Morgunblaðið - 17.11.1992, Page 18

Morgunblaðið - 17.11.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Hvalveiðar í ljósi Ríó-ráðstefnu eftirEið Guðnason Hvalveiðar bar á góma í fyrir- spumatíma á Alþingi í síðustu viku. Þar var þrýst á um að íslend- ingar hæfu hvalveiðar að nýju og létu ekki undan hótunum þeirra sem sigla undir fölsku flaggi um- hverfisverndar og hafa hvalina að féþúfu. Einnig var það nefnt að við ættum ekki að láta Bandaríkja- mönnum haldast uppi að taka óumbeðið að sér hlutverk alþjóða- lögreglu varðandi auðlindanýtingu annarra þjóða. í fyrirspumatíma gefst ekki tími til umræðna, enda þótt þing- mönnum öðmm en fyrirspyijanda gefist kostur á að gera eina stutta athugasemd. Þær athugasemdir urðu færri en ella, því ýmsir áhugamenn um umhverfisvemd og hvalveiðar úr röðum þing- manna og ráðherra vom þennan fimmtudagsmorgun á leið heim af þingi Norðurlandaráðs í Dan- mörku. Nýta má hval og sel Það vakti athygli mína við lest- ur þessara umræðna að þar var hvergi komið að því kjamaatriði, sem mestu skiptir fyrir málflutn- ing okkar í umræðunum um hval- veiðar. En það er sú staðreynd að á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó de Janeriro fyrr á þessu ári, var það samþykkt og því sleg- ið föstu að reglan um sjálfbæra nýtingu skuli gilda bæði um fiski- stofna og sjávarspendýr, það er að segja seli og hvali. Þetta er skýrt skrifað í kaflann um nýtingu lifandi auðlinda sjávar í Agenda 21, 800 síðna umhverfismálaáætl- un næstu áratuga. Þessu er að vísu settar þær takmarkanir sem við sjálfír höfum alla tíð fylgt, að veiða ekki úr þeim stofnum sem taldir em í hugsanlegri útrýming- arhættu. Þessi niðurstaða, sem skiptir höfuðmáli þegar við hefjum hval- veiðar að nýju, fékkst á undirbún- ingsfundum Ríó-ráðstefnunnar í New York síðastliðið vor. Það var ekki síst fyrir fmmkvæði og ötula framgöngu íslensku embættis- mannanna sem sóttu þann fund að þessi varð niðurstaðan. Um þetta efni tókst náin og afar góð samvinna milli umhverfisráðu- neytis, utanríkisráðuneytis, sjáar- útvegsráðuneytis og fastanefndar okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. Niðurstaðan varð sú, að bæði hval- ir og selir geti verið nýtanlegir stofnar og sú varð raunin enda þótt ýmsar þjóðir berðust um á hæl og hnakka til að koma á al- gjöra og eilífu banni við öllum hvalveiðum. Ekki vegna þess að hvalir séu í útrýmingarhættu, heldur vegna þess að þeir séu svo fallegir og gáfaðir. Þær fullyrðing- ar era efni í aðra grein. Bandaríkin samþykktu Agenda 21 Fulltrúar Bandaríkjanna á Ríó- ráðstefnunni samþykktu að hvalir og selir væra nýtanlegir stofnar og enda þótt samþykkt fram- kvæmdaáætlunarinnar Agenda 21 sé ekki bindandi að alþjóðalögum vegur þetta óneitanlega þungt, því ríki heims hafa samþykkt að hafa þessa áætlun að leiðarljósi við umbætur í umhverfismálum fram á næstu öld. Raunar var það svo, þótt ótrúlegt kunni að virðast, að í almennu umræðunum á Ríó-ráð- stefnunni bar hvorki hval né sel á góma nema hvað sá er þetta skrif- ar lagði áherslu á sjálfbæra nýt- ingu allra lifandi auðlinda hafsins. Þess hefur verið getið í umræð- unni nú að loknum forsetakosning- um í Bandaríkjunum að tilvonandi forseti og þó einkum tilvonandi varaforseti, sem kunnur er að áhuga á umhverfísmálum, kynnu að verða okkur þungir í skauti í hvalamálum. Ótrúlegt er að þeir muni hlaupa frá samþykki Banda- ríkjanna við framkvæmdaáætun- ina Agenda 21. í ágætri bók A1 Gore, væntanlegs varaforseta, um umhverfísmál, „Earth in the Bal- ance“, „Jörð í tvísýnu", rekur mig ekki minni til að minnst sé á hvali nema í framhjáhlaupi á einum stað. Rök fyrir hvalveiðum Við eigum að hefja hvalveiðar að nýju. Fyrir því eru meðal ann- ars eftirgreind rök: í veröldinni fæðast þijú böm á sekúndu og íbúum jarðar fjölgar á hveijum einasta sólarhring um jafnmarga einstaklinga og byggja okkar ágæta land, þ.e. um 260 þúsund manns. íbúðar jarðarinnar eru 5,3 millj- arðar og fimmtungur þeirra býr við fátækt og hungur. Næstum tveir þriðju íbúa jarðarinnar búa innan við 50 kílómetra frá sjó. íbúar jarðar verða um 9 milljarðar eftir tæp 40 ár ef svo heldur sem horfir. Þess vegna verður að auka matvælaframleiðslu í veröldinni. Matvælaframleiðsla úr heims- höfunum tvöfaldaðist á áranum 1950 til 1970 en hefur síðan að- eins aukist um 25%. íbúar þróun- arlandanna fá 30% af eggjahvítu- efnum í mat úr sjónum. Eiður Guðnason „Fulltrúar Bandaríkj- anna á Ríó-ráðstefn- unni samþykktu að hvalir og selir væru nýtanlegir stofnar og enda þótt samþykkt framkvæmdaáætlunar- innar Agenda 21 sé ekki bindandi að al- þjóðalögum vegur þetta óneitanlega þungt, því ríki heims hafa sam- þykkt að hafa þessa áætlun að leiðarljósi við umbætur í umhverfis- málum fram á næstu öld.“ Vísindamenn hafa eftir ítarleg- ar rannsóknir, þar sem ísland hef- ur um margt haft framkvæði, sannað að til eru hvalastofnar og selastofnar sem þola prýðilega að úr þeim sé veitt. I vaxandi mæli verður að taka tillit til þess aukna álags á um- hverfíð sem fylgir aukinni mat- vælaframleiðslu á landi, þar sem miskunnarlaus stórrekstur í land- búnaði hefur allt of víða gengið of nærri lífríkinu og valdið marg- háttuðum umhverfísskaða. Ef eggjahvítuefni framleidd á landi ættu að koma í stað þeirra sem koma úr sjó þyrftu Bandaríkja- menn að nífalda nautakjötsfram- leiðslu sína og fjölga nautgripum um 200 milljónir. Það er í senn hagkvæmt og umhverfísvænt að auka matvælaframleiðslu úr sjó þar sem því verður við komið með sjálfbæram hætti og þar gegna hvalveiðar mikilvægu hlutverki. í þessu sambandi er líka rétt að minna á, að sjálf þurfum við að hyggja að nýtingu þeirra eggja- hvítuefna sem við tökum úr haf- inu. Það er ekki gott til afspum- ar, að frá frystitoguram okkar fari ekki nema helmingur þess sem um borð kemur aftur í sjóinn. Þetta stendur að vísu til bóta með nýjum reglum en er fráleit staða. Undirbúningur og kynning skipta höfuðmáli Aður en við hefjum hvalveiðar að nýju þarf undirbúning. Sá und- irbúningur felst ekki síst í að kynna staðreyndir málsins fyrir ráðamönnum og fjölmiðlum í þeim löndum þar sem öfgamenn hafa verið hvað háværastir. Það kynn- ingarstarf þarf að hefja án tafar. Þar eigum við að hafa nána sam- vinnu við Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga og alla þá er hér eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það er nefnilega svo að í þessu máli höfum við góðan mál- stað sem auðvelt er að veija. Hvalastofnunum stafar ekki hætta af takmörkuðum veiðum þar sem farið er fram með gát. Hinir stóra hvalveiðiflotar fyrri tími era löngu bræddir í brotajárn og verða ekki byggðir að nýju. Sé litið til lengri tíma stafar hvalastofnunum langt- um meiri hætta af þrávirkum líf- rænum efnum sem í höfin berast frá ýmiss konar atvinnustarfemi í þeim löndum þar sem andstæðing- ar hvalveiða hafa hæst. Höfundur er umhverfisráðherra A að liækka utsvar í Reykjavík um 36%? eftir Magnús L. Sveinsson í þeim umræðum, sem nú fara fram um aðgerðir í efnahagsmál- um, er talað eins og öll fyrirtæki í landinu séu að verða gjaldþrota og nauðsynlegt sé að létta sköttum af öllum fyrirtækjum hvaða nafni sem þau nefnast og velta samsvar- andi sköttum yfír á launþega í landinu. Þetta gefur alls ekki rétta mynd af stöðunni, því öllum er ljóst að staða fyrirtækja er mjög mis- jöfn bæði eftir greinum og lands- hlutum. Það er ekki trúverðugt, þegar leitað er breiðrar samstöðu um aðgerðir og launþegar era beðnir að taka á sig þungar byrðar, að halda því fram, að öll fýrirtæki í landinu þurfí á sömu aðstoð að halda. Allir gera sér grein fyrir því, að nauðsynlegt er að grípa til róttækra aðgerða, til að bægja þeirri atvinnuleysisvofu frá, sem við blasir. En ef sú aðstoð á að ganga jafnt til fyrirtækja, sem betur era sett og hinna verst settu og stórhækka á skatta á launþeg- um, þá getur ekki orðið um slíkt sátt í þjóðfélaginu. Það er vitað, að langmesti vand- inn, sem takast þarf á við, er hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi úti á landsbyggðinni. Meðal þeirra að- gerða, sem talað hefur verið um að grípa til, er að afnema aðstöðu- gjöld af öllum fyrirtækjum í land- inu, sem er um 4,3 milljarðar á þessu ári. Þar af greiða fyrirtæki í sjávarútvegi á öllu landinu aðeins um 700 milljónir króna. Af þessu sést, að þau fyrirtæki sem hjálpar- starfíð snýst fyrst og fremst um, greiða aðeins lítinn hluta af að- stöðugjaldinu. Niðurfelling þess bjargar því litlu af vanda þeirra. Rúmlega helmingur alls að- stöðugjaldsins í landinu er greidd- ur af fyrirtækjum í Reykjavík. Samkvæmt ijárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1992, era að- stöðugjöld áætluð rúmir 2,8 millj- arðar, sem era um 22% af tekjum borgarinnar. Gera verður ráð fyrir einhveijum afföllum. Af þessum 2,8 milljörðum greiða útgerð og fískvinnsla í Reykjavík aðeins 45 milljónir króna eða 1,6% af heiid- araðstöðugjaldinu í Reykjavík. Niðurfelling aðstöðugjalda á fyrirtæki í Reykjavík bjargar því engu hjá fyrirtækjum í sjávarút- vegi. Reyndar er sagt frá því í Morgunblaðinu 12. þ.m. að því sé spáð að Grandi hf., sem er aðalút- gerðarfyrirtækið í Reykjavík, muni skila 80 milljónum króna í „Mikilvægt er að sem breiðust samstaða náist um þær aðgerðir sem gripið verður til. Forsenda þess hlýtur þó að vera, að hjálpin fari fyrst og fremst til þeirra fyrirtælqa og atvinnugreina, sem í raun þurfa á aðstoð að halda, en aðstoðin verið ekki eyðilögð með því að láta hana ganga jafnt til þeirra, sem ekki þurfa á henni að halda. Það væri svipað og að láta hjálp, sem ætluð væri vanþróuðum þjóðum, ganga til allra þjóða heims, burtséð frá afkomu þeirra.“ hagnað á þessu ári og framdrög að rekstraráætlun ársins 1993 sýni hagnað af reglulegri starf- semi að fjárhæð 900-100 milljónir Magnús L. Sveinsson króna. Þetta er dæmi um vel rek- ið fyrirtæki, sem er vissulega gleðiefni í öllu svartnættistalinu, sem virðist vera orðinn hluti af vandanum sem við glímum við. En úr því að niðurfelling að- stöðugjalda bjargar svo litlu hjá fyrirtækjum, sem í raun þarf að hjálpa, hvers vegna er þá lögð svo mikil áhersla á að fella þau niður á öllum fyrirtækjum á landinu al- veg burtséð frá afkomu þeirra? Afkoma fyrirtækja er auðvitað misjöfn eins og alltaf er og sum fyrirtæki eiga í einhveijum erfíð- leikum eins og jafnan vill vera. En Reykvíkingar trúa því ekki, að afkoma fyrirtækja í RÍeykjavík sé almennt svo slæm, að nauðsynlegt sé að grípa til stórfelldra björgun- araðgerða og létta af þeim að- stöðugjaldi og hækka þess í stað útsvörin á borgarbúum um 36% til að bæta borginni upp þann tekjumissi, sem hún yrði fyrir, ef aðstöðugjöldin yrðu felld niður? Þessi krafa kemur fyrst og fremst frá talsmönnum samtaka vinnuveitenda, sem ella kreíjst gengisfellingar. Því er haldið fram af sömu aðilum, að aðstöðugjald sé séríslenskt fyrirbæri, sem skekki samkeppnisaðstöðu at- vinnuveganna. Ætla verður hins vegar, að aðalatriðið sé, hver heild- arskattbyrði fyrirtækjanna er. Það komi fram í ræðu borgarstjóra á síðasta borgarstjómarfundi í um- ræðum um aðstöðugjaldið, að samkvæmt skýrslu um skattlagn- ingu fyrirtækja í OECD-ríkjunum 1990 nam skattbyrði íslenskra fyrirtækja 4,2% af vergri Iands- framleiðslu, en meðaltal allra ríkj- anna var 8,6% og meðaltal í ríkjum Efnahagsbandalagsins 9,5%. Hlut- fall fyrirtækjaskatta af heildar- skattbyrði var 12,9% hér, en með- altalið í OECD-ríkjum var 22%. Ekki liggja fyrir upplýsingar um, að þessi hlutföll hafí breyst svo nokkra nemi frá árinu 1990. Það er ljóst að vextir era mjög þungur útgjaldaliður hjá mörgum fyrirtækjum og sérstaklega hjá þeim, sem helst þurfa á hjálp að halda. Sagt hefur verið frá, að vaxtakostnaður sumra fyrirtækja sé jafnhár og launakostnaður. Það er því ljóst að aðstöðugjaldið vegur mjög létt í útgjöldum miðað við vaxtakostnaðinn hjá þessum fyrir- tækjum. Það er upplýst að sjávarútveg- urinn skuldar um eitthundrað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.