Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 Þegar höfuðið vantar á skepmma Um vísindi, stöðu þeirra og stefnu, í tilefni af álitsgerð frá OECD og „flötum“ niðurskurði fjárveitinga eftir Davíð Erlingsson 1. Um réttan tíma til að skerpa á vísindum Maður sem kominn er í krappan stað gætir þess í lengstu lög og af öllum mætti að halda getu sinni til athugunar, hugsunar og hreyfíng- ar, nema svo illa sé komið að lífs- vilji hans sé skertur. Hafi þessi maður t.d. lent í ófærri gjá og úr kallfæri við aðra menn, veit hann að hann getur átt líf sitt undir því að halda öllum hæfileikum sínum og mætti sem lengst. En maður með eðlilegan lífsvilja reynir ekki aðeins að halda í horfinu um þessa getu. Þótt aðkrepptur sé reynir hann líka að bæta hana og skerpa á hvem þann hátt sem hann megn- ar, af því að hann veit að á henni getur það oltið hvort hann finnur sér leið eða nær átaki til að bijót- ast út úr kreppunni, en einnig það hvemig hann bjargast eftir það, og í hveijum mæli honum tekst að láta hugmynd sína um líf sitt rætast eftir að út úr þrengingum stundar- innar er komið. Einu gildir um þjóð og um mann. Þegar þjóð er í þrengingum um afkomu sína, verður þörf hennar brýnni en endranær á því að við- halda fullri getu sinni og skerpa hæfnina til athugunar, hugsunar og athafnar, m.ö.o.: til þekkingar og til átaka sjálfri sér til bjargar. Það er af því — eins og maðurinn veit og þjóð ætti líka að vita — að hún á líf sitt komið undir þessu. Á okkar dögum á þjóð líf sitt meir undir þekkingu og þeim átökum sem verða á sviði þekkingarinnar en undir afli til líkamlegra átaka. Þetta þýðir þá einnig, að tími nokkurrar aðþrengingar um hinn ytra hag þjóðar hlýtur að verða til ákafari leitar að nýrri þekkingu en endranær og til endurskoðunar gamallar þekkingar. Það er sjálf- sagt og óumdeilanlegt. Manneskjur og þjóðir þurfa að skilja sjálfar sig í sambandi sínu við umheiminn á ferskan hátt, ef ekki nýjan. Þegar umheimurinn tekur gagntækum breytingum, kemst manneskjan ekki hjá endurskoðun á sér og heim- inum og stöðu sinni í honum, og af þeirri endurskoðun getur leitt nýjan skilning, þ.e. nýja sjálfsmynd og heimsmynd. Þetta atferli er nauðsynlegur viðbúnaður í viðleitn- inni að vera til, lifa, og ef það ger- ist ekki, færist dauðinn nær. Tími knappari kjara er sam- kvæmt þessu sjálfsagður og réttur tími til þess að þjóð eins og einstak- lingur beiti sér skarpar en endranær að málefnum þekkingarinnar, að menntamálum sínum og vísindum: vegna þess að það er lífsnauðsyn. Nú er orðið sammæli um, að íslend- ingar séu á Ieiðinni ofan í djúpa lægð í bjargræðislegu tilliti. Horf- umar em dökkar. Ekki lítur út fyr- ir að birti til í bráð. Þjóðin stendur á krossgötum, er sagt; og að nú þurfum við nauðsynlega á nýsköpun að halda í bjargræðisvegum okkar. Forsenda slíkrar nýsköpunar er að sjálfsögðu öflugt starf og rannsókn- ir í þeim vísindum sem gætu stuðl- að að auðgæfum nýmælum í bjarg- ræðisvegum. Annars höldum við áfram að hrapa eða síga úr flokki ríkustu þjóða í heimi ofan í meðal fátæklinga. Þetta er sjónarstaður- inn í nýrri álitsgerð mat'snefndar OECD á „stöðu vísinda (les, líklega: raunvísinda) og tæknimála“ á Is- landi. Sífellt er verið að segja við okkur, að við megum ekki dragast aftur úr, ekki verða undir í sam- keppni þjóðanna um söluvaming á markaðstorginu mikla. Það er að sjálfsögðu rétt, út frá þeirri grunn- hugsun sem gerir hagvöxt að al- gildri viðmiðun um það, hvað sé hafandi og hvað óhafandi í mannlíf- inu, en einnig út frá því að það er aðeins ein birtingarmynd þess lífs- lögmáls að kreppa kallar fram meiri virkni í vísindum og meira afl í átökum til sjálfsbjargar en þegar allt leikur í lyndi. 2. Um það að skera niður lífsnauðsyn framtíðar Sú ríkisstjórn sem reynir ekki að breyta í samræmi við þessa al- mennu þörf mannlífsins hjá hvaða þjóð sem væri gerir sig brotlega gegn þessu lífslögmáli; nýjar að- stæður eða aðkrepping kalla á nýtt átak þekkingarinnar, nýtt átak við það að þekkja sjálfan sig í um- hverfí sínu öllu, sem er heimurinn. Ef það væri í samræmi við vilja þjóðarinnar sem ríkisstjóm léti ógert að fylgja þessu lögmáli, þá lægi nærri að álykta að þessi þjóð og ríkisstjórn hennar væru á ein- hvern hátt skert viljanum til að lifa og ættu líklega ekki langt eftir. En þjóð sem héldi lífsvilja sínum, og yrði vör við lögmálsbrotið hjá kjörnu stjórnvaldi sínu, hún hlyti að losa sig við þá stjórn. Ríkisstjóm sem skerðir íjárveit- ingar til menntunarmála og vísinda með flötum niðurskurði sem kemur jafnt niður á því sem er lífsnauðsyn framtíðarinnar og á öllu öðm sem minna máli gegnir, sú stjórn hefur virt lífslögmál að vettugi, og ákvörðun hennar er siðlaus — í þeirri gildu merkingu sem markast af afstöðu hennar til lögmáls lífsins. Sjálfsagður spamaður og aðhald í meðferð fjármuna er allt annað mál, sem ekki er þörf að ræða. En það er full þörf á að ræða hér annað mál, en það er spurning- in: hvort og þá hve mjög rétt sé að hlúa sérstaklega að einhveijum sérgreinum eða deildum vísinda við þessar aðstæður? Svangur maður hugsar fyrst um mat. Því er eflaust óhjákvæmilegt að viðurkenna, að þjóð í nauðum um sjálfsbjörg sína hljóti fyrst að einbeita sér að því að afla matar, en annað komi á eftir. En það er allt önnur spum- ing, hvort íslendingar séu í slíkum nauðum. Svo mundu fæstir telja, þótt misskipt sé gæðum í landi. Úr því að nú sígur til vandræða um efnahag íslenzka ríkisins er sjálf- sagt að viðurkenna þörfína á átaki í þeim vísindum sem líklegust em til að skila okkur skjótu bjargræði til að stöðva þetta sig í átt til fá- tæktar. En um leið þarf að hafa hugfast, að það getur verið mjög skaðlegt að vanrækja önnur vísindi vegna of sértækra bjargræðisvís- inda; ekki sízt þar sem svo hagar til að ræksla vísinda og rannsókna Davíð Erlingsson „Yfir til vísinda um mannshugann og það sem mannsandinn skap- ar og ekki er efnisbund- ið, til máls og mál- mennta o.s.frv., þangað nær álitsgerðin ekki. Til hugvísinda nær heimur skýrslunnar ekki.“ almennt, og stuðningur við þau, er ekki í nógu traustlegu jafnaðar- horfi eftir skynsamlega stefnu, á milli þess sem bjargræðisátakaköst- in ríða yfir og skekkja almennu stefnuna. Þannig háttar til hér á landi. 3. Vandræði um forgangsröð vísindagreina Áðan var tekin upp sú skilgrein- ing á vísindum að þau væru við- leitni mannsins til að þekkja sjálfan sig í umhverfi sínu öllu, heiminum. Þegar skilgreiningin segir vísindin vera atferli mannsins við að þekkja „sig í heiminum", þá vísa orðin „þekkja sig“ til hugvísinda og mannvísinda, en hins vegar standa orðin „í heiminum“ og vísa til nátt- úruvísinda eða raunvísinda. Hér er komin spurningin um það, hvað eigi að koma fyrst. Með hinni röðinni: „að þekkja heiminn og sjálfan sig í honum“ koma náttúruvísindin fyrst, en mannvísindin síðar. Á hvom veginn sem þessu er snúið, er hugsunin góð og nær því að grípa utan um öll vísindi. Það er vissulega aðalerindi skilgreiningar- innar. Samanborið við það ætti röð- in að skipta litlu. En samt er ekki óþarft að ræða um hana. 4. Ætti okkur að nægja að stunda raunvísindi og auðgæf vísindi? Ástæðan til þessarar umræðu er ískyggilega gild og kemur vel í ljós með því að gefa gaum að OECD- álitsgerðinni. Þessi stofnun, Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofnun- in hélt nýlega (27. okt. 1992) hér á landi formlegan fund sinn um álitsgerð matsmanna sinna um „stöðu vísinda og tæknimála á ís- landi“ með tilliti til aðstöðu íslenzka þjóðríkisins í samhengi þess við umheiminn nú, árið 1992. Til fund- arins var boðið ráðherrum í ríkis- stjóm landsins, forystumönnum Vísindaráðs og Rannsóknaráðs rík- isins, svo og fulltrúum mennta- og rannsóknarstofnana ýmissa. Sjón- arhóll álitsgerðarinnar var áður skilgreindur, og í samræmi við eðli og tilgang OECD hefði engan átt að undra, þótt önnur vísindi en hagspeki, tæknivísindi, iðnþróun og markaðsmál skipuðu heldur lítið rúm í hugarheimi verksins. Sá sem vænti þess að orðið vísindi í skjölum um svo merkilega álitsgerð mundi vísa til allrar vísindastarfsemi í landinu yfírleitt, hlaut að verða fyr- ir vonbrigðum. Það er á hinn bóginn bæði einkennandi og einkennilegt í umræðunni um þann merka viðburð sem fram er kominn með þessari skýrslugerð, að það er eins og eng- inn gefi því gaum, hve einhliða hún er í áliti sínu á því, hvaða vísindi skipti máli fyrir velmegun íslenzku þjóðarinnar. Ekki þarf lengi að blaða í henni til að sjá, að þar er fyrst og fremst verið að tala um bjargræðisvegi og þau vísindaleg og tæknileg efni sem tengjast þeim með einna viðurkenndustum og greinilegustum hætti: náttúruvís- indi, tæknivísindi, markaðsvísindi. Þetta er í dapurlega ríku samræmi við almenna afstöðu aldar sem virð- ist hafa gleymt því, að maðurinn lifír ekki af brauði einu saman. 5. Maðurinn er ekki höfuðstóll, gefinn í eitt skipti fyrir öll Segja má að skýrslan seilist ögn í áttina til mannvísinda og hugvís- inda með því að tilfæra í heimilda- hlutanum ýmsan staðtölulegan fróðleik frá félagsvísindamönnum um mannfélagið á íslandi, um gerð þess og breytingar á því. Hér má jafnvel finna drepið á lífsskoðanir Islendinga. En yfír til vísinda um mannshugann og það sem manns- andinn skapar og ekki er efnisbund- ið, til máls og málmennta o.s.frv., þangað nær álitsgerðin ekki. Til hugvísinda nær heimur skýrslunnar ekki. Maðurinn sem einstaklingur með sinn einstæða hugarheim er ekki hér, heldur aðeins maðurinn sem safn eða tegund sem er sjálf- gefinn hlutur, „the human base“, Hvað ætlar þú að eftir Björn Jónsson Á bindindisdegi fjölskyldunnar árið 1992 er spurt: Hvað ætlar þú að gera? Þetta er alvarleg spurning og yfirgripsmikil. Hún beinist til allra foreldra, allra þeirra sem eiga fyrir fjölskyldu að sjá og í raun og veru til allra þeirra, sem eru það vaxnir úr grasi, að þeir eru famir að líta á sig sem sjálfstæða einstak- linga. Hvað ætlar þú að gera? Þetta er spuming bindindisdagsins. Og í henni felst spumingin um framtíð bamanna okkar og framtíð fjöl- skyldunnar. Fyrir nokkrum árum las ég í blaði athyglisverða frásögn, sem nú kem- ur fram í huga minn. Þar er frá því skýrt, að í litlum bæ einhvers staðar á Norðurlöndum var skipuð nefnd til þess að komast fyrir orsak- ir ýmissa vandamála unglinga. Einn liðurinn I þessari rannsókn var að komast eftir hvemig sambandi bama og foreldra væri farið. Það var m.a. gert með því að hringja á ákveðnu kvöldi til mikils fjölda for- eldra og þeir vom að því spurðir, hvort þeir vissu, hvar bömin þeirra væm eða hvað þau væm að gera. Á fjórum af hveijum fimm heimilum vom það bömin sem svömðu í sím- ann. En þau vissu ekki hvar foreldr- ar þeirra vom, eða hvað þau hefð- ust að! Fjölskyldan er fjöregg hverrar þjóðar. Þess vegna er fátt nauðsyn- legra en að vanda uppeldi barnanna svo sem framast er kostur á og halda opnum greiðum leiðum gagn- kvæms skilnings innan vébanda þeirra einstaklinga, sem fjölskyldan samanstendur af. Þar hefir t.d. for- dæmi hinna eldri ákaflega mikið að segja. Oft er talað um að slæm áhrif götunnar og óæskilegs félagsskap- ar og síst skal of lítið úr því gert. En fordæmisáhrif góðra og traustra heimila, þar sem ábyrgð og reglu- semi em sjálfsagðir hlutir og þar sem umhyggja, skilningur og hlýtt viðmót veita bömum það öryggi og skjól, sem þau þarfnast svo mjög á hinum viðkæmu mótunarárum, verða þó langtum varanlegri áhrifa- valdar um lífslán og lífsgengi, þeg- „Og af því að á morgun er að hefjast landssöfn- un Hjálparstofnunar kirkjunnar, þá væri ekki úr vegi að leggja henni lið með þeirri upphæð sem ella hefði verið varið til áfengis- kaupa um þessa helgi.“ gera? ar til lengdar lætur. Þá staðreynd skyldu foreldrar og allir uppalendur jafnan hafa hugfasta. Hinu má heldur ekki gleyma, að vanrækt heimili og vanrækt böm, þar sem áfengisneysla foreldranna situr í fyrirrúmi að meira eða minna leyti, er áreiðanlega ein af fmmor- sökum fyrir ógæfu hinna vegalausu barna, sem em svo alltof mörg á okkar landi í dag. Hún segir mikið °g gleymist auðveldlega, auglýs- ingamynd, sem birt var allvíða í blöðum á síðsta ári. Hún sýnir bam, sem húkir í hnipri frammi á dimm- um gangi við hálfopnar stofudyr. í stofunni eru foreldrarnir með fyll- eríspartý í fullum gangi. Og spurn- ingin er: „Er gleði vímunnar þess virði2“ Mætti bindindisdagurinn verða til þess að treysta fjölskylduböndin sem allra víðast á okkar landi og opna um leið augu sem allra flestra fyrir þeirri ógnvekjandi staðreynd, sem umrædd mynd sýnir svo skýrt. Þá er stigið stórt skref í þá átt að bægja þeirri vá, sem vaxandi neysla áfengis og annarra vlmefna veldur. Hvað ætlar þú að gera á bindind- Björn Jónsson isdegi fjölskyldunnar? Það er í raun og vem engin spuming. Við tökum höndum saman gegn því böli, sem hvað harðast hijáir íslensk heimili og þyngstu byrðina leggur á ís- lenska þjóð. Og af því að á morgun er að hefjast landssöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, þá væri ekki úr vegi að Ieggja henni lið með þeirri upphæð sem ella hefði verið varið til áfengiskaupa um þessa helgi. Höfundur er stórtemplar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.