Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 42
fclk í fréttum SÖFN Tvífari Clintons úr vaxi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eins og við var að búast fóru sérfræðingar vaxmyndasafns i Madame Tussauds í Lundúnum strax að leggja drög að nýrri styttu í safnið er úrslit forsetakosning- anna í Bandaríkjunum lágu fyrir. Unnið er nú að því að stytta af demókratanum Bill Clinton verði tilbúin er kappinn tekur við emb- ætti 20. janúar á næsta ári. „Yfír- smiðurinn" á safninu, myndhöggv- arinn Stuart Williamson hefur umsjón með verkinu og telur að áætlun muni standast. VIÐURKENNING Nýtt líf kaus Sophiu konu ársins aftur á bak þegar þeir reyndu að komast undan hinum byssuglaða prinsi og samferðamönnum hans. Þá rigndi svo mikið að sumir veiði- mannanna urðu að skipta þrisvar sinnum um föt þann daginn. Þriðji veiðistaðurinn var einnig á Jótlandi og biðu veiðimennirnir þess að veður yrði skaplegt. Fjölgað hafði í hópnum, m.a. slóst Uffe Elleman-Jensen í förina. Ætlunin var að veiða hirti og til þess að það mætti ganga sem best tóku veið: mennimir með sér nóg af nesti. í nestiskörfum prinsins gat m.a. að líta fáeinar rauðvínsflöskur frá vín- lendum hans í Frakklandi, sardínur og síld, stóran pott af kjötkássu, osta, tertur, portvín og svo að sjálf- sögðu gnægð bjórs og snapsa. Nestið rann ljúflega ofan í hópinn sem veiddi samtals átta hyrnda hirti og þrjú dádýr, þar af féll eitt fyrir skotum prinsins. Danadrottning á gangi í hópi vinkvenna, fyrir aftan hana sést í hina ungu Janni Spies-Kjær, sem er orðin tíður gestur í sölum drottningar. HÆFILEIKAKEPPNI Breiðholts- skóli vann Skrekk ’92 Góða veislu gjöra skal Um síðustu helgi efndi skemmtistaðurinn Tunglið við Lækjargötu til fyrstu skipulögðu uppákomu vetrarins, en margar slíkar em fyrirhugaðar í vetur. Af því tilefni var flogið hærra það kvöld en endranær og töfraðar fram veitingar úr hirslum Sigríðar ? veitingastýra sem aldrei fyrr. Til að auka á glæsileik kvöldsins gengu „geishur“ að japönskum sið um beina og buðu fólki að bragða 'i á „sushi“. & Er líða tók á kvöldið hóf upp | raust sína verðandi söngstjarna, I Bima Hafstein, og töfraði fram í • kjölfarið fríðan flokk kvenna sem í fór hamförum á sviðinu við glymr- i andi undirtektir samkomugesta. ‘ Húsfyllir var þetta kvöld og gerðu menn góðan róm að uppákomu þessari og voru meðfylgjandi myndir teknar er veislan stóð sem hæst. " Björk Guðmundsdóttir söngdrottning og vinkona í hita leiksins. ELLEFU grannskólar í Reykjavík tóku þátt í Skrekk ’92, hæfi- leikakeppni grunnskólanna, á mið- vikudag. Að þessu sinni voru það nemendur úr Breiðholtsskóla sem unnu með leikþættinum „Litla stúlk- an með eldspýturnar og stóra stúlk- an með kveikjarann“, en þar segir frá lífshlaupi tveggja stúlkna. I öðra sæti var Árbæjarskóli en atriðið þaðan hlaut einnig sérstaka viðurkenningu fyrir framleika og í þriðja sæti voru atriði frá Hvassaleit- isskóla og Fellaskóla. Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram og sagði Gísli Ámi Eggertsson æskulýðsfulltrúi, að Háskólabíó hefði verið þétt setið og að keppnin Stuart Williamson velur hinum nýja forseta augnstein... Tímaritið Nýtt líf hefur kjörið Sophiu Hansen Konu ársins 1992. Mynd- in var tekin þegar Sophiu var veitt viðurkenning í tilefni þessa. Frá vinstri era Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Fróða, Sophia Han- sen, Sigrún Gunnarsdóttir leirlistakona, sem hannaði verðlaunagripinn og Gullveig Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs lífs. DANMÖRK Konunglegar veiðar TUNGLIÐ Morgunblaðið/Kristinn Atriði úr Árbæjarskóla varð í öðru sæti og hlaut jafnframt sér- staka viðurkenningu fyrir frum- leika. hefði verið þátttakendum og áhorf- endum til mikils sóma. Danski aðallinn brá sér á veiðar nú í byijun vetrar eins og endranær og fóra þar fremst í flokki Margrét Danadrottning og maður hennar, Hinrik prins. Á meðan karlpeningurinn brá sér á veiðar stýrði Danadrottning heilsubótargöngu kvenna um nágrenn- ið. Gætti hún þess jafnframt að halda sig langt frá veiðislóðunum svo engin kvennanna yrði fyrir voða- skoti. Meðal þeirra sem gengu drottningu til samlæt- is má nefna skáldkonuna Helle Stangerup og ferða- málafrömuðinn Janni Spies-Kjær, sem er orðinn tíður gestur í sölum drottningar. Hinrik hefur verið ötull við veiðarnar. Hann hefur bragðið sér til Þýskalands á villisvínaveiðar og til Jótlands á fasanaveiðar. Þær fengu snöggan endi þegar brast á þvílíkt ofsaveður að fasanamir flugu Hinrik prins með veiði- hatt á höfði og Uffe Elle- man-Jensen utanríkis- ráðherra ræða veiðiað- ferðir. Húsfyllir var í Tunglinu þetta kvöld og gerðu við- staddir góðan róm að þeim atriðum sem boðið var upp á á sviðinu. „Geishur“ að japönskum sið buðu gestum og gang- andi upp á „sushi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.