Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 23 Lóð Brimborgar hf. á Suðurlandsbraut 56 Bygginga,leyfi afturkallað vegna framsals lóðarinnar Valdníðsla, segir framkvæmdastjóri Brimborgar hf. BORGARRAÐ hefur sainþykkt að afturkalla byggingaleyfi Brim- borgar hf.{ á lóðinni við Suður- landsbraut 56, við gatnamót Suð- urlandsbrautar og Skeiðarvogs. Jafnframt var rætt um að lóðin yrði auglýst til sölu. Að sögn Ág- ústs Jónssonar skrifstofustjóra borgarverkfræðings, bendir verk- samningur milli Brimborgar hf. og Á.H.Á. bygginga hf., til þess að um framsal lóðarinnar sé að ræða og þvi hafi hann lagt til að leyfið yrði afturkallað. Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri segir að borginni komi ekkert við hvað Brimborg geri við lóðina sem fyrirtækið hafi fyrir löngu greitt fyrir. Akvörðun borgarráðs sé valdníðsla Sjálfstæðisflokks og borgarsljóra. „Kjami málsins er að við fengum í hendur samning, sem kallaður er verksamningur en við nánari skoðun sýnist mönnum að um sölusamning sé að ræða en ekki verksamning," sagði Ágúst. „Það er verið að selja byggingarétt á lóð sem lóðarhafí hefur ekki rétt til að selja.“ Bygg- ingarétti á lóðinni var upphaflega úthlutað árið 1987 til Brimborgar hf. Lóðin varð byggingahæf í desem- ber 1989 en þá hafði skipulagsnefnd samþykkt ákveðin byggingaáform og Brimborg hf. jafnframt yfírtekið Velti hf. í byrjun árs 1990 er, að sögn Ágústs, gengið eftir framkvæmdum á lóðinni og er skýringin á töfum sögð vera yfírtaka á Velti hf. og að fyrri hugmyndir henti ekki lengur. Verið væri að endurskoða starfsem- .ina og var óskað eftir fresti til að útfæra nýjar hugmyndir og var hann veittur. Fyrirtækið hefur að hluta til verið með starfsemi sína á lóð við Bíldshöfða 6. Er þinglýstur eigandi lóðarinnar Ventill hf., og eru eigend- ur að einhverju leyti þeir sömu og að Brimborg hf. Eigendur Brimborg- ar hf., skrifa nú skipulagsnefnd og fara fram á lóðarstækkun við Bflds- höfða, þar sem fyrirhugað sé að sam- eina alla starfsemina þar. Varð borg- arráð við þeirri beiðni árið 1989 og var lóðarstækkunin samþykkt í nafni Brimborgar hf. Lóðarstækkuninni fylgdi ákveðinn byggingaréttur sem skipulagsnefnd og borgarráð sam- þykktu að heimila í mars 1991. í maí 1991 er aftur gengið á eftir framkvæmdaáætlun við Suðurlands- braut. Er því svarað á þá Ieið að um leið og hönnun við Bfldshöfða ljúki taki við skipulagning lóðarinnar við Morgunblaðið/Sverrir Lóðin sem Brimborg hafði er á horni Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs. Suðurlandsbraut. „í bréfí, sem þeir skrifa mér kemur ekkert fram um að þeir ætli að sameina alla starfsemi við Bíldshöfða," sagði Ágúst. „Lög- maður fyrirtækisins hefur sagt að þessir menn vinni jöfnum höndum fyrir bæði fyrirtækin og að þetta sé misritun. Ventill hafí alltaf ætlað að vera með sína starfsemi á Bfldshöfða en Brimborg við Suðurlandsbraut." Skerðing vegna umferðarskipulags Við endurskoðun umferðarskipu- lags í Skeifunni koma upp hugmynd- ir sem skerða munu lóðina lítillega við Suðurlandsbraut og er fulltrúa Brimborgar kynntir málavextir. „í september síðastliðnum eru hinsveg- ar lagðar fram teikningar í skipu- lagsnefnd, þar sem ekkert tillit er tekið til þessa og í raun sýnd önnur byggingaáform heldur en fulltrúi fýrirtækisins hafði kynnt þremur mánuðum áður með borgarskipu- lagi,“ sagði Ágúst. „Þessum hug- myndum var hafnað en í kjölfar þessa fæ ég í hendur það sem kallað er verksamningur. Það sem veldur því að maður lítur á þetta sem sölusamning frekar en verksamning er að á einum stað seg- ir, að verktaki sjái um og ákveði gerð teikninga eins og honum besti þyki af því húsi eða húsum sem heim- ilt er að byggja á lóðinni. Venjulega þegar gerður er verksamningur er það verkkaupinn sem ákveður hvað skuli vinna. Þá segir að verkkaupi skuli greiða fasteignagjöld og at- vinnulóðaleigu fram til þess dags sem samningurinn er undirritaður en eft- ir það greiði verktaki. Einnig er gert Evrópski handritasjóðurinn Þrjú íslensk verk- efni fá úthlutun ÞRJÚ íslensk kvikmyndayerkefni hafa fengið víkjandi lán úr Evr- ópska handritasjóðnum. í fréttatilkynningu frá menntamálaráðu- neytinu segir að í tilkynningu frá sjóðnum komi fram að athygli hafi vakið hversu góðar umsóknir hafi borist frá Islandi. Þau íslensku kvikmyndaverk- í tengslum við fyrirhugaðan efni sem fengu lán úr sjóðnum til samning um EES var í sumar handritagerðar eru Agnes^ sem Snorri Þórisson og Jón Ásgeir Hreinsson standa að, Sandur í augum, sem Anna G. Magnús- dóttir og Anna Th. Rögnvalds- dóttir standa að og Friðrik Þór Friðriksson vegna kvikmyndar- innar Bíódagar. Að sögn Þórunnar Hafstein, deiidarstjóra í menntamálaráðu- neytinu, er hér um lán að ræða sem eru endurkræf þegar fram- leiðsla kvikmyndanna hefst. Sagði hún að upphæð lánanna væri allt að fímm milljónir íslenskar kr. gerður samningur um áðild ís- lands að sex verkefnum í MEDIA- áætlun Evrópubandalagsins á sviði kvikmynda og sjónvarpsefn- isgerðar, þar á meðal er Evrópski handritasjóðurinn, sem veitir lán til handritagerðar. í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu segir að það hljóti að teljast góður árangur að þijú íslensk kvik- myndaverkefni njóti fyrirgreiðslu frá sjóðnum og muni það auðvelda frekari þróun og fjármögnun kvik- myndanna á síðari stigum. ráð fyrir að allt húsið nema jarðhæð verði eign verktaka," sagði Ágúst. „Þurftu lóðina undir McDonalds“ Jóhann Jóhannsson framkvæmda- stjóri Brimborgar sagði þegar álits hans var leitað á ákvörðun borgar- ráðs að þetta væri ekkert annað en valdníðsla Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóra. „Við erum ekki hressir með þetta. Hefur þú ekki kynnt þér hús Heklu? Þeir fengu að braska með 40 þúsund fermetra lóð án þess að athugasemdir væru gerðar. Okkar lóð er aðeins 5 þúsund fermetrar. Við erum búnir að greiða fyrir lóðina en hún var ekki byggingahæf fyrr en þremur árum eftir úthlutun. Það er ljót slóð eftir flokkinn í þessum lóðarmálum," sagði Jóhann. Jóhann sagði að það kæmi engum við hvað Brimborg ætlaði að gera við lóðina. Hann sagði að á sama stað hefðu Brauð hf. og Teppaland fengið lóð en hann hefði hvorki séð þar snúð né teppisbút. „Staðreyndin er að borgin þurfti að fá þessa lóð fyrir McDonalds-veitingastað. Þetta mál sýnir hvað flokkurinn er gegns- ýrður af spillingu," sagði Jóhann. Hann sagði að Brimborg hf. hefði alla tíð staðið við sitt í einu og öllu. Fyrirtækið velti tveimur milljörðum á ári og veitti 70 manns atvinnu. Þetta væri eina lóðin sem Brimborg hefði fengið úthlutað og væri með ólíkindum að fyrirtækið fengi ekki að halda henni. Jólakort til styrktar starfsemi Stígamóta STÍGAMÓT, miðstöð fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, hafa látið gera jólakort sem selt er til styrktar starfseminni. Jólakortið hannaði Ama Kristjánsdóttir, fatahönnuður. Jólakort Stígamóta er til sölu á skrifstofu samtakanna að Vesturgötu 3 og í markaði Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. : SPASTEFNA liaklin í Höf()a, Hóleí LoftÍeióum, fimnilud.B. desembér 15)í)2,kl. 1L()0.-17.00 Efiiahagshoi’fur 1993 - „Sókn í íslensku atvinnulífi“ Kl. 14.00 Setning s^ástáfnu: Jón Ásbergsson, formaður SFÍ. Bivi Kl. 14.10 „Sókngy#tensku atvinnulífi 1993.“ Davíð Oddssjjjtf. forsætisráðherra. Kl. 14.30 „Árið 1993j^Stefán Ólafsson, prófessor og Ásmiyjdur Stefánsson, fyrrver- arjdý fcjrseti ASÍ. Kl. 15.00 KafTihle. . Kl. 15.20 Spá fyri|tækja um efnahagsþróun 1993. Hagstærðir, kjarasamningar, ríkis- búskapurinn, langtímahorfur. Umsjón: Arnar Jónsson, cand. oecon. Kl. 15.40 Nýjar4éiéir til stefnumótunar þjóða í atvinnumálUm. Christian Mariager fulltrúi frá Mc Kinsey & öompany. Kl. 16.10 1993 - Pallborðsumræður: Brynjólfur Bjm'nason, framkytíffflSSsijóri Granda hf., Stefán Ólafsson, pró- fessor H.Í., ÁsmuÍRKfP^SSransson, fyrrverandi forseti ASÍ, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, dósent H.í. og Thomas Möller, forstöðumaður rekstrar- deildar hf. Eimskipafélags íslands, sem jafnframt stýrir umræðum. Skráning er hafín í síma 621066 Jón Ásbergsson Davíð Oddsson Stefán Ólafsson Ásmundur Slefánsson Arnar Jónsson Christian Mariager Hannes Hólmsteinn Brynjólfur Bjarnason Gissurarson Thomas Möller Stjórnunarféldg íslands A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.