Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 t HELGA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Vesturgötu 65, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 25. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Friðjónsdóttir. t KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR, Hjallavegi 11, Reykjavik, andaðist 25. nóvember. Dadda Sigríður Árnadóttir, Ólafur Árnason, Árni Sædal Geirsson. t Maðurinn minn, JAKOB GUÐVARÐARSON bifreiðastjóri, Háaleitisbraut 39, lést 24. nóvember í Borgarspítalanum. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. desember kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jórunn Lárusdóttir. t ÞÓRÐURÞÓRÐARSON vélstjóri, Laugavegi 35, Siglufirði, sem andaðist 22. nóvember sl. verður jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju 28. nóvember kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hans láti Hjartavernd njóta þess. Margrét Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, BÖÐVAR KETILSSON, Keflavíkurgötu 18, Hellissandi, verður jarðsettur frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á slysavarnardeildina Helgu Bárðardóttur á Hellissandi. Gísli Ketilsson, Guðbjörn Ketilsson, Björgvin Magnússon, aðrir ættingjar og vinir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HELGADÓTTIR, Hlíðarvegi 78, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Jón Ásgeirsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Hallgrfmur Gunnarsson, Rebekka D. Jónsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ásgeir Jónsson, Hrafnhildur H. Ólafsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR ELÍNAR JÓNASDÓTTUR frá Lýsudal, Staðarsveit, til heimilis á Áifhólsvegi 30, Kópavogi, Friðgeir Ágústsson, Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson og barnabörn. Kveðjuorð Elín B. Bjarnadóttir Fædd 1. júlí 1925 Dáin 17. nóvember 1992 Hún Ella er dáin. Þessi fregn barst okkur að áliðnum degi 17. nóvember síðastliðinn. Elín Bryndís Bjamadóttir hét hún fullu nafni, en í okkar hópi var hún ævinlega köll- uð Ella. Enda þótt vitað væri að við slíkri fregn mætti búast, bregð- ur manni þegar hún berst. Langri og erfiðri baráttu vð ólæknandi sjúkdóm var lokið um það bil einu ári eftir að hann varð greindur. Það er erfitt að standa frammi fyrir slík- um dómi máttarvaldanna og verður mörgum ofraun. En Ella tók sínum örlögum af þeirri hugprýði og sálar- styrk að minnisstætt verður öllum þeim sem því kynntust. Og nú er hún er horfin, þessi eftirminnilega kona sem við höfum þekkt síðan leiðir Helenar dóttur hennar og Guðna lágu saman, þau gengu í hjónaband, stofnuðu heim- iU og eignuðust þrjú mannvænleg börn. Samverustundimar með henni em orðnar margar og kynnin við hana mikil og náin. Eftirminni- legastar era fagnaðarstundir og hátíðarsamkomur í fjölskyldu og vinahópi Helenar og Guðna. Oft var sá hópur stór og alltaf setti Ella sinn sérstaka svip á hann með nærvera sinni. Ella var óvenjulega glæsileg kona, smekkleg og hrífandi svo af af bar. Hún var lífsglöð, glaðvær og hrókur fagnaðar á góðum stund- um. Höfðingi var hún heim að sækja. Fegurðarskyn hafði hún mjög sérstætt og átti það ríkan þátt í mótun alls þess sem hún vildi hafa í nærveru sinni og umhverfi. Þetta kom fram í einu og öllu, en einkum þó í smekklegum klæða- burði, tiginmannlegri framkomu, áhuga og dálæti á listum og list- munum. Hún var ríkulega gædd þeirri gáfu að allt varð fallegt í höndum hennar og um það bar heimili hennar ljóst vitni alla tíð. Fjölskyldutengsl Ellu við dætur sínar, tengdafólk og bamaböm vora mikil og elskuleg. Því eiga margir um sárt að binda nú þegar hún er horfm úr þeim ástvinahópi. Þegar henni var sjálfri ljóst að hveiju stefndi, lét hún svo um mælt að hún væri sátt við örlög sín og það sem fram undan væri. Henni var mest umhugað um framtíð og vel- ferð sinna nánustu. Og ógleyman- leg er sú ástúð og umhyggja sem dætur hennar og tengdasynir sýndu í veikindum hennar. Eins og fleiri mikilhæfar mann- eskjur skilur Ella eftir sig stórt skarð og söknuðurinn er sár, en hún kveður með reisn og virðingu. Við vottum Helen og Guðna, Anítu og Þór, börnum þeirra og öðram ástvinum innilegustu samúð okkar. Megi minningin um elsku- lega móður, tengdamóður og ömmu vera ljósið sem lýsir ykkur veginn. Bergþóra og Sigurður, börn og tengdabörn. Við kveðjum hana Elínu „okkar“, eins og hún var alltaf kölluð á skrif- stofunni, enda eignuðum við okkur hana öll. Elín kom til starfa hjá fyrirtæk- inu, H. Ólafsson & Bemhöft, haust- ið 1973 og lét af störfum hinn 30. júní sl. eftir hartnær 19 ára giftu- ríkan starfsferil. Hún starfaði alla tíð sem ritari og við símvörslu og var þar með andlit fyrirtækisins gagnvart öllum, sem til okkar leit- uðu. Það hlutverk fórst henni af- skaplega vel úr hendi, enda hafði hún sérstaklega hlýtt viðmót og var ávallt með bros á vör. Elínu var samviskusemi í blóð borin og gætti hún þess ætíð vel, að öll mál sem til hennar kasta komu, væra af- greidd fljótt og vel. Hún féll fljótt inn í þann litla hóp, sem hjá fyrir- tækinu starfaði og varð brátt náin vinur okkar allra. Það era mikil forréttindi hveiju fyrirtæki að fá að njóta atorku og hollustu starfsmanns eins og Elín- ar, og fyrir það þökkum við af heil- um hug. Elínar er sárt saknað af samstarfsfólki og biðjum við al- máttugan Guð að geyma hana vel. Við sendum dætram hennar, tengdasonum og bamabömum okk- ar innlegustu <tsamúðarkveðjur. Guido. Örn, Ólafur Haukur og samstarfsfólk. Ásgerður Einars- dóttir — Kveðjuorð Fædd 15. ágúst 1911 Dáin 14. nóvember 1992 Nú þegar við kveðjum Ásgerði Einarsdóttur, koma fram í hugann minningar um heilsteypta og já- kvæða konu. Mig langar til að þakka henni allar gleðistundimar sem ég hef átt með henni í 53 ár. Það var í Þingvallastræti á Akur- eyri sem ég fyrst hitti Einar Þór. Vegna þess að við Einar voram „utanbæjarböm" löðuðumst við strax hvort að öðru, sem síðan leiddi mæður okkar saman. Vinátta þeirra entist ævilangt. Móðir mín var mikill sjúklingur þegar við voram í Þingvallastræti, lá í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þá var gott fyrir 6 ára stélpu að eiga þau Ara og Ásu að heimili þeirra var mitt annað heimili. Alltaf hafði Ása jafn gaman af að segja vinum sínum frá því þegar ég barði að dyram, aðfaranótt páskadags, klædd gulum náttkjól og baðstígvélum (allt á kafí í snjó) haldandi á páskaeggi sem ég vildi borða með Einari. Páskaeggið hafði pabbi lagt á náttborðið áður en hann fór á vaktina. Ása dreif mig úr vaðstígvélunum, nuddaði fætur mínar og stakk mér síðan í bólið hjá Einari. Fyrst hún var komin á ról, fór hún í eldhúsið, lagaði kakó og færði okkur skötuhjúunum í rúmið, ásamt kökum. Það vora jú pás_kar! Ása var alveg einstök mann- eskja, glaðværðin og hjartahlýjan fylgdi henni til hinstu stundar. Al- veg var sama á hveiju gekk, alltaf gat Ása séð skoplegu hliðamar. Það era ekki nema 3 ár síðan ég fór með Ásu á gamla Skodanum suður í kirkjugarðinn í Hafnarfírði til þess að heilsa upp á Ara, eins og hún orðaði það. Uti var hörku- frost, lítill snjór en „Hafnarfjarðar- vegur“ var eins og spegill. Asa var hvergi smeik heldur ók eins og at- vinnubílstjóri alla leið. Hún var ekki eins öragg með sig að ganga frá bílastæðinu í kirkjugarðinum að gröfínni því þar þurftum við að fara niður brekku sem var eins og speg- ill. En niður að leiðinu komust við t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS SNJÓLFSDÓTTIR, Fífuhvammi 25, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Sigurður Jónsson, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og fjölskylda. t Keeru vinir nær og fjær. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför . KRISTBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, Þykkvabæ11. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Grensásdeild Borgarspítalans. Ólafur Runólfsson, Hólmfrfður F. Svavarsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Kristbjörg H. Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson. og Ása gaf sér tíma til þess að kveikja á kerti (þetta var á afmælis- degi Ara) og „rabba við“ Ara sinn, þrátt fyrir nístandi kulda. Þegar við komum aftur að Skod- anum var leikur einn að komast inn í bílinn en engin leið var að loka dyranum við bílstjórasætið! Ég varð því að fara aftur í, kijúpa þar og halda í húninn á framhurðinni, því ekki vildi ég missa hana Ásu mína út! Þannig ókum við alla leiðina í Neðstutröð og þótt aðrir vegfarend- ur veifuðu, flautuðu eða blikkuðu bílljósunum, skælbrosandi, raskaði ekkert hennar ró. Einhver hefði guggnað við að aka í hálku við þessar aðstæður, en ekki Ása. Gestrisni Ásu var ólýsanleg, allir vora velkomnir í Neðstutröð 2 og allir fengu sömu móttökur. Alltaf var nóg til með kaffínu. Vinir hennar á Kópavogshælinu komu oft í heimsókn á góðviðris- dögum. Þá var dúkað borð í garðin- um eða í „skotinu" og bornar fram kræsingar. Þá var gaman að vera viðstaddur, allir ljómuðu af gleði, Ása mest. Það var orðinn fastur liður í til- vera okkar Ásu að hittast í Neðstu- tröð um miðjan nóvember ár hvert, til þess að pakka inn jólagjöfum og skrifa á kort til vina okkar í útlönd- um. Þessi „Litlu jól“ okkar Ásu vora alltaf jafn skemmtileg. Svona gæti ég haldið áfram að skrifa um Ásu og skemmtilegar uppákomur með henni. Við sem þekktum Ásu erum þakklát forsjóninni því hún auðgaði tilvera okkar. Ég vil votta bömum hennar og þeirra fjölskyldum svo og eftirlif- andi systkinum mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa minningu hennar. Edda. Sérfræðingar í hlóinaski'fyliii^Tim i ió öll (a'kil'aT’i HjlÍ) blómaverkstæði lllNNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.