Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 10
10 MÖftÖÍÍNBlAÖIÐ jPÖSTUbÁGÚÉ1 Ó7. ‘ WÓVÉMBÉR' l'ð92 Portrett, sjavar- myndir og fantasíur Málverkasýning Steingríms St. Th. Sigurðssonar í Galerie fantasíur. í fréttatilkynningu Roð-í-gúl að Hallveigarstig 7, sem var opnuð 19. nóvember, er segir að Steingrímur verði með opin þessa og næstu helgi, föstudag, Iaugardag og sunnudag kl. tvær uppákomur sýningardag- 14-22. ana, annars vegar söngkonu frá Þetta er 73. sýning Stein- og eldri verk, um 40 myndir, Akranesi, hins vegar Evrópu- gríms. Hann sýnir nú bæði ný ýmist portrett, sjávarmyndir eða frægan „blues-ista“. Skáldsaga eftir Guð- mund Einarsson MAMMA ég var kosinn, heitir skáldsaga eftir Guðmund Einars- son. í kynningu útgefanda segir: „Guð- mundur Einarsson þekkir veröld stjómmála af eigin reynslu, sem fyrr- um alþingismaður, þingflokksmaður, framkvæmdastjóri stjómmálaflokks og núverandi aðstoðarmaður ráð- herra. Guðmundur er kunnur fyrir greinargóð skrif í blöð og tímarit, þar sem skopið er aldrei langt undan. Nú hefur Guðmundur sent frá sér bók sem ber nafnið Mamma ég var kosinn. Bókin er tvíþætt; annars veg- ar mjög opinská frásögn af störfum á Alþingi og stjómmálaflokkum og flytur staðreyndir sem enginn hefur viljað né þorað að segja fyrr, hins vegar skáldsaga sem byggist á póli- tískri reynslu og skerpir skilning manna á hinum flókna heimi stjóm- mála. Lesandinn kynnist baksviði Alþingis, leyndardómum þingflokks- funda, hrossakaupum í baksölum, samspili stjómmálamanna og fjöl- miðla, baktjaldamakkinu við stjóm- armyndanir og innanflokksátökum og hrærist í andrúmslofti valdabar- áttu og mannlegra samskipta, þar sem enginn er annars bróðir í leik.“ Útgefandi er Örn og Örlygur. Bókin er 220 blaðsíður með teikn- ingum eftir Ólaf Pétursson. Hún Guðmundur Einarsson er prentuð í Prentstofu G. Ben. og bundin hjá Arnarfelli. Verð: 2.880 krónur. Nýjar bækur ■ Dyrnar opnast - frá ein- hverfu til doktorsnafnbótar heitir bók eftir Dr. Temple Grandin í þýðingu Ragn- heiðar Oladóttur. Þetta er íýrsta bókin þar sem ein- hverfu er lýst frá sjónarhomi ein- hverfrar mann- eskju. I kynningu út- gefanda segir m.a.: „Fáir hafa ver- ið til frásagnar um þá sérstæðu fötlun sem einhverfa er, enda er eitt af einkennum hennar erfiðleik- ar í tjáskiptum. Ýmsar kenningar hafa verið á kreiki um orsakir ein- hverfunnar; margar byggðar á van- þekkingu og sveipaðar dulúð. Á undanförnum ámm hafa miklar framfarir átt sér stað í skilningi á einhverfu og er hin bandaríska Temple Grandin ein þeirra sem hafa lagt drýgstan skerf á þær vogarskálar. Hún var greind ein- hverf sem barn en tókst að yfir- vinna helstu samskiptatálma þess- arar fötlunar og er nú doktor í dýrasálfræði og mikil metin á því sviði. Henni hefur tekist að koma til skila reynslu sinni af einhverfu bæði í formi fyrirlestra og í bók sinni Dyrnar opnast frá einhverfu til doktorsnáfnbótar sem Umsjóna- félag einhverfra hefur nú gefið út. Þetta er fyrsta bókin þar sem þess- ari reynslu er lýst. Bókin hefur vakið mikla athygli víða um lönd og er talin lykilbók að skilningi manna á þessari fötlun.“ Umsjónarfélag einhverfra gef- ur bókina út. Bókin er 160 bls. og kostar 1980 krónur. ■ Fjörið blikar augum /heitir safn eittþúsund hestavísna í saman- tekt Alberts Jóhannssonar í Skógum. Albert Jóhannsson segir m.a. í formálorðum bókarinnar: „Ekki þurfum við að kynnast hesta- mennsku annarra þjóða mikið til að sjá að á þessu sviði búum við frá fornri tíð við nokkra sérstöðu. Við heygðum gæðinga okkar með viðhöfn, drukkum þeim erfí og skrifuðum sögur og sagnir um þá. Galerie Roð-í-gúl, Hallveigarstíg Ein mynda Steingríms á sýningunni er „Skæruliðaforinginn" (Krúsi í Svartagili). Við myndina standa listamaðurinn og innrömmunarmeistari hans Sigurjón. Um helgma M YNDLIST Hafnarborg Afmælissýning í tilefni af 90 ára afmæli Sparisjóðs Hafnar- fjarðar verður opnuð í aðalsal Hafnarborgar sunnudaginn 29. nóvember. Á sýningunni verða myndir og munir sem tengjast sögu sparisjóðsins. Einqig verða sýndar myndir úr teiknimynda- samkeppni sem sparisjóðurinn efndi til meðal nemenda í grunn- skólum Hafnarfjarðar. í Sverrissal er sýning á myndum úr nýjum íslenskum barnabókum eftir listamennina Sigrúnu Eldjárn, Gylfa Gíslason og Tryggva Ólafs- son. Myndirnar eru úr fimm bókum og efni þeirra íjölbreytt: Þjóðsög- ur, gamanljóð, saga af íslenskum krökkum sem fara til Afríku og ljóð um litina. Laugardaginn 28. nóvember kl. 15 verður upplestur úr bókunum í Hafnarborg. Sýningamar era opnar frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Listhúsiö Laugardal SAMSETT sýning verður opnuð í sýningarsal Listgallerís laug- ardaginn 28. nóvember. í frétta- tilkynningu segir að sýndur verður listiðnaður, listhönnun og listaverk ólíkra aðila. Sýnd verða handunnin teppi frá Mið-Anatólíu. Einnig verður sýnd ítölsk nytjalist. Auk þess era jám- og glerlista- verk Mörtu Maríu Hálfdánardóttur til sýnis. Listgalleríið er opið virka daga og laugardaga í desember kl. 10-18, á sunnudögum til 14.00 Nýlistasafniö SÝNING verður opnuð á verkum Hallgríms Helgasonar laugar- daginn 28. nóvember í efri sölum Nýlistasafnsins á Vatnsstíg 3b. Á sýningunni eru eingöngu port- rett, flest mynduð með olíu á striga, en einnig ofin í fundin efni. Hallgrímur starfar sem mynd- listarmaður, auk þess sem hann hefur umsjón með Útvarpi Man- hattan á Rás 2. Þetta er 15. einka- sýning Hallgríms. Sýning á portrettmyndum Hall- gríms stendur til 13. desember. (Fréttatilkynning) LEIKLIST Raufarhöfn Leikfélag Raufarhafnar frumsýnir leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson í félags- heimilinu Hnitbjörgum á Rauf- arhöfn föstudaginn 27. nóvem- ber kl. 20.30. Blásarakvintett Reykjavíkur. Morgunblaðid/Ámi Sæberg Leikstjóri er Margrét Óskars- dóttir, sem hannaði einnig búninga og leikmynd. Aðalhlutverk eru í höndum Jónasar Friðriks Guðna- sonar, Sigurveigar Bjömsdóttur og Hrólfs Björnssonar. Næstu sýningar verða laugar- dag 28. nóvember, sunnudag 29. nóvember og þriðjudaginn 1. desember. (Fréttatilkynning) TONLIST Listasafn Sigurjóns Blásarakvintett Reykjavíkur heldur tónleika i Listasafni Sig- uijóns, Laugarnesi, sunnudag- inn 29. nóvember kl. 17. Kvint- ettinn er á förum til London, þar sem hann mun koma fram á þrennum tónleikum á Barbic- an-listahátíðinni. Á efnisskrá tónleikanna á sunnudag era kvintett nr. 2, op. 88 eftir Anton Reicha, blásarak- vintett eftir Áskel Másson, sem verður framfluttur í London nokkr- um dögum seinna, og kvintett op. 43 eftir Carl Nielsen. Kvintettinn skipa þeir Bemharð- ur Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Jósef Ogni- bene og Hafsteinn Guðmundsson. Og síðast en ekki síst ortum við um þá kvæði og stökur í svo ríkum mæli að nánast má kalla sérstaka grein af þeim meiði bókmennta sem ljóðagerð kallast. Þar á ég við hestavísur ... Fjöldi hestavísna er ótölulegur. Þær hafa birst í ljóða- bókum og tímaritum og flogið manna á milli vítt um land. Flestir hestamenn eldri . kynslóðarinnar kunnu mikið af hestavísum og víða era til söfn vísna sem menn skráðu og varðveittu." Útgefandi er Örn og Örlygur. Bókin er 184 bls. Káputeikning er eftir Pétur Behrens. Bókin er prentuð hjá Steinholti og bundin hjá Flatey hf. Verð 1980 krónur. ■ Myndaatlas Iðunnar er korta- bók sem einkum er ætluð ungu fólki og nær yfír öll lönd og álfur verald- ar. í kynningu útgefanda segir: „Kortin era fallega teiknuð og á þeim sjást ekki aðeins fjöll, ár, hver- ir og jöklar, heldur einnig stórbygg- ingar, áhugaverðir staðir, fólk, dýr, plöntur, fæðutegundir og þjóðar- íþróttir. Hvetju korti fylgir ramma- grein með gagnlegum upplýsingum og margvíslegum fróðleik um við- komandi lönd. Þar era litljósmyndir sem sýna landslag eða gróður og dýralíf. Einnig era myndir af öllum þjóðfánum og sagt frá frægum byggingum og sérkennilegum nátt- úrafyrirbæram." Útgefandi er Iðunn. Óskar Ingimarsson þýddi bókina. Verð: 3.480 krónur. ■ Heitur blær heitir skáldsaga eftir Kristin McCloy í þýðingu Signýjar Sen. I kynningu segir: „Sagan segir frá ungri háskólastúlku Ellie, sem í skugga skyndilegs fráfalls móður sinnar dvelur sumarlangt hjá föður sínum, lögregluþjóni í smábæ í Norður-Karólínu. Ellie starfar sem þjónustustúlka í veitingahúsi bæjar- ins, en á kvöldin sækir hún til hins myndarlega Jesse.“ Bókin lýsir djarflega og hispurs- laust heitum ástarfundi þeirra Ellie og Jesse, og auðvitað á Ellie kær- asta í stórborginni New York sem birtist þegar síst skyldi. Létt og opinská ástarsaga með erótísku ívafi, segir í kynningunni. Útgefandi er Bókaútgáfan Krydd í tilveruna. Bókin er 220 blaðsíður og kostar 1.980 krónur. ■ Hver vill leika við mig? heitir bamabók eftir Michele Coxon, Vilborg Davíðsdóttir þýddi. í kynningu útgefanda segir m.a.: „„Sagan segir frá stráknum Láka og kettinum Bröndu sem era ein- mana. Þau leggja af stað, hvort í sínu lagi, til að fínna sér leikfélaga, en það er hægara sagt en gert. Það er sama hvern þau spyija, enginn nennir eða má vera að því að leika við þau. En svo hittast þau loks inni í miðri bók. Þá verður fagnað- arfundur og þau þurfa ekki að láta sér leiðast lengur. Þetta er ljómandi falleg bók sem leggur áherslu á gildi vináttunnar og að „maður er manns gaman“.“ Útgefandi er Örn og Örlygur. Bókin er 40 blaðsíður og kostar 880 krónur. Enn meira skólaskop nefnist önnur bók sem Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Siguijónsson hafa tekið saman. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Höfundar hinna vinsælu skólas- kops-bóka hafa enn safnað saman gamnsögum úr skólalífinu og notið við það aðstoðar fjölda fólks með gott skipskyn. í þessu fjórða bindi fá að sjálfsögðu allir sinn skammt, jafnt kennarar sem nemendur." Útgefandi er Æskan. Hjördís Ólafsdóttir teiknaði myndir. Al- menna auglýsingastofan annað- ist útlitsgerð. Oddur Stefán tók kápumyndina. Offsetþjónustan hf. braut bókina um og vann film- ur. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði og batt. Verð 1.490 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.