Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 2* Varði doktorsrit- gerð í efnisfræði Tafir í meðferð málningarfötumálsins dómarinn í ávana- og fíkniefnamál- um sem nefndin ræddi málið við, þar á meðal rikissaksóknari, hafi ein- dregið mælt með því að frumvarpið yrði að lögum og gert grein fyrir stöðu mála hjá dómstólnum. Nefndin hafi ekki náð samstöðu um að flytja frumvarpið og það hafi því hvorki verið prentað né lagt fram og því hafi orðið ljóst á vordögum 1990 að ekki yrðu breytingar á með- ferð málaflokksins fyrr en 1. júlí 1992. Kjalames Ahaldahúsið vígt að lok- inni endurbyggingu ÁHALDAHÚS Kjalarneshrepps verður tekið í notkun á ný að lok- inni endurbyggingu næstkomandi laugardag, 28. nóvember, en hús- ið stórskemmdist í bruna 2. febrúar síðastliðinn. í húsinu er jafn- framt félagsaðstaða björgunarsveitarinnar Kjalar og slökkvistöð Slökkviliðs Kjalarneshrepps. Áhaldahúsið stórskemmdist í bruna 2. febrúar síðastliðinn. Þar brann inni mikið af búnaði Kjalar- neshrepps, slökkvibíll slökkviliðsins og mikið af búnaði björgunarsveit- arinnar. Við athöfn í áhaldahúsinu kl. 15-17 næstkomandi laugardag mun sr. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur vígja húsið og biðja starf- semi þeirri, sem þar mun fara fram, blessunar. Karlakórinn 4 K syngur einnig við athöfnina. Kaffíveitingar verða í áhaldahús- inu og eru allir velkomnir. ■ BIRGIR Jóhannesson varði dokt- orsritgerð í efnisfræði (Materials Science) þann 18. september sl. við Háskólann í Surrey í Eng- landi. Ritgerðin nefnist „Internal stress and the cyclic deformation of an aluminium matrix compos- ite“ (Innri spennur og endurtekið álag á álsamsetningi). Leiðbein- andi Birgis við rannsóknirnar og samningu ritgerðarinnar var dr. Stephen L. Ogin og andmælend- ur voru prófessor L.M. Brown frá Cavendis rannsóknarstofnun- inni í Cambridge og dr. P.A. Smith frá Háskólanum í Surrey. í ritgerðinni er greint frá rann- sóknum á áli sem styrkt er með áloxíð trefjum. Hinn svonefndi Eshelby tensor er fundinn sem síðar er notaður í útreikningum. En aðal niðurstaða ritgerðarinnar er að hin hefðbundna aðferð við úrvinnslu á svokölluðum Bauschinger-tilraun- um er útvíkkuð og endurbætt þann- ig að hægt er að greina sundur spennur sem stafa annarsvegar af flotbjögun og hinsvegar af mismun á þanstuðli trefjanna og álsins. Þessari aðferð er beitt á mæliniður- stöður sem fengnar eru við stofu- hita og -:-1960C. Flotbjögun efnisins þvert á álagsstefnu er mæld og kemur í ljós að hún er óháð bæði rúmmálshlutfalli trefjanna og hita- stigi. Líkan er sett upp fyrir slökun á innri spennum sem síaðr er beitt á mæligögn. Þær niðurstöður renna stoðum undir þá skoðun að þver- hliðrun skrúfuveilna spili stórt hlut- verk f slökun á innri spennum sem stafa af flotbjögun. Verkefnið var Dr. Birgir Jóhannesson styrkt af Foreign and Common- welth Offíce í Bretlandi og Minning- arsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristjánssonar, Háskóla ís- lands. Birgir er fæddur árið 1961 í Reykjavík og er sonur hjónanna Þóru Jónsdóttur, fulltrúa Trygg- ingastofnunar ríkisins, og Jóhann- esar Sveinssonar bifvélavirkja. Stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lauk hann árið 1981 og B.SC.-prófí í eðlisfræði frá Há- skóla íslands árið 1985. Dr. Birgir hefur fengið styrk úr Vísindasjóði íslands til að halda rannsóknum sínum áfram á Riso - rannsóknar- stofunni í Danmörku. ÁTjÁN RÉTTA JÓLAHLAÐBÖRÐ í ASlU ALLA AÐVENTUNA. MEIRIHÁTTAR! FORDRYKKUR: Harakiri koktcill SÚPUR: Tom Yum súpa að hætti Thailendinga eða Soto súpa frá Indónesíu. HEITIR RÉTTIR: Nautakjöt í karrý að hætti Thailendinga Súrsætt lambakjöt Lambakjöt í sambalsósu Grísakjöt i satesósu Pönnusteikt blandað grænmeti Mee Hong steiktar núðlur Kue Tew núðlur Soðin og steikt hrísgrjón KALDIR RÉTTIR: Vorrúllur frá Vietnam Steiktur kjúklingur að hætti Lee Ofnbökuð Pekingönd Steiktur fiskur að hætti Malasíubúa Djúpsteiktar svinakjötbollur með hvítlauk Tapioka flögur, Rækjuflðgur Blandað japanskt sushi og blandað malasíusalat EFTIRRÉTTIR: Agar-Agar, Kínverks rjómakaka, Malasíuterta. Verð kr. 1.490.- á mann Hópafsláttur - tilvalið fyrir vinnufélaga, saumaklúbba eða spilaklúbbinn að fara út að borða á aðventunni. Expressó-kaffi, capuccino og heitt súkkulaði alia daga, allan daginn, fram að jóium. UHICHVE6110 - 9IMI 626210 Frumvarp til að flýta meðferð fíkni- efnamála strandaði í þingnefnd í SVARI dómsmáiaráðherra við fjnrirspurn Svavars Gestssonar al- þingismanns um meðferð svokall- aðs málningarfötumáls í réttar- kerfinu kemur fram að árið 1989 hafi ekki náðst samstaða i allsher- jarnefnd efri deildar Alþingis um að flylja frumvarp til laga sem dómsmálaráðherra hafði lagt tíl og ríkissaksóknari mælt með að yrði lögfest í því skyni að unnt yrði að hraða dómsmeðferð fíkni- efnamála. í svarinu segir um ástæður þess að dregist hafí í um það bil tvö ár frá lokum lögreglurannsóknar að ákæra mennina tvo, sem nú bíða dóms í héraðsdómi Reykjavíkur, að á þessum tíma hafí þegár verið kom- in fram þau sjónarmið að dómari sem kveðið hefði upp gæsluvarðhaldsúr- skurði á grundvelli tiltekins lágmarks væntanlegrar refsingar gæti ekki síðar dæmt sama mál að efni til. Dómsmálayfirvöldum hafí átt að vera ljóst að sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum hefði ekki staðið traustum fótum réttarfarslega sem sérdómstóll skipaður einum dómara eins og skýrt hafi komið í ljós sumar- ið 1989 þegar Hæstiréttur hafí stað- fest ákvörðun sakadómarans í ávana- og fíkniefnamálum um að víkja sæti í máli í „stóra kókaínmál- inu“ af fyrrgreindum orsökum og síðar hafí Hæstiréttur gert dómaran- um að vikja í tveimur öðrum málum vegna afskipta af málum á fyrri stig- um. „Flestum þótti nú svo komið að ekki yrði lengur unað við óbreytta stöðu sakadóms í ávana- og fíkni- efnamálum sem sérdómstóls. Rétt- arfarslega var staða dómstólsins orð- in svo veik, að spurning var aðeins hvenær dómstóllinn yrði með öllu óstarfhæfur, einnig í minniháttar málum,“ segir í svari ráðherra. Síðan er rakið að samið hafí verið uppkast að frumvarpi um að fella úr gildi lög um dómstólinn og að þau mál sem þar væri til meðferðar yrðu sjálfkrafa rekin áfram fyrir sakadómi Reykjavíkur. Gert hafí verið ráð fyr- ir gildistöku laganna frá 1. júlí 1990. Uppkastið hafi verið sent þáverandi formanni allsheijamefndar efri deild- ar alþingis. Allir þeir aðrir en saka-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.