Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 AKUREYRI Flugbj örgunars veitin á Akureyri 40 ára •• Oflug sveit sem er til- búin í erfið verkefni - segir Rúnar Jónsson formaður FLUGBJÖRGUNARSVEITIN á Akureyri hélt upp á 40 ára afmæli sitt -tsl. sunnudag. í kaffisamsæti sem haldið var af því tilefni voru fimm menn sæmdir gullmerki fyrir störf í þágu sveitarinnar og tíu hlutu silfumerki. Þá bárust Flugbjörgunarsveitinni gjafir. Flugbjörgunarsveitin á Akureyri vetrarmánuðina og væru þær mjög var stofnuð 22. nóvember 1952. Aðalhvatamenn að stofnun sveitar- innar voru Kristinn Jónsson, Þor- steinn Þorsteinsson og Tryggvi Þor- steinsson. Tildrög þess að sveitin var stofnuð var flugslysið er Geysir fórst á Vatnajökli árið 1950. Nú, þegar fjörutíu ára starf er að baki eru félagar á annað hundrað. Sveitin á eigið hús, Galtalæk, gegnt Akureyrarflugvelli og hefur yfir að ráða tveimur sérútbúnum bílum til björgunarstarfa, fjarskiptabíl, snjó- bíl, flórum vélsleðum, góðum fjar- brákiptabúnaði og ýmis konar smærri búnaði. í afmælissamsæti voru þeir Svan- laugur Ólafsson, Gunnar Jóhanns- son, Gísli Kr. Lórenzson, Tryggvi Gestsson og Bjöm Sigmundsson sæmdir gullmerki sveitarinnar en þeir hafa allir lagt mikið af mörkum í hennar þágu. Þá voru tíu meðlimir sæmdir silfurmerki fyrir störf sín. Voru sveitinni færðar gjafir í til- efni afmælisins, m.a. talstöð, sjúkra- búnaður og GPS-staðsetningartæki auk peningagjafar frá bæjarstjóm Akureyrar. Rúnar Jónsson, formaður Flug- björgunarsveitar Akureyrar, sagði að félagar sveitarinnar fæm reglu- lega í æfíngaferðir, sérstaklega yfir ÓSK - VON - TRÚ fjölbreyttar. „Markmiðið er að gera menn sem best undir það búna að takast á við þau verkefni sem upp kunna að koma,“ sagði Rúnar, en hann sagði sveitina öfluga og tilbúna til að takast á við erfið verkefni. í tilefni afmælisins verður opið hús hjá Flugbjörgunarsveitinni að Galta- læk frá kl. 14 til 17 á laugardag, 28. nóvember þar sem bæjarbúum gefst kostur á að kynnast starfsem- inni og skoða tækjabúnað, en Rúnar sagði að sveitin hefði ávallt mætt skilningi á meðal bæjarbúa við fjár- öflun og hefðu þeir stutt dyggilega við bakið á henni frá upphafi. ------------» ♦ ♦ Skautasvellið Diskótek og íshokkí um helgina FYRSTI heimaleikur Skautafé- lags Akureyrar á skautasvæðinu við Krókeyri verður á morgun, laugardag, en í kvöld, föstudags- kvöld, verður þar diskótek. Síðast þegar haldið var diskótek á svellinu komu tæplega 500 manns á skauta. Skemmtunin stendur frá kl. 20 til 23. Fyrsti heimaleikur Skautafélags Akureyrar í íshokkí verður á morg- un, laugardag, þegar félagið mætir Biminum úr Kópavogi. Þetta verður eini leikurinn fyrir áramót, en keppn- in um Islandsmeistaratitilinn verður haldið áfram eftir miðjan janúar. Magnús Finnsson gjaldkeri Skautafélags Akureyrar sagði að þegar hefðu um 5.000 manns komið á skautasvellið, en það var opnað í byijun þessa mánaðar. „Aðsóknin hefur verið mjög góð þannig að við erum bjartsýnir á veturinn, en reynd- ar hefur nóvember ávallt verið besti mánuðurinn í aðsókn eða tímabili fyrir áramót," sagði Magnús. Morgunblaðið/Hólmfríður Börnin léku leikritið um Ásu, Signýju og Helgu þegar Grímseyingar héldu upp á Fiske-afmælið. Bróðurpartur Grímseyiiiga tók þátt í Fiske-afmælinu Grímsey. NÆR ALLIR sem vettlingi gátu valdið fögnuðu afmæli velgjörðar- manns Grímseyinga, Daniels Willards Fiske, sem haldið var á dögunum, en um 90 manns af um 120 íbúum eyjarinnar komu á samkomu í félagsheimilinu Múla af þessu tilefni. Grímseyingar halda ár hvert fjölda ára haft umsjón með Fiske- upp á Fiske-afmælið, sem þeir kalla svo, 11. nóvember og var ekki brugðið út af þeirri venju í ár. Segja má að Fiske-afmælið sé nokkurs konar þjóðhátíð okkar Grímseyinga og var óvenju fjöl- mennt í ár, en bróðurpartur íbúa eyjarinnar mætti í afmælið. Kvenfélagið Baugur hefur til afmælinu og sjá þær kvenfélags- konur um kaffíveitingar á sam- komunni. Dagskráin hófst mð því að börn úr Grunnskólanum í Grímsey sýndu leikþáttinn um Ásu, Signýju og Helgu, þá las Áslaug Alfreðsdóttir upp æviágrip Dani- els Willards Fiske' og síðan lék Þorlákur Þorláksson, piltur úr eynni, undir söng yngstu bam- anna. Fiske kom aldrei til Grímseyj- ar, en sigldi eitt sinn framhjá eynni og heillaðist af, þótti honum undarlegt að fólk skyldi búa svo norðarlega og langt frá annarri byggð. Gaf hann tafl inn á hvert heimili í eynni, einnig bækur, en bókagjöf hans varð fyrsti vísir að bókasafni Grímseyinga auk þess sem hann lét fé af hendi rakna. HSH Sambýli endurbyggt fyr- ir um 11 milljónir króna VIÐAMIKLUM framkvæmdum við endurbætur á sambýli við Álfabyggð 4 á Akureyri, sem Geðverndarfélag Akureyrar keypti árið 1988 er nú lokið, en það er Kiwanishreyfíngin sem fjármagn- aði endurbætumar með fé sem fékkst vegna sölu á K-dögum, fyrst árið 1989 og síðan nú í haust. Byijað var að lagfæra húsið ingin þær til. Kristinn Jónsson í árið 1990 og hafa endurbætur þess staðið yfir frá þeim tíma. Kostnaður við þær er um 11 millj- ónir króna og lagði Kiwanishreyf- K-dagsnefnd sagði að segja mætti að húsið hefði nánast verið rifið allt að innan og byijað frá grunni og væri það því nú sem nýtt. Húsið er 307 fermetrar á stærð á þremur hæðum og er gert ráð fyrir að þar geti búið 5 til 8 manns í einu. Við athöfn nýlega afhentu Steindór Hjörleifsson furrum um- dæmisstjóri og Ástbjöm Egilsson formaður K-dagsnefndar Brynj- ólfi Ingvarssyni bygginguna til umsjónar fyrir hönd Geðverndar- félags Akureyrar. Evrópumeistaramót landsliða Rússneska sveitin hefur náð öruggri forystu SKÁK Karl Þorsteins ÍSLENSKA skáksveitin á Evrópu- meistaramóti landsliða tapaði fyr- ir þeirri sænsku lVi- 2Vi í sjöttu umferð í gærkvöldi. íslenska sveitin hefur 12'A vinning að afloknum sex umferðum. Sveit Rússlands hefur örugga forystu á mótinu, hefur hlotið 17‘/2 vinning eftir sigur á Armeníu 3Vi-'/2. ísland - Svíþjóð IVi—2V4 Jóhann Hjartars. - Andersson V2-V2 Margeir Pétursson - Emst V2-V2 Jón L. Ámason - Hellers 0-1 Hannes Stefánss. - Karlsson V2-V2 Það er súrt í broti að bera skarðan hlut frá borði í viðureign við grann- þjóð okkar. Lánið lék hins vegar ekki við íslensku sveitina. Jón L. Ámason hafnaði jafntefli á þriðja borði gegn Hellers, en lenti síðan í miklu tímahraki og lék af sér skák- inni. Hannes Hlífar varðist hins veg- ar vel í verri stöðu, en á tveimur efstu borðunum var samið um jafn- tefli án mikilla tíðinda. Eftir sex umferðir af níu á Evrópumeistara- mótinu er staðan þessi: Rússland 17‘A vinn. af 24 mögul. ísarel I5V2 Úkraína 14V2 íslenska sveitin var í 11-17 sæti fyrir umferðina af 40 þátttökuþjóð- um og er nú miðjum hópi keppnis- þjóða. Alþjóðlega skákmótið á Vestfjörðum Lánið lék ekki við íslensku kepp- enduma í áttundu umferð Alþjóðlega skákmótsins á Vestfjörðum. Halldór G. Einarsson tapaði fyrir Bönsch og Hebden náði að skjótast einn í efsta sætið með sigri á Björgvini Jóns- syni. Úrslit í áttundu umferð urðu þessi: Bönsch - Halldór G. Einarsson 1-0 Guðm. Gíslas. - Sævar Bjamas. V2-V2 Reinderman - Héðinn Steingrss. 0- 1 Arinbjörn Gunnarss. - Maiwald 0-1 Hebden - Björgvin Jónsson 1-0 Helgi Grétarss. - Ægir Friðbss. 1- 0 Enski stórmeistarinn Hebden er efstur með sex vinninga eftir átta umferðir og Halldór G. Einarsson er með fímm vinninga. Bönsch er með fjóran og hálfan vinning og biðskák. Atskákmót í Kópavogi Atskákmót verður haldið í hús- næði Taflfélags Kópavogs að Hamra- borg 5, 3. hæð, um helgina. Tefldar verða sjö umferðir, mótið hefst í kvöld kl. 20 og verða þá tefldar þijár umferðir en fjórar umferðir á laugar- daginn. Mótið er haldið í samvinnu Taflfélags Kópavogs, Taflfélagsins Hellis og Skákfélags Hafnaríjarðar. 1. verðlaun eru kr. 15.000, 2. verð- laun 9.000 og 3. verðlaun 6.000. Vasily Ivantsjúk, næst stigahæsti skákmaður heims hefur verið nokkuð mistækur í Evrópumeistaramótinu. Hann tapaði fyrir Kasparov en sjáum hvemig hann leikur litháenska stór- meistarann Rosentalis. Hvítt: ívansjúk (Úkraínu) Svart: Rosentalis (Litháen) 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rf6, 3. d4 - Rxe4, 4. Bd3 - d5, 5. Rxe5 - Rd7, 6. Rxd7 - Bxd7, 7. 0-0 - Dh4, 8. c4 - 0-0-0, 9. c5 - g6 Ekkert er nýtt undir sólinni, sama staðan kom upp í viðureign sömu keppenda á Ólympíumótinu í Manila í sumar. Ivantsjúk lék hins vegar 9. — g5 í skák sinni við Kasparov í mótinu. 10. Rc3 - Bg7, 11. g3 - Dh3, 12. Rxd5! - Bg4 Staðan er gríðarlega flókin 0g skemmtileg. Eftir 13. Db3 gæti svartur hugsanlega svarað með 13. IMn Mf til vina heima og eriendis. Takmarkað og tölusett upplag • á mjög vönduðum pappír (Ivory 250 g). Fsst hiá: Kristjona F. Aindol, s. 96-27991. Anna S. Hróðmarsd., s. 95-38031. FrúLárohf.,s. 97-21551. r Hlaðvarpinn, s. 91-19055. Listinn, s. 91-10589.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.