Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 51 URSLIT Körfuknattleikur UMFN - KR 32:59 Njarðvík, íslandsmótið (, 1. deild kvenna, fimmtudagur 26. nóvember 1992. Gangur leiksins: 0:6, 2:6, 10:16, 14:25, 19:36. 23:42, 23:57, 36:59. Stig UMFN: Ólöf Einarsdóttir 10, Lovísa Guðmundsdóttir 8, Auður Jónsdóttir 6, Helga Friðriksdóttir 6, Amdfs Sigurðard. 2. Stig KR: Guðbjörg Norðijörð 12, Hildur Þorsteinsdóttir 11, Anna Gunnarsdóttir 10, Kristín Jónsdóttir 6, Alda Valdimarsdóttir 6, Helga Þorvaldsdóttir 6, Sólveig Ragnars- dóttir 4, Hrund Lárusdóttir 4. Dómarar: Jón Guðbrandsson og Þorgeir Júlíusson Áhorfendur: Um 30. B„Okkur hefur gengið illa, það eru fára stúlkur sem æfa og þrátt fyrirr að við höf- um tapað öllum leikjunum til þessa þá ætl- um við ekki að gefast upp,“ sagði Sturla Örlygsson. þjálfari Njarðvíkurstúlknanna eftir að þær höfðu tapað enn einum leiknum. KR-stúlkumar náðu fljótt afgerandi stöðu á leiknum f og afleitur kafli Njarðvfk- urstúlkna í upphafi sfðari hálfleiks - þar sem þær skoruðu aðeins 4 stig gegn 21 stig Vesturbæjarliðsins á 13 mfnútum gerði endanlega út um leikinn. Bjöm Blöndal Bikarkeppni KKÍ ÍA-KR 75:99 NBA-deildin: Úrslit leikja á miðvikudag: Boston Washinoton 150:112 97:101 ....110: 93 Orlando — Houston Rockets Philadelphia — Atlanta Hawks.. ....107: 94 ....105:111 78: 99 ....112:130 94: 85 ....114: 99 Utah Jazz — San Antonio Phoenix — Portland ....102:128 ....121:117 L. A. Lakers — New Jersey Handknattleíkur 98:100 2. DEDLD KARLA: Grótta - Breiðablik Fylkir - Ármann 24:24 14:23 Fiölnir - HNK 22ran Knattspyrna UEFA-keppnin: Amheim, Hollandi: Vitesse Amheim - Real Madrid........0:1 Femando Hierro (72.). 13.000. KNATTSPYRNA Cantona til Man. United Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, snaraði peningabuddunni á borðið í gærkvöldi og keypti franska landsliðsmanninn Eric Cantona á 1,2 millj. sterlings- punda frá Leeds, en Leeds keypti Cantona á 900 þús. pund frá franska félaginu Nimes. Man. Utd. hefur illi- lega vantað markaskorara. HANDBOLTI Báðir leikimir gegn Búlgaríu í Reykjavík Búið er að ákveða að báðir lands- leikir íslands og Búlgaríu í Evrópukeppni landsliða í handknatt- leik fari fram í Reykjavfk, 27. og 28. desember 1983. Búlgarar koma þá hingað beint frá Finnlandi, þar sem þeir leika báða leiki sína gegn Finn- um. Áður hafði Hvíta-Rússland sam- þykkt að leika báða leikina á ís- landi. íslenska landsliðið leikur því aðeins tvo ieiki á útivöllum - gegpi Finnlandi og Króatíu. FRJALSIÞROTTIR Einar med sjöunda * besta árangurinn í ár íslandsmet hans á Laugardalsvellinum, 86,80 m, tryggði honum enn einu sinni sæti á topp tíu listanum EINAR Vilhjálmsson er enn eitt árið á heimslista yfir þá tíu spjótkastara sem hafa náð lengstu köstum heims á fceppn- isárinu, en hann hefur verið á þeim lista átta sinnum á síð- ustu tíu árum, eða frá 1983. Hann var ítólfta sæti 1987, en árið áður féll hann niður í 24 sæti. Eins og menn muna þá setti Ein- ar Vilhjálmsson glæsilegt ís- landsmet á Laugardalsvellinum í sumar og bætti þá fárra daga gam- alt met sitt er hann kastaði spjótinu 86,80 m. Þetta kast hefur fært Einari sjöunda sæti á heimslistan- Þeirbestuíár 1. Steve Backley, Bretlandi..91.46 2. Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu.90.18 3. Seppo Raty, Finnlandi.....90.60 4. Juha Laukkanen, Finnlandi.88.22 5. Tom Petranoff, S-Afriku ..87.26 6. Viktor Zaitsev, Rússlandi.87.20 7. EINAR VILHJÁLMSSON........86.80 ■Sigurður Einarsson kastaði spjótinu lengst 83,32 m, sem gefur honum þrett- ánda til fjórtánda sæti á listanum. um í ár. Bretinn Steve Backley á lengsta kast ársins, eða 91,46 m og hanlÉ—- hefur einnig kastað spjóti sem hef- ur ekki verið samþykkt lengst, eða 94,74 m. „Ánægulegt“ „Það er alltaf ánægulegt að frétta að maður er inni á listanum yfír þá spjótkastara sem hafa náð lengstu köstunum ár hvert," sagði Einar Vilhjálmsson, sem er nú byrj- aður að æfa á fullum krafti eftir að hafa tekið fímm vikna hvfld eft- ir síðasta keppnistímabil. Einar hef- ur átt við þrálát meiðsli að stríða í hné og var skorinn upp fyrir síð- asta keppnistímanil. „Þegar ég var búinn að vera í hvíld í þijár vikur hurfu allar bólgur úr hnénu og nú er ég búinn að ná mér .fulikomiega og ekki á þeim buxunum að fara að hætta. Það er ástæða til að ætla að ég geti bætt töluvert við það sem ég var að gera undir lok keppnis- tímabilsins er íslandsmetin tvö komu með stuttu millibili," sagði Einar Vilhjálmsson í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Einar Vilhjðlmsson enn einu sinni í hópi þeirra bestu. Pétur keppir ekki í vetur KJ^étur Guðmundsson, kúluvarpari, sem meiddist á hendi s.l. vor, • hefur enn ekki náð sér og gerir ráð fyrir að þurfa að taka sér hvfld frá keppni I vetur. Pétur hefíir ekkert kastað síðan á Ólympíuleikunum s.l. sumár, en sagðist hafa æft fjórum sinnum á viku. „Eg hef ekkert hvflt í fimm eða sex ár, en hvfld virðist vera eina lausnin að þessu sinni,“ sagði kúluvarparinn, sem hefur verið í stöðugri meðferð lækna og sjúkra- þjálfara. Heimsmeistaramótið í frjál9iþróttum innanhúss verður í Montreal í Kanada í mars og meistaramót íslands í febrúar, en að öllu jöfnu hefði Pétur tekið þátt í þessum mótum auk fleiri alþjóðlegra móta, sem verða á dagskrá í vetur. IÞROTTAKENNSLA /EVROPURAÐIÐ I STRASBOURG Á undir högg að sækja Fagfólk í íþróttum, frá yfír tuttugu þjóðlöndum, sem nýlega sat ráð- stefnu í Strasbourg á vegum Evróp- uráðsins, komst að þeirri niðurstöðu að íþróttakennsla í skólum í Evrópu eigi undir högg að sækja. í tilkynn- ingu frá Evrópuráðinu segir að skyldutímar í íþróttakennslu, 3-4 stundir á viku, séu í hættu vegna spamaðar, þiýstings frá öðrum kennslugreinum og annara breytinga. Kennslustundum verði, eða hafí nú þegar verið fækkað, í 1-2 stundir. I tilkynningunni segir: „Þrátt fyrir þetta er það Iöngu viðurkennt að heilbrigð sál er f heilbrigðum lfkama, GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS 48. 4V&— 1 X 2 vika vL? /fW— Arsenal - Man. Utd. 1 X 2 Aston Villa - Norwich 1 X Blackburn -QPR 1 X 2 Ipswich - Everton 1 X Liverpool - C. Palace 1 Man. City - Tottenham 1 X Nottm. For. - Southampton 1 Oldham - Middlesbro 1 Sheff. Utd. - Coventry X Wimbledon -Sheff.Wedn. 2 Bamsley - Charlton 1 Derby - Tranmere X 2 Portsmouth - Millwall 2 Tíu fyrstu leikirnir á seölinum eru úr ensku 1. deildinni og þrir síðustu úr 1. deild. Giskað er á 144 raða opin seðil, sem kostar 1.440 krónur. Tveir leikir eru þritryggðir, fjórir tvítryggðir og sjö þar af leiðandi fastir - með einu merki. Ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu á morgun frá viðureign Arsenal og Manchester United, á Highbury í London. og það næst með vel útfærðum lík- ams- og íþróttaæfíngum. Annað sem slík íþróttakennsla stuðlar að er betri einbeitni í öðrum kennslugreinum og vellíðan á allan hátt innan og utan skóla. Frekar ætti að auka íþrótta- kennslu í skólum eins og fulltrúar íra lögðu til, þannig að nemendur fengju daglega eina kennslustund í íþróttum, eins og þegar er sumsstaðar í Ástral- íu og Bandaríkjunum." Ennfremur kemur fram að þar sem foreldrar hafi ekki allir bolmagn til að kosta böm sfn á æfingar hjá ein- staka íþróttafélögum, muni þetta valda ójöfnum aðgangi að íþróttum og æfingum. Það sé algerlega í trássi við markmið greinar 1 f sáttmála Evrópuráðsins um íþróttir, sam- kvæmt tillögum ráðherranefndarinn- ar, þar sem segin Ríkisstjómir skulu tryggja að öll ungmenni fái tækifæri til þess að iðka íþróttir undir leiðsögn þannig að þau geti tileinkað sér undir- stöðufæmi í íþróttum. Fulltrúar á ráðstefnunni lögðu fram þá tillögu, að nefnd sem fæst við þróun fþrótta hjá Evrópuráðinu, geri þetta mál að forgangsverkefni sínu. HANDKNATTLEIKUR Leikið gegn Frökk- um á Blönduósi Einn af þremur landsleikjum gegn Frökkum á milli jóla og nýárs verður leikinn í nýju glæsilegu íþróttahúsi á Blönduósi. Leikurinn verður 28. desember, en hinir tveir leikimir fara fram í Laugardalshöllinni 27. og 29. desember. „Þetta var ákveðið til að kynna unglingum og öðmm á svæðinu handknattleik með því að gefa þeim tækifæri til að sjá tvö sterk landslið, sem léku um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Barcelona, leika,“ sagði Gunnar K. Gunnars- son, framkvæmdastjóri HSÍ. Gunnar sagði að það væri stutt síðan að Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, hafí verið með námskeið fyrir böm og unglinga á Blönduósi.„ FOLK ■ STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, handknatt- leiksdómarar, hafa fengið það verk- efni að dæma fyrri leik Saab og SG Leuterhausen frá Þýskalandi í 8 liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða sem fram fer í Linköping 4. - 10. janúar 1993. ■ SÆNSKIR dómarar, Johans- son og KjeUquist, munu dæma leik FH og WaUau Massenheim og Vals gegn TuSEM Essen hér á landi 16. og 17. janúar 1993. Belgískir dómarar, Xhonneux og Convents, munu dæma fyrri Evr- ópuleikinn hjá FH og Jug og Jeglic frá Slóveníu fyrri leik Vals. ■ HLYNUR Birgisson, varnar- maðurinn sterki hjá Þór, hefur ver- ið útnefndur Knattspymumaður Akureyrar 1992. Hlynur lék mjög vel með Þór í súmar og var sem klettur í vöm liðsins. ■ MARK Duffield, sem lék með Leiftri frá Ólafsfirði sl. sumar, hefur æft með Víkingum ■ ÖRN Viðar Amarson sem leikið hefur knattspyrnu með KA undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við nágrannana í Þór. ■ ÖRN Viðar, sem áður lék með Reyni á Árskógsströnd, hefur leikið á miðjunni og í vöm KA, og á 69 leiki að baki $ 1. deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.