Morgunblaðið - 17.11.1992, Page 26

Morgunblaðið - 17.11.1992, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992 10.000 kínverskir námamenn fórust af slysförum í fyrra Peking. Reuter. TÆPLEGA 10.000 kínverskir námamenn Iétu lífið af völdum slysa á síðasta ári, eða um 27 á dag, að því er dagblaðið China DaUy, sem kemur út á ensku, sagði i gær. Hinn 21. apríl í fyrra fórust allir námamenn kolanámu einnar í Shanxi í gassprengingu — 147 að tölu — í mesta námuslysi í 30 ár, hefur blaðið eftir talsmanni at- vinnumálaráðuneytisins. Er það í fyrsta sinn sem ráðuneytið gefur tölulegar upplýsingar um námaslys, en það verður gert reglulega eftir að ný lög um öryggi í námum ganga í gildi í maímánuði næstkomandi, að sögn blaðsins. Zhu Jiazhen, aðstoðaratvinnu- málaráðherra, sagði, að í fyrra hefðu 9819 námamenn látið lífið, 10% færri en árið þar áður. í fyrra slösuðust 9395 námamenn. Samkvæmt nýju lögunum, sem leggja áherslu á grundvallarörygg- isráðstafanir, eiga þeir, sem bera ábyrgð á dauðaslysum, yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisvist. Eftirlit verður aukið til muna. The European um bókmenntaverðlaun í Frakklandi Forlögin hafa mikil áhrif á verðlaunaveitingar UM þessar mundir er venð að akveða i Frakklandi hverjir skuli hreppa sex eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Iandsmanna. Franska akademían úthlutaði sínum verðiaunum 22. október og féllu þau í skaut Franz-Olivier Giesbert fyrir söguna L’Affreux, háðslega könnun á helstu meinsemdum nútíma Frakklands. Hinum verðlaununum; Goncourt, Renaudot, Médicis, Fémina og Inter- allié, er síðan úthlutað í nóvembermánuði. Blaðið The European segir flesta sammála um að verðlaunaveitingar af þessu tagi séu engu hentugri til að meta gildi bókmennta en vítaspyrnukeppni til að úrskurða um leikni í knattspymu. Blaðið segir enn fremur að áhrif forlaga á úrslitin séu mikil. Harðir gagnrýnendur bók- menntaverðlauna hafa sagt að bókmenntaverðlaun af þessu tagi gegni fyrst og fremst hlutverki í skollaleik margra þeirra sem vilja láta kalla sig bókmenntaunnend- ur. Þeir sem lesa (eða jafnvel láta duga að kaupa) nokkrar af verð- launabókunum þurfa ekki að huga að öðrum verkum; andlitinu er bjargað. Útgefendur eru auk þess harðánægðir með verðlaunaveit- ingamar sem alltaf eru gott fjöl- miðlaefni, vekja athygli á vör- unni. Goncourt-verðlaunabók selst ekki í færri eintökum en 100.000 og L’Exposition coloniale fór upp í 800.000 eintök 1988. Ferill verðlaunaveitinganna rennir stoðum undir gagnrýni á gildi þeirra. Goncourt-verðlaunin eru elst, var fyrst úthlutað 1903. Tímaritið Lire gerði könnun á Franz-OIivier Giesbert. sögu þeirra árið 1987. Niðurstað- an var sú að aðeins tvö verðlauna- verk frá stríðslokum hefðu veru- legt gildi, Le rivage des Syrtes eftir Julien Gracq (sem hafnaði verðlaununum) og Le roi des Aul- nes eftir Michel Tournier. The European bendir einnig á að frá 1960 hafi 24 af alls 31 Goncourt-verðlaunabók verið gef- in út af þrem forlögum þ. e. Gal- limard, Grasset eða Le Seuil, hlut- fallið er um 80%. Hlutfallið er svipað hjá Fémina, Renaudot og Interallié. Blaðið segir að ástæðan sé ef til vill sú forlögin þijú séu langstærst og gefi auk þess út megnið af gæðabókmenntum landsins. Hitt sé samt athyglis- vert að í dómnefnd Goncourt sitji níu höfundar og sjö þeirra, 80% nefndarinnar, láti stóru forlögin þijú um að gefa út bækur sínar. Bent er á annað dæmi um líkur á hagsmunaárekstri. Giesbert, sem hlaut náð fyrir augum aka- demíunnar, hefur ritað fjölda ævi- sagna stjómmálamanna, er aðal- ritstjóri dagblaðsins Le Figaro og þess vegna vinnuveitandi margra félaga í akademíunni. „Er ekki hugsanlegt að þetta hafí komið honum til góða þegar hann hlaut 14 atkvæði en Frédéric Vitoux, með verk sitt Charles et Camille, 13 atkvæði?" spyr The European. Reuter Díana Bretaprinsessa með krabbameinssjúkum börnum á sjúkrahús- inu í Lille í Frakklandi. Myndin var tekin á sunnudag en til Frakk- lands fór Díana á föstudag og var því víðs fjarri þegar maður henn- ar, Karl prins, hélt upp á 44. afmælisdaginn sinn á laugardag. Enska léttmetisblaðið Sun Karl prins vill af- sala sér ríkiserfðum London. Reuter. KARL Bretaprins hefur tjáð móður sinni Elísabetu Bretadrottningu að hann sé reiðubúinn að afsala sér ríkiserfðum til Villijálms sonar síns vegna hjónabandserfiðleika sinna og orðróms um náið samband hans við gifta konu, að þvi er Sun, sem þykir oft fara heldur fijálslega með, skýrði frá þessu einn enskra fjölmiðla í gær og bar fyrir sig ótilgreindan heimildamann sem sagður var meðal vina Karls. Ef rétt reynist gæti hér verið á ferðinni mesta uppákoman í ensku konungsfjölskyldunni frá því Ját- varður áttundi afsalaði sér ríkiserfð- um til þess að geta átt fráskilda bandaríska konu, Wallis Simpson. Við það féll ríkið í skaut hlédrægum bróður hans Georgi fimmta, afa Karls. Andrew Morton, höfundur um- deildrar bókar um Díönu prinsessu, hélt því fram um helgina að þau Karl hefðu gefið upp alla von um hamingjusamt hjónaband og náð samkomulagi um óformlegan skiln- að. Samkvæmt því munu þau ekki nð Sun hélt fram i gær. skilja að lögum heldur búa sitt í hvoru lagi og vera saman einungis þegar opinber skylda kallar. Munu þau jafnframt veija sumarleyfi sam- an með sonum sínum tveimur, Vil- hjálmi sem er 10 ára og Harry sem er 8 ára. Morton sagði að Karl bæri einkum ábyrgð á því hvernig komið væri fyrir hjónabandi þeirra Díönu. Astæðan væri einkum áframhaldandi vinskapur hans við gamla kærustu, Camilla Parker-Bowles, sem er tveggja barna móðir og gift starfs- manni hirðarinnar. Morton fullyrti að fyrir þremur árum hefði Díana lagt til við Karl að þau reyndu að bjarga hjónabandinu m.a. með því að eignast þriðja barnið en hann hefði ekki viljað það. Annab tilbob í ríkisvíxla verbur mibvikudaginn 18. nóvember Næstkomandi miðvikudag fer fram 2. tilboð í ríkisvíxla. Um er að ræða 2. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3 mánaða, með gjalddaga 19. febrúar 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomu- lagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðs- verði er 5 miilj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tiiboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 18. nóvember. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiöstöö ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LÁNASÝSLA RÍKISINS RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.