Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992
Fyrtr manrnnn j&n eraiflýta
HÖGNI HREKKVlSI
«... TÓLF... ÞRBTTXW .. HANN VAR
MBO FJÓRTÁN POLLARA."
BREF TEL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Frelsi til að gera mistök
Frá Þresti B. Steinþórssyni:
„Frelsi er ekki þess virði að hafa
ef það er ekki frelsi til að gera mi-
stök,“ sagði Gandhi. Vissulega orð
að sönnu. Ég er ákaflega þakklátur
að Guð himins og jarðar gefur okkur
mönnunum fullkomið frelsi til að
gera mistök.
Guð hefði hæglega getað sett okk-
ur skorður, skipað okkur að gera
rétt, skipað okkur að elska sig. í
staðinn ákvað Guð að gefa mannin-
um fullkomið frelsi, jafnvel frelsi til
að hafna honum sjálfum. Gyðingar
notuðu þetta frelsi til að drepa sjálf-
an Drottinn Jesú. í dag nota margir
frelsi sitt til að hafna Guði. Slík
ákvörðun nístir hjarta Guðs, en hann
virðir þá ákvörðun til fulls.
Jesús bendir okkur á að kjami til-
beiðslu okkar á Guði sé kærleikur,
að kjami boðorðanna sé kærleikur.
„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn
af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni
og öllum huga þínum. Þetta er hið
æðsta og fremsta boðorð." (Mt 22:37
NT bls 30.)
Að elska er ekki að þylja einhver
orð. Að elska breytir hegðun og lífs-
munstri einstaklingsins. Ástfanginn
ungur maður gerir hvað sem er fyrir
elskuna sína. Jesús sagði: „Ef þér
elskið mig, munuð þér halda boðorð
mín.“ (Jh 14:15 NT bls. 133.) Ekki
af kvöð, ekki af þrældómi, heldur
vegna þess að við erum fijáls til að
elska Guð. Vegna þess að Hann hef-
ur gefið okkur frelsi undan ánauð
syndar og sektar. Að elska Jesú er
ekki að segja „Drottinn Jesús“,
„amen“ né þylja bænir. Að elska
Jesú er að fylgja í fótspor hans, að
leita eftir því hver vilji hans sé í
mínu lífí.
Grundvallarspuming í trúarlífí
sérhvers manns hlýtur að vera þessi:
„Er ég fús að fylgja Guði mínum
hvert sem hann leiðir mig?“ Margir
ákveða fyrst hveiju þeir trúa og fara
síðan í Ritninguna til að komast að
raun um hvað Guð vilji að við trúum
og hvemig hann vilji að við lifum?
Það er mjög auðvelt að tengja
saman nokkra texta og búa til kenn-
ingu, segja síðan að Biblían boði
þetta. Tökum gróft dæmi: í Mt bls.
38 segir „Síðan fór hann [Júdas] og
hengdi sig.“ í Lk 10:37 NT bls. 87
segir Jesús: „Far þú og gjör hið
sama.“ Síðan lesum við í Jh 13:27
NT bls. 132 að Jesús hafí sagt: „Það
sem þú gjörir, það gjör þú skjótt."
Vissulega er þetta gróf misnotkun á
Ritningunni en þetta er gott dæmi
um hvemig hægt er að rangsnúa
textum.
Pétur postuli sagði um rit Páls
postula: „En í þeim er sumt þungskil-
ið, er fáfróðir og staðfestulausir
menn rangsnúa, eins og öðrum ritn-
ingum, sjálfum sér til tortímingar."
Hvemig getum við þá vitað hvað
er sannleikur? Með því að lesa og
rannsaka sjálf ritninguna. Þessi að-
ferð varð upphaf siðbótarinnar. Und-
irstaða frelsis er þekking. Lestu sjálf-
(ur) Ritninguna og athugaðu hvað
hún kennir. Athugaðu síðan vel sam-
hengið og berðu saman texta við
texta svo þú fáir örugglega rétt með
Orð Guðs. En umfram allt gerðu
þetta í bæn til Guðs að hann muni
leiða þig í sannleika. Vertu fús að
læra af Guði og hann mun kenna þér.
Hvað viðvikur hvíldardögum, leyf
mér að benda á alla, og ég undir-
strika, alla texta Nýja testamentisins
þar sem talað er um fyrsta dag vik-
unnar. Lesið þá og kannið hvort hér
sé um breytingu að ræða. Öll blaðsíð-
utöl eiga við um nýjustu þýðingu
Biblíunnar þar sem textinn er í
tveimur dálkum á hverri blaðsíðu.
Mt 28:1 NT bls. 40
Jh 20:1,19
NT bls. 140,141
Mk 16:1,2,9 NT bls. 66
Post 20:7-12 NT bls. 170
Lk 24:1 NT bls. 109
lKor 16:1,2 NT bls. 213
Margir hafa boðið peningaverð-
laun fyrir sönnun þess að Jesús hafi
breytt helgi hvíldardagsins frá sjö-
unda degi vikunnar til þess fyrsta.
Enginn hefur þegið slík boð. Breyt-
ingin er ekki grundvölluð á Heilagri
Ritningu.
Árið 1977 var gefín út bók af
Pontifical Gregorian University
Press í Róm sem ber heitið „From
Sabbath to Sunday" eða „Frá hvíld-
ardegi til sunnudags“. Þessi bók er
doktorsritgerð Samuele Bacchlocc-
his, unnin við guðfræðideild Páfahá-
skólans, þar er sagan rakin, hvemig
breytingin á helgihaldi átti sér stað
frá sjöunda degi til fyrsta dags vik-
unnar. Þessi ritgerð fékk sérstaka
viðurkenningu páfa. Þeir sem vilja
af einlægni kynna sér sögu og ástæð-
ur breyttra helgidaga gerðu vel í að
lesa þessa bók.
Snúum aftur að kjama málsins.
Þú ert fijáls að tilbiðja eins og þú
vilt. Þú ert frjáls að elska Guð, eða
hafna honum. Ef þig fýsir af ein-
lægni að gera vilja Guðs og fylgja
leiðbeiningum hans, er auðvelt að
komast að niðurstöðu. Lestu bara
orð Guðs, Biblíuna, með opnum huga,
í bæn, ákveðin(n) í að fylgja því sem
Guð kennir þér.
Guð krefst þess ekki af okkur að
við þekkjum allt núna, sem hann
vill boða okkur. Jesús sagði við læri-
sveina sína að enn væri margt sem
hann vildi kenna þeim, en þeir gætu
ekki tekið við því að svo stöddu. Það
sem skiptir máli er að vilja þekkja
Guð og sannleika hans. Vandamálin
koma þegar við af ásettu ráði, vísvit-
andi, kennum annað en það sem við
vitum að er rétt eða neitum að með-
taka það sem satt reynist. Aðeins
sá er sekur, sem leikur sér að þvi
að beýgja Orð Guðs sér í hag til að
sanna „sína“ kenningu.
Jesús tók orð Jesaja spámanns sér
í munn er hann talaði til faríseanna
og sagði: „Til einskis dýrka þeir mig,
er þeir kenna þá lærdóma sem eru
mannasetningar einar.“ Því miður
eru þeir menn til í dag sem nota
frelsi sitt til að fylgja mannasetning-
um og kenna þær í stað þess að
boða Orð Guðs eingöngu.
Megi Guð blessa þig í þínu dag-
lega lífí, og megi hann gefa þér frið
í hjarta og upplýsa hug þinn um það
sem skiptir máli í lífinu. „Ef þér eru
stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir
lærisveinar mínir og munið þekkja
sannleikann, og sannleikurinn mun
gjöra yður fijálsa." (Jh 8:31,31 NT
bls. 123).
SR. ÞRÖSTUR B.
STEINÞÓRSSON
Grashaga 11, Selfossi
Víkveqi skrifar
Kunningjakona Víkveija, sem fór
utan nú fyrir skömmu sagði
sínar farir ekki sléttar, er hún kom
í Leifsstöð. Þar sem hún ætlaði að
gera innkaup í fríhöfninni, kom hún
tímanlega á staðinn eða um það bil
þremur klukkustundum fyrir brott-
för. Þegar hún kom, var henni í
fyrstu sagt, að ekki væri hafín inn-
skráning farþega, svo að hún þurfti
að bíða í upp undir hálfa klukku-
stund, unz sú athöfn hófst.
Nú þóttist hún himin höndum hafa
tekið og vatt sér að vegabréfaskoð-
uninni, en þar var þá allt harðlæst.
Þegar hún spurðist fyrir um það
hveiju lokunin sætti, var henni tjáð
að starfsmenn vegabréfaskoðunar-
innar væru í mat og svo fáliðaðir
væru þeir að ekki hafi verið unnt
að hafa hliðið opið. Því komst enginn
inn á fríhafnarsvæðið á meðan
starfsmennimir gæddu sér á matar-
bitum sínum. Leið svo næstum því
klukkustund unz vörðunum þóknað-
ist að koma og hleypa henni í gegn-
um hliðið. Þar með hafði hálf önnur
klukkustund eða helmingurinn af
verzlunartímanum í fríhöfninni farið
í súginn.
Þessi vinkona Víkverja hafði á
orði að ekki væri skrítið, þótt rekstur
Leifsstöðvar og fyrirtælqanna þar
gengi illa, þegar þeir aðilar, sem
rétt hefðu á að verzla þar, væri
næstum gert ókleift að komast inn
á verzlunarsvæði stöðvarinnar. Engu
að síður er verzlunarhúsnæðið í
Leifsstöð leigt út á að því er fólki
hefur skilist hálfgerðum frekjuprís-
um. Þama er eins og svo víða, þar
sem ríkið kemur að málum þjónustu-
hlutverkinu við viðskiptavininn
gleymt.
xxx
Athyglivert var að heyra þá, sem
hringdu inn til Þjóðarsálarinn-
ar síðastliðið þriðjudagskvöld. Þetta
var auðvitað fyrsta kvöldið, þar sem
fólk hafði tækifæri til þess að ræða
eitthvað af viti um efnahagsráðstaf-
anir ríkisstjómarinnar, sem fram
komu um helgina, en þá brá svo við
að þorri þeirra, sem hringdu vildu
ræða um islam og vem fólks af þeim
trúarbrögðum hérlendis. Einn þeirra,
sem lét ljós sitt skína á öldum ljós-
vakans, vildi að stjómvöld bönnuð
múhameðstrúarfólki að koma til
landsins, kvað endalaus vandræði af
þessu fólki, sem enga samleið ætti
með kristnum mönnum og þar með
íslendingum. Ofstækið var fölskva-
laust og maðurinn alls kostar ófeim-
inn við að lýsa skoðunum sínum.
Getur verið að kynþátta- og trúar-
bragðahatur sé að festa rætur á ís-
landi?
Spurt er, vegna þess, að þetta var
ekki eini innhringjandinn þennan
dag, sem lýsti þessum fruntalegu og
ókristilegu skoðunum, þeir vora
margir sama sinnis. Einn viðmæland-
inn tók mið af Halim Al, fyrrum eig-
inmanni Soffíu Hansen og kvað Tyrki
og annað „illþýði" til alls víst, þeir
væra vondir við bömin sín og þeir
svikju peninga út úr fólki. Því væri
það landhreinsun að reka þetta fólk
á brott úr landinu. Þarna var alhæf-
ingin algjör og virtist fólk aldrei
hafa heyrt máltækið „misjafn sauður
í mörgu fé“. Því að þótt Halim A1
hafí með framferði sínu brotið allar
brýr að baki sér hérlendis, þýðir það
ekki að allir Tyrkir séu af sama
sauðahúsi. Blaðamenn, sem fóru til
Tyrklands í sambandi við réttarhöld-
in í forræðismálinu á dögunum, lýstu
allir sem einn því, hve Tyrkir væru
elskulegt og vinalegt fólk heim að
sælqa.
Fólk verður að temja sér umburð-
arlyndi og það má ekki dæma fólk
og þjóðir, sem það þekkir ekki.
Sleggjudómar um þjóðir, trúarbrögð
og siði, lýsa aðeins og verst því fólki,
sem dómana fellir. Ofstækistrúarfólk
kemur nefnilega oft óorði á heil trú-
arbrögð, hver svo sem þau eru.