Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 * , Morgunblaðið/RAX Kranabóman stendur upp úr haffletinum en reyna á að ná prammanum á flot I dag. Prammi sökk á Skeijafirði Kranabóman stendur upp úr haffletinum GRÖFUPRAMMI sökk á Skeijafirði í óveðrinu aðfararnótt fimmtudagsins. Enginn var um borð er óhappið átti sér stað en pramminn lá við stjóra út af Sörlaskjóli. Kranabóman stend- ur nú upp úr haffletinum en pramminn liggur í kafi á 3-7 metra dýpi. Sveinbjöm Runólfsson eigandi prammans segir að unnið sé að því að ná prammanum á flot á ný og reiknaði hann með að það tækist í dag, föstudag. Pramm- inn er nokkuð á annað hundrað tonn að stærð og venjulega vinn- ur einn maður á honum. Undan- farinn mánuð hefur verið unnið á prammanum í Skeijafirði við útrásalagningu fyrir Reykjavík- urborg. Að sögn Sveinbjöms virðist óhappið hafa orðið þar sem pramminn var ekki nægilega þéttur að ofan til að þola þá ágjöf sem kom á hann í veðr- inu. /.'fý'fý. mmmm ' "'sf' ^ 1 < llJggpg ' ,v". . . ■ UZymt 4 veötttspá XX, 16,15 í ; YfMÍÍjj'iÝfi/úiViiÍii'iá VEÐUR VEÐURHORFUR i DAG, 26. NÓVEMBER ..... ... |H .............. viða iéttskýjað norðan og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðaustanótt. Snjókoma eða slyddaum landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið norðaustan- lands. Hitti víðast nálægt frostmarkír HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss suðaustanátt með rigningu, einkum um landið sunnanvert. Hlýnandi veður. HORFUR Á MÁNUDAG: Er afar óvisst á þessari stundu. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.48, 12.45, 16.30, 19.30,22.30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskirt Léttskýjað Hátfskýjað r r r * r * * * * r r * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnirvindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld . = Þoka / FÆRÐ A VEGUM: <ki. i 7.30 rg*r) Góð færð er ó vegum í nágrenni Reykjavíkur, um vegi á Suðurlandi og með suðurströndinní austur á Austfirði. Fært er um vegi í Borgarfirði og Snæfellsnesi og um Heydal í Dali, en Brattabrekka er ófær. Þung- verðum Vestfjörðum er fært um Steingrímsfjarðarheiði og (safjarðardjúp til Bolungarvikur, en Breiðadals-og Botnsheiðar eru ófærar. Fæn er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og um Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl- ur, en Öxnadaisheiði er aðeins fær stórum vel búnum bifreiðum. Frá Akureyri er fært austur um Þingeyjarsýslur og með ströndinni til Vopna- fjarðar. Einnig er fært í Mývatnssveit. Áustanlands er færðá Austfjörðum nokkuð góð, en Möðrudalsöræfi eru ófær. Töluverð hálka er á vegum víða um land, þó aðallega á heiðum og fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma Akureyri Reykjavlk hltl 2 0 veftur skýjað snjóél Bergen 6 haglél Helsinki 1 rigning Kaupmarmahöfn 6 rignlng Narsaarssuaq +16 léttskýjaö Nuuk +S snjókoma Osló 2 þokalgrennd Stokkhólmur 6 þokumóða Þórshöfn 3 skýjað Algarve 21 helðsklrt Amsterdam S úrkoma Barcelona 20 heiðsklrf Berlín 9 skýjað Chicago 1 súld Feneyjar 10 þoka Frankfurt 10 skýjað Glasgow s skúr Hamborg 8, skúr London 10 skúr LosAngeles 10 léttskýjað Lúxemborg 8 skýjað Madrtd 14 mistur Malaga 20 heiðsklrt Mallorca 20 léttskýjað Montreal 7 þokumóða NewYork 12 súld Orfsndo 21 léttskýjað París 12 skýjað Madelra 20 skýjað Róm vantar Vín 8 skýjað Washlngton 13 rignlng Wlnnipeg +14 skýjað Arangurslaus leit að neyðarsendi FOKKER-VÉL Landhelgisgæsl- unnar leitaði að neyðarsendi í sjó í tvo tíma eftir hádegi í gær án árangurs. Dönsk herflugvél greindi merki frá sendinum um 80 sjómílur suðaustur af Horna- fírði. Einskis var saknað í gær og ákveðið að hætta leit þar sem talið var að sendirinn væri í björgunarbát sem togari missti út fyrir mánuði. Herflugvélin var yfir Rósagarðin- um svokallaða milli Færeyja og ís- lands á leið til Keflavíkur þegar hún heyrði sendingamar og gerði Land- helgisgæslu viðvart. Fokker-vél Gæslunnar fór í loftið um hálf eitt og flaug yfir svæðinu ,í tvo tíma. Þá var ákveðið að hætta leitinni, einskis var saknað og vitað af missi björgunarbáts með neyðarsendi úr togaranum Andey SF222 í lok októ- ber. Hjalti Sæmundsson yfirvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir það hafa rennt stoðum undir þetta að sendirinn hafi virst vera í sjó, send- ingar hefðu verið frekar veikar og alveg hættar undir kvöld. Hann nefnir að eftir að lóðsbátur- inn Björn fórst á Homafirði hafi björgunarbát rekið á fjöru án neyð- arsendis. Mörgum mánuðum seinna hafí neyðarsendingar heyrst nærri Þrándheimi í Noregi og leit hafi leitt neyðarsendinn úr Birni lóðs í Kjaradeila sjúkraliða Farið yf- ir tillögnr í dag FARIÐ verður yfír sáttatillögur í kjaradeilu sjúkraliða og við- semjenda á fundi með sáttaseny- ara kl. 14 i dag. Kristín Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélagsins, sagði að skipst hefði verið á tillögum á löng- um fundi hjá sáttasemjara á mið- vikudag. Verið væri að fara í gegn- um tillögumar og þær yrðu ræddar á fundi með sáttasemjara kl.14 í dag. Fundur var haldinn í trúnaðar- mannaráði í gær. Norðurland vestra Rafmagn er að kom- ast á alla bæina „Ef allt gengur upp í dag verð- ur hvergi rafmagnslaust þegar fólk vaknar í fyrramálið,“ sagði Rúnar Ingvarsson, verksljóri hjá Rafmagnsveitu ríkisjns á Norð- urlandi vestra, þegar forvitnast var um viðgerð á rafmagnslínum á svæðinu um kaffíleytið í gær. Aðspurður sagði Rúnar að verið væri að setja rafmagn á bæi í Svart- árdal og síðustu bæina á milli Blönduóss og Skagastrandar. Hann sagði að blíðviðrið væri fyrir norð- an, verkið gengi vel ög stefnt væri að því að rafmagn yrði komið alls staðar á morgun. Þórmundur Skúlason, birgða- stjóri, sagði að þeir sem lengst hefðu verið án rafmagns hefðu ver- ið rafmagnslausir síðan á mánu- dagskvöld. Hann sagði að raf- magnsleysið kæmi sér sérstaklega illa fyrir þá sem ekki væra með hitaveitu. Aðspurður sagðist hann þó ekki vita til þess að fólk hefðu flúið heimili sín vegna kulda. Að sögn Þórmundar unnu 19 manns við viðgerðir í gær. Ellefu komu frá Hvolfsvelli, Ólafsvík, Borgamesi og Akureyri, þrí úr Reykjavík og fimm úr heimabyggð- inni. . Flogið á flesta staði Þokkalega gekk með flugsam- göngur í gær. Fhigleiðir flugu til flestra staða á Norðurlandi, Aust- urlandi auk Vestmannaeyja. Um miðjan dag opnaðist flugvötlurinn til Isafjarðar og flugu tvær Fokk- er vélar og ein Twin Otter vél með um 110 farþega þangað. Um 150 manns voru á biðlista eftir flugi til Isafjarðar. íslandsflug flaug til Vestmannaeyja, tvær ferðir til Þingeyrar og eina til Bíldudals. Vel gekk með flug til Austfjarða, en ófært var til Siglufjarðar, Hólma- víkur og Gjögurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.