Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 38
 Ingibjörg Vigfús dóttir - Minning Fædd 27. október 1915 Dáin 19. nóvember 1992 Ingibjörg Vigfusdóttir fæddist í Engey 27. október 1915 og er hún síðasti íslendingurinn sem þar fæð- ist. Hún flyst á fyrsta ári í byijun sumars að Laufásvegi 43 með fjöl- skyldu sinni og þar stóð heimili þeirra alla tíð. Inga, eins og hún var að jafnaði kölluð, leit alltaf á sig sem Reykvíking, þótti vænt um borgina sína og lét sér annt um velferð hennar. Á þjóðhátíðardaginn klæddist hún í upphlut, gekk um bæinn, það var jafn sjálfsagt og að sækja kirkju á hátíðarstundum. Framtíðin blasti við þessari ungu stúlku. Hún var fríð og fönguleg, beinvaxin með bjartan yfírsvip. Engan óraði fyrir þeim örlögum, er biðu hennar. Vigfús Guðmundsson, faðir hennar, var yngstur barna Guð- mundar Brynjólfssonar á Keldum á Rangárvöllum og þriðju konu hans, Þuríðar Jónsdóttur í Skarðshlíð. Vigfús var aðeins rúmu ári yngri en Júlía, systir hans, en þau fermd- ust saman og voru mjög samrýnd. Þau skrifuðust jafnan á og í einu bréfa sinna lætur Júlía þau orð falla, að þau Vigfús hafí í æsku vakað sumar eftir sumar yfír túninu heima, en aldrei kvaðst hún muna eftir, að „áskýjað" hafí með þeim eða þeim sýnst sitt hvoru. Þessi orð voru rituð fyrir rúmum sjötíu árum en rifjast upp, þegar hugsað verður til sambands systkinanna á Laufás- veginum löngu síðar. Vigfús Guðmundsson, faðir þeirra, var búfræðingur frá Hvann- eyri, bóndi í Haga í Gnúpveija- hreppi og síðast bóndi í Engey til ársins 1916, þegar hann fluttist til Reykjavíkur, en þá fékk hann betra tækifæri til að stunda söfn og fræði- störf. Eftir hann liggja merk rit, sem bera vitni gjörhygli hans og vandvirkni. Aldamótaárið kvæntist hann ágætri konu, Sigríði Halldórs- dóttur frá Háakoti í Fljótshlíð og eignuðust þau fímm böm, en þijú þeirra náðu fullorðinsaldri. Elst þeirra systkina var Þuríður Kristín, fædd 1901. Maður hennar var. Guðmundur málarameistarí Filippusson og eignuðust þau sjö böm. Mann sinn missti Kristín 1956 og var lengi ein með stóran bama- hóp og var þá gott að leita til fjöl- skyldunnar á Laufásvegi. Halldór, bróðir þeirra, fæddist 1906 og hef- ur lengst af verið rannsóknarmaður á Keldum, vel metinn af samstarfs- mönnum og þekktur fyrir ná- kvæmni og vandvirkni. Inga var yngst systkina sinna. Hún var bókhneigð, hafði næmt eyra fyrir söng og tónlist og seinna bar á listrænu handbragði hennar við útsaum og hannyrðir. Inga var alin upp á menningarheimili við góðan bókakost og naut ástúðar og umhyggju sinna nánustu. Inga var nemandi í Kvennaskó: lanum í Reylgavík 1931-1934. í fjórða bekk vom stúlkumar þrettán að tölu, og milli þeirra skapaðist óvenju mikil samheldni og vinátta, sem enst hefur fram á þennan dag. Við brautskráningu era venjulega veitt ein verðlaun úr Minningarsjóði Þóra Melsteð, stofnanda skólans. Það er silfurskeið, elstu og virðuleg- ustu verðlaun, sem veitt era fyrir frábæran námsárangur. En vorið 1934 brá svo við, að fjórar stúlkur vora óvanalega jafnar og náðu frá- bæram árangri, og erfítt var að gera upp á milli þeirra. Þær fengu §órar verðlaun Þóra Melsteð og Ingibjörg var ein í hópi þeirra. Skólasystumar hafa oft sýnt vin- áttu og hlýhug í garð skólans. Þeg- ar tíu ár vora liðin frá brautskrán- ingu þeirra færðu þær skólanum fallegan fána með merki skólans, en Unnur ÓJafsdóttir hafði saumað hann af sinni alkunnu list. Fáninn er ein besta gjöf, sem skólanum hefur hlotnast, notaður sem tákn skólans á sorgar- og gleðistundum. Á aldarafmæli skólans 1974 færðu þær skólanum vandaða rafínagns- ritvél, sem kom í góðar þarfír. Inga vann fyrstu árin eftir skóla- gönguna. Hún var nokkur ár að- stoðarstúlka hjá Þórði Þórðarsyni lækni. Hún var vandvirk og þótti einkar natin við sjúklinga. Um tíma vann hún hjá Erlingi Þorsteinssyni lækni og síðar við skráningu spjald- skrár og heimildarskrár við rönt- gendeild Landspítalans meðan heilsan entist. Rúmlega tvítug fór Inga að smá- fínna til, horaðist og varð þróttlítil. Að vorlagi 1940 greindist sjúkdóm- ur hennar og í Ijós kom að hún þjáðist af sykursýki. Breytt var um mataræði, inngjafír og sprautur fylgdu í kjölfarið og margar spítala- legur biðu hennar síðar. Vorið 1952 lést heimilisfaðirinn áttatíu og þriggja ára að aldri. Sig- ríður ekkja hans lifði tólf ár eftir lát manns síns og þurfti síðustu árin sérstakrar aðhlynningar við. Inga veitti móður sinni þá umönnun og hlýju, sem henni var eðlislæg, og gamla konan andaðist rúmlega níræð á heimili þeirra systkina á Laufásvegi. Inga fór oft á sjúkrahús og var þar stundum langdvölum. Eftir hveija legu reis hún upp aftur og var hún sjálf. Hún vildi aldrei ræða um veikindi sín og eyddi öllu tali um þau. Heimilið á Laufásvegi var að mestu Ieyti óbreytt frá því sem áður var. Lítil skrifstofa Vigfúsar blasti við, þegar inn var komið. Lítið skrifborð stóð þar undir glugga, veggimir þaktir bókum, og allt bar vitni um hirðu og reglu- semi. Þykk tjöld voru fyrir dyrum að dagstofu, allstórt hringlaga borð var á miðju gólfí, lítill sófi meðfram vegg og stólar prýddir útsaumi Ingu og þar sátu gestimir. Allt umhverf- ið myndaði eina heiid og andrúms- loft, þar sem fólki leið vel, og auð- séð var, að heimilið var griðastaður þeirra systkina. Ekkert var Ingu Qarlægara en stæra sig af einhveiju, sem hún hafði gert. Silfurskeiðin, sem hún hlaut í verðlaun, barst fyrst í tal, þegar skrifað var um hana og leitað var í gömlum bókum. Þegar fínna átti ljósmynd af Ingu með eftirmæl- um hennar var erfítt um vik. Inga hafði gert margt annað þarfara en sitja fyrir á ljósmyndastofu. Inga átti erfítt um gang síðust árin, en gat fíkrað sig milli hús- gagna heima fyrir. Sérsmíðaðir skór hjálpuðu um tíma upp á sakim- ar og á þeim fór hún út að ganga með Halldóri bróður sínum. Síðustu árin komst hún ekki ferða sinna nema í hjólastól. Ekki lét hún það aftra sér að heimsækja vini á hátíð- arstundum, fara í leikhús, á söng- leiki og óperar. „Ég á besta bróður í heimi,“ sagði hún, „án hans hefði ég ekkert komist." Ég get ekki lokið þessum fátæk- legu skrifum án þess að minnast á ræktarsemi Ingu við foreldra mína. Hún heimsótti þau oft, ræddi við þau í síma, og fáir afmælisdagar liðu án þess að hún færði þeim góðan grip, sem hún hafði saumað, eða fallegan blómvönd ásamt hlýj- unni og góðvildinni, sem jafnan fylgdi henni. Inga trúði á líf eftir dauðann og * öll vonum við, að henni hafí orðið að trú sinni. Meðal ættingja og vina lifir minningin um góða konu, sem þrátt fyrir mótlæti átti alltaf eitt- hvað aflögu til að miðla öðrum. Guðrún P. Helgadóttir. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engii svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Þá hefur Inga frænka fengið hvíldina. Eftir miklar þjáningar í fjölda ára er stríðinu við erfiðan sjúkdóm lokið. Elskuleg móðursyst- ir er kvödd. Ingibjörg, alltaf kölluð Inga frænka, var há og grönn, svipmik- il, lagleg kona, kvik á fæti þar til heilsan gaf sig. Hún gat oft verið glettin og sagði skemmtilega frá, stórvel gefín, eins og bróðir hennar, Halldór, sem lifír systur sína. Hún gat líka verið stór- lynd, hafði sínar föstu og ákveðnu skoðanir og varð þá lítt haggað, þá var oft gaman að rökræða við hana um ýmis málefni, því alltaf var maður fróðari á eftir og ávallt hélt hún með þeim sem minna máttu sín. Hún laðaði að sér fólk, og ekki síst bömin, og ósjaldan sá ég hana traktera krakkana í nágrenninu á einhveiju góðgæti, og passaði hún vel að eiga litabækur og liti og annað dót, þegar þau komu í heim- sókn, tryggðin við þau var svo mikil, að skipst var. á jólagjöfum viðþau. Áreiðanlegri og heiðarlegri manneskjum hef ég ekki kynnst en þeim systkinum, Ingu og Halla. Þau gátu aldrei né vildu skulda neinum neitt og áreiðanleikinn var fyrir öllu. Frá því ég man eftir mér fóra mamma og pabbi með okkur yngstu systkinin í heimsókn á sunnudögum á Laufásveginn og á jóladag hvert einasta ár hittumst við hjá ömmu og afa og eftir að þau létust tóku Inga og Halli við heimilinu og hélst þessi siður áfram hjá okkur að koma á jóladag ár hvert. Þrátt fyrir að okkar eigin bamahópur stækkaði vildu þau systkin að við kæmum með bömin og Inga sagði svo oft, að ekki væri orðið jólalegt nema sjá allan hópinn.- Heitt súkkulaði með ijóma var hennar sérgrein, það mun alltaf minna mig á jólin. Baksturinn hennar Ingu var líka sérstakur, pönnukökurnar þunnar eins og blúndur, smákökumar og randabrauðið enginn getur leikið það eftir. Hún lagaði góðan mat, enda mikil húsmóðir. Aldrei var hægt að líta inn nema þiggja kaffí og meðlæti svo manni þótti nóg um. Meðan heilsan leyfði átti hún ávallt til heimabakaðar kökur. Allt- af var maður að þiggja eitthvað og nú undir það síðasta, mandarín- ur og konfektmola. Eftir að mamma dó fannst böm- um okkar að Inga kæmi sem amma á sinn hátt. Þeim þótti svo innilega vænt um hana og þakka þau henni nú alla hlýju og væntumþykju í gegnum öll, ógleymanlegu árin. Alltaf hélt hún upp á afmælis- daginn sinn, 27. október. Þá komu vinkonur hennar og við systur til hennar, nú síðasta afmælisdaginn lá hún banaleguna. Margir heim- sóttu hana og allt fylltist af blómum sem hún hafði svo mikið yndi af. Hún var glöð og þakklát öllum sem komu til hennar á Laufásveg- inn og ekki síst á spítalann, en leg- umar í gegnum árin vora æði margar. Inga hafði yndi af klassískri tón- list, kunni að meta góða málaralist og allt sem fegrað gat lífíð og tilver- una. Frændrækin var hún og trygg- lynd og var þakklát fyrir að geta verið meðal skyldmenna sinna og á mannamótum. Bara það að hringja og skrafa var hún þakklát fyrir. Dugnaðurinn og seiglan við sjálfa sig var alveg einstök, hún komst ferða sinna á lönguninni og kjarkinum einum saman og nú síð- ast í hjólastól, sárþjáð, og þá var Halldór bróðir hennar, eins og allt- áf, hennar stoð og stytta. Án hans hefði Inga aldrei komist svona langt. Fyrir hans hjálp gat hún komist svona oft heim og margoft sagði hún mér hversu kær og ósér- hlífínn hann bróðir hennar væri við hana, þó hann sjálfur væri ekki heill heilsu. Ekkert þráði hún heitar meðan hún lifði en að fá að þrauka eins lengi og hún gæti heima á Laufás- vegi 43. Nú er hennar löngu og þrauta- fullu ævi lokið og munum við, ég og fj'ölskylda mín, minnast hennar eins og hún ávallt var, þrátt fyrir erfíð veikindi, kát, hress, gjafmild og sterkur persónuleiki. Við söknum hennar öll. Þér, Halli minn, vottum við inni- legustu samúð, með þökk fyrir þína óhagganlegu umhyggju fyrir syst- ur þinni. Guð geymi Ingu frænku. Bedda. „Og vertu nú í rauða kjólnum þínum.“ Þetta sagði sonur minn, ungur að áram, þegar hann bauð Ingu í afmælið sitt, en þá áttum við heima á efri hæðinni á Laufás- vegi 43. Þar var heimili Ingu alla tíð. Og auðvitað kom Inga í rauða kjólnum. Sú vinátta og tryggð sem þama myndaðist hefur aldrei rofn- að. Það var Ingu eðlilegt að koma skartbúin í afmæli lítils drengs. Sýnir það hug hennar til bama og þá virðingu sem hún bar fyrir þeim, enda hændust böm mjög að henni. Mér fannst Inga alltaf þeirrar gerð- ar að vera skartbúin, hvort sem hún var við heimilisstörf eða í veislusölum. Slík var virðing henn- ar fyrir öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Kynni okkar Ingu vora löng og farsæl. Við voram bekkjarsystur í Kvennaskólanum í Reykjavík árin 1932-34. Það voru góð ár, þar sem gleðin og æskan höfðu völdin. Við voram þrettán, sem settumst í ij'órða bekk haustið 1933, en þá hafði sá bekkur ekki starfað í nokk- ur ár. Komið var fram á sumar þegar fullvissa fékkst um að bekk- urinn myndi starfa næsta vetur. Gleðinni yfír þessari frétt þarf ég ekki að lýsa og vináttuböndin frá þessum vetri hafa aldrei rofnað. Enn þann dag í dag hittumst við bekkjarsystur reglulega. Nú eram við aðeins sjö eftir. Tvær hafa kvatt á þessu ári, Guðrún Markúsdóttir og nú síðast Inga. Á þessum tímum vora hannyrðir mjög í heiðri hafðar í Kvennaskól- anum. Vora þær snar þáttur í námsefninu. Þarna bar Inga af. Hennar handbragð var snilld og hlaut hún verðlaun fyrir við skóla- uppsögn. Sumarið 1934 gaf Norræna fé- lagið skólanemum kost á ferð til Noregs og Svíþjóðar. Varð þetta allstór hópur og voram við nokkrar bekkjarsystur í Kvennaskólanum í þeim hópi. Þetta var yndisleg ferð, og minntisf Inga hennar oft með mikilli gleði. Sérstaklega var henni minnisstæð heimsókn okkar til Selmu Lagerlöv á Márbacka. Skáldkonan tók okkur ákaflega vel, leiddi okkur um húsið og sýndi okkur hvaðeina. Hún stóð á tröpp- unum þegar við kvöddum og að lokum bað hún okkur að syngja eitt íslenskt lag. Og við byijuðum öll sem einn að syngja: „Þú blá- fjalla geimur með heiðjökla hring“! Okkur fannst víst svo vel viðeig- andi að syngja um bláfjöll og jökla, til að minna á ísland, þama í hinu græna og gróðursæla Vermalandi. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að okkur varð ljóst að við höfðum verið að syngja þjóðsöng Svía, þ.e.a.s. lagið. Inga minntist oft á þetta og kom þá glettnisglampi í augun og dillandi hlátur fylgdi. Inga var mjög hrifnæm og dáði mjög íslenska náttúra. Ég minnist þess er hún eitt sinn fór með mér austur í Hreppa á mínar bernsku- slóðir. Þar fundum við engjarós í dálitlu mýrardragi. Inga laut að blóminu og hafði yfír þessar ljóðlín- ur Jóns Helgasonar: „Dumbrauðu höfði um dægrin ljós/ drúpir hin vota engjarós.“ Inga var mjög hrif- in af ljóðum Jóns en hann var frændi hennar. Ég var svo lánsöm að þau systk- in, Halldór og Inga, buðu mér eitt sinn í hringferð kringum landið með Heklunni. Það munu vera ell- efu ár síðan. Það var ógleymanleg ferð. Þá bar margt fagurt og skemmtilegt fyrir augu. Eg man hvað Inga var hrifín, þegar hún sá Fagraskóg. Hún dáði Fagraskógar- skáldið og í hug okkar beggja komu ljóðlínur Davíðs, „Seiddur um sólar- lag/ siglir inn Eyjafjörð". Þetta var stórkostleg ferð og fæ ég hana aldrei fullþakkað. Á þessu ferðalagi skynjaði ég glöggt þann mikla kærleik og umhyggju sem þau systkin báru hvort til annars. Lífsviðhorf Ingu var sérstakt. Það var svo bjart og kærleiksríkt, enda kom það fram í öllu hennar viðmóti. Hennar löngu og þung- bæru veikindi gátu ekki bugað hana. Lífsviðhorfið bjarta og hlýja brást henni aldrei. Hún átti þann eiginleika, að geta glaðst yfír mörgu smáu sem fjöldinn veitir ekki athygli. Hún þurfti ekki annað en að líta út um gluggann til að sjá fegurð. Tijágreinar í garðinum sem bærðust jafnt í sumar- sem haustskrúði eða nýfallinn snjór. Það var þess vegna mjög tákn- rænt, að rétt í þann mund er hún sofnaði svefninum langa féll snjór og allt var hvítt og hreint. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð. Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að hún Inga frænka verði ekki á Laufásveginum næst þegar ég kem þangað, en þar bjó hún alla tíð og hélt fallegt og rausnar- Iegt heimili. Ég kom fyrst á Laufás- veginn sem lítið bam því þá átti langamma mín þar heima, hún Sig- ríður, ásamt börnum sínum, Ingu og Halldóri. Ég held að þar hafi lítið breyst innanhúss, húsgögnin enn á sínum stað og öllu haldið vel við, þó að heimilisfólkinu fækki. Þetta hús er bæði gamalt, sérstakt og geymir mikla sögu. Það era ábyggilega ekki mörg svona heimili til í dag því allir era að flýta sér í nútímann og tæknivæðinguna. Inga var kona af gamla tímanum eins og við yngra fólkið köllum það í dag. Alltaf þegar einhver kom þangað í heimsókn var hellt upp á kaffi og borið gott meðlæti með. Það era ansi margir sem þangað hafa litið inn, bæði ungir og gaml- ir, úr öllum stéttum þjóðfélagsins og alltaf allir velkomnir. Það kæmi mér ekki á óvart þó að ýmis þjóðfé- lagsmál hafi verið leyst á Laufás- veginum því Inga var vel gefín. Ég vil kalla mig mjög lánsama að hafa kynnst Ingu og Halldóri, bróð- ur hennar, og þeirra menningu. Halldór hefur alltaf stutt og hjálpað Ingu, en hún var orðin mikið veik síðustu árin. Núna er hún búin að fá hvíldina og öll veikindi á bak og burt, en minningin geymist. Halldór minn, ég votta þér sam- úð mína því góður félagi og systir er farin á vit æðri máttarvalda. Hvíii hún í friði. Sigrún Benediktsdóttir. í dag verður til moldar borin Ingibjörg Vigfúsdóttir, sem lengst bjó á Laufásvegi 43 hér í bæ. Hún andaðist síðdegis 19. þessa mánað- ar í Landspítalanum. Ingibjörg var yngst þriggja systkina, fædd í Engey við Reykja- vík 27. október 1915. Foreldrar hennar vora Vigfús Guðmundsson, fræðimaður á Keldum á Rangár- völlum af Víkingslækjarætt, og Sigríður Halldórsdóttir frá Háakoti í Fljótshlíð. Faðir Sigfúsar var Halldór snikkari, fyrst á Bakka- velli í Hvolhreppi, svo í Háakoti í Fljótshlíð, Guðmundssonar frá Döl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.