Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 31 Frumvarp um breytingu á vaxtalögum 16-16,5% dráttarvextir VAXTALÖGUM var breytt í gær. Seðlabanki íslands ákveður vaxtaá- lag ofan á almenna vexti við ákvörðun dráttarvaxta. Viðmiðunar- mörkum verður breytt úr 5-10% í 2-5%. Frumvarp þessa efnis var lagt fram og rætt á þremur þingfundum í gær og að lokum sam- þykkt með 35 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, þakkaði stjórnarandstöðu og Guðrúnu Helgadóttur, 3. varaforseta Alþingis, góða samvinnu við skjóta af- greiðslu þessa máls. Á öðrum tímanum í gær bar það til tíðinda að Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, sleit 63. þingfundi en boðaði jafnframt 64. þingfund. Leitaði þingforseti eftir afbrigðum til þess að frumvarp til laga um breytingu á vaxtalögum nr. 25, 27. mars 1987, mætti koma til um- ræðu. En þetta frumvarp hafði ver- ið lagt fram á fyrra þingfundi um hádegisbilið. Var málaleitan þing- forseta samþykkt. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði m.a. í framsöguræðu sinni að þetta frumvarp væri liður í þeim ráðstöfunum ríkisstjómar- innar sem kynntar hefðu verið fyrr í vikunni. I gildandi lögum væri kveðið á um að dráttarvextir af peningakröfum í íslenskum gjald- miðli skuli vera á bilinu 5-10% umfram ávöxtun nýrra almennra útlána viðskiptabanka og spari- sjóða. Með þessu frumvarpi væri lagt að hámarkið yrði 6% í stað 10% og lágmarkið yrði 2% í stað 5% Viðskiptaráðherra benti á að við ákvörðun dráttarvaxta undanfarið hefði Seðlabankinn haldið dráttar- vöxtum nálægt gildandi lágmarki. Viðskiptaráðherra benti á að þegar núgildandi vaxtalög hefðu verið sett hefðu þessir vextir verið að meðaltali rúmlega 30%. Undafarið hefði almennir vextir verið á bilinu 12-13% Við þessar aðstæður væri óeðlilegt að dráttarvextir væru með jafnháu álagi og nú væri kveðið á um. Viðskiptaráðherra sagðist hafa rætt þetta mál við stjóm Seðla- banka og forráðamenn helstu við- skiptastofnana og hugði hann að eftir að þetta fmmvarp hefði verið lögfest, myndi Seðlabankinn nýta sér hin nýju vaxtamörk. Ráðherra taldi aðstæður nú vera þannig að eðlilegt væri að dráttarvextir lækk- uðu um 2-2,25%. Aþ endingu lagði viðskiptaráðherra til að þessu máli yrði vísað til efnahags- og við- skiptanefndnar. . Góðar viðtökur Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) og Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) lýstu öll yfir velvild í garð þessa fmmvarps. Þetta væri ein af fáum efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem þau gætu fellt sig við. Þau töldu samt þýðingu þessa frumvarps ekki stórkostlega í þeirri viðleitni að skapa skilyrði þess að vextir mættu Látíns þingmanns minnst í UPPHAFI 64. þingfundar í gær minntist Salome Þorkelsdóttir, forsetis Alþingis, látins þing- manns, Ragnars Jónssonar, fyrr- um skrifstofustjóra, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 24. nóvember, 77 ára að aldri. Ragnar Jónsson fæddist í Bjólu- hjáleigu í Holtum, Rangárvallasýslu, 24. ágúst 1915. Foreldrar hans vom hjónin Jón bóndi þar, síðar bóndi á Hrafntóftum í Djúpárhreppi, Jóns- sonar bónda í Bjóluhjáleigu Eiríks- sonar, og Anna húsfreyja Guðmunds- dóttir bónda í Miðhúsum í Hvol- hreppi, síðar á Stórólfshvoli Einars- sonar. Hann ólst upp á fjölmennu heimili við almenn sveitastörf, stund- aði síðar nám í Verslunarskóla ís- lands og brautskráðist þaðan vorið 1936. Verslunarmaður hjá Kaupfé- laginu Þór á Hellu var hann 1936- 1938 og fulltrúi þar 1942-1950. Veturinn 1938-1939 var hann við framhaldsnám í Þýskalandi og síðan við verslunarstörf í Reykjavík 1939- 1942. Hann var framkvæmdastjóri Verslunarfélags Vestur-Skaftfell- inga í Vík í Mýrdal frá stofnun þess 1951 til 1961. Skrifstofustjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Reykjavík var hann frá 1961 til 1985, lét af því starfi rúmlega sjötug- ur, en var svo að lokum forstjóri hennar nokkra mánuði fram á árið 1986. Ragnar Jónsson Ragnar Jónsson átti sæti í milli- þinganefnd í samgöngumálum 1956-1958, var endurskoðandi Landsbanka íslands 1963-1985 og skipaður 1964 í endurskoðunamefnd fmmvarps um heftingu uppblásturs og græðslu lands. Hann var snemma áhugasamur um stjómmál, var í stjóm Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna i Reykjavík, 1941- 1942 og formaður Sjálfstæðisfélags Vestur-Skaftfellinga um skeið á starfsámm sínum í Vík. Á sjöunda áratugnum tók hann sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi við alþingiskosningamar og var kjörinn varaþingmaður kjör- dæmisins og jafnframt varaþingmað- ur landskjörinna þingmanna flokks- ins. Á ámnum 1963-1969 tók hann ár hvert sæti á Alþingi, flest árin oftar en einu sinni. Frá vori 1967 til alþingiskosninga þá um sumarið var hann landskjörinn alþingismað- ur, tók við þingsæti eftir afsögn Davíðs Ólafssonar sem varð þá seðla- bankastjóri. Þó að Ragnar Jónsson væri skam- man tíma í föstu þingsæti átti hann alllanga setu á Alþingi samanlagt. Hér sem annars staðar vann hann að málum traustur og samviskusam- ur. Hann nam verslunarfræði og aðalstarf hans um ævina var við verslun og viðskipti. Stðast var hann skrifstofustjóri og staðgengill for- stjóra umsvifamikils fyrirtækis. Hann var vinsæll meðal samstarfs- manna sinna, dagfarsprúður, skyldu- rækinn og farsæll í starfi. í hléum frá annasömum skyldustörfum var hestamennska eitt af helstu áhuga- málum hans. „Að lokinni sinni ræðu bað þingfor- seti þingmenn um að heiðra minn- ingu Ragnars Jónssonar með því að rísa úr sætum. Kyrrðardagar í Skálholti UNDANFARIN ár hafa verið haldnir kyrrðardagar í Skálholti nokkr- um sinnum á ári, einkum að hausti og um bænadaga. Að þessu sinni er boðað til kyrrðardaga tvisvar á komandi aðventu, fyrra skiptið frá f4. desember til 6. desember, og síðara frá 18. desember til 20. desem- ber. Þátttakendur koma á staðinn kl. 18.30 á föstudag. Formlegri dagskrá lýkur eftir hádegi á sunnudag, en gestum er velkomið að - Hxd5,14. Bxe4 - Hh5,15. Dxb7+ — Kd8. ívansjúk finnur snjallari leið. 13. Re7+ - Kb8 ■ b e d • , 0 h 14. Rc6+! Drepi svartur rid’darann með 14. — bxc6 leikur hvítur 15. Db3+ — Ka8,16. Bxe4 og hefur unnið mann- inn til baka og með auðunna stöðu. 14. — Ka8, 15. Da4 hefði engu breytt. 14. - Kc8, 15. Rxa7+ - Kb8, 16. Rc6+ - Kc8, 17. f3! - Hxd4 Fátt var til vamar. 17. — bxc6, 18. Bxe4 - Bxd4+, 19. Khl - Bgl væri einfaldlega svarað með 20. De2. 18. Be3! - Hxd3,19. Dxd3 - Rxg3, 20. Bf4 Svartur gafst upp. Eftir 20. — Rxfl, 21. Re7+ - Kb8, 22. Bxc7+! er svartur óveijandi mát í næsta leik. HÍmarEc^oldi þátttakenda miðast við gistirými skólans: 10 tveggja manna herbergi, auk tveggja her- bergja í embættisbústað. Enda þótt æskilegt sé að þátttakendur á kyrrð- ardögum þurfi ekki að deila herbergi með öðrum leyfir húsnæði skólans það ekki. Dagskrá kyrrðardagarma er með sama sniði og verið hefur. Einkenni hennar er þögn og íhugun, helgihald og fræðsla. Umsjá og efni hinna fyrri kyrrðar- daga, 4.-6. desember, er í höndum Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur, guð- fræðings, og sr. Jóns Bjarman, sjúkrahússprests, auk staðarprests og rektors skólans. Síðari kyrrðar- dagana 18.-20. desember, annast Kristján Valur Ingólfsson, rektor skólans, ásamt vígslubiskupi sr. Jón- asi Gíslasyni. í bæði skiptin tengist dagskráin helgihaldi Skálholtskirkju. Skráning til dvalar fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík frá kl. 10-12 virka daga. Auk kyrrðardaganna er að þessu sinni einnig boðið til Jóla og áramóta- samveru í Skálholti frá 28. desember til l.janúar. Þátttakendur geta dval- ið allan tímann eða hluta hans. Há- punktur samverunnar er miðnætur- messa á áramótum. Dagskrá er engin utan fastir mat- málstímar og daglegt helgihald, en þó er kl. 15 hvem dag boðið til sam- veru um tiltekið efni, sem verður reifað í inngangserindi og síðan rætt. Fjöldi miðast við gistirými í skóla og hluta Skálholtsbúða. Böm 7-11 ára greiða þriðjung gjalds, 12-14 ára greiða hálft gjald, en yngri böm em undanþegin greiðslu. Skráning til dvalar fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík frá kl. 10—12 virka daga, desember en eftir það í Skálholti. (Úr fréttatilkynningu) lækka. Reiknaðist Steingrími J. Sigfússyni svo til mjög lauslega áætlað að 2% lækkun á dráttarvöxt- um gæti skilað sjávarútveginum 50-60 milljónum króna. Þingmenn- imir vildu þó benda á dráttarvextir væm bönkunum ákveðinn tekjulind. Þeir óttuðust að bankar og spari- sjóðir myndu bæta sér tekjumissinn með því að auka vaxtamun eða hækka þjónustugjöld. Jóhannes Geir Sigurgeirsson taldi ekki hægt að afgreiða þetta mál nema það kæmu skýr skilaboð frá þinginu að það vænti þess að Seðlabankinn nýtti sér þessa nýju lagaheimild og fram kæmi vilji þingsins um vaxta- lækkun. Guðni Ágústsson (F-Sl) lagði áherslu á að þetta „litla frum- varp“ skipti ekki sköpum í því að lækka háa vexti. Hann vildi benda á að ríkissjóður hækkaði vaxtastig- ið með 8-11% raunvöxtum á sínum pappírum. Tillaga viðskiptaráðherra um að þessu máli yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar var samþykkt og annað mál tekið á dagskrá. En þingmenn í efnahags- og viðskipta- nefnd hurfu úr þingsal. Skjót afgreiðsla Á fimmta tímanum var 64. þing- fundi slitið en sá 65. hafinn, Guðrún Helgadóttir leitaði afbrigða á nýjan leik til þess að frumvarpið um vaxtalög mætti koma til annarrar umræðu og varð orðið við því. Vil- hjálmur Egilsson (S-Nv), formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar, gerði grein fyrir áliti nefndarinnar á þessu frumvarpi. Nefndin mælti með samþykkt frumvarpsins og vænti þess jafnframt að Seðlabanki íslands tæki í kjölfarið nýja ákvörð- un um lækkun dráttarvaxta sem tæki gildi 1. desember næstkom- andi. Nefndin vildi líka taka það fram að hún teldi mikilvægt að vextir lækkuðu almennt. Formaður efnahags- og við- skiptanefndar greindi einnig frá bréfí sem nefndinni hefði borist var Eiríki Guðnasyni, aðstoðarbanká- stjóra Seðlabanka íslands. í þessu tilskrifi kom fram að hugboð við- skiptaráðherra var á rökum reist; í bréfínu sagði: „Eins og rætt var á fundi efnahags- og viðskipta- nefndar í morgun hef ég kannað möguleika þess að taka upp ákvörð- un um dráttarvexti frá 1. desember næstkomandi. Niðurstaðan er sú að verði fýrirliggjandi frumvarp að lögum í dag mun Seðlabankinn endurskoða fyrri ákvörðun um dráttarvexti sem gildi tekur hinn 1. desember næstkomandi. Og að þeir verði þá ákveðnir 16-16,5% í stað 18,25% samkvæmt fyrri ákvörðun og í stað 18,5% sem þeir eru nú. Tæknilega mun vera unnt að framkvæma þetta þó því aðeins að frumvarpið verði að lögum í dag, eins og áður sagði.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson var eftir atvik- um ánægður með þessa afgreiðslu mála og hvatti til þess að menn tækju höndum saman um að lækka vexti. Ekki tóku fleiri til máls og sleit Guðrún Helgadóttir 65. þing- fundi og seti jafnframt 66. fund. Á 66. fundi leitaði þingforseti afbrigða enn einu sinni svo þetta frumvarp gæti komið til þriðju umræðu og endanlegrar atkvæða- greiðslu. Það höfðu verið nokkrir erfiðleikar við fyrri atkvæða- greiðslu sökum þess að stjórnarskrá Islands áskilur að a.m.k. helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu. Þessi reyndist og raunin við þessa síðustu at- kvæðagreiðslu. Formenn þing- flokka hurfu af vettvangi. Eftir að Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks, hafði leitt Jón Baldvin Hannibalsson til þing- salar og ráðherrasætis var gengið til atkvæða. frumvarpið var sam- þykkt með 35 samhljóða atkvæðum sem lög frá Alþingi. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, þakkaði stjómarandstöðu og Guðrúnu Helgadóttur, starfandi forseta Al- þingis, góða samvinnu við skjóta afgreiðslu þessa máio 1.395 kr. SIMI: 25700 I desember bjóðum við sérstakan jólamatseðil í hádeginu. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður sem verður lengi í minnum hafður. • Andar-terrine með lifrar-mousse og salati • Reyksoðin bleikja með Juliennegrænmeti • Rjómasúpa með fersku grænmeti • Sjávarréttur á brauðkænu • Gljáður hamborgarhryggur með rauðvínssósu • Steiktur búri með vínediksósu • Grillað heilagfiski með pasta í spínat-ostasósu • Hreindýrasmásteik með berjasósu ’ Lundabringur í púrtvínssósu Qftœréttú* • Súkkulaðikaka Buch de Noél og vanilluís ’ Hrísgrjónabúðingur með hindberjasósu ’ Jólapúns Forréttur, aðalréttur og eftirréttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.