Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 m FYRSTI SUNNUDAGUR I AÐVENTU Pjölbreytt dagskrá í Laugarnes- kirkju MESSAÐ verður sunnudaginn 29. desember kl. 11 þar sem fyrsta tfós aðventukransins verður tendrað. Þá mun Drengjakór Laugarneskirbju syngja. Barnastarfið verður á sama tíma. Á sunnudagskvðld kl. 20.30 verður aðventusamkoma með flöl- breyttri dagskrá. Bjöllusveit Laugameskirkju leikur, bamakór Laugameskirkju syngur _ Qögur lög undir stjóm Sigrúnar Ásgeirs- dóttur, þá mun ungur piltur lesa sögu, Kór Laugameskirkju flytur einnig tvö verk og félagar í æsku- lýðsfélaginu sýna helgileik. Dr. Hjalti Hugason verður með að- ventuhugleiðingu. Eftir samko- muna verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Fyrsti sunnudagur í aðventu er í mörgum kirkjum orðinn einn af mestu hátíðsdögum kirkjuárs- ins og er það vel. Boðskapur að- ventunnar þarf að komast til skila því konungur ljóssins á erindi við alla menn á öllum tímum. Grunn- tónn aðventunnar er. Sjá, konung- ur þinn kemur til þín. Vonandi berum við öll gæfu til þess að taka á móti honum í besta skiln- ingi þess orðs og leyfa boðskap aðventunnar að móta líf okkar og störf alla aðventuna. - Jón Dalbú Hróbjartsson Vígslu kirkj- unnar minnst í Bústaða- sókn FYKSTI sunnudagur í aðventu er kirkjudagur í Bústaðakirkju. Þann dag árið 1971 var kirkjan vigð. Þessara túnamóta hefur árlega verið minnst á þessum degi. Árið 1992 er afmælisár Bústaðasafnaðar en söfnuður- inn var stofnaður fyrir 40 árum. Fyrsta sunnudag í aðventu ber nú upp á 20. nóvember og verður sá dagur haldinn hátíðlegur að vanda. Bamaguðsþjónusta verður kl. 11 árdegis. Klukkan 14 verður hátíðarguðsþjónusta. Þar messar séra Pálmi Matthíasson og söngv- aramir Ingólfur Helgason, Reynir Guðsteinsson og Viktor Guðlaugs- son syngja saman. Bjöllukórinn leikur. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala Kvenfélags Bústaða- kirkju í safnaðarheimilinu. Kven- félagskonur hafa ávallt starfað ötullega í þágu kirkjunnar og er þessi dagur árlegur íjáröflunar- dagur þeirra. Aðventuhátíð verður um kvöld- ið og hefst hún kl. 20.30. Ræðu- maður verður frú Ebba Sigurðar- dóttir biskupsfrú. Fjölbreytt tón- list verður flutt. Ingibjörg Mar- teinsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja einsöng. Þijár söngkonur syngja saman þær Elín Huld Ámadóttir, Magnea Tómas- dóttir og Guðrún Jóhanna Jóns- dóttir. Kirkjukórinn syngur, bamakór og bjöllukór koma fram ásamt hljóðfæraleikurum. Organisti kirkjunnar Guðni Þ. Guðmundsson stjórnar kór kirkj- unnar og bjöllukór og Erla Þó- rólfsdóttir stjómar bamakómum. Kirkjudagur Bústaðakirlq'u hefur ávallt verið vel sóttur af sóknarbömum og öðrum velunn- urum kirkjunnar. Bústaðakirkja býður alla velkomna á kirkjudegi. (Fréttatilkynning) Islensk og er- lend jólalög í Áskirkju AÐVENTUSAMKOMA verður {Áskirkju sunnudaginn 29. nóv- ember kl. 20.30. Séra Fjalar Siguijónsson, fyrr- verandi prófastur, flytur rseðu, Inga Backman syngur erlend og íslensk aðventu- og jólalög, m.a. lag Karls O. Runólfssonar við Ijóð- ið Segðu mér sögu eftir Rósu B. Blöndals skáldkonu. Einnig syng- ur Kirkjukór Áskirkju aðventu- og jólasöngva, en söngstjóri er Kristján Sigtryggsson. Ennfrem- ur verður almennur söngur og samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. Eftir samkomuna í kirkjunni verður kirkjugestum boðið á súkk- ulaði og smákökur í safnaðar- heimili kirkjunnar. íbúum dvalar- heimila og annarra stærstu bygg- inga sóknarinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við samkomuna. Komu aðventunnar mun og fagnað í guðsþjónustum sunnu- dagsins í Áskirkju en bamaguðs- þjónusta er kl. 11 og guðsþjón- usta kl. 14. Þar mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson predika en kirkjukaffí Amfírðingafélagsins í Reykjavík verður í Safnaðarheim- ili Áskirkju eftir messu. Þriðjudagskvöldið 8. desember verður jólafundur Safnaðarfélags Ásprestakalls í safnaðarheimili Áskirkju. Eins og jafnan á jóla- fundi koma saman böm og for- eldrar og afar og ömmur og aðr- ir, vinna þar saman, en sóknar- prestur ræðir við börnin í hléi. Aðventukvöld og aðrar sam- vemstundir í kirkjunni á jólaföstu hafa reynst mörgum dýrmætur þáttur í undirbúningi jólanna og verða vonandi sífellt fleiram sjálf- sagður hluti jólaundirbúningsins. Arni Bergur Sigurbjörnsson Fella- og Hólakirkja Jólaundir- búningur í huga og hjarta AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Fella- og Hólakirkju næstkomandi sunnudagskvöld 29. nóvember kl. 20.30. Á dagskrá verður m.a. upplest- ur, Sigfús Ingvason flytur hug- vekju. Snæfellingakórinn í Reykjavík kemur í heimsókn og syngur undir stjóm Friðriks Krist- inssonar einnig mun kirkjukórinn undir stjóm Guðnýjar M. Magnús- dóttur syngja. Nemendur Ragn- heiðar Guðmundsdóttur syngja Vögguljóð Maríu, Þorvaldur Hall- dórsson syngur einsöng. Þá verð- ur og almennur söngur. Síðan endum við samverana með því að kveikt verður á kertaljósum og allir syngja saman Heims um ból. Nú þegar aðventan hefst næst- komandi sunnudag er hafinn und- irbúningur fyrir jólin bæði í huga og hjarta. Við undirbúum okkur undir komu frelsarans. Einn af textum fyrsta sunnudags í að- ventu segir: „Sjá konungur þinn kemur til þín.“ Já, Guð þinn kem- ur. Við bíðum eftir konungi lífs- ins, við væntum Jesú. Við und- irbúum okkur sjálf undir komu konungsins. Það ætlum við að gera í Fella- og Hólakirkju. Allir era hjartanlega velkomnir. Kaffísopi verður á eftir í safnaðar- heimilinu. - Sr. Guðmundur Karl Ágústs- son og sr. Hreinn Hjartarson. Seljasókn Syngjandi Seljur með jólalög KÓR Kvenfélags Seljasóknar, Syngjandi Se{jur, halda tón- leika i Seljakirkju sunnudaginn 29. nóvember. Gestir kórsins verða Kór Félags eldri borgara í Reykjavík. Á efnisskrá verða jólalög, upp- lestur og einnig koma þar fram tveir ungir trompetleikarar. Þá verður og fjöldasöngur. Kóramir munu syngja hvor í sínu lagi og einnig saman. í hléi munu bomar fram veitingar í anddyri kirkjunn- ar, kaffi og smákökur og kostar það 100 krónur. Syngjandi Seljur hafa starfað í þijú ár og komið þó nokkram sinnum fram svo sem í Víðistaða- kirkju, á Loftleiðum, á fundi hjá Bandalagi kvenna í Reykjavík, í Fólkvangi á Kjalamesi svo og í Seljakirkju. Kór Félags eldri borgara í Reykjavík er orðinn vel þekktur og hefur sungið víða. Stjómandi beggja kóra er Kristín S. Pjéturs- dóttir. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Undirleikari verður Hafliði Jónsson. Syngjandi Seljur munu heim- sækja íbúa í Skjóli og á Dalbraut 1 á laugardag 28. og syngja þá fyrir þá. Þá munu þær einnig láta heyra í sér á jólafundi hjá Kvenfé- laginu þann 8. desember. (Fréttatilkynning) Breiðholtskirkja Samvinna við Hjálparstofn- un kirkjunnar Hin árlega aðventusamkoma Breiðholtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju I Mjódd á morgun, fyrsta sunnu- dag í aðventu, kl. 16.00 og verð- ur hún að þessu sinni í sam- vinnu við Hjálparstofnun kirkj- unnar. Að venju verður fjölbreytt dag- skrá: Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjóm Daníels Jónassonar. Dúfa Sylvía Einarsdóttir og Inga Back- man syngja einsöng og tvísöng. Bamakór Breiðholtskirkju syngur undir stjóm Ámýjar Albertsdóttur og Önnu Birgittu Bóasdóttur. Flutt verður dagskrá á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar, sönghópur Ungs fólks með hlut- verk syngur og Eimý Ásgeirsdótt- ir flytur hugleiðingu. Samkom- unni lýkur svo með stuttri helgi- stund við kertaljós. Á eftir verður kaffísala Kvenfé- lags Breiðholts sem alla tíð hefur stutt safnaðarstarfíð og kirkju- bygginguna af miklum dugnaði og rausnarskap. Þannig hafa þær á þessu ári gefíð allar innrétting- amar og tæki í eldhús safnaðar- heimilisins. Einnig munu ferming- arbömin selja friðarkerti til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og til ijáröflunar fyrir fram- kvæmdir við bamaheimili á Ind- landi, sem þau hafa tekið að sér. Um leið og ég hvet sóknarbúa og aðra sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins, minni ég aftur á að samkoman er kl. 16.00, en ekki að kvöldi til eins og verið hefur undanfarin ár. - Gísli Jónasson Aðventuhátíð í Garðakirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður nk. sunnudag i Garðakirkju kl. 14. Fyrsti sunnudagur í aðventu er einnig kirlq'udagur Kvenfélags Garðakirkju og er orðin hefð að kona flytji hugvekju og kvenfé- lagskonur fara með ritningarorð og flytja bænagjörð. Við þessa athöfh mun Kristín Halldórsdótt- ir, alþingismaður, verða ræðu- maður. Kór Garðakirlq'u syngur undir stjóm Ferenc Utassy organ- ista. Kveikt verður fyrsta að- ventuljósið á aðventukransi sem kvenfélagið gaf. Að lokinni kirkjuathöfn efnir kvenfélagið til kaffisölu á Garða- holti. Þar mun Söngfélagið Drangey syngja undir stjóm Snæ- bjargar Snæbjamardóttur og und- irleik annast David Knowls. Mikíð um að vera í Víði- staðakirkju AÐ venju verður mikið um að vera í Víðistaðakirkju fyrsta sunnudag í aðventu. Barna- guðsþjónusta verður að venju kl. 11 og á sama tima hátíða- guðsþjónusta i Hrafnistu. Há- tiðaguðsþjónustan verður svo í Viðistaðakirkju kl. 14 og þar mun Inga Backman syngja ein- söng. Um kvöldið verður svo aðventu- samkoma í kirkjunni og mun Dav- íð Oddsson, forsætisráðherra, flytja ræðu kvöldsins. Boðið verð- ur upp á fjölbreyttan söng og munu Kór Víðistaðakirkju, Kór Garðakirkju og Kór Tónlistarskól- ans syngja undir stjóm Ulriks Ólasonar, Ference Utassy og Guð- rúnar Ásbjömsdóttur. Þá mun Lúsía að venju koma í heimsókn með þernum sínum. Systrafélag Víðistaðasóknar mun að venju verða með aðventu- kaffí og kökubasar að lokinni guðsþjónustu um daginn og eins um kvöldið að lokinni aðventu- samkomunni. Búast má við mik- illi aðsókn og er fólk hvatt til að koma snemma til að fá sæti. - Sigurður Helgi Guðmundsson. Bíóborgin sýnir myndina Sálarsldpti BÍÓBORGIN hefur hafíð sýning- ar á myndinni Sálarskiptum eða „Prelude To A Kiss“. Framleið- endur eru Michael Gruskoff og Michael I. Levy og leikstjóri er Norman René. Aðalleikarar eru Alec Baldwin og Meg Ryan. Myndin segir frá Peter Hoskins sem er svolítið ístöðulaus í lífinu. Hann virðist hvergi fmna fótfestu, þar til hann hittir Ritu Boyle og verður ástfanginn af henni. Eftir stutt en ánægjulegt samband biður hann hennar og hún játast honum. í brúðkaupið kemur eldri maður sem enginn kann deili á. Hann biður um að fá að kyssa brúðina og óskar henni velfamaðar. En kossinn reyn- ist afdrifaríkur og sannast með hon- um að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Brautarstöð fyrir tvo í bíósal MÍR SOVESK kvikmynd frá síðasta áratug Brautarstöð fyrir tvo verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stig 10, nk. sunnudag 29. nóv- ember kl. 16. í myndinni segir frá píanóleik- ara nokkram sem er á leið með járnbrautarlest í fangabúðir þar sem hann á að afplána refsidóm. Á brautarstöð einni hittir hann frammistöðustúlku og kunnings- skapur tekst með þeim. Leikstjóri er Eldar Rjazanov. Skýringartexti er á ensku. Að- Tveir af aðalleikurum myndarinnar, Alec Baldwin og Meg Ryan. gangur ókeypis og öllum heimill. ■ FÉLAG fata- og textilhönn- uða heldur fund á Café Sólon Is- landus, Bankastræti 7a í dag, fóstudag, kl. 20. Umræðuefni fund- arins verður m.a. fatahönnunar- keppni í mars á næsta ári á Hótel íslandi og kynntir verða nýir mögu- leikar fyrir fatahönnuði að koma verkum sínum á framfæri. Bæði félagsmenn og ófélagsbundnir fata- hönnuðir era velkomnir á fundinn. (Fréttatilkynning) ■ ROKKABILL YBAND Reykjiivíkur kemur saman á ný og ætlar að leika fyrir gesti Gauks- ins nk. sunnudag og mánudag kl. 22.55. Sveitin var lögð niður fyrir ári en var þá búin að vera við lýði í ijögur ár samfleytt. Þeir félagar komu saman á 9 ára afmæli Gauks- ins 18. nóvember sl. ■ IllJÓMSVEITIN Todmobile verður stödd á Selfossi nk. laugar- dagskvöld og skemmtir Selfyssing- um á balli sem haldið verður á Hótel Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.