Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 52
Gæfan fylgi þér í umferðinni S1ÓVá{^ALMENNAR MORGUNBLABID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Jólatré hækki Jólatré Landgræðslusjóðs verða seld á sama verði fyrir jólin og í fyrra. Að sögn Kristins Skæringssonar framkvæmdasfjóra, hefst salan fyrstu helgina í desember að venju. Verð á jólatijám ræðst af stærð og kost- ar rauðgreni, sem er 1 m til 1,25 m á hæð 1.020 kr., stafafura kost- Morgunblaðið/RAX % ekki í verði ar 1.420 kr. og þynur kostar 2.100 kr.. Rauðgreni sem er frá 1,25 m til 1,50 m á hæð kostar 1.430 kr., stafafura kostar 1.990 kr. og þyn- ur 2.700 kr.. Rauðgreni sem er 1,50 m til 1,75 m á hæð kostar 1.900 kr., stafafura kostar 2.660 kr. og þynur kostar 3.400 kr.. Kjaramálaályktun 37. þings Alþýðusambands íslands á Akureyri Skorað á félögin að und- írbúa uppsögn samninga Norðmenn vilja kaupa ^tanngull og -fyllingar NORSKA fyrirtækið Norsk Edel- metall auglýsir í nýjasta tölublaði Tannlæknablaðsins, að það hafi áhuga á að kaupa héðan tanngull og tannfyllingar úr eðalmálmum. Hannar Falk, talsmaður Norsk Edelmetall, segir að hér sé um tilraunastarfsemi að ræða en þeir séu í föstum viðskiptum við marga gullsmiði hérlendis. Nokkur viðbrögð hafa verið við auglýsingunni og fjöldi fyrirspuma borist til Noregs. Falk segir að þegar hafi flórir tannlæknar selt þeim gull- —■ fyllingar héðan. „Við erum með viðskípti við mik- inn fjölda tannlækna í Noregi og Svíþjóð og kaupum af þeim tannfyll- ingar úr eðalmálmum til endur- vinnslu og sölu,“ segir Falk. „Venju- leg tannfylling úr gulli er ekki hreint gull heldur samsett úr 6-7 málmum og það sem við gerum er að bræða fyllingamar, greina málmana í þeim í sundur og endurvinna þá síðan. Við vildum kanna hvort ekki væri markaður á íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum." ..—-.♦ -♦----- Landslagsljósmyndun ViU að alþjóð- legmiðstöð rísi á íslandi SVISSNESKI ljósmyndarinn Christian Mehr er staddur hér á landi og leitar stuðnings við þá hugmynd sína að gera Island að miðstöð landslagsljósmyndunar með þátttöku þekktustu ljósmynd- ara veraldar á þessu sviði. Cristian Mehr, sem er þékktur heimildaljósmyndari, hefur þegar unnið undirbúningsskýrslu þar sem hann rökstyður með hvaða hætti þessu yrði hagað, en meginröksemd- in er sú að með því að bjóða hingað hópi þekktustu atvinnuljósmyndara til námskeiðahalds og fyrirlestra myndu þúsundir áhugamanna um landslagsljósmyndun koma til lands- ins til þátttöku og til þess að spreyta sig sjálfír með myndavélamar í ís- lenskri náttúru. Sjá nánar bls. C/9. í DRÖGUM að ályktun um lgara- og efnahagsmál sem liggja fyrir 37. þingi Alþýðu- sambands íslands á Akureyri er skorað á aðildarfélögin að undirbúa uppsögn gildandi kjarasamninga og lýst er furðu á að ríkisstjórnin skuli hafa hafnað samkomulagi um tekju- jöfnunaraðgerðir sem hefðu varið kaupmátt almenns launa- fólks og treyst undirstöður at- vinnulífsins. Undirbúa eigi hreyfinguna undir átök til að sækja rétt sinn og kjör. Drögin verða rædd við aðra umræðu um kjara- og atvinnumál, sem fram fer í dag á síðasta degi þingsins. í drögunum er harðlega mót- mælt kjaraskerðingu ríkis- stjómarinnar og lýst ábyrgð á hendur henni vegna þess alvarlega ástands sem blasi við í atvinnulífi og á heimilum í landinu. Verka- lýðshreyfingin hljóti að bregðast við þessu af fullri hörku. í næstu kjarasamningum verði launafólk að sækja leiðréttingu vegna þeirra kjaraskerðinga sem leiði af að- gerðum ríkisstjómarinnar, auk þess sem bæta verði kjör hinna lægstlaunuðu sérstaklega. Þá sé augljóst að ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar verði kaupmáttartrygging launa svo launafólk þurfí ekki að standa frammi fyrir aðgerðum af þessu tagi bótalaust. Að lokum segir: „37. þing ASÍ skorar á aðildarfélögin að und- irbúa uppsögn gildandi kjara- samninga með tilvísun til gengis- fellingarákvæðis samningsins. Jafnframt skorar þingið á félögin að gangast fyrir umræðum um kjara- og atvinnumál í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem við blasir og felur nýkjörinni miðstjóm að gangast fyrir fundahöldum til að búa hreyfínguna undir átök til að sækja rétt sinn og kjör.“ Sjá fréttir af ASÍ-þinginu á bls. 22. Vitum nú að engin persónu- dýrkun er í A-Þýzkalandi - sagði Hjörleifur Guttormsson í afsökunarbréfi til aust- ur-þýzka kommúnistaflokksins eftir birtingn skýrslna SIA HJÖRLEIEUR Guttormsson, núverandi þingmaður Alþýðubandalagsins, ritaði mið- stjórn austur-þýzka kommúnistaflokksins (S.E.D.) afsökunarbréf árið 1962 eftir að Morgunblaðið hafði birt útdrætti úr leyni- skýrslum Sósíalistafélags íslendinga austan- tjalds (S.Í.A.). Þetta kemur meðal annars fram í nýrri bók Almenna bókafélagsins, Liðsmenn Moskvu, eftir þá Arna Snævarr fréttamann og Val Ingimundarson sagn- fræðing. í bókinni koma fram margvíslegar upplýsingar um tengsl íslenzkra kommún- ista og sósíalista við austantjaldsríkin. í skýrslum S.Í.A., sem var félagsskapur ís- lenzkra námsmanna í Austur-Þýzkalandi, undir forystu Hjörleifs Guttormssonar, var m.a. að finna gagnrýni á þjóðfélagskerfí sósíalismans. Einnig hafði Walter Ulbricht, leiðtoga S.E.D., verið Iýst þar sem litlum stjómvitringi. „Höf- undamir telja að þeir skilji nauðsyn þess að flokkur verkalýðsstéttarinnar fari með forystu- hlutverk [í þjóðfélaginu]," segir í afsökunar- bréfínu, sem Hjörleifur og Franz Gíslason rit- uðu saman og vitnað er til í bókinni. „í því sambandi vanmátu þeir hins vegar þátt lýðræð- islegs miðstjómarvalds sem er bráðnauðsyn- legt. Þetta kom skýrast fram í gagnrýni á fé- laga Ulbricht, en hún á sér enga stoð. Nú vit- um við að um enga persónudýrkun er að ræða [í Austur-Þýzkalandi] og hefur aldrei verið, enda er hann reyndur baráttumaður og félagi auk þess sem hann er fær embættismaður." í Liðsmönnum Moskvu segir að dæmi hafí verið þess að kommúnistar í Moskvu hétu styrkjum í íslenzka verkfallssjóði. Hið Moskvu- holla Alþjóðasamband verkalýðsins (W.F.T.U.) hafi þannig lofað peningum 1952. „í bókum miðstjómar sovézkra kommúnista er að finna dæmi um framlög í íslenzka verkfallssjóði. í þetta skipti fékk Dagsbrún stórfé, fímm þúsund brezk pund, beint úr sovézka ríkiskassanum," segir í bókinni. sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.