Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 16
ÖRKIN 1045-3-144 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 VERÐ FRÁ 3.500,- MONGOOSE VERÐ FRÁ 19.900,- STIGA - SLEÐAR VERÐ FRÁ 4.900,- RAICHLE - SKÓR VERÐ ÁÐUR-S+7T007- VERÐ NÚ 13.900,- m Frank Shorler GÆÐA SPORTFATNAÐUR OG MARGT FLEIRA MEÐ ALLT AÐ 80% AFSLÆTTI CAP G.A.PÉTURSSON NÚTÍÐINNI, FAXAFENI 14 SÍMI 68 55 80 Kurteisi borgar sig ekki alltaf eftír Sigrúnu Ólafsdóttur í þessari grein verður sagt frá baráttu við Kerfíð. Hér verður löng saga rakin i styttra máli en kannski væri við hæfí. Þ6 er enn tækifæri til að auka við síðar, ef ástæða þykir. Það er ekki venja mín að skrifa í blöð. Mér finnst út af fyrir sig alls ekki eðlilegt að reka mál af þessu tagi í blöðum. En þegar búið er að viðhafa kurteisi og hafa bið- lund í meira en áratug, þegar búið er að þrautreyna þær leiðir sem eðlilegar mega teljast, án árangurs, þá er komið að því að prófa eitt- hvað annað. Búsett í Reylgavík frá 1911 Móðir mín er komin á níræðisald- ur, fædd 15. desember árið 1911. Hún er fædd og uppalin í Reykja- vík, og þar hefur hún búið, lifað og starfað alla ævi. Hún missti mann sinn fyrir rúmum tveimur áratugum. Böm hennar eru tvö, sonur sem hefur búið vestur á Pat- reksfírði hátt á annan áratug og ég, sem fluttist aftur til Reykjavík- ur fyrir tveimur árum eftir að hafa átt heima á Seyðisfírði í nokkur ár. Sótti um 1. apríl 1981 Hinn 1. apríl 1981, sama árið og móðir mín varð sjötug, og þar með búin að eiga heima í Reykja- vík í sjötíu ár, sótti hún um þjón- ustuíbúð fyrir aldraða í sveitarfélagi sínu, Reykjavíkurborg. Þá bjó hún uppi í Breiðholti, en var enn í fullri vinnu hjá borginni, í Hafnarbúðum við Tryggvagötu. í læknisvottorði sem fylgdi umsókninni segir að hún sé „alveg sjálfsbjarga" en jafnframt að „helstu sjúkdómar" séu háþrýst- ingur og magabólgur. Fyrstu árin var ekki ýtt mikið á eftir umsókninni, enda stóðum við í þeirri trú að jöfnuður og réttlæti giltu í þessum efnum og vissum ekki um nauðsyn þess að notfæra sér pólitísk sambönd, kunningsskap eða mútur, eða þá ruddaskap og frekju, til þess að fá „eðlilega" fyrir- greiðslu í Kerfínu. Það hefur heldur betur komið í ljós hvað þetta var mikill misskilningur og bamaskap- ur í okkur. Fátt um svör Það var ekki fyrr en árið 1985 sem við fómm að ganga eftir því að fá að minnsta kosti ákveðið svar um það hvenær mamma mætti bú- ast við því að komast inn í þjónustu- íbúð. Næstu árin var reynt að ýta á eftir því að fá einhver ákveðin svör sem hægt væri að byggja á. Þá var heilsu mömmu farið að hraka verulega og við bömin hennar bú- sett víðsfjarri, á Vestfjörðum og Austfjörðum. Skemmst er frá því að segja að það var alveg sama hvenær var hringt, við hvem var talað og um hvað var spurt, aldrei fengust ákveðin svör við neinu. Einn vísaði á annan og allir töluðu um að heilbrigðiskerfíð væri í mol- um og alltaf vantaði pláss. Kona sem hafði með þessi mál að gera hjá Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar var með símatíma þrisvar í viku, klukkutíma í senn. Árin sem ég bjó á Seyðisfírði leið áreiðanlega ekki svo vika að ég hringdi ekki einu sinni eða oftar til þess að minna á umsóknina hennar mömmu og athuga hvort einhver hreyfíng væri komin á málið. Oft þurfti ég að bíða meira en hálftíma í síman- um eftir að fá samband við þessa ágætu konu, oft leið viðtalstíminn þannig að ég komst alls ekki að. Ekki veit ég hversu oft ég talaði á þessum árum við forstöðukonumar í Seljahlíð og á Droplaugarstöðum. Allt saman án árangurs. „Getur ekki útskrifast“ Nú bíður móðir mín ekki lengur eftir þjónustuíbúð fyrir aldraða í sveitarfélaginu þar sem hún hefur búið í rúmlega áttatíu ár. Nú hefur hún ekki lengur not fyrir slíka þjón- ustu. Hún er orðin alveg ósjálf- bjarga og hefur verið á Vífílsstaða- spítala á annað ár. Enn em læknar að „gera á henni mat“ öðru hveiju, rétt eins og fyrir bráðum tólf ámm þegar hún var „alveg sjálíbjarga" og sótti um í fyrsta sinn. Á mats- blaði frá því í sumar (4. júní 1992) segir læknir að þörf hennar fyrir hjúkmnarrými sé „mjög brýn“. Fastar verður ekki kveðið að orði á þessum stöðluðu eyðublöðum fyr- ir „vistunarmat aldraðra", sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið gefur út. A matsblaðinu greinir læknirinn einnig frá mjög bágbornu líkamlegu og andlegu ástandi henn- ar og segir síðan: „Hefur verið í tæpt ár á Vífilsstöðum. Getur ekki útskrifast." En ekkert bólar á neinni úrlausn, frekar en fyrir bráðum tólf ámm þegar fyrst var sótt um þjónustu- íbúð. Nú er viðkvæðið að þeir sem búi í þjónustuíbúðum fyrir aldraða gangi fyrir með hjúkmnarpláss. Sú staðreynd að Kerfíð lét móður mína sitja á hakanum varðandi þjónustu- íbúð er núna notuð sem rökstuðn- ingur fyrir því að hún skuli ekki fá hjúkmnarpláss! Ég held að ég sé loksins farin að skilja Kerfíð. Auðvitað vissi Kerfíð að sá tími kæmi að mamma þyrfti ekki lengur á þjónustuíbúð að halda. Enda kom það á daginn. Nú bíður hún ekki eftir þjónustu- íbúð, heldur hjúkmnarplássi. En Kerfíð veit líka að sá tími kemur að mamma þarf ekki heldur á því að halda. Sá tími kemur að hún þarf alls ekki á neinu að halda fram- ar. Allt hefur sinn tíma. Af hveiju ekki ég sjálf? Nú má spyrja hvort ég, dóttir konunnar, geti ekki séð um hana, í stað þess að ætlast til þess að samfélagið gen það. Svarið er ein- faldlega nei. Ég get það ekki. Ef ég ætti að gera það, þá yrði ég að hætta að vinna og yrði að vera heima allan daginn. Og ef ég gerði það, þá gæti ég einfaldlega ekki séð mér farborða. Þetta er ekki mjög flókið mál. Og svo er annað: Móðir mín á eins mikinn rétt á þessari þjónustu og nokkur annar. Ég leyfí mér að halda því fram að enginn geti átt meiri rétt en hún, einmitt hér í Reykjavík þar sem húh hefur átt heima alla tíð. Ég sætti mig ekki við það að réttur hennar skuli vera fótum troðinn. En hvað er móðir mín að gera á Vífílsstöðum? Hún er þar upp á náð og miskunn þeirra sem þar ráða húsum, hún er þar vegna þess að Störf ljósmæðra á kvenna deild Landspítalans eftir Ingibjörgu S. Einisdóttur Ljósmóðir sem ég þekki var að safna upplýsingum í Ljósmæðra- blaðið. Hjá einu fyrirtæki hitti hún fyrir mann sem varð undrandi á svipinn og sagði: „Ljósmæður, eru þær ennþá til?“ Fyrr á öldinni þegar börn fædd- ust í heimahúsum þekktu allir ljós- móðurina í sinni sveit, héraði eða bæ. Hún hafði líka komið inn á flest öll heimili á staðnum og þekkti fjöl- skyldur og heimilisástæður betur en nokkur annar. Hún var yfírleitt sannur íjölskylduvinur. Síðan hafa fæðingar færst úr heimahúsum í sjúkrahús og störf ijósmæðra fara fram í kyrrþey innan stofnana. Ljósmæður eru svo sannarlega ennþá til. En hafa störf þeirra breyst? í ljósmæðralögum nr. 67/1984 4. gr. stendur: „Ljósmæður annast eftirlit með bamshafandi konum og foreldra- fræðslu um meðgöngu og fæð- ingu. Ljósmæður starfa að fæð- „Störf ljósmæðra í dag eru ábyrgðarmikil og krefjandi eins og þau hafa alltaf verið. Þessi verk eru unnin í kyrr- þey og það ber ekki mikið á þeim. En í hvert skipti sem þú sérð barn skaltu minnast þess að ljósmæður lögðu sitt lóð á vogarskálina til þess að það yrði heilbrigt.“ ingarhjálp og mæðravemd.“ Af þessu má ráða að störf ljós- mæðra hafa lítið breyst, en þau hafa þróast eftir því sem þekking og kröfur samfélagsins hafa aukist. Böm fæðast í grundyallaratriðum á sama hátt og fyrir hundrað árum, þó að aðstaða, þekking og tækni hafí breyst. Markmiðin hjá ljós- mæðrum í dag eru samt þau sömu og vom hjá stöllum okkar um síð- ustu aldamót; að stuðla að heil- brigði móður og bams. Kvennadeild Landspítalans Kvennadeild Landspítalans þjón- ar konum af öllu Reykjavíkursvæð- inu og konum í áhættumeðgöngu og fæðingu af landinu öllu. Á kvennadeild Landspítalans starfa nú um 120 ljósmæður. Nú kynnast konur ekki bara einni ljós- móður, heldur mörgum. Hér á Reykjavíkursvæðinu fara sumar konur í mæðraeftirlit á göngudeild kvennadeildar og kynnast þá þeim ljóðmæðrum sem þar starfa. Þar er reynt að sjá til þess að hver kona hafí „sína“ ljósmóður, sem annast hana um meðgöngutímann. Konur í áhættumeðgöngu koma líka á göngudeildina til sérstaks eftirlits. Sumar konur kynnast störfum ljósmæðra fyrir getnað, því að á glasafijóvgunardeild kvennadeildar eru_ ljósmæður við störf. Á nítjándu viku meðgöngu fara konur í ómskoðun á kvennadeildina og þar hitta þær ljósmóður, sem Sigrún Ólafsdóttir „Sú staðreynd að Kerf- ið lét móður mína silja á hakanum varðandi þjónustuíbúð er núna notuð sem rökstuðning- ur fyrir því að hún skuli ekki fá hjúkrunar- pláss.“ þeir geta ekki sent hana neitt („get- ur ekki útskrifast" eins og læknir- inn segir). Samt er forsendan fyrir veru hennar þar löngu brostin. Og á Vífílsstaðaspítala vantar mest af þeirri þjónustu sem hún þyrfti helst á að halda, þó svo að starfsfólkið geri allt sem það getur og jafnvel meira til. Send heim — í þijá daga Vorið 1991 var mamma orðin mjög slæm til heilsunnar. Þá kom kona heim til hennar einu sinni í viku til að setja meðul í box, og heimilishjálp kom tvisvar í viku. Á þeim tíma þurfti oft að kalla í næt- urlækna, auk þess sem heimilis- læknirinn var óþreytandi að koma til hennar. Hún var stöðugt veik og þar kom að hún var lögð inn á Landspítalann til rannsóknar. Þá kom fyrst í ljós hvað hún var orðin slæm til heilsunnar, lungnaveik og nærri því blind. Meðan hún var á Landspítalanum var tvisvar haft samband við að- standendur vegna þess að henni var ekki hugað líf. Hún hjarnaði samt við, og þegar kom fram að sumarið 1991 var farið að ýta á það af hálfu Landspítalans að hún yrði að fara þaðan. Eftir nokkra rekistefnu, þar sem glögglega kom fram að ófor- Ingibjörg S. Einisdóttir metur meðgöngulengd og almennt ástand fósturs. Konur í áhættumeðgöngu sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda leggjast inn á meðgöngudeild, sem er eina deild sinnar tegundar á land- inu. Þar annast ljósmæður konurnar °g fylgjst með iíðan móður og fóst- urs. Það er líka boðið upp á foreldra- fræðslunámskeið á kvennadeildinni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.