Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992
Útgefandi mHiifrlfe Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. i lausasöiu 110 kr. eintakið.
Fylgjumst með
verðlagi
Niðurskurður gæti leitt til hækkaðs búvöruverðs
Rætt um lækkun niður-
greiðslna og framlög
úr verðmiðlunarsjóði
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra kynnti stjórn Stéttarsam-
bands bænda í gær hugmyndir sínar um sparnað í útgjöldum til land-
búnaðarmála. Eins og fram hefur komið er það liður í efnahagsaðgerð-
um ríkisstjórnarinnar að minnka framlög til Iandbúnaðarins um 250
miHjónir kr. á næsta ári, umfram það sem fyrirhugað er í fjárlagafrum-
varpi. í upphafi var rætt um að minnka eða afnema niðurgreiðslur á
ull en það var ekki talið framkvæmanlegt og í gær hafði ráðherra
fallið frá því. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er nú verið að
tala um 50 milljóna kr. lækkun vaxta- og geymslugjalds á kindakjöti,
50 milþ’óna kr. lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts á svínakjöti og
kjúklingum og að taka 100 milþ'ónir króna úr verðmiðlunarsjóði mjólk-
ur. Óvíst er hvemig ná eigi í síðustu 50 milljónimar. Ljóst virðist að
einhliða skerðing ríkisins á vaxta- og geymslugjaldinu bryti í bága við
gildandi búvömsamning en hinar aðgerðirnar á ráðherra að geta fram-
kvæmt einhliða. Bændur telja að öll atriðin leiði til hærra búvömverðs.
Eins og eðlilegt er hafa
margir áhyggjur af því,
að stöðugleikatímabilinu í
efnahagsmálum sé lokið í kjöl-
far gengislækkunar krónunn-
ar, sem ákveðin var um síð-
ustu helgi. Veruleg hætta er
á, að gamli verðbólgu- og
gengisfellingarhugsunarhátt-
urinn taki sig upp á nýjan leik.
Á þeim tæplega þremur árum,
sem liðin eru frá gerð þjóðar-
sáttarsamninganna í febrúar
1990, hefur náðst afar mikils-
verður árangur í efnahagsmál-
um, sem er ekki sízt hugar-
farslegur. Iitil verðbólga hef-
ur eflt verðskyn almennings
mjög. Ólíkt því sem gerðist á
tímum óðaverðbólgu taka
neytendur eftir verðhækkun-
um, jafnvel þótt litlar séu, og
láta í sér heyra. Þannig er
seljendum og framleiðendum
vöru veitt mikilvægt aðhald,
sem stuðlar að því að varð-
veita stöðugleika í verðlagi.
Mikilvægt er, að því aðhaldi
verði framhaldið og verðskyn-
ið verði ekki eyðilagt.
Spáð er 4,5% verðbólgu á
næsta ári. Ástæða er til að
óttast, að ýmsir framleiðendur
o g seljendur neyzluvöru freist-
ist til að hækka verð ýmissa
vara umfram þessa tölu, í
skjóli þess að verðbólgan sé
hvort eð er komin af stað og
néytendur taki ekki eftir verð-
hækkunum. Nauðsynlegt er
að hyggja að þessu og jafn-
framt því, að breytingar á
gengi erlendra gjaldmiðla
hljóta að eiga að koma fram
á eðlilegan hátt í verði inn-
fluttra vara. Þannig ætti
lækkun gengis ýmissa gjald-
miðla í Evrópu að vega á
móti gengislækkun íslenzku
krónunnar í verði sænskra,
brezkra og ítalskra vara, svo
dæmi séu tekin, og raunar
einnig frá Spáni og Portúgal.
Afnám aðstöðugjalds hlýtur
einnig að koma fram í lækkun
vöruverðs, þar sem þáð bætir
hag framleiðslufyrirtækja og
verzlunar. í Morgunblaðinu í
dag kemur fram að niðurfell-
ing aðstöðugjaldsins ætti að
lækka almennt vöruverð um
1,5%. Eftir þeirri hækkun
hlýtur að verða gengið.
Allir þurfa að leggjast á
eitt til þess að viðhalda verð-
skyninu. Verðlagsstofnun
gegnir stóru hlutverki í
verðgæzlunni með verðkönn-
unum og aðhaldi að fyrirtækj-
um. Samþykkt frumvarps til
nýrra samkeppnislaga, sem
nú er í meðförum Alþingis,
ætti að auðvelda stofnuninni
að rækja skyldur sínar við al-
menning með því að kanna
verðlag og gera atlögu að
samkeppnishömlum.
Minna má á framtak verka-
lýðshreyfíngarinnar, Verð-
lagseftirlit verkalýðsfélag-
anna, sem sett var á stofn
strax að þjóðarsáttarsamning-
unum gerðum árið 1990 og
átti stóran þátt í að efla verð-
skyn almennings og skapa
stöðugu verðlagi grundvöll.
Ástæða er til að hvetja til
þess að nýju lífí verði blásið í
þetta framtak og þannig leggi
verkalýðshreyfíngin enn á ný
sinn mikilvæga skerf af mörk-
um til varðveizlu stöðugleik-
ans.
Loks hlýtur það að ráða
úrslitum um hvert framhaldið
verður, að neytendur, hver og
einn, fylgist vel með verðlagi
og beini viðskiptum sínum til
þeirra verzlana og fyrirtækja,
sem gæta sanngirni i verð-
lagningu. Neytendafélög um
allt land og Neytendasamtökin
gegna mikilvægu hlutverki í
því átaki, sem nauðsynlegt er
til að verja þann árangur, sem
náðst hefur.
Aldrei verður of oft minnt
á þýðingu frjálsrar og virkrar
samkeppni fyrir verðlagið.
Gildi samkeppninnar sést bezt
þar sem hún er hörðust, á
matvörumarkaðnum. „Verð-
stríð“ stórverzlana kemur
neytendum til góða og sýnir
að aðhald og verðgæzla al-
mennings skilar sínu. Kannan-
ir Verðlagsstofnunar hafa hins
vegar sýnt, að skortur á sam-
keppni er úrslitaþáttur um
hátt verð ýmissa vara hér á
landi, annarra en matvara.
Fyrirtæki, sem njóta markaðs-
ráðandi aðstöðu, og atvinnu-
greinar, þar sem fákeppni rík-
ir, þurfa sérstaks aðhalds með.
Verðkannanir segja ekki
alla söguna, þótt þær gefí
mikilvægar vísbendingar um
verðlagið. Árvekni og dóm-
greind almennings er það, sem
ræður úrslitum um stöðugt
verðlag. Enginn má láta sitt
eftir liggja að stuðla að við-
haldi stöðugleika og jafnvægis
í efnahagsmálunum. Það er
bezta kjarabót, sem nú er völ
á.
Fundur var haldinn í stjóm Stétt-
arsambands bænda í gær. Nokkur
urgur var í forystumönnum bænda
vegna þess að fram kom í frétt í
Morgunblaðinu í fyrradag að skera
ætti niður greiðslur samkvæmt bú-
vörusamningi, annað hvort niður-
greiðslur ullarverðs til ullariðnaðar-
ins eða vaxta- og geymslugjöld
kindakjöts, en þeim hafði engin grein
verið gerð fyrir þessum áformum þó
greiðslumar séu bundnar í búvöru-
samningi bænda og ríkis. Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra og
Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmað-
ur hans mættu á fundinn í gær og
reifuðu niðurskurðarhugmyndimar.
Þar kom fram að faliið hefur verið
frá áformum um niðurfellingu niður-
greiðslna ullarverðs að mestu eða
öllu leyti. Umræddum 250 milljóna
kr. niðurskurði á í staðinn að ná
með því að fara í verðmiðlunarsjóð
mjólkur og lækka niðurgreiðslur
vaxta- og geymslugjalds kindakjöts
og endurgreiðslur virðisaukaskatts á
svínakjöti og kjúklingum.
TiIIögurnar ófrágengnar
„Hugmyndir um niðurskurðinn
útgjalda komu ekki upp fyrr en á
lokastigi," sagði Halldór Blöndal eft-
ir fundinn með bændum. „Við höfum
verið að ræða við forystumenn
bænda og erum að setja málin niður
fyrir okkur. Endanlegar tillögur
liggja ekki fyrir á þessari stundu,"
sagði hann.
Fram kom hjá Hauki Halldórssyni
formanni Stéttarsambands bænda í
Morgunblaðinu í gær að Stéttarsam-
bandið muni sækja rétt sinn með
málssókn á hendur ráðherrum ef
reynt verður að btjóta búvörusamn-
inginn með því að skerða greiðslur
samkvæmt honum. Halldór Blöndal
sagði að rétt væri að sjá hvemig til-
lögumar litu út áður en menn færu
að tala um samningsrof. Aðspurður
hvort hann myndi óska eftir viðræð-
um við Stéttarsamband bænda um
breytingar á búvömsamningi til að
koma í framkvæmd breytingum á
þeim liðum sem bundnir eru í samn-
ingnum sagði Halldór að of snemmt
væri að svara því. Ifyrst þyrfti að
vinna málið frekar.
Þær hugmyndir sem ráðherra
kynnti forystumönnum bænda í gær
virðast ekki hafa farið eins illa í þá
og þær hugmyndir sem fyrst voru
ræddar. Helgast það væntanlega af
því að meginhluti þeirra Qármuna
sem spara á samkvæmt nýju hug-
myndunum er ekki bundinn í búvöru-
samningi og þeir geta ekki varið þá
með sama hætti og búvörusamning-
inn. í ályktun fundarins er hafnað
nýjum álögum á búvöruframleiðsl-
una og lækkun endurgreiðslna á
virðisaukaskatti. Haukur sagði i gær
að ráðherranum hafi á fundinum
verið gerð grein fyrir því að ef farið
yrði út í einhliða aðgerðir sem brytu
búvörusamning myndi Stéttarsam-
bandið sækja rétt bænda með hjálp
dómstóla. Hins vegar væri Stéttar-
sambandið tilbúið til að ræða breytt
fyrirkomulag ýmissa atriða, svo sem
fyrirkomulag á greiðslu vaxta- og
geymslugjalds á kindakjöti, enda
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGI BJARNASON
væri gert ráð fyrir því í samningn-
um. Loks skal þess getið að stjóm
Stéttarsambandsins lýsti yfír stuðn-
ingi við afnám aðstöðugjalds.
F.kki hægt að rifta
búvörusamningi
í þeim hugmyndum sem landbún-
aðarráðherra er nú einkum að huga
að til að verða við ákvörðun ríkis-
stjómarinnar um niðurskurð ríkisút-
gjalda virðist aðeins ein bijóta í bága
við búvörusamning. Það er hug-
myndin um að lækka fjárveitingu til
greiðslu vaxta- og geymslugjalds á
kindakjöti. Það sama gildir um lækk-
un niðurgreiðslna á ull en sú hug-
mynd virðist komin út af borðinu.
Endurgreiðsla á virðisaukaskatti er
ekki bundin í búvörusamningi og
ekki verður heldur séð að áform um
að taka peninga úr verðmiðlunar-
sjóði mjólkur bijóti í bága við samn-
inginn.
I búvörusamningnum segir m.a.:
Ríkissjóður greiðir vaxta- og
geymslugjald til afurðastöðva og
verði tilhögun þess fyrst um sinn
hagað með hliðstæðum hætti og ver-
ið hefur. í bókun með samningnum
er hnykkt á þessu með þeim orðum
að greiðslur verði tryggðar o.s.frv.
Núgildandi búvörusamningur var
undirritaður af fyrrverandi landbún-
aðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjóm-
arinnar, hinn 11. mars 1991, eða
rétt fyrir síðustu alþingiskosningar.
Þáverandi fjármálaráðherra skrifaði
ásamt landbúnaðarráðherra undir
tvo viðauka samningsins. Ráðherr-
amir undirrituðu plöggin með fyrir-
vara um samþykki Alþingis við nauð-
synlegar lagabreytingar. Þegar nú-
verandi ríkisstjóm tók við völdum
spunnust strax umræður um lagaleg-
an grundvöll samningsins. Var ríkis-
lögmanni falið að_ taka saman álits-
gerð um hann. Álit ríkislögmanns,
sem skilað var 15. maí 1991, er
grundvallarplagg um þetta mál og
virðist hafa eytt að mestu umræðum
um riftun samningsins.
Það er niðurstaða ríkislögmanns
að með gerð og undirritun samnings-
ins hafí landbúnaðarráðherra tekist
á hendur þær skyldur að bera upp á
Alþingi frumvörp um lagabreytingar,
sem nauðsynlegar séu til að efna
hann og beita sér fyrir að nauðsyn-
legar íjárveitingar fáist. Á landbún-
aðarráðherra hvfli sú embættisskylda
að gera það, sem í hans valdi stend-
ur til að taka málið upp á Alþingi.
Ríkisstjómarskipti breyti engu þar
um. Ríkislögmaður segir að ekkert
liggi heldur fyrir, sem réttlætt geti
riftun samningsins í heild eða að
hluta af hálfu ríkisvaldsins.
240 miiyónir vantar í fjárlög’
í bændastétt hafa verið umræður
um að ríkið stæði ekki við sinn hiuta
búvörusamningsins. í svari Ríkisend-
urskoðunar við fyrirspum Egils Jóns-
sonar formanns landbúnaðamefndar
Alþingis kemur fram að Ríkisendur-
skoðun telur að 239 milljónir kr. vanti
í fjárlagafrumvarp næsta árs til að
ríkið geti efnt búvörusamninginn.
Meginhluti mismunarins, 175 milljón-
ir kr., er vegna birgðauppgjörs mjólk-
urafurða en þessa upphaeð ætlaði rík-
ið að taka að láni úr verðmiðlunar-
sjóði mjólkur.
Auk 239 milljóna króna Qárvönt-
unar bendir Ríkisendurskoðun á
ágreining um það hvort staðið hafí
verið við 100 milljóna króna framlag
til Byggðastofnunar til að greiða fyr-
ir atvinnuuppbyggingu. Loks er bent
á að ekki sé gert ráð fyrir neinu við-
bótarfjámagni til skógræktar og
landgræðslu en samkvæmt viðauka
samningsins er gert ráð fyrir 2 millj-
arða kr. framlagi til þessa á samn-
ingstímabilinu.
Sá 250 milljóna kr. spamaður á
útgjöldum til landbúnaðarmála sem
ákveðinn var í efnahagsaðgerðum
ríkisstjómarinnar kemur til viðbótar
ofangreindu, hvort sem hann kemur
að einhveiju leyti niður á búvöm-
samningi eða verður alveg utan hans.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir
þeim íjárlagaliðum sem rætt er um
að lækka.
Hvað er verðmiðiunarsjóður?
verðmiðlunarsjóð mjólkur þegar þeir
kaupa mjólk og mjólkurafurðir. Sjóð-
urinn hefur verið notaður til að jafna
tekjum á milli mjólkursamlaganna í
þeim tilgangi að stuðla að verka-
skiptingu og greiða halla af litlum
samlögum sem nauðsynlegt hefur
þótt að hafa vegna einangrunar
byggðarlaga. Safnast hafa pehingar
í þennan sjóð síðustu árin og átti að
leggja hann niður um næstu áramót.
Búist er við að 500-600 milljónir
verði í sjóðnum í lok ársins. Pening-
ana átti að nota til hagræðingar í
mjólkuriðnaðinum, meðal annars til
að hjálpa til við úreldingu mjólkur-
samlaga, og þar með verðlækkunar
mjólkurafurða.
Haukur Halldórsson sagði að til-
gangur sjóðsins væri að bæta sam-
keppnisstöðu bænda gagnvart inn-
flutningi og lækka búvörur í verði.
Ef fé verður nú tekið úr sjóðnum
vegna efnahagsaðgerða ríkisstjóm-
arinnar er verið að skemma fyrir
þessu og senda neytendum reikning-
inn, að mati Hauks.
Endurgreiðsla vsk.
Árið 1988 var söluskattur lagður
á innlenda búvöruframleiðslu og var
þá oft nefndur „matarskattur".
Bændur lögðu áherslu á að matvara
væru hafðar í sérstöku lægra virðis-
aukaskattsþrepi. Þáverandi ríkis-
stjóm ákvað að leggja skattinn á að
fullu og endurgreiða hann síðan að
hálfu í formi niðurgreiðslna búvöm.
í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár
er boðað að endurgreiðsla virðisauka-
skatts vegna framleiðslu „hvita
kjötsins", það er kjúklinga og svína-
ýöts, verði lækkuð um 43%, eða úr
168 milljónum kr. í 95 milljónir.
Ráðherra íhugar nú að lækka þessa
endurgreiðslu um 50 milljónir kr. til
viðbótar og verða þá eftir 45 milljón-
ir kr. Þessi minnkun endurgreiðslna
samsvarar um 30 kr. á hvert kíló
kjöts til bænda og kemur væntanlega
fram í verði afurðanna. Virðisauka-
skattur er greiddur eftirá og þurfa
framleiðendur þá að hækka verð af-
urðanna 1. desember ef þeir ætla
ekki sjálfír að bera skerðingu endur-
greiðslnanna.
í samþykkt Stéttarsambands
bænda frá því í gær segir að sam-
keppnisstaða greinanna veikist sér-
staklega við þessar aðgerðir. Haukur
sagði að þetta kæmi til viðbótar
skerðingum á framlagi ríkisins á
móti greiðslum umræddra bænda í
lífeyrissjóð. Þær hafa verið hluti af
niðurgreiðslum búvöru en verða nú
felldar úr §árlögum. Haukur sagði
að aðgerðimar gætu orðið „náðar-
höggið" fyrir svína- og kjúklinga-
rækt.
Viðurkennt er að lækkun endur-
greiðslnanna er ekki brot á búvöru-
samningi. Jafnframt liggur fyrir að
líklegt er að þær komi fram í búvöru-
verði eftir því sem markaðurinn leyf-
ir.
Vaxta- og geymslugjald
Ríkið greiðir afurðastöðvum gjald
á hvert kfló kindakjöts til að standa
undir kostnaði við geymslu og fjár-
mögnun birgða frá sláturtíð þar til
kjötið selst. Þetta er hluti af niður-
greiðslum búvöruverðs til neytenda.
Annars myndi kjötverðið hækka sem
nemur geymslu- og vaxtakostnaði
eftir því sem hann hleðst upp. í fjár-
lagafrumvarpi eru 250 milljónir kr.
áætlaðar í þetta og er talið að það
dugi ekki alveg til að fullnægja
ákvæðum búvörusamnings. Gjald
þetta gæti er 30-35 kr. á kíló að
meðaltali yfir árið, eða hátt í 10%
af heildsöluverði helstu söluflokka.
Haukur Halldórsson telur að lækkun
vaxta- og geymslugjalds um 50 millj-
ónir hefði í för með sér 3% verðhækk-
un kindakjöts.
Neytendur greiða .ákveðið gjald í
Útreikningar fjármálaráðuneytis um afnám aðstöðugjalds
Ætti að skila 1,5% lækkun vísitölu
„VIÐ gerum ráð fyrir að framfærsluvísitalan lækki um eitt og hálft
prósentustig vegna afnáms aðstöðugjaldsins," segir Bolli Þór Bollason
skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Aðstöðugjald fyrirtækja fellur
niður frá áramótum eins og komið hefur fram í fréttum af efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar og fyrirtæki borga því ekki skattinn á næsta
ári nema þau hafi ekki greitt að fullu í ár.
vörum með þreföldum þunga, það
hefur þá verið lagt á við innflutning,
í heildsölu og í smásölu.
Þó að kaupmenn geri ráð fyrir
■nokkrum verðhækkunum á næstunni
vegna 6% gengisfellingar í vikunni, á
afnám aðstöðugjalds að skila sér í
lægra verðl;»gi ,á jnsgsta, ári. Ekki. sfst. ,kEn þ;
þar sem aðstöðugjaldið hvílir ofi á að b;
„Fyrsta janúar fellur þessi skattur
alveg niður,“ segir Bolli, „og ef það
myndi skila sér að fullu út í verðlagið
yrði lækkun framfærsluvisitölu 2%.
iý.má við að t|ilsver\ fari til
að reiknað er með 1,5% lækkun vfs:
tölunnar."
Heildartekjur sveitarfélaganna s
aðstöðugjaldi á þessu ári nema 4,
milljörðum króna og eins og frar
hefur komið mun ríkissjóður á næst
ári bæta hveiju sveitarfélagi 80% a
álögðu aðstöðugjaldi í ár. Tímabili
verður notað til að fínna nýjar leiði
ag fyrlrtætfanna/ þannig !-til tekjuöflunar sveitarfélaganna.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992
27
Nýjar upplýsingar um íslenzka sósíalista og kommúnistaríkin í bók AB
Dagsbrún fékk háan styrk
úr sovézka ríkissjóðnum
Hjörleifur Guttormsson ritaði austur-þýzka kommúnista
flokknum afsökunarbréf eftir birtingu SÍA-skýrslnanna
MARGVÍSLEUAR nýjar upplýsingar um tengsl islenzkra kommúnista
og sósíalista við rikin austan járntjaldsins á árum áður koma fram i
bókinni Liðsmenn Moskvu, sem væntanleg er frá Almenna bókafélaginu
innan skamms. Höfundar bókarinnar eru Árni Snævarr fréttamaður og
Valur Ingimundarson sagnfræðingur. Frásögn sína byggja þeir meðal
annars á skjölum, sem ekki hafa áður verið aðgengileg, úr skjalasöfnum
austur-þýzka kommúnistaflokksins fyrrverandi og safni miðstjórnar
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu. Meðal annars koma fram
upplýsingar um ferðir forystumanna Alþýðubandalagsins austur yfir
járntjald eftir að flokkurinn sleit formlega tengslum við sovézka Komm-
únistaflokkinn og um margvisleg fjárhagsleg tengsl sósíalistahreyfingar-
innar við kommúnistaríkin. Morgunblaðið hefur fengið góðfúslegt leyfi
útgefanda til að birta nokkrar tilvitnanir í bókina.
Nefnd eru ýmis dæmi í Liðsmönn-
um Moskvu um að íslenzkir kommún-
istar hafi sent beiðnir um flárstyrk
til Alþjóðasambands kommúnista,
Komintem, í Moskvu. Fyrstu beiðnun-
um var hafnað, en er dró að stofnun
Kommúnistaflokks íslands (1930)
fóru fjárframlög að berast. Einar 01-
geirsson, síðar alþingismaður Komm-
únistaflokksins og Sósíalistaflokksins
og formaður Sósíalistaflokksins, fékk
til dæmis styrk árið 1928 að upphæð
um 250.000 íslenzkar krónur á nú-
virði til að standa fyrir óskilgreindri
útgáfu. Bókarhöfundar segja að ekki
verði um villzt að kommúnistar á ís-
landi hafi fengið allnokkra styrki til
útgáfustarfsemi og kosningabaráttu á
íjórða áratugnum.
í bókinni er birtur kafli úr bréfi
Wilhelms Florins, yfirmanns Norður-
landadeildar Komintems, til „gull-
kistuvarðar sambandsins" eins og það
er orðað, Moskwins. í bréfínu kemur
fram að í fjárhagsáætlun Komintems
séu ákvæði um varasjóð handa Komm-
únistaflokki íslands.
Styrkjum lofað í verkfallssjóði
„Þess vom dæmi að lofað væri
styrkjum í íslenzka verkfallssjóði,"
segir í bók Áma og Vals. „Hið
Moskvuholla Alþjóðasamband verka-
Iýðsins (W.F.T.U.) lofaði þannig fram-
lagi í vinnudeilum í vetrarbyijun 1952.
Fullyrt var að sambandið hefði lofað
hundrað þúsund Bandaríkjadölum í
verkfallssjóði en ekki virðist þetta fé
hafa borizt áður en vinnudeilan leyst-
ist. í bókum miðstjómar sovézkra
kommúnista er að fínna dæmi um
framlög í íslenzka verkfallssjóði. í
þetta skipti fékk Dagsbrún stórfé,
fimm þúsund brezk pund, beint úr
sovézka ríkiskassanum. Þá má fínna
sterkar vísbendingar i gögnum Eð-
varðs Sigurðssonar [fyrrv. formanns
Dagsbrúnar, innsk. Mbl.] sem Dags-
brún varðveitir um að W.F.T.U. hafí
veitt verkamannafélaginu styrki,"
Fram kemur að lagður hafi verið
grannur að stofnun Lúðrasveitar
verkalýðsins með því að æskulýðssam-
tök austur-þýzka kommúnistaflokks-
ins (S.E.D.) hafí gefíð Æskulýðsfylk-
ingunni lúðra í því skyni að bæta tón-
listarlíf íslenzkra öreiga.
Austurferðir þrátt fyrir slit
flokkstengsla
Alþýðubandalagið sleit öll formleg
tengsl við Kommúnistaflokk Sovét-
ríkjanna árið 1968, svo og við flokka
þeirra ríkja sem ásamt Sovétmönnum
réðust inn í Tékkóslóvakíu. í sumar
voru opinberaðar fundargerðabækur
Alþýðubandalagsins, þar sem engar
bókanir var að fínna um samskipti
við kommúnistaftokka þessara ríkja
eftir 1968. í bók Áma og Vals segir
hins vegar að ekkert lát hafí orðið á
dvalar- og hressingarferðum leiðtoga
og starfsmanna Alþýðubandalagsins
til Sovétríkjanna og er þar stuðzt við
bókanir miðstjómar Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna. „Lúðvík Jóseps-
son, ráðherra í vinstri stjóminni
1971-1974 og síðar formaður, var
drýgstur. Honum var boðið ásamt
konu sinni haustið 1974. í apríllok
1976 var Lúðvík og konu hans enn
boðið, að þessu sinni með Jóni Snorra
Þorleifssyni, ritara Alþýðubandalags-
ins, og eiginkonu hans. Að loknum
viðræðum um „þróun flokkstengsla"
tók við mánaðar „hvfld og hressing".
Jóni Snorra hafði raunar verið boðið
austur vorið 1974 og enn var hann
þar á ferðinni haustið 1975. Ekki virð-
ist gerður skýr greinarmunur á boðum
um „sumarleyfisferðir“ og pólitískum
viðræðum eða kynnisferðum í bókun-
um miðstjómarinnar. Ekki er heldur
Ingi R. Helgason
ljóst hvort allar þær ferðir sem boðn-
ar voru hafi verið þegnar. Þó hljóta
þeir Qórir sem Alþýðubandalagið sjálft
bað um að tekið yrði við í Moskvu
1973 að hafa farið. í bókun miðstjóm-
arinnar sovézku í ágúst það ár var
tekið fram að beiðni hefði borizt frá
íslenzka flokknum um að tekið yrði
við flokksmönnum til að kynna sér
starf sovézkra kommúnista. I febrúar
sama ár hafði starfsmönnum Alþýðu-
bandalagsins boðizt að kynna sér
„raunveruleikann" hvað sem það
þýddi í raun. En var sent út boð í
maí 1976 að þessu sinni til að kynna
sér flokksstarf í röska viku.“
Viðskiptatengsl við
Austur-Þýzkaland
Fram kemur í Liðsmönnum Moskvu
að staða austur-þýzkra kommúnista
hafí styrkzt til muna hér á landi með
ríkisstjómarþátttöku Sósíalistaflokks-
ins 1956. Flokkurinn vildi efla mjög
viðskiptatengsl við Austur-Þjóðveija.
„Snemma árs fengu þeir að stofna
verzlunarskrifstofu í Reykjavík í þeim
tilgangi að sjá um samningsgerð við
íslenzk fyrirtæki... Þeir sem störf-
uðu á verzlunarskrifstofunni voru full-
trúar S.E.D. hér á landi, og upplýsti
Einar Olgeirsson þá reglulega um þau
málefni sem upp komu á Islandi og
vörðuðu Austur-Þýzkaland," segir I
bókinni.
Sagt er frá ýmsum fyrirtækjum,
sem voru nátengd Sósíalistaflokknum
og nutu fyrirgreiðslu hans í viðskipt-
um við Áustur-Þýzkaland. Þeirra á
meðal var útgáfufyrirtækið Mál og
menning: „Þegar Kristinn E. Andrés-
son [framkvæmdastjóri Máls og
menningar, innsk. Mbl.] fór til Austur-
Þýzkalands að sækja undirbúnings-
fund Eystrasaltsviku árið 1960 fékk
hann umboð Sósíalistaflokksins til að
semja við S.E.D. um útgáfu á nokkr-
um bókum á vegum flokksins og
Máls og menningar. Þáð var miðstjóm
S.E.D. sem fjármagnaði útgáfu
myndabókar um ísland, og var hún
prentuð { Austur-Þýzkalandi. Einnig
samdi Kristinn um útgáfu á Þingvalla-
bók og úrvalsritum Marx og Engels,
en þau voru prentuð í Austur-Þýzka-
landi."
Annað fyrirtæki í tengslum við
Sósíalistaflokkinn var Rafgeislahitun,
sem framleiddi m.a. rafkerfi til húshit-
unar og hafði hug á að flytja út á
Austur-Þýzkalandsmarkað. „í bréfi
Inga R. Helgasonar [þá framkvæmda-
stjóra Sósíalistaflokksins, nú stjómar-
formanns Vátryggingafélags Islands,
innsk. Mbl.] til „félaga í utanríkis- og
alþjóðadeild S.E.D. segir að vömr
Rafgeislahitunar hafí vakið athygli í
Leipzig, en samt hafi forsvarsmönnum
fyrirtækisins ekki tekizt að gera við-
skiptasamninga. Því fór Ingi fram á
það við miðstjóm S.E.D. að tekin yrðu
Hjörleifur Guttormsson
upp viðskipta við Rafgeislahitun.
Markmiðið var að koma Sósíalista-
flokknum til aðstoðar í baráttu sinni
gegn aðild fslands að Efnahagsbanda-
lagi Evrópu og efla austurviðskiptin."
Umboðslaun rynnu til
Sósíalistaflokksins
Sagt er frá því að Ingi hafí áður
skrifað bréf vegna austur-viðskipt-
anna, „til Karl Mewis, formanns
S.E.D. í Rostock-héraði, í nóvember
1958, en þar fer hann fram á að ís-
lenzkt fyrirtæki, Reklamex hf., taki
að sér að koma auglýsingum austur-
þýzkra fyrirtækja í íslenzk blöð og
tímarit. Þannig væri unnt að styrlqa
Sósíalistaflokkinn fjárhagslega án
þess að það kæmist upp. I bréfí Inga
segir:
„Viðskipti alþýðulýðveldanna og
Islands hafa vaxið stöðugt. Ein af-
leiðing þess er sú að austur-evr-
ópskir útflytjendur auglýsa nú sí-
fellt meira í íslenzkum blöðum og
tímaritum. Með tilliti til þessara
tveggja þátta vil ég sem fram-
kvæmdastjóri flokksins vekja máls
á því hvort það er raunhæfur (eða
pólitískur) möguleiki á að auglýs-
ingamiðlunin Reklamex sjái um að
koma öllum austur-þýzkum auglýs-
ingum í íslenzk blöð og tímarit.
Umboðslaunin yrðu þau sömu og
venjulega. Ef þetta er raunhæfur
kostur get ég ábyrgzt 100% þjón-
ustu. Ég get einnig ábyrgzt að pró-
sentumar [umboðslaunin] komi
flokknum að fullu til hagsbóta án
þess að unnt sé að sanna það.“
Það var greinilegt að Karl Mewis
taldi málið mikilvægt, því að hann
sendi leiðtoga S.E.D., Walter Ulbricht,
minnisblað þar sem hann gerði grein
fyrir óskum Inga og lét bréf hans
fylgja með.“
Ummæli í SÍ A-skýrslunum
dregin til baka
Morgunblaðið komst árið 1962 yfír
leyniskýrslur Sósíalistafélags íslend-’
inga austantjalds (S.Í.A.) og birti út-
drætti úr þeim. S.I.A. var einkum fé-
lagsskapur íslenzkra námsmanna í
Austur-Þýzkalandi og var Hjörleifur
Guttormsson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, formaður félagsins.
Morgunblaðið birti útdrætti úr skýrsl-
unum, en þar kom bæði fram gagn-
rýni á sósíalískt þjóðfélag í Austur-
Þýzkalandi og réttlæting á kerfínu.
Fram kemur f Liðsmönnum Moskvu
að eftir að Morgunblaðið birti skýrsl-
umar og miðstjóm S.E.D. hafði feng-
ið þýðingu þeirra í hendur, vora Hjör-
leifur Guttormsson og Franz Gíslason,
sem enn voru við nám í Austur-Þýzka-
landi, kajlaðir á fund fulltrúa flokks-
ins, Sager að nafni. Sager fór fram á
að þeir gerðu miðstjóm S.E.D. grein
fyrir sjónarmiðum sínum bréflega og
urðu þeir við því.
„í stuttu máli draga Hjörleifur og
Franz í bréfí sínu til baka það nei-
kvæða sem námsmennimir höfðu sagt
Lúðvik Jósepsson
um stjómmálaástandið í Austur-
Þýzkalandi og lýsa yfír afdráttarlaus-
um stuðningi við S.E.D.," segir í bók-
inni. Þar er síðan vitnað í bréfíð, þar
sem höfundamir draga meðal annars
til baka gagnrýni sína á kosningakerf-
ið í Austur-Þýzkalandi. Þeir höfðu
einnig viðhaft þau ummæli í skýrslun-
um að Ulbricht, leiðtogi kommúnista-
flokksins, væri lítill stjómvitringur og
óvinsæll af alþýðu manna. Þetta er
dregið til baka:
„Höfundamir telja að þeir skilji
nauðsyn þess að flokkur verkalýðs-
stéttarinnar fari með forystuhlut-
verk [í þjóðfélaginu]. í því sam-
bandi vanmátu þeir hins vegar þátt
lýðræðislegs miðstjómarvalds sem
er bráðnauðsynlegt. Þetta kom ský-
rast fram í gagnrýni á félaga
Uibricht, en hún á sér enga stoð.
Nú vitum við að enga persónudýrk-
un er að ræða [i Austur-Þýzka-
landi] og hefur aldrei verið, enda
er hann reyndur baráttumaður og
félagi auk þess sem hann er fær
embættismaður. Hann á fullan rétt
á því að vera leiðtogi flokks síns,
og við gerum okkur ljóst að breiður
og ábyrgðarfullur samstarfshópur
tryggir lýðræðið innan flokksfor-
ystunnar."
Vitnað er í niðurlag bréfs Hjörleifs
og Franz: .
„Að okkar dómi hefur S.E.D. frá
upphafi verið sögulegu hlutverki
sínu vaxinn, þótt öll ytri skilyrði
hafi verið mjög óhagstæð. Við
styðjum því heils hugar flokk og
ríkisstjóm Þýzka alþýðulýðveldisins
f baráttunni fyrir því að efla sósíal-
ismann. Því sterkara sem Þýzka
alþýðulýðveldið er — og sósíalísku,
löndin — þeim mun friðvænlegra
er í heiminum."