Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ V1Ð5KÐT1/A1V1NNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Flug Continental Airlines selt GENGIÐ hefur verið frá kaup- um Air Canada og fjárfestinga- hópsins Air Partners á Contin- ental Airlines. Continental Airlines, sem er fímmta stærsta fiugfélag Banda- ríkjanna, hefur starfað sam- kvæmt sérstakri heimild banda-- rísku gjaldþrotalaganna í hartnær tvö ár. Nokkrir aðilar höfðu sýnt félaginu áhuga en skiptaráðandi ákvað loks að ganga til samninga við Air Canada og samstarfsaðila þegar Liifthansa dró sig í hlé fyr- ir skömmu. Samningurinn við Air Canada felur í sér að samstarfsaðilarnir fjárfesta alls um 450 milljónum dollara í Continental. Þar af verða keypt hlutabréf fyrir um 110 milljónir, alls 55% hlutafjár með um 65% atkvæðavægi, og skiptist hlutaféð jafnt milli Air Canada og Air Partners. Rúmlega 300 milljónir dollara fara í að greiða upp skuldir með veðum í eignum Continental. Munu lánardrottnar eiga um 35% hlutafjár félagsins eftir þessa endurskipulagningu. Stjórnun „KarlaMúbbar“ hindra frama kvenna Úr Financial Times. GAMLA karlaveldið hindrar enn að konur nái frama á breskum vinnu- stöðum. Meðal karlkyns stjórnenda eru jafnframt útbreiddir fordómar í garð kvenna. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun Institute of Management á viðhorfum stjórnenda. Af 1.500 konum í stjómunarstöð- um sögðust 43% hafa orðið fyrir barðinu á óformlegum „karlaklúbb- um“. Konumar halda því fram að karlar standi saman bak við tjöldin og hjálpi hver öðmm að komast í bestu störfin. Til samanburðar höfðu aðeins 9% kvennanna liðið fyrir ófull- nægjandi bamagæslu. Könnun þessi náði jafnframt til 800 karlkyns stjómenda og margir þeirra höfðu mjög ákveðnar skoðan- ir á hlutverki kvenna. „Konur hafa móðurhlutverk og við þurfum ekki að hvetja þær til að fara út á vinnu- markaðinn á meðan atvinnuleysi er mikið,“ sagði einn þeirra. „Almennt em konur ekki góðir stjómendur, þótt þær hafi margt að bjóða á vinnustaðnum," mælti annar. Sá þriðji sagði að árangursrík stjómun krefðist skuldbindingar án skilyrða og færi þar af leiðandi ekki saman við utanaðkomandi áhyggjur. „Kon- ur ná ekki slíkum árangri nema þær séu einhleypar eða eigi uppkomin 23. \ Str pí AUMHVORF I VIÐSKIPTUM NÁMSSTEFNA UM MARKAÐSSÓKN Á ALÞJÓÐAVETTVANGI OG NÝ VIÐHORF VARÐANDI STJÓRNUN Á TÍMUM VAXANDI SAMKEPPNI. AIJKhf DFA HFf GRÆÐINGARFÉLAÍ Island: Mánudaginn 23. nóvember halda AUKhf, Gæðastjórnunarfélag íslands og Hagræðingarfélag íslands námsstefnu fyrir stjórnendur fyrirtækja. Námsstefnan, sem ber yfirskriftina Straumhvörf í viðskiptum, verður haldin á Hótel íslandi og hefst kl. 11. * A námsstefnunni halda tveir þekktir bandarískir ráðgjafar erindi: David T. Carey ræðir um samkeppnisstöðu lslendinga í nánustu framtíð. John W. Alden fjallar um leiðir til að auka afköst og árangur í rekstri fyrirtækja með því að virkja hæfileika starfsfólks sem best. Einnig flytur Jón Sigurðsson, viðskiptafulltrúi Útflutningsráðs íslands í New York, erindi um breytingar á viðskiptaumhverfi íslendinga. Að loknum framsöguerindum og fyrirspurnum fara fram umræður í hópum og pallborðsumræður. Námsstefnustjóri er Höskuldur Frímannsson rekstrarráðgjafi. m Útflutningsráð íslands er styrktaraðili námsstefnunnar. Námsstefnan er öllum opin en fjöldi þátttakenda takmarkast við 60 manns og því áríðandi að fóik skrái sig sem fyrst. Tekið er á móti tilkynningum um þátttöku í síma 688 600. böm.“ Svo virðist einnig sem konur verði að færa verulegar fórnir í einkalífi til að komast í stjórnunarstöður. Þriðjungur aðspurðra kvenstjórn- enda var ógiftur og aðeins um helm- ingur þeirra hafði eignast barn. Meðal karlanna var hlutfall giftra hins vegar 92% og feðra 86%. Önnur athugun á vegum Institute of Management leiddi í ijós að ein- ungis um 3% æðri stjórnenda og 9% allra yfirmanna á breskum vinnu- stöðum eru kvenkyns. Þær tölur segja sína sögu í Ijósi þess að konur eru nærri helmingur alls vinnuafls í Bretlandi. „Þrátt fyrir nokkrar framfarir er gamaldags mismunun kynjanna enn raunvemleg en ekki bara ímynduð hindmn á framabraut kvenna," sagði Roger Yong, forstöðumaður Institute of Management, um niður- stöðurnar. Hindranir á framabraut kvenna (% aðspurðra kvenstjórnenda): —Valdakerfi „karlaklúbba“ 43 —Fordómar samstarfsmanna 35 —Óvissa varðandi starfsferil 28 —Kynferðisleg mismunun/áreitni 23 Ónæg starfsþjálfun 18 —Ónæg hvatning/sjálfsöryggi 18 —Skuldbindingar gagnvart fjöl- skyldu 17 —Ósveigjanleg vinnutilhögun 12 —Félagslegur þrýstingur (vinir, foreldrar) 12 —Ófullnægjandi barnagæsla 9 —Menntunarskortur 7 —Engar hindranir 19 —Annað 9. Heimild: Institude of Management. Bílaframleiðsla Hyundai sækir inn á Evrópu- markað HYUNDAI Motor, stærsti öku- tækjaframeiðandi Suður- Kóreu, hefur nú breytt um markaðs- stefnu og leggur nú ofurkapp á Evrópumarkaðinn til að bæta upp samdrátt í Bandaríkjunum og heima fyrir. Hinn öra vöxt Hyundai Motor á níunda áratugnum mátti fyrst og fremst rekja til mikillar sölu í Banda- ríkjunum, en lengi vel keyptu Banda- ríkjamenn fleiri Hyundai bíla en Suður-Kóreumenn sjálfir. En salan í Bandaríkjunum hefur dregist sam- an allt frá árinu 1989, þegar sam- drátturinn í Bandaríkjunum hófst. Á sama tíma lentu verksmiðjumar í vandræðum vegna átaka á vinnu- markaði heima fyrir og gæði fram- leiðslunnar liðu fýrir. Salan í Banda- ríkjunum hefur dregist saman um helming síðan þá og er það gífurlegt áfall þar sem um tveir þriðju hlutar framleiðslunnar voru fluttir út til Bandaríkjanna. Hyundai brást við með því að efla útflutning til Evrópu. Arið 1988 voru Hyundai bílar aðeins seldir í 4 Evrópulöndum, nú fást þeir í 25 Evrópulöndum. Á þessu ári varð salan í Evrópu ^neiri en í Bandaríkj- unum í fyrsta skipti. Hyundai von- ast engu að síður til að geta tvöfald- að sölu sína í Evrópu á næstu árum. Önnur ástæða þess að svo mikil áhersla er lögð á Evrópumarkað er samdráttur í bílasölu heima fyrir, en rúmlega helmingur framleiðsl- unnar í dag fer á heimamarkað. Suður-Kórea er nú áttundi stærsti bílamarkaður í heiminum, en mikil aukning bílaeignar hefur valdið all nokkrum vandræðum. Nýlega ákvað ríkisstjórn Suður-Kóreu að bregðast við vandanum með aukinni skatt- heimtu af bílaeign og bílasala hefur þegar dregist mikið saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.