka eins og annað hér en ég get þó frætt Trausta á því að ríkið hefur nú ekki kostað miklu til hans. Pósthúsið hlýtur að vera á haus- unum enda þarf það að greiða húsa- leigu og símalínu sem er nú reynd- ar alveg nýtilkomið því pósthúsið var alvegá framundir þetta inni á KEA-kontómum og greiddi akkúrat ekkert fyrir sig, átti ekki einu sinni blýant. Svo er það olíutankurinn. Hann er á vegum Olíufélagsins hf. sem var dótturfyrirtæki Sambandsins þannig að allt það batterí hlýtur bara að vera á hausun líka. Þá eru það allir ríkisstyrkirnir til Grímseyjarfeijunnar. Það mátti jafnvel lesa það úr orðum Trausta að það væru litlar 500 milljónir króna. Það er ósköp þægilegt fyrir menntaðan mann sem kennir í Há- skólanum (sem er líka á hausnum), að dúkka upp í fjölmiðlum með þeim hætti sem Trausti Valsson hefur gert og talar um styrk til „Grímseyjarfeijunnar" sem eitt- hvert hræðilegt þjóðarböl. Hér á hann trúlega við Sæfara, feijuna sem siglir til Grímseyjar en þó ekki eingöngu heldur einnig þjónar hún Hrísey, Akureyri og Dalvík. Hvers vegna lætur hann sem Sæfari sé einhver baggi á ríkinu? Hefur hann e.t.v. reiknað út hvort hagkvæmara sé að reka þessa feiju en enga? Rekstur Sævara mun þarfnast nálægt 2,5 millj. kr. á mánuði í rík- isstyrk en fær 1,8 milljónir. Mis- muninn verður rekstraraðilinn að bera þar til aukafjárveiting fæst eftir dúk og disk. Því væri nær að tala um fjárhagslegan bagga á rekstraraðilanum, Hríseyjarhreppi, en ríkinu. Ég get ekki betur séð en að það sé slóðaháttur núverandi samgönguráðherra, þingmanns þessa kjördæmis, sem er að tröllríða þessum feijurekstri. Hann virðist ætla að ganga af honum dauðum hvort sem Hríseyjarhreppur fer á hausinn við það eða ekki. Ráðherr- ann virðist nefnilega vera afskap- lega vansæll með þau þjóðþrifamál sem fyrirrennari hans kom í verk, þ.e. að koma feiju á svæðið og gera jarðgöng gegnum Ólafsfjarð- armúlann. Segja ýmsir Eyfírðingar hann helst vilja taka feijuna og troða henni upp í göngin. Það er að vísu önnur saga — en blaður af þvi tagi sem Trausti Valsson ástundar á almannafæri er vatn á myllu þeirra sjónarmiða sem virðast ríkja hjá þeim vesæla ráðherra. Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur vill grisja úr sjávarþorp sem dýrt er að reka. Hefur hann e.t.v. kannað hvað það kostar þessi sömu sjávarþorp að reka höfuðstaðinn? Þegar búið er að grisja og „hjálpa fólki að flytja" nauðugt viljugt, samkvæmt því sem kom fram hjá honum í viðtali á Rás 2 mun físki- skipum fljótlega fækka og fjöldi útgerðarmenna fara á hausinn. Ætli atvinnulausum sjómönnum og eignalausum fyrrverandi útgerðar- mönnum veiti þá af því húsnæði sem Trausti vill af rausn sinni skenkja Grímseyingum. Eftir grisj- unina segir hann að standi eftir öflugustu útgerðirnar með bestu skipin. Þá væri að hans áliti eðlilegt að þeir sem eftir stæðu greiddu eitthvert gjald, t.d. veiðigjald, sem renni þá til að greiða fyrir ýmsa þjónustu og þar nefndi hann Póst og síma og skóla o.þ.h. Félagi Trausti! Það greiða öll útgerðarfyr- irtæki slíka þjónustu nú þegar og er ekki á bætandi. Þá eru það hin miklu vísindi sem koma fram hjá Trausta og eru á þann veg hvað afskekktu þorpin séu óhagkvæm vegna þess hvað erfitt er að tengja þau „fískmarkaðsþróun sem byggist á fijálsum flutningum með físk á bílum“. Er skipulags- fræðingurinn alveg viss um hag- kvæmni þess að kaupa físk á mark- aði, þar sem ávallt er greitt hæsta verð, til þess að „transporta" síðan með hann um landið þvert og endi- langt á vörubflum? í fyrra keyptu fyrirtæki á Suðumesjum físk á Fiskmarkaði á Dalvík og fluttu hann suður á bílum. Á sama tíma keypti Fiskiðja Sauðárkróks fisk bæði í Þorlákshöfn og á Akranesi (og gerir enn) og flutti norður á bflum. Félagi Trausti, er þetta það sem koma skal? Getur ekki hugsast að öll þín þjóðflutningaspeki og eyðimerkurstefna sé rugl? Gæti ekki hugsast að þín framtíðarsýn um bílalestir fram og til baka um landið með fisk sé líka rugl? Og gæti ekki hugsast að ef málefni Eyjafjarðarðafeijanna væri afgreitt með þeim hætti sem að var stefnt í byijun yrði rekstur þeirra hrein- lega hagkvæmur þegar allt er tekið með í reikninginn jafnvel þó að þær yrðu ekki reknar með hagnaði? Það vill okkur til lífs hér í norðr- inu að Trausti Valsson fellir ekki alvöru dóma, hann fellir sleggju- dóma. Skpulagsfræðingurinn er sýnilega fallinn í sömu gryfju og ríkisstjórnin, það er að skera, skera og skera meira. Ekkert er litið á rætur vandans heldur er hausunar- hnífurinn látinn vaða hvar í þjóðar- líkamann sem hann er líklegastur til að valda mestum sárum. Það er vel líklegt að sjávarþorpin þurfi á hjálp skipulagsfræðinga að halda, ef sá titill felur í sér það sem orðið þýðir, ekki þó við að flytja íbúana burt, heldur til að skipuleggja nýja uppbyggingu í sjósókn, vinnslu og iðnaði. Það er gjörsamlega út í hött að flytja frystinguna út á sjó, selja þannig hráefnið úr landi og skilja vinnsluna eftir hráefnislausa um leið og troðið er upp á okkur EES- samningi og ætlast um leið til að þessi sama vinnsla sé reiðubúin að nýta sér EES-markaðinn og fær um að keppa á honum. Við þurfum uppbyggingu á atvinnutækjum sem hæfa stöðunum, ekki staði sem hæfa atvinnutækjunum. Við þörfn- umst ekki togara sem senda hráefn- ið úr landi eða gámafyrirtækja sem kappkosta að forða fískinum undan vinnslu innanlands. Við þurfum minni fískiskip, helling af króka- veiðibátum sem afla úrvals hráefnis fyrir vinnslustöðvar í þorpunum, báta sem henda ekki verðminni afla vegna skerts kvóta, báta sem eru ekki meiri fjárfesting en svo að hægt sé- að reka þá af einhveiju viti, báta sem skapa atvinnu í landi og nota tiltölulega umhverfísvæn veiðarfæri. Þá þarf að setja ný lög um fiskveiðistjórnun, lög sem segja mönnum ekki að ef þeir ætli að lifa af kvóta sínum megi þeir ekki koma með físk að landi sem fer í annað en fyrsta flokk. Við þurfum lög sem færa ekki öll völd í hendur brask- ara í þeim atvinnuvegi sem við byggjum afkomu okkar á. Við þurf- um lög sem gefa dugandi útgerðar- mönnum og sjómönnum svigrúm til að stunda sína atvinnugrein í viðun- andi umhverfí og sem veitir þeim hlutdeild í afrakstrinum og frelsi til að njóta hans. Við þurfum lög sem segja mönnum að þeim beri að nýta allan afla, hvort sem það eni fiskitegundir, krabbar eða sjáv- arspendýr. Verkefni af þessu tagi eru það sem menn á borð við Trausta Valsson ættu að snúa sér að. Það er hægt að vekja athygli á málefnunum og sjálfum sér með ábyrgðarlausu gaspri eins og hann hefur gert en hér ber ekki að skera, bijóta og eyðileggja heldur byggja upp og byija þá á þeim grunni sem víðast hvar er fyrir hendi. Við þau verkefni sem framundan eru þurfum við vafalaust á mönnum eins og Trausta Valssyni að halda en þá verða þeir að skipta úr afturá- bakgímum í áframgír, og þá óska ég þeim góðrar ferðar, tek mér jafn- vel far en ég nenni ekki að fylgja þeim á núverandi hraðferð þeirra aftur í forneskju. Höfundur er sjómaður í Grímsey. HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur Olíufélagsins hf. veröur haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 1992 aö Hótel Loftleiðum, Höfða, og hefst klukkan 13.15. DAGSKRÁ 1 • Kynning á kaupum félagsins á hlutabréfum Sambands ísl. samvinnufélaga í félaginu. 2. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár í félaginu. 3* Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins og heimild stjórnar til aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 4*- Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 2. hæð, fram að hádegi fundardag. Stjórn Olíufélagsins hf. Olíufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.