Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 39 um í Mjóafírði, Jónssonar en móðir hennar var Ingveldur Þorgilsdóttir Jónssonar og Þuríðar Pálsdóttur á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum. Vigfús, faðir Ingibjargar, var yngstur af 13 bömum Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum og þriðju konu hans, Þuríðar Jónsdóttur frá Stórólfshvoli en hún var ættuð frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Frá Guðmundi er mikill ættbogi. Hann var þríkvæntur og átti fjölda bama. Milli elsta og yngsta barns Guð- mundar var 49 ára aldursmunur. Vigfús og Sigríður, foreldrar Ingibjargar, bjuggu fyrst í Haga í Gnúpveijahreppi 1896-1909, síðan í Engey til 1916 og síðast á Laufás- vegi 43 í Reykjavík, keyptu það hús af séra Lárusi Benediktssyni frá Selárdal og létu m.a. fyrir það hluta sinn í Engey. Vigfús andaðist 1952 en Sigríður 1968. Böm þeirra auk Ingibjargar vom: Þuríður Kristín, f. 11. apríl 1901, d. 9. janúar 1987, gift Guð- mundi Filippussyni, málarameist- ara frá Gufunesi, áttu 7 börn, og Halldór, f. 9. október 1906, rann- sóknarmaður við Tilraunastöð há- skólans á Keldum ókvæntur og barnlaus eins og Ingibjörg. Tvö böm misstu þau Vigfús og Sigríð- ur, Guðmund, f. 1905, 4 ára gaml- an og Ingibjörgu, f. 1910, á öðm ári. Ingibjörg eða Inga Vigfúsar, eins og frændfólk og vinir kölluðu hana gjama, gekk í Miðbæjarbamaskóla og árin 1931-34 var hún í Kvenna- skólanum. Hún starfaði síðan á læknastofum í Reykjavík, fyrst hjá Þórði Þórðarsyni og síðar hjá Erl- ingi Þorsteinssyni. Skömmu eftir að Inga varð tvítug fór hún að finna fyrir sykursýki. Sá sjúkdómur reyndjst henni óvenjulega erfíður, kvaldi hana og hrakti í meira en fímmtíu ár. Ekki er ofmælt þótt sagt sé að á hana væri lagt meira af sjúkdómum en flesta aðra. Hún varð þráfaldlega að leggjast inn á sjúkrahús. Sþítalalegur hennar urðu 28. Enginn sem sótti hana heim þess á milli fann að neitt bját- aði á. Heimsókn til þeirra systkin- anna á Laufásvegi 43 var hvert sinn eins og lítið og skemmtilegt ævintýri. Ur ýmsum áttum var dregið til að stuðla að því. Gaman- sögumar liðu fram eins og lind undan brekkurótum. Lífsnautna í hófsemi neytt: harðfiskur og ís- lenskt smér, geitarostur úr Noregi, hákarl, lítið staup af víni, glas af öli eða hungangsvatn og kom í nefnið. Gestrisni þeirra systkina var mild og hlý og umhverfið sér- stætt, forn húsbúnaður foreldra þeirra skreyttur handarverkum Ingu, sem var nákvæm og smekk- vís hannyrðakona. Sama hlýja til- litssemin og vinátta ríkti milli systkinanna og innan fjölskyldunn- ar og verið hafði milli systkina Vigfúsar á Keldum og mikil var umhyggja og ástríki þeirra systkina gagnvart foreldrum sínum sem áttu hjá þeim öruggt skjól til æviloka. Inga var ekki að bera erfíðleika sína fyrir aðra, en samt komn hún til dyranna eins og hún var klædd og sagði hveijum sem var fulla meiningu sína, orðvör og umtals- góð. Engum duldist hlýjan og um- hyggjan sem að baki bjó. Inga las talsvert og var ljóðelsk. Börn hænd- ust að henni og Halldóri bróður hennar, systurbörnin voru þar dag- legir gestir á yngri árum og börnin í götunni vöndu þangað komur sín- ar mörg hver, fengu þar ævinlega góðan bita og gott í munninn, áttu vinum að mæta þar sem þau systk- inin voru. Inga var trygglynd. Vin- konurnar úr Kvennaskólanum hitt- ust mánaðarlega um langt árabil og frændrækin var hún í besta lagi. Hún var aðalstoðin í „Frænkufélag- inu“, sem mundi alla merkisdaga í fjöískyldunni og stóð fyrir því að að auka hátíðleikann á slíkum stundum. Inga hélt fullri reisn til hins síð- asta þrátt fyrir sjúkdómsbaslið. Aðdáunarvert er hve Halldór reyndist systur sinni hlýr, skiln- ingsríkur og hjálpsamur bróðir í veikindum hennar. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Sigurðarson. Jakobína Sveinbjörns- dóttir — Minning Fædd 13. október 1952 Dáin 17. nóvember 1992 í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega min. Og fjarlægð þ[n sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr Mestu ljóð Steins Steinarrs, Tíminn og vatnið, fjalla um eilífðina og um eilífa hringrás lífsins. En einnig um tímann, sem gnæfír yfír okkur, og við fáum engu um þok- að. Aldrei snúið til baka, og engu um breytt, sem liðið er, hversu dýr- mætt sem okkur þætti. Það er að- eins í minningunni, sem við getum snúið til liðins tíma — og í þeirri minningu lifum við áfram eins og við vorum. Meðal þeirra sem okkur eru kærastir. Á þann hátt einan sigrum við um stund tímann, sem þó sigrar allt að lokum. Fá spor — ef nokkur — eru þyngri en að fylgja til hinstu farar ástvin- um óg kærum vinum og fá orð er mér sárara að setja á blað en þessa kveðju til hjartfólginnar vinkonu. Jakobína Syeinbjörnsdóttir, Bína, var glæsileg og kostum prýdd kona í blóma lífsins, sem stóð á þröskuldi hamingju sinnar þegar kallið kom. Hún hafði á skammri ævi sinni reynt að það getur þurft að beijast fyrir því að ná settu marki. Hún hafði staðist raunina og hún var vel að launum baráttunnar komin. 'Jakobína fæddist á Hrísum í Kópavogi, 13. október 1952, dóttir hjónanna Ásgerðar Ólafsdóttur og Sveinbjöms Hannessonar húsa- smiðs. Hún var gjöfum gædd, með reisn og glæsileika móður sinnar og frá föður sínum hafði hún hlotið þá arfleifð, sem var einkennisþáttur í fari hennar; djúp réttlætiskennd og ófrávíkjanleg krafa um heiðar- leika. Sú krafa var algjör og engin málamiðlun til. Hún gerði þá kröfu til sjálfrar sín og ætlaðist til hins sama af öðrum. Bína ólst upp í stórum systkina- hópi við Fífuhvammsveginn og fór 15 ára gömul austur á Selfoss að gæta elsta barns Ásdísar, systur sinnar. Sú varð örlagaför og dvölin á Selfossi varð í 18 ár. Þar kynnt- ist hún Símoni Grétarssyni, sem hún síðar gekk að eiga. Þau áttu tvo syni, Grétar (fæddur 29. október 1969) og Ásgeir (fæddur 2. maí 1975). Margt réð því að sambúð þeirra entist ekki. Lengstan hluta tímans sem Bína bjó á Selfossi sá hún ein fyrir sonum sínum og reisti þeim heimili. Hún gekk til margra verka en vann lengst hjá Fossnesti. Þótt árin á Selfossi hafí lengst af verið hetjuleg barátta sjálfstæðr- ar konu og hjúskaparárin borið merki stormasamrar æskutíðar, þá eignaðist Bína þar sterkar rætur og traustar vinkonur og átti þaðan margar sínar bestu minningar. Bína flutti til Reykjavíkur árið 1985 og hóf fljótt störf hjá OLÍS og veitti þar lengst af forstöðu bensínstöðinni á Klöpp við Skúla- götu. Hún hreifst af eldmóði hins nýja eiganda, Óla Kr. Sigurðssonar, og hann fann strax í henni traustan og ötulan starfsmann og fól henni ábyrgð. Lát Óla í sumar er leið varð hanni djúpt áfall eins og öðru starfsfólki fyrirtækisins. Tveimur árum eftir að Bína flutti til Reykjavíkur kynntist hún góðum og heilsteyptum manni, Stefáni Sæmundssyni, flugmanni, og þau hófu sambúð. Þau kynni voru stærstu kaflaskipti í lífí hennar. Stefán mat verðleika hennar; hún naut ríkulegrar umhyggju. Ham- ingjan hafði kvatt dyra í lífí Jakob- ínu Sveinbjömsdóttur. Saman tókust þau á við mikið verkefni; þau reistu sér á skömmum tíma glæsilegt hús á fögrum stað. Það var að mestu frágengið og þau fluttu inn fyrir ári. Húsið þeirra bar þess merki, að Bína hafði ekki að- eins erft hið heila hjartalag föður síns, heldur léku henni líka öll verk- færi í höndum. Henni var ekkert ómögulegt. En hún hlífði sér því miður Minning Þórdís Snjólfsdóttir Fædd 28. ágúst 1908 Dáin 19. nóvember 1992 Mig langar í örfáum orðum að heiðra minningu hennar Þórdísar minnar. Ég kynntist henni fyrir um það bil fjórtán árum þegar ég fór að koma í heimsókn ti dótturdóttur henanr og nöfnu sem bjó þar ásamt móður sinni og systkinum. Ég hélt áfram heimsóknum mínum eftir að þau fluttu utan og sátum við Þór- dís oft og töluðum mikið um allt milli himins og jarðar. Þórdísi þótti alltaf mjög gaman að fá heimsókn- ir og naut þeirra vel og fann ég alltaf hversu velkomin ég var. Síð- ustu tvö árin fækkaði heimsóknum mínum, þar sem börnin voru orðin tvö og hún ekki eins heilsuhraust en aldrei leið langur tími að ég hugsaði ekki til hennar eða hringdi. Minningamar eru margar og mun ég aldrei gleyma hve kát og glettin hún var, eins og eitt sinn er við sátum við eldhúsborðið að hún byijaði allt í einu að gretta sig og geyfla og ég spurði hvumsa hvað hún í ósköpunum væri að gera, þá sagði hún, nú ég er bara að gera eins og þú. En ég hafði þann leiðinlega ávana að naga var- irnar og var hún að reyna að venja mig af honum. Ég á svo sannarlega eftir að hugsa oft til hennar Þórdísar og sakna hennar og langar mig til að vitna í Spámanninn, ættingjum hennar til hughreystingar: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ Elsku Sigurður, Guðrún, Dísa, Siggi, Óli og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur á sorgarstundu. Ingunn Mjöll. _ .. ' ----------------- 9. «« (U, FLÍSAR -f. ■# Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 -1- É^anskor buxur. ^j/^anskar stretsbuxur. 1 i Nýbýlavegi 12, sími 44433. kemur ekki aftur til okkar, bros- mild og einlæg. En fjarlægð hennar fær að dvelja með okkur áfram; þær góðu minningar sem við eigum, og sá lærdómur, sem hún veitti okkur í arfleifð: Að heiðarleiki og hrein- skilni er afdráttarlaus krafa — og ekkert til að semja um. Stefán og Jakobína áttu sér eftir- lætiskvæði, sem var þeim íeiðarljós þegar þau lögðu í það stóra verk- efni að reisa hús sitt á bjargi. Ef byggir þú, vinur, og vogar þér hátt, og vilt, að það skuli ekki hrapa; þá legðu þar dýrustu eip, sem þú átt og allt, sem þú hefur að tapa. Og fýsi þig yfir til framtíðarlands og finnist þú vel geta staðið, þá láttu ekki skelfa þig leiðsðp hans, sem leggur á tæpasta vaðið. (Þorsteinn Erlingsson) Guð veiti Stefáni og drengjunum, hvergi. Persónuleiki Bínu var ann- fjölskyldu og vinum Bínu styrk og ars vegar hið geislandi glaða við- sálu hennar eilífan frið. mót, skopskyn og hláturmildi. Hins Bjarni Sigtryggsson. vegar hugur völundarins, sem aldr- ei hefur lokið verki sínu, sér stöð- ugt eitthvað sem betur skal gera. Leitar fullkomnunar og er þá ekki til viðræðu um að slaka á. Stefán og Bína stóðu á þröskuldi hamingjunnar. Þau höfðu hvort um sig lokið miklu verki. Nýr kafli var að hefjast í lífí tveggja sjálfstæðra en að mörgu leyti ólíkra einstak- linga, sem áttu þó samleið og höfðu óendanlega mikið að gefa hvort öðru. Stórum áfanga var að verða lokið. Framundan beið þeirra sam- eiginlegur draumur; að halda áfram að ferðast um flarlæg lönd og skoða heiminn. Þeirra beið lífíð sem átti að byija um fertugt. Og það líf átti Bína meira en fyllilega skilið. Þær ferðir verða ekki famar að sinni. Tíminn, hinn harði húsbóndi, hefur kvatt dyra. Okkur er ekki hleypt andartak til baka, að góma tímann og sveigja hann af leið. Bína Hagstofa íslands - Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sín- um, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst buseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir, t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheim- ili. Sama gildir t.d um dvöl í gistihúsum, sjúkrahús- um, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk f óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú, að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allr- ar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim, sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags, sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögreglu- varðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skrif- legar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá, Skuggasundi 3, 150 Reykjavík. Sími: 91-609850. Bréfasfmi: 91-623312. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Mikil áhersla er á það lögð að hand- rit séu vélrituð með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.