Morgunblaðið - 17.11.1992, Side 19

Morgunblaðið - 17.11.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 19 Doktorspróf í jarðeðlisfræði FREYSTEINN Sigmundsson lauk doktorsprófi frá Univers- ity of Colorado í ágúst sl. Rit- gerðin ber heitið „Crustal De- formation Studies in Subaerial Parts of the World Oceanic Rift System: Iceland and Afar“. Verkið sem var unnið undir leið- sögn dr. Rogers Bilhams fjallar um mælingar og túlkun á jarð- skorpuhreyfingum á svæðum þar sem úthafshryggjakerfi jarðar er ofansjávar, á Islandi og á Afar svæðum (Eþíópíu og Djibouti) í Afríku. Nýrri og öflugri tegund land- mælinga, svokölluðum GPS-land- mælingum, var beitt til að mæla jarðskorpuhreyfingar sem urðu í Heklugosinu 1991. Túlkun á þeim mælingum sýnir að kvikan sem upp kom í eldgosinu kom úr grann- stæðu kvikuhólfí jarðskorpunni undir Heklu. GPS-landmælingum var jafnframt beitt til að koma upp nákvæmu landmælinganeti til að fýlgjast með breytingum á land- hæð í kringum Vatnajökul. Líkan- reikningar sýna að þynning jökuls- ins á þessari öld hefur létt svo miklu fargi af jarðskorpunni að landið undir- jöklinum leitar nú í nýja og hærri jafnvægisstöðu. Mælingar á þessum hæðarbreyt- ingum munu gefa góðar upplýs- ingar um þykkt og styrkleika jarð- skorpunnar undir Vatnajökli. I rit- gerðinni setur Freysteinn einnig fram hugmyndir til að útskýra jarðskjálfta á Afar svæðinu í Afr- íku en þar er jarðskjálftabelti af svipaðri gerð og á Suðurlandsund- irlendi íslands. Ritgerð Freysteins hefur að mestu verið birt sem þrjár greinar í tímaritinu „Geophysical Research Letters“. Freysteinn fæddist árið 1966 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1985. Hann lauk BS-prófi 1988 og MS- milljarða og á þessu ári munu skuldirnar aukast enn um fimm milljarða vegna nýrra fjárfestinga, þrátt fyrir samdrátt í afla að und- anförnu! Launþegar hafa ekki ver- ið spurðir álits á þessum miklu fjárfestingum þó nú sé krafíst að þeir komi til hjálpar og borgi brús- ann! Hér er auðvitað um mikla offjárfestingu og óstjórn að ræða, sem fyrr hefði þurft .að taka á og sporna gegn. Það er hins vegar ljóst, að ofan af því verður ekki vafið á augabragði. Það liggur einnig fyrir, að ef ekki kemur til aðstoð við sum þessara fyrirtækja, mun það leiða til lokunar þeirra og enn meira atvinnuleysi en nú er orðið. Það ber að forðast með öllum tiltækum ráðum. Forystu- menn í sjávarútvegi verða hins vegar að átta sig á þeirri stað- reynd, að ekki er hægt að réttlæta það, að fyrirtæki séu árum saman rekin með bullandi tapi og alltaf treyst á að það opinbera og laun- þegar komi til bjargar þegar allt er komið í óefni, slíkt hefur við- gengist allt of lengi hér á landi. Mikilvægt er að sem breiðust samstaða náist um þær aðgerðir sem gripið verður til. Forsenda þess hlýtur þó að vera, að hjálpin fari fyrst og fremst til þeirra fyrir- tækja og atvinnugreina, sem í raun þurfa á aðstoð að halda, en aðstoðin verið ekki eyðilögð með því að láta hana ganga jafnt til þeirra, sem ekki þurfa á henni að halda. Það væri svipað og að láta hjálp, sem ætluð væri vanþróuðum þjóðum, ganga til allra þjóða heims, burtséð frá afkomu þeirra. Höfundur er forseti borgarstjómar Reykjavíkur. prófi 1990 í jarðeðlisfræði frá Háskóla íslands. Freysteinn er sonur Sigmundar Freysteinssonar verkfræðings, og Sigríðar Jóns- dóttur. Hann er kvæntur Astþrúði Sif Sveinsdóttur bókasafnsfræð- ingi og eiga þau eina dóttur, Eddu Sigríði. Freysteinn starfar nú við Norrænu eldfjallastöðina við rann- sóknir á jarðskorpuhreyfíngum í tengslum við eldvirkni. Félag Þingeyinga í Reykjavík 50 ára Dr. Freysteinn Sigmundsson UM ÞESSAR mundir á Félag Þin- geyinga í Reykjavík hálfrar aldar afmæli. Félagið var stofnað 24. nóvember 1942 af burtfluttum Þingeyingum í þeim tilgangi að auka tengsl þeirra á milli og efla þingeyska menningu. Félagið hélt lengi uppi fjölbreyttu og öflugu félagsstarfi og stuðlaði að ýmiss konar menningarstarfsemi, stóð m.a. að baki útgáfu á ritun Indr- iða Indriðasonar, Ættir Þingeyinga, sem komin eru út í fjórum bindum. Allt fram á síðustu ár hefur félagið haldið veglegar árshátíðir, svokölluð Þingeyingamót, sem hafa verið vin- sæl og fjölsótt bæði af Þingeyingum sem búa sunnan heiða og þeim sem búa í Þingeyjarsýslu. Félagið hyggst halda upp á þessi tímamót með Þingeyingamóti í Súlnasal, Hótel Sögu, föstudaginn 20. nóvember, þar sem Þingeyingar og gestir þeirra munu snæða saman hádegiskvöldverð, hlusta á skemmti- atriði heiman úr héraði og dansa síð- an fram eftir nóttu. Núverandi for- maður félagsins er Björn Hróarsson. kaup Þeir sem kaupa nota&an bil i Bilaþingi Heklu gera undantekningarlaust hagstæb kaup. Allir notabir bílar Heklu eru yfirfarnir af fagmönnum og á nýjum vetrardekkjum, verbiö er gott og greibsluskilmálar afar sveigjanlegir. í nóvember bjóbast einum bílakaupanda í Bílaþingi Heklu sérstök vildarkjör sem ekki eiga sinn líka: Hann fær bílinn frítt og skiptir verb hans engu máli! 1. desember verbur dregib úr nöfnum kaupenda nóvembermánabar, hinn heppni fær greitt til baka þab sem hann hefur borgab í bílnum og hann bebinn um ab gleyma eftirstöbvunum! OPIÐ ALLAP HELGAP í NÓVEMBER Laugardaga 10 -16 Sunnudaga 12 -16 Virka daga 9-18 BÍLAÞINGfflEKLU NOTAÐIR BÍLAR Okeypis vetrardekk fylgja öllum bílum! Bílaþing Heklu • Laugavegi 174» Sími 69 56 60 • Fax 69 56 62

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.