Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 17
svaranlegt væri að senda hana heim til sín, að hún væri á engan hátt fær um að vera ein og hjálpa sér sjálf, þá var það samt gert. Hún var heima í þrjá daga. Þá komu starfsmenn Securitas að henni liggjandi ósjálfbjarga á gólf- inu. Hún var umsvifalaust lögð inn á sama stað og hún var nýkomin af, Landspítalann. Þaðan var hún flutt á Vífilsstaðaspítala, og þar er hún ennþá, meira en ári síðar. Eng- in leið er að senda hana heim. Hún er með súrefnistæki allan sólar- hringinn og kemst ekki einu sinni hjálparlaust á klósettið. Samt er Vífilsstaðaspítali ekki rétti staður- inn fyrir hana, fremur en Landspít- alinn. Þar er engin sjúkraþjálfun og engin aðstaða eða þjónusta fyrir aldraða, eins og á heimilum sem ætluð eru öldruðum. Þar er aðeins setustofa með sjónvarpi, sem hún getur ekki horft á. Ráðherra hefur ekki afskipti af einstökum málum (!) Síðastliðið vor, þegar rúm ellefu ár voru liðin frá því að mamma sótti fyrst á náðir Kerfisins, pant- aði ég viðtalstíma hjá Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra, til þess að segja henni frá gangi þessa máls. Auðvitað kom ekkert út úr því. í júlímánuði síðastliðnum fékk ég síðan viðtal við Sighvat Björg- vinsson heilbrigðisráðherra til þess að spyija hvort hann gæti bent á einhverja leið, og líka til að láta hann vita hvað svona mál gæti ver- ið lengi að velkjast í Kerfinu. Sig- hvatur sagði að ég hlyti að gera mér grein fyrir því að ráðherra gæti ekki gripið inni í og haft af- skipti af einstökum málum. Hins vegar bauðst hann til að láta starfs- mann í ráðuneytinu, Hrafn Pálsson, athuga hvar og hvernig þetta stæði, og skyldi ég hringja í hann eftir nokkra daga. Þegar ég náði síðan sambandi við Hrafn eftir margar tilraunir kvaðst hann kannast við þetta mál. Hins vegar var engin leið að heyra á honum að hann hefði kynnt sér það neitt. Hann sagði bara að þetta væri allt svo erfítt, engin pláss til, engin hjúkrunarrými laus og fjöldi manns á biðlista. Hann hefði nú sjálfur verið svo heppinn að hans aðstandendur hefðu aldrei þurft á fyrirgreiðslu af þessu tagi að halda, og síðan þvældi hann lengi um hitt og þetta sem kom mér og erindi mínu ekkert við. Um síðir sagðist hann þó vita að ástandið væri betra úti á landi og spurði hvort ég hefði athugað með pláss þar. Ósvífni Við þessi ummæli kerfísþrælsins var mér nóg boðið, og lái mér það hver sem vill eftir allt sem á undan en ljósmæður sjá um þau námskeið. Þegar komið er að fæðingu fara konurnar ásamt nánasta aðstand- anda á fæðingardeildina, þar sem ljósmæður bjóða þau velkomin. Ljósmæður annast síðan konuna í fæðingu og taka á móti baminu. Það er líka á ábyrgð ljósmóður að kalla til lækni ef hún telur þess þurfa, en læknar taka aðeins á móti bömum ef sérstaklega stendur á, t.d. ef grípa þarf til sogklukku eða tanga. En ljósmóðirin sleppir samt ekki hendinni af konunni fyrr en bamið er fætt og hún getur lát- ið hana í hendur ljósmæðra á sæng- urkvennadeild. I sængurlegunni annast Ijósmæð- ur hina nýju móður og barn henn- ar. Ljósmæður veita konum umönn- un, fræðslu og stuðning til þess að gera þeim kleift að takast á við móðurhlutverkið og geta hugsað um sjálfa sig og barn sitt þegar heim er komið. Fæðingarheimili Reykjavíkur til- heyrir einnig kvennadeild Landspít- alans, en því hefur verið lokað til áramóta vegna spamaðar. Á Fæð- ingarheimilinu önnuðust ljósmæður alfarið konur og böm þeirra í sængulegu, en fæðingar vom lagð- ar af þar sl. vor. Þó að markmið ljósmæðra sé að stuðla að heilbrigði móður og bams, þá er ekki öllum börnum ætlað að vera heilbrigð eða lifa. Að eignast MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 17 er gengið. Ég sagði honum að mér þætti þetta ósvífni, ég ætlaði að segja að mér þætti ósvífni að ætl- ast til þess að kona komin á níræðis- aldur, sem hefur alið allan sinn ald- ur í Reykjavík, unnið þar alla sína starfsævi og greitt þar skatta og skyldur, færi að leita út á land og flytjast enhveijum hreppaflutning- um til að fá aðstoð og fyrirgreiðslu í ellinni. En ég komst ekki svo langt. Þegar ég sagði „ósvífni" æpti Hrafn Pálsson, fulltrúi Kerfísins: „Hvað djöf.. dóni ertu, kona, að kalla þetta ósvífni" og skellti á. Það má vel vera að þetta sé ósvífni. Kannski ósvífnin hefði betur byijað fyrr. Kannski móðir mín hefði þá fengið fyrirgreiðslu til jafns við ýmsa aðra, sem hafa verið svo forsjálir að ganga í stjórnmálaflokk, eða eiga nógu mikla peninga. Eða hafa verið nógu ósvífnir. Þessa dagana er greint frá því í fréttum að síðastliðinn áratug hafí umtalsverður fjöldi aldraðs fólks flust af landsbyggðinni og til Reykjavíkur. Ég er ansi hrædd um að ýmsir aldraðir landsbyggðar- menn hafí fengið þjónustuíbúðir og hjúkrunarpláss í Reykjavík á liðnum ámm. Og jafnvel eru dæmi slíks um fólk sem komið hefur alla leið frá Ameríku, eftir að hafa búið þar mestan hluta ævinnar. En þetta fólk hefur sambönd í stjórnmála- flokkum, eða á peninga sem það getur látið renna í rétta farvegi, nema hvort tveggja sé. Vel stæð og vel rekin menningarborg Stundum er verið að tala um það hvað fjárhagur Reykjavíkurborgar sé góður og hvað borginni hafi ver- ið vel stjórnað. Perlan er einn af ávöxtum þeirrar góðu stjórnar. Hún var byggð fyrir hagnað Hitaveitu Reykjavíkur, en sá hagnaður varð til vegna þess að móðir mín og aðrir borgarbúar vom látnir greiða hærri hitaveitugjöld en þörf var á. Samt er hagur borgarinnar ekki betri en svo að hún getur ekki sinnt um gamalmenni sem hefur lifað og starfað (og borgað opinber gjöld, ekki bara hitaveitugjöld) innan marka hennar alla sína ævi. Menningarstig má nokkuð ráða af því hvernig farið er með gamla fólkið sem skilað hefur dagsverki sínu. Það er kannski betri vitnis- burður um menningu en pýramíd- arnir, Péturskirkjan og Perlan til samans. Þá væri hún búin að fá pláss fyrir löngu Sighvatur Björgvinsson sagði að ég hlyti að skilja að ráðherra gæti ekki haft afskipti af einstökum málum. Ég vildi að satt væri, ég vildi að ráðherrar og aðrir valda- menn hefðu ekki afskipti af einstök- um málum. Þá væri mamma búin að fá pláss fyrir löngu, því þá hefðu ekki aðrir verið teknir fram fyrir hana í biðröðinni. En þetta er bara ekki satt hjá Sighvati. Hann hefur oft misbeitt valdi sínu og mismunað fólki. Stundum hefur hann jafnvel hagað sér svipað og fyrirgreiðslupólitíkus- inn Albert Guðmundsson, svo að tekið sé ljótt dæmi. Aðrir kunna betur að greina frá því en ég. Þess má geta að móðir mín á son og tengdadóttur _ á Patreksfirði og tengdason á ísafirði. Líklega veit Sighvatur ekki um það. Þau þekkja betur til í kjördæmi ráðherrans og vita betur um gerðir hans þar en ég. „Fyrirgreiðslupólitík" „Fyrirgreiðslupólitík" hefur ekki meiri eða betri fyrirgreiðslu í för með sér. Hún er fólgin í því að þeir sem lengst hafa beðið fyrir- greiðslu eru látnir bíða ennþá leng- ur, en kunningjar og kjósendur og gæludýr stjómmálamanna fá að njóta hennar í staðinn. Því fer fjarri að ég telji Sighvat Björgvinsson verri en aðra ráð- herra. Það er nú einu sinni eðli ráðherra að misbeita valdi og mis- muna fólki. Ekkert síður þótt þeir kenni sig við jöfnuð og jafnaðar- mennsku. Heiðarlegt fólk virðist ekki sækjast eftir völdum. Vandinn var sannarlega til fyrir tíð Sighvats í heilbrigðisráðuneyt- inu. En Sighvatur verður ekki til þess að bæta ástandið. Áratugur kurteisi og biðlundar er liðinn, án þess að slíkir eiginleik- ar hafí komið að minnsta gagni í viðureigninni við Kerfíð. Þessi grein ber líklega nokkur merki þess. Hin endanlega lausn Sum vandamál versna með tím- anum ef þeim er ekki sinnt. Þeir sem stjórna heilbrigðismálum hjá ríki og borg vita hins vegar að vandi móður minnar bg annarra gamal- menna leysist af sjálfu sér á „eðli- legan“ hátt, ef þeir eru nógu þolin- móðir að gera ekki neitt. Höfundur rekur gistiheimili í Reykjavík og stundar afgreiðslu- störf. ÞEGAR VEUA Á ÞAB BESTA V d fil Borgarkringlunni - Sími 677820 veikt barn eða að missa barn er ein sárasta lífsreynsla sem fólk reynir á ævinni. Ljósmæður reyna eftir bestu getu að styðja foreldra sem eiga um sárt að binda og veita þeim þá umönnun og umhyggju sem þeir þurfa. Sem betur fer tengjast störf okkar þó oftar gleði en sorg, en fáar þjóðir hafa náð eins miklum árangri og við í lækkun burðarmáls- dauða. Störf ljósmæðra í dag eru ábyrgðarmikil og krefjandi eins og þau hafa alltaf verið. Þessi verk eru unnin í kyrrþey og það ber ekki mikið á þeim. En í hvert skipti sem þú sérð barn skaltu þú minnast þess að ljósmæður lögðu sitt lóð á vogarskálina til þess að það yrði heilbrigt. Höfundur er (jósmóðir og Ejúkrunarfræðingur MS, formaður Ljósmæðrafélags íslands og \'jósmóðir á fæðingardeild Landspítalans. Suðrœnir saltfiskréttir eftirjordi Busquets Matreiðslubókin Suðrænir saltfiskréttir er eftir virtan matreiðslumeistara á Spáni, Jordi Busquets. Eitt af hans sérfögum er meðhöndlun og matreiðsla á saltfiski. í Suðrænum sallfiskréttum lærum við hvemig hann matbýr íslenskan saltfísk, sem Spánverjar kaupa af íslendingum. Sjálf höfum við ekki vanist fjölbreytilegum möguleikum þessa frábæra hráefnis, sem er hið besta sem þekkist í heiminum. Hér er tækifærið komið - möguleikamir eru óendanlegir. Suðrænir saltfiskréttir er gefin út af Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda í samvinnu við Almenna bókafélagið í tilefni af 60 ára afmæli SÍF á þessu ári. Þýðandi bókarinnar er Sigríður Steinunn Stephensen og margháttaða aðstoð veittu matspekingamir Úlfar Eysteinsson og Rúnar Marvinsson. í tilefni af afmælinu og útgáfu bókarinnar standa nokkur veitingahús fyrir saltfiskviku dagana 27. nóvember til 3. desember nk. Veitingahúsin ætla að bjóða gestum sínum upp á gómsæta saltfiskrétli úr nýju kokkabókinni. Náðu þér í eintak af Suðrænum saltfískréttum - Bókin er hreint frábær! ® é BLAA LONIÐ vcitingahús Saltfiskur að hælli Hawaiibúa Saltfiskstengur í deighjúpi Tveir bitar í möndlusósu Verð kr. 1.390.- Mólakaffí Paella með saltfiski Lasagne með saltfiski Saltfiskur í ofni Verð kr. 680.- M ■ym RNINA' Skeljar með saltfiski og sveppum Saltfiskur ( hvítlaukskremi Saltfiskur að hætti Katalóníumanna Verð kr. 1.390.- í hádegi 1.090.- með súpu ÞRÍR FRAKKAR HJÁ ÚLFARI Saltfiskur með kjúklingabollumJkjölbollum Einnig verður boðið upp á saltfisktvennu ogfleiri saltfiskrétti Verð með forrétli kr. 1.250,- H vítlaukssallfiskur Sallfiskur með þurrkuðum ávöxtum Verð kr. 1.450- (ódýrara í hádeginu) Laugarásvegi Saltfiskur að hausti Saltfiskur með grænmeli Verð með súpu kr. 980.- Hótel Esju, Suðurlandsbraut Saltfiskur frá Biskayahéraði Sallfiskur með blaðlauk og kartöflum Verð með súpu kr. 1.100.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.