Morgunblaðið - 27.11.1992, Side 12
8 í
12 --------------------
Nýjar
bækur
I Hugsað upphátter komin
út eftir Svavar Gests og er um
að ræða æviminningar sem
hann hefur
sjálfur skráð.
í kynningu
útgefanda
segir m.a.:
„Svavar Gests
hefur frá
mörgu að
segja. í upp-
hafi bókarinn-
ar rekur hann erfið æskuár sín
frá því honum var komið í fóst-
ur hjá fólki sem honum leið illa
hjá uns hann komst til fóstur-
foreldra sem sýndu honum
mikla ástúð og umhyggju.
Hann segir síðan frá námsför
sinni og Kristjáns Kristjánsson-
ar, KK, til Bandaríkjanna og
frá tónlistarferli sínum sem
hófst fyrir alvöru eftir að hann
kom heim aftur. Svavar var um
langt árabil einn vinsælasti út-
varpsmaður íslands og um tíma
einn umsvifamesti hljómplötu-
útgefandi. Svavar segir líka frá
þátttöku sinni í félagsmálum
en hann hefur m.a. átt sæti í
alþjóðastjóm Lionshreyfingar-
innar og einnig hefur hann ver-
ið virkur í félagsstörfum tón-
listarmanna.“
Útgefandi er Fróði. Bókin
er 292 bls., prentuð í Prent-
smiðjunni Odda hf. en kápu
hannaði Helgi Sigurðsson.
Verð 2.980 krónur.
■ Rósumál er komin út eftir
Jónínu Leósdóttur, blaða-
mann og rithöfund sem fjallar
um líf og störf
Rósu Ingólfs-
dóttur,
skemmtikraft
og listamann.
í kynningu
útgefanda
segir m.a.:
„Rósa Ingólfs-
dóttir segir í
bókinni frá æsku sinni og upp-
vexti í Reykjavík. Hún segir
einnig frá leiklistamámi sínu
og ýmsu eftirminnilegu er henti
í leikhúsinu. Hún segir frá ferli
sínum sem söngvari og tónlist-
armaður og greinir einnig frá
störfum sínum hjá Sjónvarpinu
og koma þar m.a. hinar frægu
„dillibossaauglýsingar“ hennar
við sögu. Þá segir hún frá erf-
iðri lífsbaráttu sinni sem ein-
stæð móðir. í stuttum milliköfl-
um milli aðalkafla bókarinnar
rekur hún skoðanir sínar á öllu
milli himins og jarðar."
Útgefandi er Fróði. Bókin
er 264 bls. Bókin er prent-
unnin í Prentsmiðjunni
Odda. Kápuhönnun annaðist
Auglýsingastofan Nýr Dag-
ur. Verð 2.980 krónur.
■ Tvær þjóðsögur með
myndskreytingum Gylfa
Gíslasonar eru komnar út. Það
em Sálin hans Jóns míns og
Sagan af Gýpu.
I kynningu útgefanda segir:
„Hér fá lítil börn tækifæri til
að kynnast íslenskum þjóðsög-
um í myndskreyttum útgáfum
Gylfa Gíslasonar sem fanga
athygli og leiftra af frásagnar-
gleði. Alkunn er sagan af kerl-
ingunni sem fór tff himna með
sál bónda síns í skjóðu og ekki
er hún síðri, sagan af bónda-
dótturinni Gýpu sem át allt sem
á vegi hennar varð.“
Útgefandi er Forlagið.
Bækurnar eru 24 bls. hvor
bók. Þær fást bæði í íslenskri
og ensku útgáfu. Bækurnar
eru prentaðar í Hong Kong.
Verð 980 kr. hvor bók
sööí íiaaMavöM .vs jiuoAUUTaóa ctWAjaviuoíioM
MORGDNBLAmÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992
Islenska óperan
Áshildur Haraldsdóttir á
stvrktarfélagstónleikum
Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari og sænski píanóleikar-
inn Love Derwinger koma
fram á tónleikum Styrktarfé-
lags íslensku óperunnar í Óp-
erunni laugardaginn 28. nóv-
ember kl. 14.80.
Á tónleikunum verða leikin
verk eftir Reinecke, Godard,
Schubert, Scriabin, Roussel og
Prokofjev. Þrjú fyrsttöldu verkin
era á nýútkomnum geisladiski
sem Áshildur og Love Derwinger
léku inn á og gefinn var út af
sænska utgáfufyrirtækinu Intim
Musik. í fréttatilkynningu segir
að vonir standi til, að Ashildur
muni á tónleikunum leika á gull-
flautu, sem smíðuð var fyrir hana
í Bandaríkjunum í haust.
Áshildur Haraldsdóttir fæddist
í Reykjavík árið 1965. Hún
stundaði nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík undir handleiðslu
Bemharðs Wilkinson og Manúelu
Wiesler og lauk burtfararprófi
þaðan árið 1983. Sama ár hóf
hún framhaldsnám við New Eng-
land tónlistarháskólann í Boston
og lauk BA-námi þaðan í flautu-
leik með hæstu. einkunn vorið
1986. Því næst lá leiðin í Juill-
iard-tónlistarskólann í New York,
Love Derwinger píanóleikari.
þaðan sem hún lauk meistara-
grófi árið 1988. Síðustu ár hefur
Áshildur verið búsett í París og
stundað framhaldsnám við Tón-
listarháskólann undir handleiðslu
Alain Maron, en hún útskrifast
frá skólanum nú í desember.
Áshildur hefur margsinnis
Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari.
komið fram á tónleikum hér á
landi, meðal annars lék hún ein-
leik með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands árin 1988 og 1990. Hún
hefur einnig komið fram á tón-
leikum víða erlendis, svo sem í
Bandaríkjunum, Mexíkó, Svíþjóð,
Frakklandi og Englandi. Hún var
valin fulltrúi íslands í tónlistar-
keppni ungra norrænna einleik-
ara sem haldin var í Reykjavík
árið 1988.
Áshildur hefur unnið til fjölda
verðlauna fyrir leik sinn, svo sem
í James Pappoutsakis keppninni
í Bandaríkjunum, í Tunbridge
Wells keppninni í Englandi,
Trappani keppninni á Ítalíu og
nú síðast í keppninni Flute d’Or
í Frakklandi í sumar.
Áshildur og Love Derwinger
héldu tónleika víða um land fyrir
tveimur árum í tiíefni af útgáfu
fyrsta geisladisks með leik þeirra.
Þau eru nú nýkomin frá London,
þar sem þau léku saman á Nor-
rænni tónlistarhátíð. Fyrirhugað
er að þau leiki barokktónlist inn
á þriðja geisladisk sinn, sem gef-
inn verður út í Svíþjóð næsta vor.
Love Derwinger fæddist í
Norrköping í Svíþjóð árið 1966.
Hann hafði þegar á unga aldri
náð mikilli færni í píanóleik og
naut þá meðal annars leiðsagnar
prófessors Gunnars Hallhagen.
Hann stundaði nám við Tónlistar-
háskólann í Stokkhólmi og braut-
skráðist þaðan árið 1987. Frá
þeim tíma hefur Love Derwinger
komið víða fram á tónleikum,
sem einleikari og í samleik, svo
sem um öll Norðurlönd, Austur-
ríki, England, írland og Banda-
ríkin.
Auk þess að hafa leikið með
Áshildi Haraldsdóttur á mörgum
tónleikum á undanfömum áram,
hefur Love Derwinger einnig
leikið með fjölda annarra tón-
listarmanna, má þar nefna Nic-
olai Gedda, Christian Lindberg,
Manúelu Wiesler, Ingvar Wixell
og Roland Pöntinen.
Kreppumál
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Helga Sigurjónsdóttir:
Skóli í kreppu
Greinar um menntun og skóla
Náms- og foreldraráðgjöfin
1992,149 bls.
í inngangi bókar segir höfundur
svo: „Þessi bók hefur að geyma
flestar þær greinar og erindi um
skólamál sem ég hef skrifað og flutt
á árunum 1986 til 1992. Flestar
þeirra hafa tekið einhveijum breyt-
ingum frá upphaflegri gerð, málfar
hefur verið fært til betri vegar og
frekari útskýringum bætt við þar
sem þess var þörf. Efnislega eru
þó allar greinamar óbreyttar."
Auk kynningar á höfundi, inn-
gangs og alllangs formála skiptist
bókin í fimm kafla, sem höfundur
segir þó skarast nokkuð vegna
skyldleika efnis. Hveijum kafla
fylgir stuttur inngangur þar sem
m.a. er skýrt frá því hvar og hve-
nær hver grein var birt eða erindi
flutt. Birtingarstaðir vora tímaritið
Þjóðlíf, Ný menntamál, Morgun-
blaðið, DV., tímaritið Glæður og
Námsráðgjafinn. Mér telst til að
þetta séu 16 greinar mjög mislang-
ar og 6 erindi flutt á málþingum
og ráðstefnum. Kaflaheiti bókarinn-
ar era: Skóli og samfélag, Kærleik-
ur eða kæruleysi, Grunnskóli -
framhaldsskóli, Lestur og sértækir
námsörðugleikar, Námsráðgjafinn.
Það er bæði margt gott og mis-
jafnt hægt að segja um þetta
greina- og erindasafn. Fyrst skal
vikið að því góða. Höfundi svellur
móður þegar hún hugsar til ís-
lenskra skólamála. Þar hefur hún
margt að gagnrýna. Sem námsráð-
gjafi hlýtur hún að kynnast rjöl-
mörgum nemendum sem vegnar illa
í skóla af margvíslegum ástæðum.
Hún finnur til með þeim, spyr sí-
fellt hvað sé að núverandi skóla-
haldi og hvemig hægt sé að breyta
því. Hún ber saman „gamla“ skól-
ann og hinn „nýja“ og veltir því
fyrir sér hvort ýmsu gömlu og góðu
hafi ekki verið varpað fyrir róða í
ofurkappi nýjungagirninnar. Var
t.a.m. þörf á nýrri fræðslulöggjöf?
Eru sumir nemendur blátt áfram
of „heimskir" til að geta haft not
af venjulegu skólanámi. Því er svar-
að eindregið neitandi. Skólinn þarf
hins végar að laga sig að getu nem-
andans. Höfundi verður tíðrætt um
forskóladeild Menntaskólans í
Kópavogi. Þar telur hún sýnt hvern-
ig koma megi vanmegnugum nem-
endum á réttan kjöl með réttum
kennsluaðferðum, umhyggju og
aga og persónulegri ráðgjöf. Ber
líklega að líta á þá starfsemi sem
líkan að stærri lausn.
Vissulega era þetta áhugavekj-
andi þankar og gagnlegar hugvekj-
ur. Þær eru bornar uppi af velvilja,
samúð og ríkri löngun til að breyta
einhverju til batnaðar.
En gallar eru því miður alltof
augljósir. Aðalgallinn er að mínum
dómi fólginn í allt of mikilli einföld-
un á flóknu efni. Þetta kemur bert
í ljós þegar fjallað er um skólann
í sögulegu samhengi. En þó kastar
tólfunum þegar rætt er um kenn-
ingar um vitsmunaþroska manna.
Slík fræði eru höfundi mikill þyrnir
í augum. Jean nokkur Piaget fær
þar heldur betur á baukinn. Um
það gefur að líta eftirfarandi:
„ ... kenningar Jeans Piagets en
hann er talinn hafa sannað með
tilraunum að ákveðinn hópur
manna nái aldrei því sem hann
kallar æðsta stig hugsunar, það er
að segja rökhugsun. Piaget fetar í
fótspor þróunarsinna 19. aldar sem
trúðu á ofurmennið; fámennt úrval
hvítra karla sem einir næðu efstu
þroskaþrepunum hvort sem um
væri að ræða siðgæðisþroska eða
persónuleikaþroska. Þessar kenn-
ingar era rangar, þær standast
ekki fræðilegar prófanir og hafa
þess vegna aldrei verið sannaðar.
Þroskakenningar hans era í raun-
inni lítið annað en hugarleikfimi
svissnesks líffræðings. Menningar-
heimur hans var karlamenning 19.
aldar þar sem konur voru annars
Helga Siguijónsdóttir
flokks og börn vora drengir. Samt
hafa kenningar hans og annarra
þróunarsinna verið biblía íslenskra
kennara um langt árabil,"
Víst era þær kenningar sem höf-
undur lýsir hér rangar og fáránleg-
ar. Ekki veit ég hvaðan þær era
sprottnar, því að alls eru þær
óskyldar sálugum Piaget, hvað sem
annars má um hann segja. Hvað
er þá mishermt í þessari frásögn?
Það var ekki verkefni Piagets að
sanna „að ákveðinn hópur manna
nái aldrei ... rökhugsun“. Verkefni
hans var framar öðra að gera grein
fyrir þróunarferli og gerð mann-
legrar hugsunar. Það hlýtur að vera
verðugt verkefni, líka fyrir skóla-
menn. Þeir hafa líka einatt reynt
að nota kenningar hans til að stuðla
að því að kennsla sé í samræmi við
þroskastig og getu nemandans,
haga kennsluefni og aðferðum í
samræmi við það. Vill höfundur það
ekki líka? Annað mál er svo að
reynsluheimur barna getur verið
svo ólíkur því sem við eigum að
venjast að erfítt getur verið að ná
til hans með þeim rannsóknarað-
ferðum sem menn kunna. Höfundur
ætti að kynna sér hversu mjög
margir fræðimenn hafa lagt sig
fram um að mæta þeim vanda.
„Þróunarsinnar 19. aldar sem trúðu
á ofurmennið.“ Þetta þyrfti höfund-
ur vissulega að útskýra betur, því
að það getur verið ýmsum skiln-
ingsraun. Þá telur höfundur að
Piaget hafi ekki haft áhuga á öðru
en „hvítum körlum“ og “ ... konur
voru annars flokks og börn dreng-
ir“. Veit höfundur ekki að margir
merkustu samstarfsmenn Piagets
vora konur, meðhöfundar að bókum
hans og að arftaki hans var kona
og sumir samverkamenn hans með-
al karla voru alls ekki hvítir? Veit
hún ekki heldur að rannsóknir hans
á börnum náðu jafnt til beggja
kynja? Hefur hún t.a.m. aldrei heyrt
minnst á Jacqueline, dóttur Piagets,
sem hann rannsakaði svo vendilega?
Og hvernig má vera að kenningar
hans um siðgæðisþroska og per-
sónuleikaþroska séu svo slæmar?
Hann ritaði aðeins eina bók um sið-
ferðislega dómgreind og þar er ekki
minnst á að fólk nái ekki „æðsta
stigi“ - enda nær rannsókn hans
aðeins rétt fram á unglingsaldurinn.
Og um þroska persónuleikans sagði
karlanginn aldrei neitt. Og hvernig
má svo vera að kenningar þessa
vandræðamanns séu biblía ís-
lenskra skólamanna? Það hefur
sáralítið verið ritað um hann á ís-
lensku. Getur það verið að höfundur
eigi við bækling Arnórs Hannibals-
sonar úr því að það er eina bókin
sem hún vitnar í? Það var þá bibl-
íanl!
Svo langorður hef ég gerst um
þetta eina atriði af því að ég vildi
gefa sýnishorn af því hvernig höf-
undur fjallar stundum um flókin
efni. Fleiri dæmi tek ég ekki rúms-
ins vegna.
Það er ekki ótítt að fólk setji á
prent erinda- og greinasöfn. Oftar
en hitt er það þá úrval ritsmíða,
það besta sem birst hefur á löngum
starfsferli. Venjulega era það ein-
hveijir aðrir en höfundur sem velja
efnið eða hafa a.m.k. samráð við
höfundinn um það. Hér horfir öðru
vísi við. Höfundur birtir „flest" frá
síðustu sex árum. Hún gefur það
út sjálf (Náms- og foreldraráðgjöf
Helgu Siguijónsdóttur). Hefur
sjálfsagt slegið það sjálf inn á tölvu
(bókin morar í innsláttarvillum) og
látið offsetfjölrita. Mikið óbilandi
sjálfstraust þarf til að standa þann-
ig að verki. Mér þykir líklegt að
það sjálfstraust komi námsráðgjafa
að góðu gagni í starfi, en ekki er
víst að það henti eins vel rithöfundi
og fræðimanni.