Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 18
61 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 Er Grímsey á söluskrá? eftir Trausta Valsson tlríinseyingar ;I fundi nicð sjávai-útvcgsráðherra: Fyrir tæpum tveimur árum, þ.e. 11. desember 1990, birtist í Morgunblaðinu frétt af fundi Gríms- eyinga með þáverandi sjávarútvegs- ráðherra. Stór fjögurra dálka feitletruð fyr- irsögn tilkynnti okkur lesendum: „Grímsey er á söluskrá með öllu sem henni fylgir“. Var þetta yfirlýsing sem Helgi Haraldsson sjómaður gaf á fundinum. Frásögn blaðsins greinir frá ýms- um fleiri ummælum á fundinum. Þar segir Helgi t.d. ennfremur: „Sú framtíð sem nú blasir við okkur er ekki glæsileg...“ og Hólmfríður Haraldsdóttir bætir við: „Ef fyrir- huguð kvótaskerðing verður að veruleika, eru valkostir engir fyrir fólkið hér. Fæstir munu geta rekið eigin útgerð eða framfleytt fjöl- skyldu. Eigum við þá að flytja og hvert eigum við að flytja? Hvað verður um eigur okkar hér? .. . Fasteignir munu hríðfalla í verði og verða óseljanlegar ...“ Mér fór eins og sjálfsagt fleirum, að hrökkva í kút við að lesa þessa frétt. Ef íbúamir telja að framtíðin sem við þeim blasir sé nánast von- laus og að þeir spyiji: „Eigum við að flytja?" og „hvert eigum við að þá að flytja?" hlaut eftirfarandi spuming að vakna með mér: Hvað er það sem mér, sem skipulags- manni, gæti helst dottið í hug sem lausn á vandanum? Sá vandi sem blasir fyrst við er „að fasteignir munu hríðfalla í verði og verða óseljanlegar" eins og Hólmfríður sagði á fundinum. Gæti ríkið komið hér inn í og hjálpað fólki að flytja, þ.e.a.s. kaupa íbúðir annars staðar? En að sjálfsögðu á ríkið erfítt með að hjálpa fyrirtækjum og byggðum ef vandinn er mikill. Því datt mér það ráð helst í hug að ef rrímsey er á söluskrá leð öllu sem henni fylgir segir Helgi Ilarnldsson, seni gerði ráð- Vierra grein fyrir stöðu mála í eynni í kjölfar í ýrirsjáanlegrar kvótaskerðingar á næsta ári /aiÍMSKVINGAR voru ómyrkir i móli rr þrir lýtlu fyrir llalldórí Ávrt- lmssyni vjávanitvcjjvrádhrrra á fundi á sunnd.iR aflrióingum fyrirsjáan- “■Rrar kvóta«krrðingar ryjnbúa á mrvta ári. Upp var drrgin dökk Inynd af’ ávtandinu. míinnuni va-ri rkki J'nl klrifl að rrka ei|jin út- lírri reró þrim vridihrimiklum sem þfir hrfdu til ráóvtöfunar ojj jprtu yar af Iridandi rkki framfleytt fjöúkyldum ainum. Mörj; ikrmi voru |rfnd á fundinnm um kvótykrrdinruna og nqb^^rinn liómjnn.v 76% lagður yrði saman sá kostnaður rík- isins af byggðinni (Grímsey) sem gæti sparast, a.m.k. að einhveiju leyti, með fyrrgreindum, hugsanleg- um flutningum, kæmi saman það veruleg upphæð að Grímseyingar gætu sagt; þetta mikið sparast (t.d. á 10 árum) og við stingum upp á því að þessu fé sé frekar veitt til að skapa okkur nýja framtíðar- möguleika annars staðar. I kjölfar þessara hugleiðinga tók ég saman lista yfír ýmis opinber mannvirki í Grímsey svo sem höfn og flugvöll, og síðan þá þjónustu sem væntanlega er dýrari í litlu byggðarlagi en stóru; skóli, heilsu- gæsla, rafmagnsframleiðsla, póst- og símaþjónusta o.s.frv. Undirrituðum varð hugsað til þess að þetta væri dýrt, reiknað á hvern íbúa, og bar það ósjálfrátt saman við það að í blokkinni þar sem ég bý búa um 100 manns, en það er álíka fjöldi og býr í Grímsey. Út um gluggann héma sé ég í næsta nágrenni u.þ.b. 30 íbúðarblokkir — og það þætti dýrt á þessu svæði ef hver blokk hefði sinn flugvöll, höfn, póstafgreiðslu o.s.frv. Virðist mér næsta augljóst að rík- ið hefði af því hag að minnstu og þar með dýrustu þorpunum fækkaði og þess vegna mætti álykta að ríkið yrði opið fyrir því að hjálpa íbúum til að færa sig um set, eins og Gríms- eyingar virtust vera að stinga upp á í fyrrgreindri frétt. Vegna þessarar fréttar úr Morg- unblaðinu um að Grímsey væri á söluskrá kom mér það allmikið á óvart að vera skammaður óbóta- skömmum af Grímseyingi sl. þriðju- dag fyrir að birta svona „söluhug- myndir" í fjölmiðlum. Ég tók mig því til og gróf upp fyrrgreinda frétt. Ég varð enn meira undrandi þegar ég sá að sá Helgi Haraldsson sem skammaði mig fyr- ir að leita lausna á þeim vanda sem Grímseyingurinn hafði lýst, var sá hinn sami Helgi Haraldsson sem hafði tilkynnt áður að Grímsey væri á söluskrá. í grein sinni úthúðar Helgi undir- rituðum fyrir að voga sér að koma fram með yfirlýsingu um að Gríms- ey sé á söluskrá og talar þvert gegn fyrri hugmyndum um hjálp af þessu tagi í fjölmiðlum. Og nú segir Helgi: „Varðandi skipulagningu Trausta á hjálparstarfl við einhvers konar nauðungarflutninga á Grímseying- um til íslands, get ég fullvissað hann um að beiðni um hjálp af því tagi hefur ekki enn verið send ...“ I grein sinni fellur Helgi, auk þessa, í þá gryfju að gera með hálf- kveðnum lýsingum sem minnst úr opinberum kostnaði í Grímsey, aug- ljóslega með það að markmiði að draga úr þeim rökum mínum að ódýrara sé fyrir þjóðfélagið að halda uppi þjónustu á fáum stórum stöð- um en mörgum litlum. Hann nefnir t.d. að flugvöllurinn og höfnin séu nauðsynleg vegna öryggis á hafsvæðinu í kring. Kann að vera, en til umsjónar á þeim, ásamt vita og radíóstöð, virðist sem ein vitavarðarfjölskylda gæti verið nóg. Þá telur Helgi kostnað við síma- og póstþjónustu mjög lítinn: „Pósthúsið hlýtur að vera á hausn- um líka, enda þarf að greiða húsa- leigu og símalínu ...“ Hann sleppir þó að nefna stærsta kostnaðarliðinn; starfsmann, en samkvæmt símaskrá er afgreiðslan opin alla virka daga kl. 10-12 og 13-16.30. Um olíukostnað til hita- og raf- magnsframleiðslu segir hann ein- ungis: „Svo er það olíutankurinn, það batterí hlýtur bara að vera á hausnum líka.“ Er það rétt hjá Helga að Grímseyingar njóti ekki olíustyrks til húshitunar, eða er hér e.t.v. um hitun með rafmagni að ræða? Og rafmagnið í Grímsey er vissulega búið til með olíu enda hafa Rafmagnsveitur ríkisins starfs- mann í eynni. Já, Helga er mikið niðri fyrir í greininni og kemur mér það ekki á óvart vegna stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir. Og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefði tæpast lesið upp lista með nöfnum 37 þorpa sem kynnu að vera í hættu vegna kreppunnar ef alvaran væri ekki mjög mikil. í grein sinni reynir Helgi að láta líta svo út að mér gangi illt eitt til gagnvart fólki í þeim sjávarþorpum sem eru í vanda. Hann segir: „Skipulagssfræðingurinn er sýni- lega fallinn í sömu gryfju og ríkis- stjómin, það er að skera, skera og skera meira ...“ Ég hafna þessari túlkun og segi að ég sé fyrst og fremst að reyna að leita lausna í vanda sem virðist yfírvofandi í ýmsum sjávarþorpum Trausti Valsson „Ég tók mig því til og gróf upp fyrrgreinda frétt. Ég varð enn meira undrandi þegar ég sá að sá Helgi Har- aldsson sem skammaði mig fyrir að leita lausna á þeim vanda sem Grímseyingurinn hafði lýst, var sá hinn sami Helgi Haraldsson sem hafði tilkynnt áður að Grímsey væri á sölu- skrá.“ á næstu misserum, vegna ónógs kvóta, skuldastöðu eða annars. Að lokum vil ég benda Helga á að hann verður að vera samkvæmur sjálfum sér í málflutningi sínum í fjölmiðlum. Hann getur heldur ekki gert mönnum upp skoðanir né illt innræti frekar en efni standa til. Höfundur er skipulagsfræðingvr. jf I I Ferðafélag íslands og árbækurnar eftirHarald Sigurðsson Á stofnfundi Ferðafélags íslands 27. nóvember 1927 voru því sett lög, sem mörkuðu verksvið þess og tilgang, og standa þau ákvæði enn að mestu leyti óbreytt í lögum þess. Þriðja grein laganna hefst á þessum orðum: Tilgangi sínum leitast félag- ið fyrst um sinn að ná með þeirri starfsemi sem hér segir. Að vekja áhuga landsmanna á ferðalögum um landið, sérstaklega þá lands- hluta, sem litt eru kunnir almenn- ingi, en eru fagrir og sérkennilegir. Til þess gefur það út ferðalýsingar um ýmsa staði, gerir uppdrætti og Ieiðarvísa. Strax næst ár hófst félagið handa með hina fyrstu árbók sína. Hún Qallaðí um Þjórsárdal, rituð af stað- kunnugum manni, Jóni ófeigssyni menntaskólakennara, og fylgdu henni myndir og uppdráttur af daln- um. Þetta var stutt kver, aðeins 55 blaðsíður auk auglýsinga. Næsta árbók lýsir Kjalvegi, rituð af Bimi Ólafssyni stórkaupmanni sem var einn af forgöngumönnum ferðafé- lagsins. Hún var jafnvel enn minni, aðeins 36 blaðsíður, auk mynda og uppdráttar. Árið 1930 var haldin hátíð á Þingvelli í minningu um þúsund ára afmæli alþingis. Árbókin var þá helguð staðnum og lýsing á leiðum þangað og þaðan. Að þessu sinni var árbókin nokkru rækilegri en hinar fyrri og rituð af þjóðgarðs- verði og fleiri staðkunnugum mönn- um. A slóóum Ferðafélags tslands En félaginu óx fískur um hrygg og árbókin óx með því. Lýsingamar urðu rækilegri og álmennari og færðust meira inn á svið venjulegra landlýsinga, þótt alltaf væri þess gætt að benda sérstaklega á athygl- isverðar leiðir og fagra og sérkenni- lega staði, eins og mælt var fyrir í fyrstu samþykkt félagsins. Með aukinni prenttækni tókst að auka og bæta myndakost og uppdrætti, sem allt var með nokkrum annmörk- um á frumbýlingsárunum. Nú eru árbækumar orðnar þéttingsstórar bækur (12-15 arkir) og öll frásögn- in aukin um landshætti og þjóðlíf, jarðfræði, gróður og dýralíf. Af árbókinni em nú komnir út 65 árgangar og spannar lýsing hennar landið allt ef undan eru skil- in öræfín vestan Vatnajökuls, tungan milli Köldukvíslar og Tungnaár og fjalllendið súnnan hennar að Svartahnúksfjöllum, ef frá er talin leiðsögn Pálma Hannes- sonar um Landmannaleið (1933). Höfundar bókanna em margir og frásagnir þeirra og öll framsetning mismunandi. Sjónarmið þeirra em ólík og allar áherslur. Verkefnið blasir við þeim frá mismunandi sjón- arhomi. Einum þykir þetta frásagn- arvert, öðmm hitt, og því er ekki að leyna, að vald þeirra á verkefninu er nokkuð misjafnt. Fer því að von- um, að lýsingin verður ekki jafn samstæð og ákjósanlegt væri og ef skrifað væri eftir skorðaðri formúlu eða fastari ritstjóm. En um leið birt- ir hún fjölbreyttara viðhorf til lands og þjóðar. Hitt skiptir meira máli, hve mikil breyting hefur orðið á öllum sviðum þessi 65 ár, sem liðin Terðaféíag ísíands Árbók 1992 Norðan byggða miííi Eyjafjarðar og Skjáífanda Ekki er breytingin minni þegar litið er til byggða. Heilar og hálfar sveit- ir hafa lagst í eyði, gamlar og þjóð- frægar götur gróa upp og fornir starfshættir og bólstaðir víkja fyrir nýjum. Jafnvel landið sjálft hefur skipt um svip með vaxandi ræktun og nýjum mannvirkjum, meðan heiðagróður vex yfír handaverk feðra okkar og mæðra. Því er svo margt í hinum eldri árbókum orðið fymt. Ferðafélagið em síðan árbókin hóf göngu sína. Þgar menn kókluðust á hestbaki upp í Þjórsárdal eða til Hveravalla, sem nú er þotið í bíl á nokkram klukku- stundum. Öræfaferð, sem farin var um 1950 aðra leiðina á þremur dög- um, verður nú farin fram og til baka á einum degi. Ferðafélag ís- lands á ósmáan þátt í þeirri breyt- ingu, þó að fleiri komi þar við sögu. hefur því gripið til þess ráðs að endumýja hinar fornu héraðslýsing- ar. Vaxandi þróttur félagsins hefur leyft því að gera þessar nýju landlýs- ingar betur úr garði og rækilegri en hinar fornu vora og marka þeim minna svið hverri og verður því haldið áfram á komandi áram. Á næsta ári er væntanleg ný lýsing Austur-Skaftafellssýslu eftir Hjör- leif Guttormsson og árið 1994 frá- sögn Guðrúnar Ásu Grímsdóttur af Homströndum. Þannig verður sífellt að endumýja allt efni árbókanna á nokkram fresti. Eldri gerðir þeirra standa eftir sem minnisvarðar gró- inna gatna, horfinna býla og alda- langs basl þjóðarinnar við fram- stæða hætti. Höfundur er bókavörður. Umhverfismál Ranns ó knasam keppn i ungra Evrópubúa SAMKEPPNI ungra Evrópubúa um rannsóknaverkefni á sviði um- hverfísmála er haldin í Essen í Þýskalandi í þriðja sinn dagana 20.-23. nóvember. Keppni er haldin á vegum stofnunarinnar í Jugend Forscht og Deutsche Bank í Þýskalandi og geta unglingar á aldrinum 15-21 árs tekið þátt í keppninni. Tilgangur keppninnar er að hvetja unglinga til vísindalegrar rannsóknavinnu á þessu sviði og gefa þeim kost á að fræðast um hvað jafnaldrar þeirra í Evrópu era að fást við. Lögð er áhersla á eigin rannsóknir. Að þessu sinni era kepp- endur 64 frá 27 löndum í Evrópu og kynna þeir 44 verkefni, segir I frétt frá umhverfisráðuneytinu. Einn ungur Islendingur, Eggert Birgisson frá Hafnarfirði, tekur þátt í keppninni að þessu sinni. Hann kynnir þar rannsóknir sínar á því hvaða þættir hafa áhrif á komu stokkanda í lækinn í Hafnarfirði að haustlagi. Eggert kannaði ýmsa hugsanlega áhrifaþætti eins og fæðuframboð, sjávarföll, veðurfar, daglengd og birtuskilyrði. Niður- stöður hans sýna að mest fylgni var milli fjölda stokkanda á læknum og daglengdar. Verkefnið var unnið á síðasta ári í líffræðiáfanga í Flens- borgarskóla undir handleiðslu Jó- hanns Guðjónssonar, kennara. Umhverfisráðuneytið hefur haft forgöngu um að senda íslenska unglinga til keppninnar og er þetta í annað skiptið sem unglingar frá íslandi taka þátt í keppninni. (Fréttatílkynning) I s I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.