Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 7 Samræmt skatteftlriit Ökutækjafrádrátt- ur tvö þúsund laun- þega skoðaður 1440 fyrirtæki 1 þjónustu- og verslun- argreinum tekin fyrir í ÞVÍ satnræmda skatteftirliti sem nú stendur yfir um allt land fer meðal annars fram gagnrýnin skoðun á frádrætti á móti ökutækjastyrk á framtali 2.000 launamanna. Þá verða ársreikn- ingar 1.440 fyrirtækja úr 16 atvinnugreinum teknir til sérstakr- ar skoðunar og eru fyrirtækin flest úr þjónustu- og verslunar- greinum. Embætti ríkisskattstjóra skipu- lagði eftirlitsátakið og aðstoðar skattstjóra við framkvæmd þess, að því er fram kemur í Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra. Átakið er hafið og stendur fram í mars. Ríkisskattstjóri telur að þetta átak sé forgangsverkefni, sem liður í því að efla skatteftirlit í landinu. Sá hluti eftirlitsátaksins sem beinist að fyrirtækjum í þjónustu- og verslunargreinum snýst um rannsókn ársreikninga með tilliti til uppgjörs virðisaukaskatts og álagningar tekjuskatts og annarra opinberra gjalda. Val á fyrirtækj- um í úrtakið byggist aðallega á tvennu, að því er fram kemur í Tíund. í fyrsta lagi hafa verið valin fyrirtæki með óeðlilegan virðisaukaskatt miðað við meðal- tal í atvinnugreininni. í öðru lagi er litið á hvort þau eru með skatt- skyldan hagnað eða á mörkum þess að hafa hann. Endurskoðunin beinist að því að kanna forsendur fyrir einstök- um liðum ársreiknings, eða árs- reikningi í heild. Auk þess er skoð- uð virðisaukaskattsskyld velta, undanþegin velta og útskattur. Ef í ljós kemur grunur um veru- leg skattsvik verður málum vísað til skattrannsóknarstjóra. Hjá launafólki beinist sam- ræmda skatteftirlitið að frádrætti á móti ökutækjastyrk. Valið hefur verið 2.000 manna úrtak á grund- velli fjárhæðar frádráttarins. í fréttabréfinji kemur einnig fram að hjá fjármálaráðuneytinu eru nú til skoðunar tillögur starfs- hóps um breytingar á reglum um frádrátt vegna ökutækjastyrks. Tillögumar fela í sér hertar reglur um frádrátt á móti ökutækjastyrk. Til athugunar eru meðal annars hugmyndir um að allur ökutækja- styrkur verði staðgreiðsluskyldur, án tillits til þess hvort um er að ræða fastan styrk eða greiðslur samkvæmt akstursdagbók, en síð- arnefndu greiðslumar hafa ekki komið inn í staðgreiðslu. Vígslutónleikar org- els Hallgrímskirkju ORGEL Hallgrímskirkju verður vígt sunnudaginn 13. desember næstkomandi við guðsþjónustu klukkan 11. Þann sama dag verða vígslutónleikar klukkan 17. Hörður Áskelsson mun þá leika orgel- verk eftir Petro de Araujo, Francois Couperin, Jóhann Sebastian Bach, Cesar Frank, Pál ísólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Daginn eftir mánudaaginn 14. desember, verða aðrir tónleikar, þar sem Hans-Dieter Möller mun leika aðventu- og jólatónlist eftir Johann Gottfried Walther, Cam- ille Saint-Saéns, Johann Sebast- ian Bach, Oliver Messiaen, Claude Balbastre auk þess sem hann mun leika af fingmm fram. . Miðasala á báða tónleikana fer fram í Hallgrímskirkju en félagar í Listvinafélagi Hallgrímskirkju fá ókeypis aðgang. Verð miða á tónleikana er 1.500 krónur. Ágóð- inn af tónleikunum rennur í orgel- sjóð. Sparisjóður Kópavogs Nýr sparisjóðsstjóri HALLDÓR J. Árnason hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Kópavogs frá byijun desember 1992. Halldór er fæddur 5. maí 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1979 og prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands vorið 1986. Frá 1985-1987 vann hann sem notendaráðgjafi og síðar sem rekstrarráðgjafi hjá SKÝRR. Árið 1987 var Halldór ráðinn for- stöðumaður hagdeildar hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar og frá nóvem- ber 1991 var hann ráðinn útibús- stjóri í nýju útibúi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í Garðabæ. Halldór er kvæntur Guðfínnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö böm. Ólafur St. Sigurðsson lögfræð- ingur, sem verið hefur sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Kópavogs undan- Halldór J. Árnason farin 8 ár, hefur sagt upp störfum og hverfur til starfa á öðrum vett- vangi. Þettaeraðeins... ...brot af lampa- og ljósaúrvalinu í IKEA. Úrvalið er ótrúlegt og verðið hvergi betra. Gefðu lampa í jólagjöf og kaupt'ann núna! 3 J A DAGA TILBOÐ PANINO vinnulampi, svartur og hvítur. 4.900,- BAEAD borðlampi. 3.250,- KONSERT vegglampi, 3 litir. 6.400,- GROSS borðlampi. 3.900,- KAROLINA borðlampi. cd | co á © I O 1.395,- KORUS 36 skermur. 4.600,- KONSERT borðlampafótur, 3 litir. 5.900,- TINDRA hengiljós. 2.350,- AÐVENTULJÓS rauð og hvít. 6.950,- DAKAPO borðlampi. 1.190,- JIJNI borðlampi. 1.290,- ZIRKON 37 HÖST skermur. 1.695,- SEFYR 25 HÖST borðlampafótur, 3 litir. AFGREIÐSLUTÍMI UM HELGAR: Laugardaga frá kl. 10-16 Sunnudaga frá kl. 13-17 verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.