Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 37
seei aaaMavoM .rs HUOAQUT8oa geiq/uIsviuohom ________ oo MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 37 Skólakerfi á villigötum? Er aðeíns tíl ein mælistika fyrir hagkvænmi skóla? eftir Albert Einarsson Skólar eru eins og aðrar stofn- anir og fyrirtæki settar undir hag- kvæmnimælistiku. Fundið er út viðmið sem tákna á hagkvæmt fyrirkomulag hv,að stærð og gerð skóla snertir. Almennt viðmið er að litlir skólar séu óhagkvæmari en stórir skólar og verknámsskólar séu dýrari en bóknámsskólar. Vel má vera að fyrir þessu sé fótur ef rekstrardæmi skólanna er skoð- að einangrað, en ekki er þetta þó einhlítt. Sami grautur í sömu skál Lengst af hefur aðalviðmið við fjárhagsáætlanir framhaldsskóla verið nemendafjöldi. Áætlaður nemendafjöldi ákvarðar stöðugildi kennara og rekstrarumfang. Hver verknámsnemandi hefur þó meira vægi en bóknámsnemandi vegna eðlis verkkennslunnar. í minna mæli er tekið tillit til verkefna skólanna að öðru leyti og nánast ekkert til staðsetningar þeirra og þjónustusvæða. í aðalatriðum eru skólamir með- höndlaðir eins og þeir væru sami grautur í sömu skál. En svo er alls ekki. Starfsmunstur skólanna er afskaplega mismunandi og þjón- ustusvæðin eru líka mjög mismun- andi. Starfsmunstrið markast bæði af almennum markmiðum viðkom- andi skóla og ekki síst af því starfi sem þróast hefur í skólastofnun- inni og tekur eðlilega mið af ytri aðstæðum skólans, þ.e. umhverfí hans. Vissulega er rétt að nota nem- endafjölda sem viðmið við fjár- hagsáætlun, en önnur viðmið þurfa að fá aukið vægi vegna þess að þau skipta oftar en ekki miklu máli í rekstri og viðgangi skólans. Fagleg samskipti Starfsemi skóla byggist á fag- legri vinnu sem er annarsvegar fólgin í kennslu og hinsvegar stjómun stofnunar. Kennsla er sérhæft starf sem stendur á tveim fótum. Annarsveg- ar kennslufræðinni og hinsvegar faggreininni sem verið er að kenna. Án annars verður kennslan völt og lítils virði. Stjómun skóla byggist á skiln- ingi á eðli starfseminnar og sam- hengi hennar við umhverfí skól- ans. Án þess dagar skólinn uppi eins og nátttröll í samfélagi sem er í stöðugri þróun. Hlutverk stjómenda er að leiða þróun stofn- unarinnar. Fagleg samskipti kennara og stjómenda út fyrir skólastofnunina eru nauðsynleg til þess að stuðla að eðlilegri þróun hennar og ný- sköpun, sem verður að vera fastur liður í starfi skóla. Málum er líka þannig farið að fáar starfsstéttir eru eins iðnar við hin faglegu sam- skipti og kennarar og þeim rennur því blóðið til skyldunnar. Möguleikar til faglegra sam- skipta era aftur á móti misjafnir eftir því hvar á landinu skólinn starfar. Eðlilega er framboð mest þar sem flestir starfa og kostnaður minni en í dreifbýlinu. Það er af 3M Disklingar og frá að þörfum kennara og stjórnenda skóla til faglegra sam- skipta sé mætt með eðlilegum skilningi þegar fjármunum er út- hlutað til skólanna. í aðalatriðum er áætlaður kostnaður við fagleg samskipti sama hlutfall í rekstri allra skóla, óháð því hvar þeir starfa eða í hverju starfsemin er fólgin. Kostnaður stjómenda Verk- menntaskóla Austurlands vegna stjórnendafunda í Reykjavík er áætlaður svipaður og stjómenda framhaldsskóla í Reykjavík, enda þótt þeir sæki fund í sínum eðlilega vinnutíma, en raunveralegur kostnaður stjómenda að austan sé flugfargjald og oft gisting. Um launagreiðslu vegna fjarveru er ekki að ræða. Sama gildir um nám- skeið og önnur fagleg samskipti kennara, Þessi ráðstöfun setur skólum veralegar skorður við að stuðla að faglegum samskiptum og þar með skólaþróun. Það er einfaldlega hugsað út frá Reylq'a- víkurþörfum, kostnaður umfram þær skerðir almennan rekstur landsbyggðarskólanna. Það þarf svo ekki að taka það fram að það heyrir til undantekn- inga ef fundir stjómenda í fram- haldsskólum eru skipulagðir utan Stór-Reykjavíkur, þ.e. utan þess hrings að fólk komist heim á „kristilegum tíma“, eins og stund- um segir í fundarboðum. Litlir skólar og stórir skólar Því er oft haldið fram að stórir skólar séu hagkvæmari en litlir. Þetta er rétt, en ekki er allt sem sýnist. Áfangakerfíð felur í sér möguleika sem litlir skólar geta nýtt sér til hagræðingar, jafnvel betur en stórir skólar, þannig að það dregur úr hagkvæmnimismun- inum. Orannsökuð, en líkleg, er sú fullyrðing að litlir skólar séu al- mennt betri uppeldisstofnanir en stórir skólar og skili frá sér heil- steyptari einstaklingum og er það væntanlega einhvers virði, líka í hagkvæmnimati. Flestir litlu framhaldsskólanna starfa á landsbyggðinni. Væra þeir ekki til staðar og sami nem- endafjöldi og þar er nú þyrfti að sækja skóla fjarri heimabyggð yrði skólasóknarkostnaður óheyrilegur. Nú sækja t.d. 300-400 nemendur af Austurlandi nám út fyrir fjórð- unginn. Ef úthaldskostnaður vegna eins nemanda er áætlaður 500 þúsund kr. á ári, sem er vægt áætlað, má gera ráð fyrir að 300 nemendur flytji með sér 150 millj- ónir úr fjórðungnum á ári. Veru- legur hluti þessarar upphæðar kæmi fram sem spamaður heimil- „Sjálfstæði skóla er nauðsynleg forsenda til þess að þeir geti notið sérstöðu sinnar og skipulagt starfsemi sína í lifandi tengslum við umhverfið. Sjálf- stæði skóla hvetur einn- ig til aukinnar ábyrgð- ar og væntanlega metn- aðarfyllra starfs.“ anna ef nemendur stunduðu nám sitt í heimabyggð. Þennan verulega hluta verður að taka með í reikn- inginn þegar hagkvæmni stórra skóla og lítilla landsbyggðarskóla er metin. Litlu landsbyggðarskól- amir bjóða altént upp á þessa hag- kvæmni, enda þótt hún sé ekki reiknuð inn í rekstrardæmi skól- anna sjálfra. Það er því þess virði að standa vel að baki framhalds- skólum á landsbyggðinni. Mismunandi þjónustuhlutverk Skólar gegna mismunandi þjón- ustuhlutverki í umhverfí sínu og þjónustusvæðin era afskaplega ólík bæði að stærð og gerð. Þjón- ustuhlutverk Verkmenntaskóla Austurlands er t.d. allt annað en Menntaskólans í Reykjavík og svæði það sem Verkmenntaskólinn þjónar er gjörólíkt. Bara vegna þessara þátta er óeðlilegt að bera t.d. þessa skóla saman eða setja þá undir sömu hagkvæmnimæli- stiku. Ég er viss um að í þessum skólum báðum gera menn sér góða grein fyrir hlutverki sínu og um- hverfi, en ég er ekki viss um að sá skilningur nái inn í raðir þeirra sem fjalla um fjárhagsdæmið á æðra plani. Þjónustusvæði Verkmennta- skólans er allt Austurland. Þjón- ustuhlutverk Verkmenntaskólans felst fyrst og fremst í starfsmennt- un hverskonar. Eðlilega miðar Verkmenntaskólinn starf sitt öðra fremur við að þjóna austfirsku at- vinnulífí og samfélagi. Tengsl skól- ans þurfa því að ná út fyrir byggð- arlagið sem skólinn er staðsettur í og gera verður þá kröfu til stjóm- enda að þeir þekki mæta vel til í atvinnulífí fjórðungsins eða þjón- ustusvæðis viðkomandi skóla. Slíkt er forsenda þess að skólinn geti gegnt þjónustuhlutverki sínu. Að öðram kosti verður þjónustuhlut- verkið tilviljunarkennt og í besta falli almennt gildandi án mark- vissrar þátttöku í þróun atvinnu- lísfíns. Skóli sem hefur almennu þjón- ustuhlutverki að gegna, svo sem almennum undirbúningi undir frekara nám á háskólastigi, setur starfi sínu auðvitað aðrar forsend- ur. Það má því færa rök að því að meta þurfí þjónustuhlutverk skóla þegar rætt er um rekstrarkostnað skóla. Vissulega er það vandkvæð- um bundið að meta gildi þjón- ustunnar til umfangs eða verð- mæta, einkum þegar skólum er vart gert kleift að sinna þjónustu- hlutverkinu, þar sem ekki er gert ráð fyrir atvinnulífstengslum í stöðuheimildum eða fjárveitingum. Staða atvinnulífstengils ætti að vera sjálfsagt mál í öllum starfs- menntaskólum. Skólar eru mismunandi stofnanir sem ættu að vera sjálfstæðar Það er rangt að meðhöndla alla skóla því sem næst eins í rekstrar- legu tilliti. Þarfír þeirra era mis- munandi allt eftir því samhengi sem þeir starfa í. Leitin að hag- kvæmasta rekstrarviðmiðinu verð- ur endalaus leit og þar ræður hvorki stærð skóla né skólagerð, Albert Einarsson heldur koma til miklu fleiri þættir. Taka verður fullt tillit til annarra efnahagsstærða í mati á hag- kvæmni, svo sem þeim mikla spamaði sem heimilin njóta með því að nemendur geti stundað nám í eða sem næst heimabyggð og þess byggðapólitíska ávinningi sem í því felst. Sjálfstæði skóla er nauðsynleg forsenda til þess að þeir geti notið sérstöðu sinnar og skipulagt starf- semi sína í lifandi tengslum við umhverfið. Sjálfstæði skóla hvetur einnig til aukinnar ábyrgðar og væntanlega metnaðarfyllra starfs. Höfundur er skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. SnyrtifrœÖingur húðgreinir og kynnir LANCASTER snyrtivörur í dag kl. 13-18 Libia Laugavegi 35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.