Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 49 Óvildarþjónusta íslandsbanka Frá Vilhjálmi Inga Ámasyni: Vinsamlega birtið í Morgunblað- inu þetta opna bréf mitt til stjómar og bankaráðs íslandsbanka: I apríl sl. tókuð þið í íslands- banka í leyfisleysi 120 þúsund krón- ur út af reikningi eins viðskipta„vin- ar“ ykkar og létuð inn á reikning verktaka sem viðskipta„vinurinn“ vann fyrir. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir viðskipta„vinarins“ tókst honum ekki að fá ykkur til að greiða honum peningana tii baka. Þið sögðuð honum bara að reyna sjálf- um að ná peningunum frá verktak- anum, og veittuð enga aðra þjón- ustu. Þegar komið var fram í septem- ber og viðskipta„vininum“ hafði ekki enn tekist að endurheimta sitt fé, snéri hann sér til Neytendafé- lags Akureyrar og bað um aðstoð. Eftir nokkra eftirgrennsían Neytendafélagsins hjá starfsmönn- um íslandsbanka, var ljóst að bank- inn ætlaði ekki að endurgreiða pen- I ingana. Tilboð bankastjórans IEngin viðbrögð komu af hálfu bankans fyrr en ég skrifaði greinar- stúf sem átti að birtast í Morgun- Iblaðinu undir fyrirsögninni „Er hægt að treysta bönkunum fyrir peningunum sínum?“. Þá gerðist það, eftir að blaða- uiaður Morgunblaðsins hafði haft samband við viðkomandi banka- stjóra vegna fréttar um þetta mál sem birtist 11. september, að bankastjórinn hringir í mig og gerði mér tilboð. Tilboðið gekk út á það að ég drægi greinina til baka, en í staðinn skyldi hann sjá til þess að viðskipta„vinurinn“ fengi 120 þús- und krónur. Bankastjórinn neitaði þó að hafa viðurkennt að bankanum hefðu orð- ið á mistök, hann taldi bankann hafa haft fulla heimild til að taka peningana út án samþykkis eigand- ans. Greiðslutilboðið var því í raun ekkert annað, en tilraun til að hindra birtingu greinarinnar og kaupa þögn. Úrskurður Bankaeftirlitsins Næsta skref Neytendafélagsins var að snúa sér til Bankaeftirlits Seðlabankans. í svari Bankaeftir- litsins til Neytendafélagsins segir: „Mál þetta snýst um hvort innláns- stofnun er heimilt að bakfæra út afreikningi án samþykkis reikning- seiganda. Það er álit bankaeftirlits- ins að slík heimild sé ekki fyrir hendi. “ í framhaldi af því sendi Banka- eftirlitið öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum á íslandi bréf, þar sem álit bankaeftirlitsins er enn frekar ítrekað. Þar segir um bakfærslu: „Bankaeftirlitið hefur fengið kvörtunarmál vegna þessa og hefur niðurstaða þeirra mála verið á þann veg að slík bakfærsla sé óheimil án samþykkis reikningseiganda. Almenna reglan er sú að enginn hafi ráðstöfunarrétt yfir þeim fjár- munum sem viðskiptabanka eða sparisjóði er falin til geymslu og ávöxtunar annar en reikningseig- andinn sjálfur eða þeir sem hann hefur gefið heimild til úttektar. “ Bréf til íslandsbanka Þegar úrskurður Bankaeftirlits- ins lá fyrir rétt reit ég bréf þessu líkt: „Akureyri 5. nóvember 1992 Bankastjóm íslandsbanka hf. Kringlunni 7 Reykjavík Efni: Mál Jóns Jónssonar 123456- 7890 gegn íslandsbanka hf. Þann 28. októbersl. skarBanka- eftirlit Seðlabanka íslands úr um það að íslandsbanki hefði í heimild- arleysi tekið krónur 120.000 út af reikningi Jóns í íslandsbanka. Jón hefurmánuðum saman reynt í I VELVAKANDI i í i Í í MYNDIR Átekin fílma var seld í stað nýrrar norður við Goðafoss fyrir fímm árum en var loks framköll- uð fyrir skömmu. Þannig eru nú fjölmargar ókunnar myndir í óskilum og er þessi ein þeirra. Eigandi myndana getur hringt í Ingu Cleaver í síma 91-23625. PLASTHLÍF Plasthlíf fauk af bamavagni í Þingholtunum fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19811. SAMVISKU- SPURNING? Vilhjálmur Alfreðsson, Efstasundi 76, Reykjavík: Ég vil svo sannarlega mæla með kjörorðinu „Veljum ís- lenskt“. En hvað um fátæka verkaroannsfjölskyldu sem er að versla og sér t.d. stóra dós af erlendum baunum sem kostar 47 kr. en íslenska hálfdós með sömu vöm er kostar 74 kr.? Á þessi fjölskyida að hugsa um land og þjóð eða um litlu börnin? ÆTTINGJAR Guðrún Bima Smáradóttir: Ég óska eftir að komast í sam- band við ættingja Sigríðar Indí- önu Jónsdóttur, sem fæddist 3. mars 1982 og fluttist til Banda- ríkjanna árið 1955. Síminn hjá mér er 677687. FÁNALENGJUR Hjördís Þorsteinsdóttir: I Kaupmannahafnarbréfí sunnudaginn 22. nóvember segir Sigrún Davíðsdóttir að fána- lengjur séu ekki fáanlegar hér á landi og hér tíðkist því ekki að skreyta með íslenska fánanum. Ég framleiddi slíkar fánalengjur um tíma og eru þær fáanlegar í verslunum. KOPAR- FÆGILÖGUR Jóhanna Axelsdóttir: Fyrir löngu sá ég uppskrift að koparfægilög sem gerður var úr súm\jólk og ýmsu öðm. Ef einhver hefur þessa uppskrift undir höndum þætti mér fengur i að fá hana. Síminn hjá mér er 19811. HÚFA Kvenhúfa, pijónuð með leður- hring og trefli, fannst fyrir nokkra við Hverfísgötu. Upplýs- ingar í síma 22632. að fá þessa peninga sína til baka frá ykkur í íslandsbanka, en án árangurs. Nú þegar úrskurður Bankaeftir- litsins liggur fyrir, er það von mín að þið endurgreiðið það sem ykkur ber. Fyrir hönd Jóns geri ég þá kröfu að þið gjaldið með sama hætti og aðrir verða að gjalda ykkur, þannig að greiddir verði fullir dráttarvextir frá þeim degi að peningamir voru teknir, til þess dags að þið skilið þeim aftur. Að auki fer ég fram á að þið greiðið fyrir þá fyrirhöfn sem þessi innheimtuaðgerð hefur haft í för með sér, samsvarandi upphæð og ykkar eigin lögfræðingar krefjast fyrir innheimtu á vegum íslands- banka hf. Ykkur er treyst til að veita þá vildarþjónustu að reikna út þessa „sanngjömu“ summu vaxta og þóknunar og leggja inn á reikning Jóns." íslandsbanki svarar ekki Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur heyrst frá ykkur í íslandsbanka og enn era engir pen- ingar komnir. Þið virðist ekki kunna að skammast ykkar, játa mistökin og endurgreiða peningana. Þrátt fyrir skilaboð hefíir ekki tekist að ná tali af bankastjóranum sem hef- ur þetta mál. Eina færa leiðin til að fá viðbrögð og ná ykkur niður úr fflabeinsstuminum, virðist að skrifa til ykkar í gegnum blöðin. Kæra til ríkissaksóknara Á sama hátt og innheimtulög- fræðingar ykkar tilkynna skuldur- um til hvaða ráða verði tekið af greiðslur verði ekki inntar af hendi, þá vil ég tilkynna ykkur að mitt næsta skref verður ef þið greiðið ekki peningana til baka, að kæra ykkur til Ríkissaksóknara fyrir að taka peninga út af reikningi við- skipta„vinar“ ykkar án leyfís. VILHJÁLMUR INGI ÁRNA- SON Formaður Neytendafélags Ak- ureyrar og nágrennis, Glerárgötu 20, Akureyri Pennavinir Svissnesk 39 ára kona vill eign- ast íslenskar pennavinkonur. Skrif- ar á ensku, frönsku eða þýsku, með áhuga á bréfaskriftum, kvikmynd- um, dýrum, ferðalögum, ljósmynd- un og tungumálum m.m.: María-Rita Schweizer-Kohler, In der Looren 48, CH-8053 Zurich, Switzerland. Tvítugur Norðmaður með áhuga á borðtennis, teiknimyndasögum, tungumálum, tónlist: Knut Thomas Svensen, Chr. Mich. gt. 60, Oppg. 5, 0568 Oslo Norway. , Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum og tónlist: Sheila Moses, P.O. Box 135, Oguaa State, Ghana. Tékknesk 23 ára stúlka, líffræði- nemi í háskóla, með áhuga á íþrótt- um, dansi, tónlist, útsaumi o.fl.: Stanislava Hederova, Vinohradska 1, 920 01 Hlohovee, Czechoslovakia. LEIÐRÉTTING Rangt nafn í myndatexta með frásögn af ASÍ þingi í blaðinu s.l. miðvikudag var sagt að Ari Skúlason væri í ræðustól en það var hins vegar Gylfi Ambjömsson hagfræðingur ASÍ. Er Gylfí beðinn velvirðingar á þessum mistökum. ...alltaftilað O- öyggjaatwnnu LÉTTA DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMJ Næstu námskeið 28. og 29. nóv. '92 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á Islandi 1620700 20010 eða 21618 hringdu núna c: Loðfóðraðir kuldaskór. Verð kr. 4.680,- Lambsullarpeysur. Verð kr. 2.900,- - v;. Þykkar ullarskyrtur. Verð kr. 2.900, ' Eiðistorgi Kringlunni i i 4f0tni] U Metsölublad á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.