Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 Verðstríð á eggjamarkaði fyrir jólin Kílóverðið lækkað um allt að 200 kr. á nokkrum dögum „Markaðurinn er jafn brothættur og skurnin,“ segir eggjabóndi KÍLÓVERÐ á eggjum í stórmörkuðum hefur á skömmum tíma lækkað úr 330-350 krónum niður fyrir 200 krónur og voru ódýrustu eggin seld í Bónus á 132 kr. kílóið, samkvæmt því sem fram kom er blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í gær í nokkra stórmarkaði. Geir Gunnar Geirsson, formaður samtaka eggjaframleiðenda, segir að eggjamarkað- urinn sé jafn brothættur og eggjaskurnin og verðstríð af þessu tagi bresti oft á fyrir jólin. Hann kveðst telja að verðið sé komið nærri lágmarki og að þessu sinni muni verðstríðið standa stutt, einkum vegna þess að verð á fóðri hafi hækkað um 6% strax eftir gengisfellingu. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins hringdi í nokkra stórmarkaði í gær að athuga verð á eggjum kom í ljós auk þess sem fyrr var getið að Hagkaup og Fjarðarkaup buðu á sama verð eða 198 kr. fyrir kíló af eggjum. Mikligarður auglýsti egg á 149 kr. kílóið í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið/lngvar Kona varð fyrir bíl Ekið var á gangandi vegfaranda í grennd við Kringluna skömmu eftir hádegið í gærdag. Vegfarandinn, fullorðin kona, slasaðist töluvert, m.a. axlarbrotnaði og lærbrotnaði. Hún var flutt á slysadeild og mun líðan hennar eftir atvikum góð. Dráttarvextir verða lækkað- ir um 2-2,25% SEÐLABANKI íslands mun væntanlega taka ákvörðun um 2-2,25% lækkun dráttarvaxta eft- ir að breytingar á vaxtalögum voru samþykktar með hraði á alþingi i gær. Þetta mat Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra kom fram í umræðum um laga- breytingamar á alþingi í gær. í nýrri verðbólguspá Seðlabank- ans er spáð 1% hækkun lánskjara- vísitölu í febrúar, sem er álíka mik- il hækkun og orðið hefur á vísi- tölunni undanfama 12 mánuði. Gangi þessi hækkun eftir mundi það jafngilda 12,7% hækkun á heilu ári. Þá er spáð 2,2% hækkun bygg- ingavísitölu í janúar, einkum vegna lækkaðrar endurgreiðslu virðis- aukaskatts af vinnu við íbúðarhús- næði í 60%. Stjómarandstaða greiddi leið vaxtalagafmmvarpsins á alþingi í gær og þakkaði Geir H. Haarde þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir það samstarf. Sjá fréttir á bls. 29 og 31 Hann sagði að eggjaneysla dreifð- ist nú mun jafnar á árið en verið hefði fyrr á árum en þó yrði um það bil 50% söluaukning þær tvær vikur um þetta leyti árs se'm fólk færi að huga að jólabakstri. Þá sæju kaup- menn sér einnig hag í að bjóða egg á tilboðsverði í því skyni að laða að fyrirtækjum sínum önnur viðskipti. birgðír hefðu safnast upp hjá mörg Nyw huffmvndir uhi mðurskurð utgialda til landbunaðarmala um bændum þar sem of margir hefðu -iíjz-ss------------------------------------------------------------------------------- endumýjað stofna sína á svipuðum tímá. Við slíkar aðstæður færu menn að óttast að geta ekki selt vöru sína og væru því tilleiðanlegir að lækka verð þegar eftir væri leitað og þegar einn léti eftir yrðu aðrir að fylgja í lqölfarið. Evrópumótið í skák Svíar unnu ÍSLENSKA sveitin tapaði fyr- ir þéirri sænsku í 6. umferð Evrópumeistaramótsins í skák í Ungveijalandi í gær með 2‘/j vinningum gegn IV2. íslenska sveitin hefur I2V2 vinning af 24 mögulegum. Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við Andersson, Margeir gerði jafntefli við Emst og Hann- es Hlífar Stefánsson gerði jafn- tefli við Karlsson en Jón L. Arna- son tapaði fyrir Hellers. Eftir að hafa hafnað jafntefli lenti Jón í miklu tímahraki og lék af sér. Sjá nánar bls. 30-31. Fé tekið úr verðmiðlunarsj óði og niðurgreiðslur lækkaðar HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra kynnti forystumönnum bænda í gær hugmyndir sínar um lækkun útgjalda ríkisins til land- búnaðarmála samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar vegna fyrir- hugaðra efnahagsaðgerða. Fallið hefur verið frá lækkun niður- greiðslna ullarverðs. í staðinn er, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, rætt um að taka 100 miiyónir kr. úr verðmiðlunarsjóði mjólkur, að lækka endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna svínakjöts og kjúklinga um 50 milljónir kr. og lækka niðurgreiðslu á geymslu- og vaxtakostnaði kindakjöts um 50 milljónir. Hauki Halldórssyni formanni Stéttarsambandsins að ráðherra hefði í gær verið gerð grein fyrir því að ef farið yrði út í einhliða aðgerðir sem brytu í bága við bú- vörusámningi myndu bændur sækja rétt sinn fyrir dómstólum en talið er að lækkun niður- greiðslna á vaxta- og geymslugjald geti gengið gegn ákvæðum samn- ingsins. Halldór Blöndal lagði á það áherslu að tillögumar væru ekki frágengnar. Rétt væri að sjá hvemig þær litu út áður en farið væri að tala um samningsrof. Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu. Með aðgerðunum er fyrirhugað að lækka útgjöld til landbúnaðar- mála um 250 milljónir en í gær lá ekki fyrir hvemig ná ætti þeim 50 milljóna króna spamaði sem vantar upp á þá tölu. Eurocard miðar við desembergengið GUNNAR Bæringsson forstjóri Kreditkorta hf segir að við næstu útskrift Eurocard reikninga, 17. desember, verði farið að veiyu og miðað við gengi þann dag. Vísa ætlar hins vegar að bregða út af vana og taka á sig gengismismun frá 17. tíl 23. nóvember. Við gengisfellingu krónunnar í byijun vikunnar vöknuðu spuming- ar um hvað gert yrði varðandi er- lendar úttektir dagana frá uppgjöri 17. nóvember fram að lækkun sex dögum seinna. Hjá Vísa var ákveð- ið að miða við eldra gengið þessa daga við næstu útskrift en Euro- card ætlar að fara að venju og reikna með skráðu gengi dollara við uppgjör í desember. Gunnar Bæringsson bendir á að dollarinn hafí nú þegar lækkað í verði um næstum krónu frá byijun vikunnar. Stjóm Stéttarsambands bænda samþykkti á fundi sínum í gær að háfna nýjum álögum á búvöm- framleiðsluna og lækkun endur- greiðslna ríkisins á virðisauka- skatti. „Bændur hafa með búvöru- samningum skuldbundið sig til að lækka búvömverð í trausti þess að þær aðgerðir skili sér í lækkuðu vöraverði til neytenda. Óþolandi er að ríkisvaldið komi með aukinni skattlagningu í veg fyrir að slík verðlækkun á inr.lendum búvömm náist fram. Samkeppnisstaða eggja-, kjúklinga-, svína- og nau- takjötsframleiðslu veikist sérstak- lega í kjölfar fyrrgreindra að- gerða," segir í samþykktinni. Jafnframt lýsti stjóm Stéttar- sambandsins sig tilbúna til við- ræðna um framkvæmd búvöm- samnings, meðal annars um fyrir- komulag á greiðslu vaxta- og geymslugjalds. Fram kom hjá Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ Tel samkomulagið vera hagstætt fyr- ir sjávarútveginn dag Stór þyrla hefði dugað betur TF-SIF hefur orðið frá að hverfa í sjúkraflugi fjórum sinnum í nóv- ember 20 AÖventan hefst á sunnudag Upplýsingar um kirkjustaríið í að- ventunni 34 Foringinn handtekinn____________ Lögregla hefur handsamað foringja þýskra hryðjuverkamanna 25 Leiöari Fylgjumst með verðlagi 26 ílí ppfiStaB Sjálfsvíg ungs fófks Sgífg rannsökuð á Austurlandi Fasteignir Víkingasetur í Hafnarfirði- íbúðarkaup - Nýtt fasteignamat- Jámrúm - Skemmdar lagnir- Mannvirkjaþing Daglegt líf ► Reynsluakstur á Daihatsu Applause - Herbergi ungiinga - Fjallahjólaferð - Ný jóladagatöl - Um Dyflinni - Ljósmyndamiðstöð áíslandi MAGNÚS Gunnarsson, annar teggja formanna í nefnd þeirri sem endurskoðað hefur lög um stjórnun fiskveiða, segist telja að samkomulag það sem tókst í nefndinni síðastliðinn mánudag um stofnun Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins, sem m.a. felur í sér að ákveðin er gjaldtaka af fiski- skipum frá og með flskveiðiárinu 1996/97 sé hagstætt fyrir sjávar- útveginn. „Ég treysti því, þegar menn hafa kannað það betur hvað það felur í sér, að menn verði mér þá sammála," sagði Magnús í samtali við Morgun- blaðið I gærkveldi, en hann er staddur í Brussel. Aðspurður hvort sú staðreynd að Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hefur fyrir hönd Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hafn- að samkomulaginu, eins og kom fram hér í Morgunblaðinu í gær, breytti einhveiju í hans huga, sagði Magnús: „Ég trúi því að þetta sam- komulag sé gott fynr sjávarútveg- inn og afstaða LÍÚ breytir ekki þeirri skoðun minni. Það hefur ekk- ert komið fram frá því að við geng- um frá þessu sem bendir til ein- hvers annars.“ Magnús kvaðst vissulega geta fallist á það sem Kristján Ragnars- son segði að það væri ógeðfellt í reynd fyrir menn að taka upp vandamál liðinna tíma inn í þessa samningagerð, en þegar staða málsins væri metin í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við í dag, þá teldi hann að þegar til lengri tíma væri litið ætti samkomulagið þrátt fyrir allt að geta orðið sjávar- útvegnum til farsældar. Tjón í elds- voða hjá Nord Morue TALSVERT tjón varð af völdum eldsvoða i fyrirtæki SÍF, Nord Morue, I Frakk- landi í fyrranótt. Miklar skemmdir urðu á skrifstofu fyrirtækisins og skemmdust bókhaldsgögn og tölvubún- aður, auk þess sem tjón varð á birgðum. Tjónið hefur ekki verið met- ið til fjár en fyrirtækið er tvyggi, að því er fram kemur 1 frettatilkynningu. Þar segir einnig að erfítt sé að gera sér grein fyrir því hve mikið tjón hljotist af þeirri stöðvun á framleiðslu sem fylgi í kjölfar- ið en einnig raskist sölu- 0g markaðsstarfsemi. Nú er há- annatími á mörkuðum fyrir- tækisins, sem hefur 125 starfsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.