Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1992, Blaðsíða 20
20 scei aaaMavoM ,?r auoAaui,aiHci aiaAJauuoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 N emendum fækkar og fjárhagur versnar eftír Svavar Gestsson Framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna hefur nú loks lagt fram upplýsingar sem sanna að gagnrýni okkar á nýju lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna hafði við rök að styðjast: 1. Nemendum fækkar. 2. Lögin koma verst við þá sem búa við veikasta félagslega stöðu. 3. Skuldir sjóðsins fara vaxandi. Á einu stólparitinu (I) sem birtist með þessari grein kemur fram að nemendum og þar með lánþegum fjölgaði gífurlega í tíð síðustu ríkis- stjórnar. Af því stafaði vandi sjóðs- ins. Á þeim tíma sem síðasta ríkis- stjóm starfaði - frá hausti 1988 til vors 1991 - fjölgaði lánþegum við Lánasjóðinn um 1.728 alls - úr 6.409 í 8.137. Um 27%. Nemendum hér á landi fjölgaði meira eða um tæp 39%. Vandi sjóðsins stafaði því af stökki í fjölda námsmanna. Þá kemur núverandi ríkisstjóm til skjalanna og gjörbreytir sjóðn- um. Rökin vom þau að sjóðurinn KAUPMENN, KAUPFÉLÖG! VÖNDUÐ LEIKFÖNG ÁÆVINTÝRALEGU VERÐI liliktikc/ Endingargóð og þroskandi leikföng frápööQ Bílar,bátarog flugvélar Lítillen heillandi heimur frá Cgaloob) Brúðan sem brosir svo fallega Nylint SOUND MACHINE__ Mjög vandaðir bílar sem gefa frá sér raunveruleg hljóð I.GUÐMUNDSSON 8vCo. hf. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN (J) 91- 24020 „Fjárhagur sjóðsins versnar af því að fram- lögin hafa aldrei verið lægri og lántökurnar eru því hærri en nokkru sinni fyrr og að óbreyttu verður sett nýtt skuldamet á hverju ári framvegis.“ stæði illa fjárhagslega. Þau rök vom jafnharðan slegin niður af rík- isendurskoðun er í ljós kom að eig- in fé sjóðsins var 9 milljarðar króna umfram skuldir. Engu að síður hélt menntamálaráðherra þessu fram og gagnrýndi um leið harðlega lántök- ur sjóðsins. Jafnframt var fullyrt að lagabreytingarnar væm til að styrkja sjóðinn fjárhagslega og að þær yrðu ekki til þess að veikja sjóðinn félagslega og þar með jöfn- unarhlutverk sjóðsins. Nú þegar Svavar Gestsson eftir aðeins nokkurra mánaða gild- istíma nýju laganna liggja niður- stöðumar fýrir. Námsmönnum fækkar í fyrsta lagi kemur það fram í tölum frá framkvæmdastjóra Lána- sjóðsins að námsmönnum hefur fækkað verulega. Eða á einu ári um 700 nemendur (I). Það er um 8,6% á aðeins einu ári. Og tekið skal fram að þessi tala er áætlun sjóðsstjómarinnar. Líklegt er að fækkunin verði í raun enn meiri a'ð mínu mati. En látum hér við sitja: Sú fækkun námsmanna sem þeir viðurkenna sjálfir er um 8,6 af hundraði. Foreldrum fækkar Það er ljóst að það eru aðallega foreldrar í hópi námsmanna sem fækkar. Þannig lækkar hlutfall for- eldra í hópi námsmanna úr 38% í fyrra í 28% í ár. (Stólparit II.) Og hlutfall einstæðra foreldra verður 7% af heildinni í stað 8% áður. (Stólparit III.) Og af þessum tölum má líka draga þá ályktun að laga- breytingin komi aðallega niður á konum í hópi námsmanna. Skuldirnar vaxa En batnar þá fjárhagur sjóðsins? Það vom aðalrökin fyrir breyting- unum. Nei. Fjárhagur sjóðsins versnar af því að framlögin hafa aldrei verið lægri og lántökurnar em því hærri en nokkm sinni fyrr og að óbreyttu verður sett nýtt skuldamet á hveiju ári framvegis. Þetta framgengur einnig af tölum forráðamanna sjóðsins: Þar sést í fyrsta lagi að lántökur sjóðsins em á næsta ári (stólparit IV) áætlaðar 320 millj. kr. hærri en þegar sá vondi skúrkur undirrit- aður fór með .stjóm sjóðsins fyrir tveimur ámm, eða samtals 3.540 millj.kr. Og af þeirra eigin tölum (stólpa- FJÖLDI LÁNÞEGA HJÁ LlN Skólaárin 1988/69 U1 1992/93 10 ■ 8 - 4 - Þúsund Áætlun u - 1 — * - ■ | ÖB/89 ■ 89/90 1 90/91 r— 91/92 l 92/93ᜠA Islandi 3.DÖ1 5.061 5.544 5.726 5.155 Erlendis 2.418 2.404 2.593 2.535 2.406 Samtals 6.409 7.555 8.137 8.261 7.561 I A IslaDdi (gd ErlendLs Ll±J SamULs HLUTFALL FORELDRA Á NÁMSLÁNUM í % af heildarfjölda námsmanna 40 • 30 - 20 ■ Áætlun 1 1 87/86 1 88/89 89/90 r“- 90/91 91/92 1 92/93 A lsiandi 16 17 20 27 24 19 Erlendis 14 12 10 12 11 9 SAMTALS 30 29 30 30 34 28 I A íslandl fefJ Erlendls 1 : - -l SAMTALS II. Aðstöðugjald- ið bætt óbætt Fjármögnuu rannsókna- og þróunarkostnaðar eftír Jóhannes Finn Halldórsson Vaxandi umræða hefur verið að undanfömu um niðurfellingu að- stöðugjalds sem tekjustofns sveitar- félaga. í þeirri umræðu hafa menn verið að leika sér að tölum, t.a.m. hversu mikið þyrfti að hækka út- svarsprósentuna til að sveitarfélögin héldu sínum hlut hvað varðar ráð- stöfunarfé. Það er nauðsynlegt að líta til þess að í aðstöðugjaldinu em ákveðin margfeldisáhrif til kostnað- arhækkunar, þannig að niðurfelling aðstöðugjaldsins getur haft áhrif til stækkunar á öðmm tekjustofnum. Því er ekki hægt að horfa á þetta sem tíminn standi kyrr, það verður að taka tillit til annarra peningalegra áhrifa, sem verða á lengri tíma, en tekur að reikna eitt hlutfallslegt dæmi. Þróunarkostnaður sem hlutfall Þegar rætt er um rannsókna- og þróunarkostnað þjóða eða fyrirtækja er oft miðað við ákveðið hlutfall af tekjum sömu aðila og oft taka stjóm- ir fyrirtækja ákvarðanir um að eyða svo og svo miklum hluta af tekjum til rannsókna og þróunar. Það hefur löngum verið álitið að beint sam- hengi sé á milli fjármuna í þjóðfélagi sem eytt er í þessu skyni og þess hagvaxtar sem sama þjóð nýtur. Bæði vegna óhjákvæmilegrar niður- fellingar aðstöðugjaldsins og þeirrar hirtingar sem þeir OECD menn gáfu okkur, þá knýr það okkur til að skipu- leggja til lengri tíma. Þrátt fyrir gagnrýni um annað hafa forsvarsmenn margra fyrir- tækja talið vænlegt að leggja fé til rannsóknar- og þróunar. Oft á tíðum hefur það leitt til góðs árangurs, en ekki alltaf. í stuttu máli er það lagt til hér að aðstöðugjaldinu verði breytt, þannig að fyrirtækjum verði ætlað að eyða ákveðnum hluta i rann- sókna- og þróunarkostnað, annað- hvort innan eigin veggja, eða eftir öðrum viðurkenndum leiðum. Hér verður ekki gert nein tilraun til að útfæra þá hluti nánar, enda á það heima á allt öðrum stað en í stuttri blaðagrein. Ef það yrði raunin og við gætum og vildum láta tímann líða svo hratt að á morgun væri árið 2010, þá Jóhannes Finnur Halldórsson „Er það lagt til hér að að- stöðugjaldinu verði breytt, þannig að fyrirtækjum verði ætlað að eyða ákveðn- um hluta í rannsókna- og þróunarkostnað." væru útlagðir peningar árið 1993 til rannsókna og þróunar búnir að skila sér og tekjur sveitarfélaganna vænt- anlega meiri án aðstöðugjaldsins. Höfundur er viðskiptHfrseðingur og býr & Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.