Morgunblaðið - 17.11.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.11.1992, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 Réttnefnið leti eftirÁsgeir Ásgeirsson Ef full atvinna skyldi nú vera úr sögunni hér á landi, þá kom- umst við kannski loksins i tölu raunverulegra menningarþjóða. Atvinnuleysi er og hefur lengi ver- ið snar þáttur í lífinu í grónum iðn- ríkjum. Margir eru svo að segja atvinnuleysingjar að atvinnu. Iðnin sem þeir lærðu og stunduðu er þeim næstum gleymd og allt er orðið svo breytt á vinnumarkaðn- um, að þeir gætu ekki lengur tekið upp þráðinn þótt vinna byðist. At- vinnuleysið er ekki beinlínis stöðu- tákn. En það hefur verið svo lengi við lýði, að það nýtur orðið ákveð- innar virðingar. Orsakir þess eru orðnar alþekktar, mönnum er búið að skiljast — af reynsiunni — að því verður ekki eytt í fljótheitum og að hinir atvinnulausu geta ekki alltaf hlaupið í „það sem býðst“. Atvinnuleysið er komið í fast horf, komið í kerfi (m.a. orðið föst tekju- lind: Það þarf menn til að stjórna því, menn til að rannsaka það o.s.frv.). Það hefur sínu hlutverki að gegna, þótt það hljómi óskemmtilega, og nýtur þá a.m.k. þeirrar virðingar sem óumflýjan- legu böli eða illri nauðsyn ber. Sögunnar vegna vill svo til, að við Islendingar höfum næstum sloppið við atvinnuleysi. Heims- kreppan upp úr 1930 er horfin á kaf í sögubækurnar og berst þar við þúsund aðrar staðreyndir um athygli lesenda. Margir ættu jafn- „Mergurinn málsins er sá, að samfélagið er gerbreytt, og hinir fastráðnu harðjaxlar sem hér tala mundu sjálfir aldrei rífa sig upp frá fjölskyldunni og fara í það sem býðst hinumegin á landinu, á fiski mundu þeir ekki taka nema með töngum, og sá sem trúir því að þeir færu í atvinnubóta- vinnu hjá bænum, ja, hann mun trúa fleiru.“ vont með að rifja hana upp og þijá- tíuárastríðið. Svo fletta fæstir upp í sögubókum þegar þeir tapa áttum í samtímanum, og varla öðlast menn heldur djúptæka reynslu af lestri kennslubóka. Kemur því fyrir lítið, að allir verða að læra sögu árum saman í skólanum. Það hrekkur skammt á móti stórfelldum menningar- og samfélagsbreyting- um, þar með breytingum á hugsun- arhætti. Þess vegna fer mikið fyrir ofan garð og neðan þegar afi er að segja þeim litlu frá lífinu í krepp- unni. Fyrir virðingar sakir vilja þau ekki leggja sögumar að jöfnu við hinar garanteruðu lygar í bama- bókunum, en í rauninni eiga þau bágt með að sjá nokkum mun: Fólk að tína kolamola við höfnina í staðinn fyrir að kaupa þá í búð (eða, sem náttúrlega er vitið meira, skrúfa frá ofnunum og sleppa við að skíta sig út). Hér hafa verið uppgangstímar svo lengi, að engir nema elstu menn muna annað. I þessu mikla kasti hefur íslandssagan endurrit- ast í hausnum á mörgum. Halda þeir, að hér hafi frá upphafi dropið vinna af hverju strái og trúa því, að hún muni ekki að eilífu taka enda. Á efsta degi muni íslending- ar leggja frá sér verkfærin, ganga fyrir dómara sinn og verða boðin nóg vinna áfram. Þjóðin á sér að einu leyti ótrúlega stutta sögu. Allt sem hér stendur hefur verið byggt í hendingskasti á hálfri öld. Varla stendur spýta eftir af því sem við vomm að gera hin 1100 árin. Það er þá ekki skrýtið, að vinnan á stóran þátt í því hvemig við lítum á sjálf okkur. Mörg dæmi em til þess, að sjálfstraust manna nærðist og lifði næstum eingöngu á vinnu. Og vinnan hefur ekki síður ráðið því hvernig við litum á aðra. Hún ræður því enn. Þeir sem „nenna að vinna“ em fólk, hinir em það ekki. í góðæri getur kostað 12 til 14 tíma á dag að vera fólk. Sjálfsagt mun einhver fyrirlitn- ing alla tíð fylgja atvinnuleysi í samfélögum sem byggjast á vinnu í þeim formum sem hér tíðkast. Annars konar samfélög hafa þó verið til og eru enn; þar sjá menn sér ekki farborða með launavinnu og geta þá ekki heldur orðið at- vinnulausir. Handtökin í iðnríkjun- um em líka miklu færri en þau voru. Böm, unglingar, fatlaðir og gámalmenni era nú orðið löglega afsökuð, og víða er vinnumarkaður- inn þeim hreinlega lokaður. „Vinna" er alfarið á höndum nokk- urs hluta hópsins á aldrinum 20-65 ára eða svo. Þeir einir eiga það á hættu að detta niður úr mannfé- lagsstiganum þegar þeir missa vinnuna. Það er sundurleitur hópur sem lítur niður á atvinnuleysingja. Nátt- úrlega margir í hópi atvinnuleys- ingja sjálfra. En ef við sleppum þeim, þá fínnst mér tvær fylkingar áberandi. Það er roskið fólk, sem ólst upp meðan atvinnulíf var miklu fábreyttara og vandist því að allir nema fáeinir höfðingjar gengju í næstum hvað sem var, ef þess þurfti; og svo fólk sem alist hefur upp eftir stríð, alltaf hefur haft vinnu og þekkir atvinnuleysi af eig- in raun aðeins í þeim skilningi, að það hefur stundum verið óvinnandi smátíma meðan það var að leita sér að betri vinnu. Þetta em þeir ósvífnustu. Þetta er fólk sem ein- faldlega hefur haft söguna með sér. Það er að hæla sér af því að hafa fæðst á réttum tíma. Dugnað- inn dregur enginn í efa. En þessi mikla vinna fór m.a. í það að koma okkur á hausinn, svo það er full ástæða til að spyija hvort kannski hefði verið hagkvæmara að fólkið fæddist á röngum tíma. í þessum hópi er það haft fýrir alveg satt, að atvinnulausir séu letingjar, sem þráð hafi árum sam- an að geta lagt niður vinnu og far- ið að lifa af skattfé. Þar mun vera átt við atvinnuleysisbætumar. En þær duga til að fóðra stóran hund, ef hann er ekki kresinn. Það er líka algengur sónn í þessu liði, að at- vinnulausir „taki bara ekki það sem býðst“. Ég þekki mikla kempu sem álítur þetta fastlega, og guð náði Ásgeir Ásgeirsson þá sem rengja hann. En allir sem hann þekkja vita vel, að ef sauma- skapur og bamapössun væri það eina sem byðist, þá mundi hann heldur leggja fyrir sig rán og grip- deildir. Það er að minnsta kosti karlmannlegt. Mergurinn málsins er sá, að samfélagið er gerbreytt, og hinir fastráðnu harðjaxlar sem hér tala mundu sjálfir aldrei rífa sig upp frá fjölskyldunni og fara í það sem býðst hinumegin á land- inu, á fiski mundu þeir ekki taka nema með töngum, og sá sem trú- ir því að þeir færa í atvinnubóta- vinnu hjá bænum, ja, hann mun trúa fleira. En þetta er nú allt saman mann- legt, eins og við segjum, þegar við vitum upp á okkur skömm, en erum í bili búin að gefa upp vonina um að bæta ráð okkar. Flestum finnst sjálfum, að þeir eigi heimtingu á lágmarksvirðingu annarra, hvort Nýsköpun í atvinnulífinu og það í OECD-skýrslunni sem menn ræða ekki eftirBjörn Kristinsson Markaðsráðgjafi stofnunar einn- ar hafði samband við mig fyrir nokkra og bauð þjónustu sína við að markaðssetja innlendar fram- leiðsluvörar á erlendum markaði. Erindi mannsins tók ég vel en lagði til að hann fengi greitt eftir árangri. Ráðgjafínn brást öndverð- ur við og mælti: „Við gömblum ekki hér.“ Síðan hef ég ekki heyrt meira um þetta mál frá stofnun- inni. Sumir vilja hafa allt sitt á hreinu! Það er vitað mál að þrátt fyrir að hlutfallslega litlu fjármagni sé varið til rannsókna og þróunar- starfa hér á landi miðað við aðrar tæknivæddar þjóðir á mikil sóun sér stað á þessu sviði. Sérmenntað fólk fær ekki lengur störf við hæfí. Styrkir til rannsókna era ómark- vissir. Vöraþróun leiðir of sjaldan til söluvöra. Markaðsþekking í útflutningi á iðnaðarvöra er á algjöra frumstigi. Staðreyndin er sú, að fé til menntunar, rannsókna og vöraþró- unar skilar ekki miklum arði enda hefur hvorki Rannsóknaráð né nokkur annar aðili birt skýrslur um arðsemi af innlendum rannsóknum. Það er ekki af miklu að státa. Af þessu leiðir að nýsköpun verður lít- ið áhugaverð. Á þessu máli er nefnilega flöskuháls. Það er skortur á sérkunnáttu til markaðsstarfa við útflutning. Of litlu fé er varið til markaðsrannsókna og uppbygg- ingu sölukerfa og síðast en ekki síst er útflutningur dýrt áhættuspil þar sem ekki er hægt að komast hjá því að „gambla“. En hver vill borga brúsann? í nýrri skýrslu OECD (DSTI/STP(92)26) sem nefnist Umsögn um stefnu í vísindum, tækni og nýsköpun á íslandi, segja erlendu sérfræðingamir m.a. í laus- legri þýðingu: „44. gr: Lág grunnlaun háskóla- og rannsóknafólks, sem era bætt upp með aukakennslu, valda því að rannsóknir beinast að skamm- tímaverkefnum (og aukagreiðslur fyrir greinaskrif draga einnig úr afköstum í þessu samhengi). 67. gr: Fyrir nýsköpun er góð hugmynd ekki nóg. Það þarf að kunna þá list að breyta vísindum í peninga. ... markaðsaðgerðir þurfa að vera komnar af stað áður en vöra- þróun lýkur ... 69 gr: ... Þeir mörgu íslendingar ... sem vinna erlendis hafa víðtæk tengsl við rannsókna- og þróunar- stofnanir svo og viðskiptalífið. Þessi tengsl má nýta, að minnsta kosti óformlega. 75 gr: Stjórnun nýsköpunar í litl- um og nýjum fyrirtækjum er alltaf mjög erfíð. íslendingar virðast hafa litla reynslu á þessu sviði en það er nauðsynlegt að byggja upp þessa kunnáttu og það ekki bara með ráðgjöf heldur með eigin aðgerðum fyrirtækjanna. Ein lausn getur ver- ið að það áhættufjármagnsfyrir- tæki sem nú er til verði gert að nýjungastjómunarfyrirtæki. Al- mennt séð þarf að þjálfa fleira fólk í raunhæfum viðskiptum og alþjóð- legri markaðssetningu._ Viðskipta- og lögfræðimenntun á íslandi virð- ist mjög innhverf og að því ieyti andhverfa við menntun í öðram vísindum. 76 gr: Því heyrist oft haldið fram að íslendingar geti ekki selt fram- leiðsluvörar sínar vegna fískveiði- hefðarinnar. Þetta er of mikil ein- földun. Við leggjum til að aukin kennsla fari fram á háskólastigi í grandvallaratriðum viðskipta, út- flutnings og ijármála ... 77. gr: Nýsköpun felur í sér áhættu á öllum stigum - í þróun frumgerðar, smíði fullgerðs búnað- „Þjóðin á bara eitt fjör- egg, fiskinn, mætti oft halda. Að athuguðu máli kemur þó í ljós að verðmætaskapandi fjöregg útflutningsins hafa verið mörg, mjög misstór og með mis- þykka skurn.“ ar og í sölumennsku ... 78. gr: Iðnlánasjóður er ófull- nægjandi vegna þröngra formsatr- iða fyrir að styðja verkefni ... Bankakerfið er tregt til að veita lán til fyrirtækja sem ekki eiga fasteignir ... ýtarlegri athuganir era nauðsynlegar til þess að unnt sé að leggja fram tillögur í máli þessu." Hér að ofan er gripið niður á nokkram stöðum í skýrslu OECD o g dregin fram þau atriði er einkum lúta að markaðsmálum og þeim tilgangi hagnýtra rannsókna að skila arði. Það væri ekki úr vegi að líta á þessar greinar aftur og lesa milli línanna hvem eða hvað er verið að gagnrýna. Þjóðin á bara eitt fjöregg, fisk- inn, mætti oft halda. Að athuguðu máli kemur þó í ljós að verðmæta- skapandi íjöregg .útflutningsins hafa verið mörg, mjög misstór og með misþykka skum. Fiskveiðar og vinnsla (SH, SÍF, ÍS o.fl.), hvalafurðir (Hvalur), milli- landaflug (Flugfélag íslands o.fl), ferðaþjónusta, ál (ÍSAL), jámblendi (Jámblendiverksmiðjan á Grand- artanga), vatn (Sól o.fl.), laxeldi, ullariðnaður (Álfafoss o.fl.), loð- dýrarækt, flugumferðarstjóm, þjónusta (ísienskir aðalverktakar), þekking (Virkir, Icecon o.fl), raf- eindatæki (Iðntækni, Marel o.fl.), efnavörar (Lýsi o.fl.), veiðarfæri (Hampiðjan). Björn Kristinsson Sum þessara fjöreggja era nú þegar brotin, önnur með bresti en allt verður að gera til þess að fjölga eggjunum, varðveita þau sem eftir era og búa vel um þau. Hér er komið upp á borð verðugt rann- sóknarefni í útflutnings- og mark- aðsmálum. Hvað varð fyrirtækjun- um að fótakefli og hvað mátti bet- ur gera? Af þessu má eflaust draga nokkurn lærdóm og stundum er nokkuð fyrir það gefandi að vita hvað ekki gengur. „Nei“ er mikils virði ef það sparar ama og tap. „Já“ er skemmtilegra og þær leiðir vilja menn helst þræða. Meira um það. . Fyrir nokkram áram gerði höf- undur þessa greinarkorns úttekt á áhrifum markaðsstærðar á af- komumöguleika fyrirtækja út frá jnokkrum gefnum forsendum. Greinin birtist í Verktækni, frétta- blaði verk- og tæknifræðingafélag- anna, Markviss iðnaðarstefna - Margfaldur hagnaður, 8/1. júní 1984, og vakti alls enga athygli og þaðan af síður umræðu. Núna átta árum síðar flnnst mér greinin bara stórmerkileg. Helstu niðurstöður voru þær í fyrsta lagi, að stærð markaðarins hefur afgerandi áhrif á afkomu- möguleikana. Lögmál sem út kom hljóðaði óvænt þannig t.d.: Tvöfalt stærri markaður gefur fjórfalt meira í aðra hönd. Það er, eftir þessu, margfalt auðveldara að stunda iðnað á íslandi en í Færeyj- um. Samkvæmt þessu ættum við líka að leggja allt kapp á að ná sem nánustum tengslum við stórar markaðsheildir. Ég nefni engin nöfn. Sú framleiðsluvara, sem hef- ur einhveija fótfestu á innanlands- markaði, krafðist frekar lítilla fjár- festingar. Útflutningur getur stór- aukið arðsemina. Forsenda fyrir þessu er hins vegar góð og kunn- áttusamleg markaðssetning. Okkar Akkilesarhæll. í öðra lagi kom út að lakasti kosturinn er stóriðja, sem krefst mikilla íjárfestinga. Takmörkuðu fjármagni er betur varið í fyrirtæki með litlum stofnkostnaði sem byggðu meira á hugviti og vinnu. Rannsóknir og þróun til langs tíma er leiðin. Þetta var ekki nein fyrirfram ákveðin sannfæring mín heldur var þetta bara útkoma úr reiknuðu dæmi. Hátíðarræður um þessi mál era oft eitthvað á þessa leið hvað inni- hald varðar: Lyftistöng tækifæra er grund- völlur framkvæðis og vaxtarbrodd- ur grettistaka. Snjallræði - Skál. - og þar við situr. Frekar ólíklegt má telja, að feng- inni reynslu, að pólitísk stjórnvöld geri mikið marktækt í þessum málum enda skilar það ekki nauð- synlegum atkvæðum þeim í hag. Forsvarsmönnum nýsköpunar hef- ur lítið miðað á stjómmálavettvangi á undanfömum áratugum og þar verður varla breyting á. Markaðs- og sölumál eru eins og feimnismál og það gengur guðlasti næst að breyta vísindum í peninga. Nýrra leiða verður að leita. Vísindamenn og iðnaðurinn verða að læra að haga sér eftir aðstæðum og fara eigin leiðir. Ég nefni: Markaðsmái Hluti þeirra takmörkuðu fjár- muna sem fara til rannsókna verða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.