Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 37. ÞING ALÞYÐUSAMBANDS ISLANDS A AKUREYRI Drög að ályktun um atvinnumál Stjórnleysi í fjárfest- ingum og háir vextir orsök erfiðleikanna Forgangsverkefni að vinna bug á neyð sem þjakar þúsundir launafólks í DRÖGUM að ályktun um at- vinnumál sem liggja fyrir þingi ASÍ er lýst áhyggjum af því al- varlega ástandi sem ríki í at- vinnumálum þjóðarinnar og það sé forgangsverkefni hreyfing- arinnar að vinna bug á þeirri gífurlegu neyð sem þjaki þús- undir launafólks. Atvinnuleysi sé nú orðið viðvarandi allt árið og víða liggi við eyðingu byggð- ar. í drögunum segir að fjölskyldan sé grunneining þjóðfélagsins og þegar vegið sé að tilveru hennar þannig að hún geti ekki séð sér farboða þá sé jafnframt vegið að rótum þjóðfélagsins. Hver þjóðfé- lagsþegn eigi þá sjálfsögðu kröfu á hendur samfélaginu að vera tryggð þau grundvallarmannrétt- indi að geta séð sér og sínum far- boða með vinnu sinni. Vemdun lífs- kjara launafólks felist ekki síst í því að atvinna sé næg. Þeim fjár- munum sem varið sé til greiðslu atvinnuleysisbóta séu mun betur komnir í vasa verkafólks í formi vinnulauna fyrir arðbær störf í þágu þjóðfélagsins. Síðan segir: „Stjómleysi í fjár- festingum ásamt alltof háum vöxt- um er meginorsök þeirra erfíðleika sem atvinnulífið á við að etja í dag. Því átelur þingið harðlega að ekki skuli hafa verið tekið tillit til sjónarmiða Alþýðusambandsins í atvinnu- og efnahagsmálum. 37. þing ASÍ krefst þess að stjómvöld breyti nú þegar um stefnu í at- vinnumálum. í stað afskiptaleysis gagnvart atvinnuvegunum verði tekin upp stefna markvissrar upp- byggingar { atvinnulífinu með það að leiðarljósi að allir þegnamir hafí atvinnu við sitt hæfí.“ Séð yfir þingsalinn. Á borði númer 11 ræddu Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, og hans félagar málin og flettu blöðunum þegar hlé varð á þingstörfum. ASÍ verði samband landssambanda Stærri félags- einingar geti bætt þjónustu Samið verði um jafnan rétt til vinnu óháð búsetu í ÁLYKTUN um skipulagsmál sem samþykkt var á þingi Al- þýðusambands Islands segir að breyta eigi skipulagi ASÍ þann- ig að það verði einvörðungu samband landssambanda og landssamböndin sambönd stétt- arfélaga og deilda. Félagsmörk landssambanda verði skýr og þess gætt að engin tvö lands- sambönd hafi innan sinna vé- banda félagsmenn úr sömu starfsgrein og að stéttarfélög sameinist um þjónustuskrifstof- ur á svæðum þar sem aðstæður leyfi eða sameinist í eitt deild- skipt stéttarfélag. Þá er lagt til að unnið verði að því að stéttar- félög semji um jafnan forgangs- rétt til vinnu óháð búsetu án þess að hagsmunir fámennra stéttarfélaga raskist. Atta nýir í miðstjóm sem ekki sátu þar síðasta kjörtímabil Frá líjálmari Jónssyni blaðamanni Morgunblaðsins á Akureyri ALLIR þeir átján sem kjörnefnd gerði tillögu um hlutu kosningu í miðsljóm Alþýðusambands íslands og féllu því þeir þrír sem stung- ið var upp á úr sal. Talsverð óánægja er hjá landsbyggðarfulltrúum á þinginu með sinn hlut í miðstjóm, en enginn Vestfirðingur er þar I stað eins áður og einn Norðlendingur í stað þriggja áður. Þá fækk- ar konum um eina, þær vom sex eða réttur þriðjungur miðstjórnar en era nú fimm. Styrktarhlutfall milli stjórnmálaflokkanna er svipað nema hvað sjálfstæðismönnum fækkar um einn, úr fjóram í þijá. Eftirtalin voru kjörin í mið- stjóm: Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands og Jökuls á Höfn í Horna- fírði, sem fékk flest atkvæði, 53.625, Jón Agnar Eggertsson, Verkalýðsfélaginu Borgamesi, með 53.600 atkvæði, Grétar Þor- steinsson, formaður Sambands byggingarmanna, 53.575 atkvæði, Þómnn Sveinbjörnsdóttir, formað- ur starfsmannafélagsins Sóknar, 53.475 atkvæði, Bjöm Snæbjöms- son, formaður Einingar á Akur- eyri, 53.400 atkvæði, Öm Frið- riksson, formaður Málm- og skipa- smiðasambands íslands, 53.200 atkvæði, Hansína Á. Stefánsdótt- ir, Verslunarmannafélagi Árnes- sýslu og formaður Alþýðusam- bands Suðurlands, 53.025 at- kvæði, Mafnús Geirsson, formaður Rafíðnaðarsambands íslands, 52.800 atkvæði, Ragna Berg- mann, formaður verkakvennafé- lagsins Framsóknar í Reykjavík, 52.575 atkvæði, Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks, 52.475 at- kvæði, Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, 52.250 atkvæði, Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskifírði, 51.425 atkvæði, Þórður Ólafsson, formaður Boðans í Þor- lákshöfn, 51.175 atkvæði, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, 49.675 atkvæði, Halldór Bjöms- son, varaformaður Dagsbrúnar, 48.200 atkvæði, Guðríður Elías- dóttir, formaður Framtíðarinnar í Hafnarfírði, 41.950 atkvæði, Sól- veig Haraldsdóttir, Verslunar- mannafélagi Hafnarfjarðar, 37.575 atkvæði, Böðvar Péturs- son, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, 37.025 atkvæði. Þau sem ekki náðu kjöri voru Kári Amór Kárason, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Al- þýðusambands Norðurlands, sem fékk 33.575 atkvæði, Birna Þórðardóttir, sem fékk 25.675 at- kvæði, og Ragna Larsen, Þór á Selfossi, sem fékk 12.625 atkvæði. í miðstjóm er alls 21 að með- töldum forseta og varaforseta. Forsetinn og varaforsetamir koma nú nýir inn í miðstjóm, en Bene- dikt Davíðsson var þar inni fyrir síðasta kjörtímabil. Auk þess eru ný í miðstjóm Bjöm Grétar Sveins- son, Bjöm Snæbjömsson, Böðvar Pétursson, Kristján Gunnarsson og Sólveig Haraldsdóttir. Þau sem hverfa úr miðstjórn nú era Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ, Guðmund- ur Hallvarðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur, Karvel Pálmason, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bol- ungarvíkur, Kristín Hjálmarsdótt- ir, Iðju á Akureyri, Sigurður Ósk- arsson, Verkalýðsfélaginu Rangæ- ing, Sigurlaug Sveinbjörasdóttir, Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur, Sævar Frímannsson, Einingu Akureyri, og Þóra Hjaltadóttir, Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri, Kjömefnd kom einnig fram með eina tillögu um níu varamenn í miðstjóm. Kjörnefndin gerði tillögu um Elín- björgu Magnúsdóttir, Verkalýðs- félagi Akraness, Jóhönnu Vil- helmsdóttur, Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur, Jóhannes S. Guðmundsson, Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Gerðahrepps, Kára Amór Kárason, Verkalýðsfélagi Húsavíkur, Karítas Pálsdóttur, Verkalýðsfélaginu Baldri ísafirði, Leif Guðjónsson, Dagsbrún, Sig- urð T. Sigurðsson, Hlíf Hafnar- fírði, Sævar Gunnarsson, Sjó- manna- og vélastjórafélagi Grindavíkur, og Þóru Hjaltadóttur, Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri. í ályktun um starf að Evrópu- málum segir að þingið leggi áherslu á að stjórnvöldum sé veitt öflugt aðhald. „Ýmsar lagasetn- ingar og aðgerðir sem skipta launafólk miklu máli fylgja aðild að EES ef af henni verður. Verka- lýðshreyfíngunni ber skylda til að fylgja því eftir að ekki sé gengið á réttindi launafólks. Þá kalla auk- in samskipti við aðrar þjóðir á Tvær uppástungur komu úr sal. Tillaga var gerð um Birnu Þórðardóttur og skrifuðu undir til- löguna Örn Friðriksson, formaður Málm- og skipasmiðasambands Islands, og Eiríkur Stefánsson, Verkalýðs- og sjómannafélagi Fá- skrúðsfjarðar. Einriig var gerð til- laga um Jón Karlsson, formann verkamannafélagsins Fram á Sauðárkrók. Atkvæðagreiðsla fór þannig að allir sem kjömefnd gerði tillögu um voru kosnir. Munaði rúmlega 2.500 atkvæðum á Jó- hönnu Vilhelmsdóttur, sem ,var níunda inn, og á Birnu Þórðardótt- ir, sem var næst. öflugt upplýsingastarf í verkalýðs- hreyfíngunni. 37. þing ASÍ telur að með starfí sambandsins að Evr- ópumálum hafi verkalýðshreyfing- in náð veralegum árangri. Þingið felur miðstjórn að efla samstarfíð við Evrópusamband verkalýðsfé- laga, Norræna verkalýðssamband- ið og ráðgjafanefnd EFTA til að koma sjónarmiðum íslenskrar verkalýðshreyfíngar á framfæri.“ Ennfremur segir: „37. þing ASÍ telur nauðsynlegt í samræmi við hugmyndir sem skipulagsnefnd hefur samið og kynnt að hugað verði að stærð landssambanda og sköran félagsmarka milli þeirra. Landsambönd eiga að vera vett- vangur starfsgreina. Koma þar til sameiginlegir hagsmunir starfs- greinarinnar, m.a. starfsmenntun. Stefna ber að auknu samstarfi og samvinnu stéttarfélaga og skapa þannig raunhæfa möguleika á betri þjónustu við félagsmenn. Markmiðin eiga að vera þau að allir geti og eigi rétt á að vera í stéttarfélagi sem hefur bolmagn til að gera sjálfstæða kjarasamn- inga, veita eðlilega þjónustu, hafa áhrif í verkalýðshreyfingunni, hafa sterkan sjúkrasjóð, lífeyris- sjóð og orlofssjóð, skapa jafnrétti milli félagsmanna í verkalýðs- hreyfingunni án tillits til kynferðis eða starfsmenntunar, standa undir vaxandi kröfum um forvarnarstarf í heilbrigðismálum, starfsmennt- unarmálum o.fl.“ í ályktun um afgreiðslu EES samnings segir að þingið átelji þá afstöðu Alþingis að hafna kröfu fjölmargra félagasamtaka og ein- staklinga að viðhafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvetur alþingismenn til að endur- skoða afstöðu sína. „Þingið bendir á að ýmis atriði samningsins eru með þeim hætti að vafí leikur á þau séu í samræmi við stjórnar- skrá og minnir alþingismenn á þá ábyrgð sem þeir hafa gagnvart stjómarskrá íslenska lýðveldisins." Þá var samþykkt ályktun þar sem þingið bendir á að umhverfís- samtök á Norðurlöndum hafi ein- dregið varað við afleiðingum EES samningnum og er skorað á stjóm- völd að standa öflugan vörð um verndun íslenskrar náttúru og auð- linda. Alyktun um Evrópumál Vinna þarf ötullega til að mæta breytingum á vinnumarkaði Átalið að Alþingi skuli hafa hafnað kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES EKKI urðu miklar deilur um Evrópumál og samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði við aðra umræðu um þann málaflokk á 37. þingi Alþýðusambands íslands í gær. Samþykktar voru ályktanir þar sem hvatt er til þess að verkalýðshreyfingin vinni ötullega til að mæta þeim breytingum sem era framundan á íslenskum vinnumark- aði, ekki hvað síst ef ísland gerist aðili að Evrópska efnahagssvæð- inu og átalin er sú afstaða Alþingis að hafna kröfu um þjóðaratkvæða- greiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.