Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 Hætt kominn af blóðmissi á loðnubát út af Glettingi Snarræði hjá skip- stjóranum og lækni bjargaði sjómanni SJÓMAÐUR á Ioðnubátnum Kap frá Vestmannaeyjum er nú á bata- vegi, en líf hans hékk á bláþræði síðastliðinn sunnudag. Viðbrögð skipstjórans og snarræði læknis og björgunarsveitarmanna frá Seyð- isfirði urðu honum til happs. Maðurinn fékk skyndilega magablæð- ingu og var í losti þegar Guðmundur Benediktsson læknir komst til hans í myrkri og þungum sjó um þijátíu sjómílur útaf Glettingi. Varðskipið Týr sigldi með manninn til Norðfjarðar og hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Neskaupsstað. Landhelgisgæslan 13.11 Skipverji með hjartaáfall á norskum rækjutogara. Þyrla og Herkúles-vél vamar- liðsins sóttu manninn. 15.11 Slasaður maður í borð í öðrum norskum rækjutogara. Þyrla LHG gerði tilraun tll að ná manninum en án árangurs. Skipið hélt með manninn til Reykjavíkur. beiðni barst og skipið hélt áleiðis til Reykja- víkur. Þyrla LHG tók manninnum borð. K TF-SIF gat ekki veitt aðstoð í fjórgang í þessum mánuði Stór þyrla hefði getað sinnt öllum útköllum - segir Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóri ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur ekki getað sinnt fjórum sjúkraútköllum af sjö í þessum mánuði. Hún hefur verið biluð, I skoðun, ekki haft flugþol til björgunar eða afísingarbúnað sem þurft hefði. Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni segist teþ'a að unnt hefði verið að sinna öllum útköllunum með stærri þyrlu sem rætt hafi verið um að kaupa síðustu fimm ár. Mánuðurinn sýni þörfina á öflugri þyrlu. Guðmundur Benediktsson læknir á Landspítalanum, sem leysir nú af á Seyðisfírði, fékk upphringingu vegna sjómannsins síðdegis á sunnudaginn og var lagður af stað ásamt björgunarsveitarmönnum á opnum gúmbáti stundarfjórðungi seinna. Veður var vont, varað hafði verið við stormi á öllum miðum og þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki brugðist við hjálparbeiðni vegna ísingarhættu. Guðmundur Benediktsson segir að hann hafi fengið tvo reynda sjó- menn í björgunarsveitinni með sér á gúmbátnum og þeir hafi náð varð- skipinu Tý eftir um klukkutíma sigl- ingu í skælingi eða þungum sjó. „Þá fór ég um borð í Tý og sigldi lík- lega í annan klukkutíma þar til við komum að Kap,“ segir Guðmundur, „tímaskynið er ekki hámákvæmt undir svona kringumstæðum. Ég stökk um borð í bátinn og byijaði „RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki haft samráð við sjómenn í þess- um efnahagsráðstöfunum sín- um nú,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands. „Kvótakerfíð var talið ófært en nú segir forsætisráð- herra að búið sé að fínna upp góða fískveiðistefnu fyrir fram- tíðina. Eina breytingin er þó raunverulega sú að nú á að fara að innheimta auðlindaskatt. Sagt er að greiða eigi um 600 milljóna króna auðlindaskatt fyrir úthlutaðan aflakvóta í þorskígildum en það kemur hvergi fram hvort taka eigi það af óskiptu, þ.e.a.s. hvort sjó- menn eiga að taka þátt í að greiðaþennanskatt." Helgi Laxdal segir að hingað til hafi það verið krafa útgerðar- innar að sjómenn tækju þátt í kvótakaupum. „Ég yrði því mjög undrandi ef útgerðin færi ekki fram á að sjómenn tækju þátt í að greiða þessar 600 milljónir með ♦ ♦ ♦ Tveir bílar fuku út af Laugarbrekku. BIFREIÐ fauk út af afleggjaran- um að Hellnum á mánudag, í vonskuveðri, norðanroki og slyddu. Jeppabifreið, sem kom til hjálpar, valt á hliðina í veðurofs- anum. Engan sakaði i óhöppunum. Maðurinn, sem missti bíl sinn út af, gekk tveggja kílómetra leið að Hellnum og leitaði hjálpar. Maður á næsta bæ fór honum til hjálpar á stórum rússajeppa, en jeppinn fauk á hliðina. Ökumanninn sakaði ekki. Finnbogi. strax að meðhöndla manninn, hann var ansi langt leiddur og mér er til efs að eldri maður hefði haft þetta af.“ Guðmundur segir að sjómaðurinn hafí skyndilega fengið innvortis blæðingu og fallið við það niður stiga í bátnum. Skipstjórinn hafí strax áttað sig og tekist að koma dálitlum vökva í æð mannsins áður en hjálp barst. „Líf hans hékk_ á bláþræði," segir Guðmundur. „Ég dældi í hann saltvatni, lyfjum og lausn til að auka súrefnisflutning blóðsins. Það er nauðsynlegt til að jafna þrýsting í líkamanum og ná mönnum úr losti sem orsakast af miklum og hröðum blóðmissi. Um leið og ég taldi óhætt var farið með manninn um borð í Tý og siglt inn til Norðijarðar. Þangað komum við um tveim tímum eftir að ég náði til sjómannins og hann gekkst strax undir aðgerð á Neskaupstað. Nú er maðurinn á batavegi." urýmun sjómanna. Því til viðbótar er ekkert þak á þessu. Að minnsta kosti 1,4 milljarðar króna úr At- vinnutryggingarsjóði útflutnings- greina eru tapaðir og það á að greiðast úr Þróunarsjóði sjávarút- vegsins, þannig að sjómenn eiga að greiða hluta af því. Þá eiga þeir að taka þátt í kaupum á físk- vinnsluhúsum hér, sem þeir stóðu auðvitað ekki fyrir að væru byggð,“ segir Helgi. „Ég býst við að flokksþingið eigi erfítt með að móta alveg skýra stefnu til samningsins vegna þess að það liggja ekki öll atriði hans fyrir ennþá. Það er alveg ljóst að í Framsóknarflokknum, eins og í flestum öðrum flokkum, er áherslu- munur í þessu máli," segir hann. Steingrímur Hermannsson, formað- ur flokksins, hefur sagt að tillaga verði lögð fram á flokksþinginu sem hefst í dag um að flokkurinn móti endanlega afstöðu til samningsins. „Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið og við sem sátum Hjálparbeiðni hefur borist þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sjö sinnum í þessum mánuði. Þrisv- ar var hægt að sinna kallinu, en í fjórgang þurfti að bjarga málum með öðrum hætti. Þann 5. nóvember slasaðist skip- veiji á Skafta SK-3 á höfði þegar keðja slóst í hann. TF-SIF var í skoðun og þurfti að biðja vamarlið- ið að ná í manninn. Þyrla þess flaug með hann til Akureyrar og Herkú- les vél áfram til Reykjavíkur. Þann 13. var óskað eftir aðstoð á norskum rækjutogara þar sem talið var að 56 ára skipveiji hefði fengið hjartaáfall. TF-SIF var biluð og vamarliðið beðið að senda þyrlu eftir sjúklingnum. Flogið var með hann á Borgarspítala. Þann 15. nóvember fór TF-SIF í síðustu ríkisstjóm stóðum _að því og töldum það rétta leið. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum,“ segir Halldór. . „Hitt er svo annað mál að ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka í tengslum við þennan samning skipta líka miklu máli, eins og ýmislegt sem tengist eignakaupum erlendra aðila, sem er ekki fullskýrt og jafnframt sjávarútvegssamning- urinn. Ég hef sagt frá upphafi að ég mun ekki taka endanlega af- stöðu til þessa máls fyrr en sjávar- útvegssamningurinn liggur fyrir. Ég hef ekki séð hann ennþá en á móts við norska togarann Pero sem hafði slasaðan mann innan- borðs. Veður var vont, mikil öldu- hæð og él og eftir hálftíma tilraun- ir til að koma sjúkrakörfu um borð í skipið var ákveðið að hætta. Þetta var undir kvöld og sigldi togarinn með manninn til Reykjavíkur þar sem hann var fluttur á sjúkrahús þegar þangað kom morguninn eftir. Tvö útköll bárust 19. nóvember og veitti þyrla Landhelgisgæslunn- ar aðstoð í bæði skiptin. Fyrst bil- aði vél í bátnum Vilborgu SK-24 og var tveim mönnum bjargað um borð í TF-SIF. Síðar var óskað að- stoðar af norskum togara vegna skipveija sem slasaðist á fæti. TF- SIF náði í manninn í birtingu dag- inn eftir þar sem meiðsli hans voru ekki talin lífshættuleg. vonandi fer að styttast í það. Ég er ekki reiðubúinn til að taka endan- lega afstöðu til málsins eða lofa pólitískri ábyrgð á því á einn eða annan hátt fyrir en það liggur fyrir og svo er um marga aðra. Ég býst við að flokksþingið eigi erfítt með að móta alveg skýra stefnu til samningsins vegna þess að það liggja ekki öll atriði hans fyrir enn- þá. Það er alveg ljóst að í Fram- sóknarflokknum eins og flestum örðum flokkum er áherslumunur í þessu máli,“ sagði hann. Halldór var spurður hvort hann teldi koma til greina að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samning- inn á Alþingi. „Ég held mig við það sem ég hef áður sagt. Við verðum að semja um okkar stóru hags- munamál og þar er allra stærst aðgangur okkar að mörkuðum í Þann 21. sótti þyrla Landhelgis- gæslunnar mann sem rotaðist og meiddist í baki við fall niður í sprungu í Gígjökli. En daginn eftir gat þyrlan ekki sinnt hjálparbeiðni frá Kap frá Vestmannaeyjum þar sem stormi var spáð á öllum miðum og afísingarbúnað vantar á TF-SIF. Skipveiji á Kap var hætt kominn af innvortis blæðingu en bjargað af lækni sem komst til hans á vél- báti og varðskipinu Tý. Benóný Ásgrímsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að í fimm ár hafí verið rætt um að festa kaup á stærri og aflmeiri þyrlu af frönsku gerðinni Superpuma. Hann telur að með slíkri vél hefði mátt sinna öllum neyðarköllunum. Franska þyrlan hefur að minnsta kosti helmingi meira flugþol en TF-SIF, þrefalt meiri burðargetu og öflugri hreyfla. Hana má fá með afísingarbúnaði og þeím öryggistækjum öðrum sem nauðsynleg eru við erfíðar aðstæður hérlendis. Fullbúin kostar þyrlan um 600 milljónir króna. Evrópu. Ég geri mér grein fyrir því að þar getum við ekki haft allt með þeim hætti sem við helst kjósum. Við verðum að semja okkur þar inn og samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði er mikilvægt skref í því sambandi og á vissan hátt framhald af samningunum sem gerðir voru 1973, sem tókust með Bókun 6 og voru gerðir undir for- ystu Framsóknarflokksins í ríki- stjórn sem þá sat,“ sagði hann. Halldór var þá spurður hvort hann myndi leggja til á flokksþing- inu að því yrði frestað að taka end- anlega afstöðu til samningsins þar til sjávarútvegssamningurinn lægi fyrir. Svaraði hann því að þing- flokkurinn yrði á endanum að taka endanlega afstöðu til málsins. Til þess séu þingmenn kjörnir þótt þeir verði að halda í heiðri samþykktum flokksstofnana. Auðlindaskattur gæti þýtt tekjurýmun - segir formaður Vélstjórafélags íslands henni en það þýddi um 1,3% tekj- Halldór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins um EES Tek ekki afstöðu fyrr en sjávar- útveg’ssamningur liggur fyrir Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði er mikilvægt skref HALLDÓR Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að taka endanlega afstöðu til samningsins um Evrópskt efnahagssvæði og lofa pólitískri ábyrgð á því á einn eða annan hátt fyrr en sjávarútvegssamningur íslands og Evrópubandalagsins ligg- ur fyrir og svo sé um marga fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.