Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 FOLK ■ ÖRN Viðar Amarson sem leikið hefur knattspymu með KA undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga til liðs við nágrannana í Þór. ■ ÓRN Viðar, sem áður lék með Reyni á Árskógsströnd, hefur leikið á miðjunni og í vöm KA, og á 69 leiki að baki í 1. deild. ■ PORTLAND tapaði fyrsta leik sínum í NBA-deildinni á þessu keppnistímabili í fyrrinótt, fyrir Phoenix á útivelli, 122:117. Það var Charles Bar- Frá Gunnari kley sem fór á kost- Valgeirssyni um í liði Phoenix l Bandaríkjunum 0g gerði 33 stig og tók 18 fráköst. Tom Chamber var einnig góður í liði heimamanna, gerði 23 stig. Clyde Drexler var stigahæstur í liði gest- anna að venju með 36 stig. ■ LOS Angeles Lakers tapaði fyrir New Jersey á heimavelli sín- um. 98:100. Lakers hafði 7 stiga forystu fyrir fjórða leikhluta en New Jersey var sterkari á enda- sprettinum. Þetta var fyrsti sigur New Jersey á Lakers í Los Angel- es síðan 1978. P BOSTON náði loks að sýna sitt rétta andlit og vann stórsigur á Washington, 150:112. Reggie Lewis var stigahæstur í liði Boston með 29 stig. ■ PATRICKEwinggerði 30 stig fyrir New York er liðið vann Min- nesota, 78:99, á útivelli. ■ DETROIT hefur byrjað mjög illa og tapaði nú tíunda leik sínum, fyrir Charlotte, 97:101. Detroit, sem varð meistari 1989 og 1990, hefur aðeins unnið tvo leiki. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Vestm.: ÍBV - Haukar kl. 20 KA-húsið: KA-Valur kl. 20.30 1. deild kvenna: Strandg.: Haukar - Selfoss kl. 18.30 2. deild karla: Strandgata: ÍH-Ögri 20 Körfuknattleikur 1. deild karla: Sandgerði: Reynir- ÍS...kl. 20 Blak 1. deild karla: Nesk.: Þróttur - Þróttur R. kl. 20 1. deild kvenna: Nesk.:Þróttur - Víkingur... kl. 21.15 KA-húisð: KA-HK kl. 21.15 Sund Bikarkeppnin SSÍ - 1. deild, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina og hefst í kvöld kl. 20 og verður fram- haldið kl. 14 á laugardag og sunnu- dag. Eftirtalin sundfélög taka þátt í mótinu: ÍA, KR, SH, SFS, UMSK og HANDKNATTLEIKUR / FRAKKLAND Ánægður að vera laus við langar mtuférðir - segirJúlíus Jónasson, sem er kominn á nýtil Parísareftir eins árs dvöl á Spáni Júlíus Jónasson hefur leikið vel að undanförnu. FYRIRLESTUR Tengsl hugarástands og árangurs í íþróttum Sænski sálfræðingurinn Dr. Lars- Eric Unestáhl heldur fyrirlestur um mikilvægi hugarþjálfunar í íþrótt- um í íþróttamiðstöðinni í Laugardal frá kl. 12 - 14 á laugardaginn. Með sífellt betri og markvissari lík- amlegri þjálfun hefur það komið æ betur í ljós að það sem skilur verð- launahafa frá öðrum keppendum er andleg líðan þeirra og hugarástand. Þessi þáttur verður því ætíð mikil- vægari. Dr. Unestáhl hefur rannsak- að og þjálfað þetta hugarástand í fjöl- mörg ár og sýnt fram á mikilvægi þess. Hann hefur m.a. séð um hugar- þjálfun sænsku heimsmeistaranna í handknáttleik ogm ikill meirihluti þeirra sem hafa komist á verðlauna- pall fyrir Svíþjóð hafa nýtt sér þjálf- unarprógram hans. Auk þess hefur hann verið ráðgjafandi fyrir fleiri þjóðir, t.d. ólympíulið Kanada og Sovétríkjanna. Hugmyndir og aðferðir Dr. Unestáhl eru þess eðlis að þær má laga að öllum íþróttagreinum. Hann hefur skrifað 14 bækur auk þess sem hann hefur gert yfir 50 progröm bæði tengd íþróttum, kennslu og stjómun. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur kr. 1.000. KNATTSPYRNA Víkingur sækir um Laugardalsvöllinn NÝKJÖRIN stjóm knatt- spyrnudeildar Víkings hef ur ákveðið að sækja um að leika heimaleiki sína f 1. deild karla næsta tímabil á aðalleikvang- inum í Laugardal. Víkingar lögðu inn slíka um- sókn til íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur vegna síðasta tímabils og fengu þá já- kvætt svar, en vegna endurbóta á aðalleikvanginum var völlurinn lokaður lengst af og því ákváðu þáverandi Islandsmeistarar að leika heimaleikina áfram á velli sínum við Stjömugróf frekar en á Vaibjamarveili í Laugardal. Magnús R. Guðmundsson, framkvæmdastjóri knattspymu- deildar Víkings, .sagði við Morg- unblaðið að aðstæður í Stjömu- grófinni hefðu ekkert breyst. Þar væri aðeins einn grasvöllur og hann nægði hvorki fyrir æfíngar allra flokka né leiki. Því yrði deild- in eins og fyrir síðasta tímabil að hafa allar klær úti til að fá að- stöðu annars staðar, en s.l. sumar hefði hún fengið aðstöðu á Ár- mannsvelli og í Mosfellsbæ og vonaðist til að sama yrði upp á teningnum næsta ár. Hann sagði ennfremur að slæmt væri að þurfa að bjóða uppá leiki í 1. deild á vellinum við Stjörnugróf meðan aðkoman og aðstæður fyrir áhorfendur væru ekki betri. Þá hefðu eftirlits- dómarar hvað eftir annað sett út á gang mála og þó reynt hefði verið að koma til mÓts við kröf- umar væri enn langt í land. Víkingur er þriðja 1. deildar félagið, sem óskar eftir að leika heimaleiki sína á aðalleikvangin- um í Laugardal á næsta tímabili. Valur iagði inn umsókn þar að lútandi ekki alls fyrir löngu eins og blaðið hefur greint frá og Fram, sem hefur eitt 1. deildar félaga leikið á Laugardalsvelli undanfarin ár, breytir ekki út af venjunni. Framarar hafa einnig haft með veitingasöluna að gera, en Valsmenn hafa sótt um að fá hana og Magnús sagði að Víking- ar teldu eðlilegt að sækja um söl- una, þegar hún verður boðin út. JÚLÍUS Jónasson og félagar hans hjá París St. Germain voru nálagt þvf að stöðva tveggja ára sigurgöngu Venissieux i'Lyon um sl. helgi - voru tveimur mörkum yfir rétt fyrir leikslok, en máttu síðan sætta sig viðtap, 20:19. „Við vorum klaufarað missa tveggja marka forskot, 17:19, niður ítap. Heimamenn skoruðu sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru til leiksloka," sagði Júlíus, sem skoraði sjö mörk í leiknum. Venissieux er bæði meistari og bikarmeistari í Frakklandi. Júlíus lék með Bidasoa á Spáni sl. keppnistímabil, en þangað fór hann frá Asnieres í París. Hann er aftur kominn til Parísar og leik- ur með París St. Germain, en mikl- ar breytingar hafa verið hjá félag- inu. „Eftir að Canal Plus sjónvarps- stöðin keypti stóran hlut í París St. Germain var ákveðið gera félagið að íþróttaveldi í París og taka einn- ig upp handknattleik, körfuknatt- leik og blak hjá félaginu. Asnieres leikur nú undir merkjum St. Germa- in og verð ég að segja að umgjörð- in er betri en áður - traustari og forráðamennimir hafa meiri pen- inga til umráða," sagði Júlíus. Mikil uppsveifla hefur orðið í handknattleik í Frakklandi eftir að Frakkar tryggðu sér bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Barcelona með því að leggja íslendinga að velli. „Deildarkeppnin hér er orðin mjög sterk og áhugi fyrir henni meiri. Nú hefur verið ákveðið að fjölga liðum úr tólf í sextán og leika deild- ina eins og á Spáni. Þá verður leik- ið í tveimur átta liða riðlum,“ sagði Júlíus, en París St. Germain er í sjötta sæti eftir níu umferðir. Hafa orðið miklar breytingar á tiðinu síðan þú lékst með því fyrir tveimur árum? „Nei, ekki svo miklar. Félagið hefur fengið rúmenska línumanninn Mocano til liðs við sig og er það mikill styrkur. Liðið er byggt á ungum og efnilegum leikmönnum. Annars má segja að það sé millibils- ástand hjá félaginu, því að þegar félögin sameinuðust var búið að loka á félagaskipti í Frakklandi,“ sagði Júlíus, en það tók hann nokk- um tíma að ná sé_r á strik ný í frönsku deildinni. „Ég var þreyttur eftir keyrsluna fyrir Ólympíuleik- ana og á þeim. Þá bætti það ekki 1 úr skák að ég fékk matareitrun, en ég er orðinn góður núna.“ Hver er munurinn á að leika í Frakklandi og á Spáni? „Munurinn er þó nokkur því að Frakkar leika ekki eins hraðan og harðan handknattleik og Spánveij- ar. Mesti murinn fyrir mig er þó að vera laus við langar rútuferðir eins og tíðkast á Spáni þegar félög fara í útileiki. Við fömm í flugi í útileikina hér í Frakklandi." Júlíus kemur til íslands fyrir jól og æfir með landsljðinu fyrir þrjá leiki gegn Frökkum milli jóla og nýárs. „Eg fer síðan aftur til Frakk- lands, en verð laus 24. janúar til i að taka þátt í lokaundirbúningnum fyrir heimsmeistarakeppnina í Sví- þjóð. Þá fer ég til Noregs til að \ taka þátt í Lotto-keppninni með landsliðinu,“ sagði Júlíus. KNATTSPYRNA Ámundi þjálfar Gróttu jlD^mundi Sigmundsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari Gróttu sem leikur í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Hann þjálfaði BÍ frá ísafirði sl. tvö keppnistímabil með góðum árangri. Hann kom BÍ upp í 2. deild fyrra árið og liðið hélt sæti sínu í deild- inni sl. sumar. Ámundi mun einnig leika með Gróttu. Sæbjöm Guðmundsson, sem Ámundl Sigmundsson. þjálfaði Gróttu sl. sumar, hefur ákveðið að hvíla sig á þjálfun og mun leika með Gróttu næsta sumar eins og hann gerði síðastliðið sum- ar. GOLF / EM FELAGSLIÐA Þokkalegt hjá GR SVEIT GR varð í 8. sæti á Evr- ópumóti félagsliða í golfí sem lauk á La Quinta vellinum á Spáni um síðustu helgi, en alls tóku 20 klúbbar þátt í mótinu. Hillerod golf- klub frá Danmörku sigraði á 574 höggum en GR-menn láku á 593 höggum. Sigurður Hafsteinsson lék á 295 höggum, 11 yfir pari, og lenti í 13 sæti, en þeir Rangar Olafsson og Jón Karlsson voru aftar á merinni. Spánverji sigraði í einstaklings- keppninni, lék á sex höggum undir pari en Finni varð í örðu sæti á parinu. „Ég lék mjög vel og þessir ellefu yfir komu á fjórum brautum. Völl- urinn er mjög þröngur og ef maður fór eitthvað útaf þá var það dýr- keypt,“ sagði Sigurður við Morgun- blaðið. Sigurður sagði allan aðbúnað \ hafa verið góðan og sér og Rang- ari hafí þótt sérlega skemmtilegt að fá tækifæri til að leika með | Manuel Pinero, sem er einn þekkt- asti kylfingur Spánar. „Við lékum við hann og félaga hans einn dag- j inn fyrir keppnina og hann kenndi okkur margt. Pinero er mjög þægi- legur náungi sem gaman var að leika með,“ sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.