Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992
11
Elín Magnúsdóttir
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Rómantísk efni hafa í gegnum
aldimar verið mikilvægur þáttur
í myndlistinni, þó oft væri þar
kveðið undir rós vegna siðferðis-
kenndar samtímans. Með frjáls-
legri viðhorfum á þessu sviði í
þjóðfélaginu hafa þessi viðfangs-
efni vikið til hliðar í myndlistinni
og era nú næsta sjaldséð.
Því er óvænt að frétta af sýn-
ingu þar sem þemað er „Róman-
tík og erótískir straumar milli
okkar mannanna“, en það er
yfírskrift sýningar Elínar
Magnúsdóttur, sem nú stendur
yfír í Gallerí Sævars Karls í
Bankastræti 9. Elín stundaði
Nú hefur verið opnaður nýr
sýningarstaður fyrir myndlist í
Reykjavík, þar sem leitast er við
að sameina rekstur kaffihúss og
sýningarsalar. Staðurinn hefur
hlotið hið virðulega nafn Sólon
íslandus, og er til húsa að Banka-
stræti 7A, á homi Bankastrætis
og Ingólfsstrætis. Á neðri hæð
er almenn kaffístofa, en efri
hæðinni er einkum ætlað að vera
sýningarhúsnæði, þó það muni
augljóslega einnig gegna öðram
hlutverkum.
Þetta er rúmur sýningarsalur
með gott gólfpláss, sem gæti
hentað vel fyrir höggmyndasýn-
ingar. Hins vegar er aðeins einn
langveggur til að sýna myndverk,
og er það afar léleg nýting miðað
við stærð salarins; til að bæta
úr þessum galla og auka vegg-
plássið væri nauðsynlegt að
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands, en hélt síðan til
Hollands, þar sem hún útskrifað-
ist frá Gerrit Rietveldt akadem-
íunni í Amsterdam 1987.
Á sýningunni ber mest á
vatnslitamyndum, þar sem litkrít
og blek skerpa teikninguna; tvær
myndir eru málaðar á silki, og
skilar það mjúkum ímyndum. I
sýningarskrá setur listakonan
fram þessa hugleiðingu: „Ég segi
sögu, ég mála, ég elska, ég er í
stormasamri sambúð við sjálfa
mig og málverkið. Stórt hjarta,
heitar tilfínningar, mikill kjark-
ur, djarfar hugmyndir ... Ég
mála í dag og er þakklát fyrir
það.“
Hér era á ferðinni lausbeislað-
ar og fjöragar myndir um erótísk
hanna færanlega skerma sem
setja mætti gegnt gluggum, þeg-
ar málverk og önnur veggverk
eru sýnd í salnum.
Fyrstur til að sýna á þessum
nýja stað er Hrafnkell Sigurðs-
son, sem sýnir hér þrjú stór ljós-
myndaverk, sem hann hefur m.a.
unnið með ljósritunartækni.
Hrafnkell sýndi svipuð (en minni)
verk í Gallerí einn einn fyrir
tveimur árum, en hann notar ein-
falda grannmynd af landi, og
leggur ofan á hana reglulegt
mynstur, sem er unnið úr öðrum
myndum eða litum; þessi mynstur
era eins og völundarhús, ýmist
opin eða Jokuð, og hafa því mis-
munandi áhrif á skoðandann. Það
er auðvelt að standa fyrir framan
þessi verk og týna sér í afkimum
þeirra sjónþrauta sem þama er
að fínna. Hér er mynd H. einna
myndefni, og titlar verka eins
og „Bijálað villidýr gengur laust
inni í mínu eldfjalli“ (nr. 2) og
„Daðraðu svolitið við dutlunga
mína“ (nr. 8) undirstrika það
vel. Myndbygging er góð, og
örlítil dulúð í svip persónanna
fellur vel að viðfangsefninu. Hinn
fijálslegi og uppskrúfaði teikn-
istíll Elínar minnir nokkuð á ka-
barettauglýsingar aldamótaár-
anna í Evrópu, eða stíl teiknara
eins og Carole Cable. Nokkrar
litlar vatnslitamyndir era hins
vegar öllu einfaldari en jafnframt
sterkar í smæð sinni; „Ástin
brennur" (nr. 17) er gott dæmi
um að ekki þarf alltaf mikið til
að skapa góðar myndir.
Sýningu Elínar Magnúsdóttur
í Gallerí Sævars Karls við Banka-
stræti lýkur föstudaginn 4. des-
ember.
sterkust í myndbyggingu, og
skýrust á allan hátt.
Sólon íslandus er að hefja
starfsemi sína sem sýningarsalur,
og vonandi á staðurinn eftir að
eflast, enda fjölmennur hópur
fólks sem tengist lista- og menn-
ingarlífinu sem stendur á bak við
hann. Verk Hrafnkels njóta sín
vel hér, enda eru þau nógu stór
til að skapa jafnvægi í rýminu. í
upphafí líður sýningarsalurinn þó
fyrir nábýlið við kaffistofuna á
neðri hæðinni; gestir salarins
þurfa að þræða sér leið þar í
gegn, og mjög hljóðbært er á
milli hæða. Þetta þarf að lag-
færa, eigi staðurinn að öðlast
fastan sess á göngukorti hins
almenna listunnanda um miðborg
Reykjavíkur.
Sýningin á ljósmyndaverkum
Hrafnkels Sigurðssonar í Sólon
íslandus stendur til þriðjudagsins
15. desember.
Hrafnkell Sigurðsson
Þórdís Rögnvaldsdóttir
í Galleríi einn einn við Skóla-
vörðustíginn stendur nú yfír sýn-
ing á olíu- og vatnslitaverkum frá
hendi Þórdísar Rögnvaldsdóttur.
Þórdís stundaði nám í Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1968-72,
en tók sér síðan langt hlé og fór
loks aftur í listnám 1988-90; hún
hélt sína fyrstu sýningu fyrir ári
og er þetta því önnur einkasýning
hennar.
Sýningarhúsnæðið býður upp á
mjög'hreina skiptingu, sem lista-
konan hefur nýtt sér vel með því
að setja olíuverkin í fremra rýmið
og minni vatnslitamyndir í innra
herbergið. í olíumyndunum beitir
listakonan tækni sem liggur nærri
pointillisma, með því að setja lit-
ina á flötinn með fínlegum, stutt-
um pensilförum, sem eru látin
fylgja eftir mótun lofts og lands,
þannig að litimir hlaðast upp í
heilu bylgjukerfin. Aðferðin
minnir áhorfandann strax á verk
Seurat og einkum Signac, sem
beittu þessari tækni fyrst fyrir
um einni öld síðan. Myndir Þórdís-
ar hafa hins vegar oft yfír sér
nokkuð dökkan heildarsvip, og
bláir og grænir litir eru ríkjandi
í mörgum þeirra.
Það er hins vegar myndefnið,
sem dregur fljótt að sér athyg-
lina. Það byggist á litlum húsum
í náttúrunni, sem í einangrun
sinni geta verið margþætt tákn.
Þau standa á hólum, í lægðum,
undir fossum, inni í fjöllum, í
regni, á bátum, eða hanga í lausu
lofti; en þau eru ætíð einmanaleg
og berskjölduð, ef til vill í líkingu
við manninn sjálfan í náttúru
þessa lands. Vert er að benda
sérstaklega á myndirnar „Hús-
bátur, regnbogi og fjall“ (nr. 2)
þar sem er einkar vel unnið úr
litaspili og speglun flatanna, „Hús
og himnastigi" (nr. 7) og loks
„Rabbabari og hús“ (nr. 13) þar
sem bylgjur lita í grunninum,
þvert á aðalstreymi yfirborðsins,
skapa skemmtilega spennu í verk-
inu.
I vatnslitamyndunum í innri
salnum njóta myndefnin sín ekki
síður en í olíumálverkunum; þess-
ar tæra myndir búa yfir ákveð-
Þórdís Rögnvaldsdóttir. Ljós-
mynd af málverkinu Hús og
himnastigi.
inni tign, þrátt fyrir smæðina, og
húsin virka ekki eins einmana
fyrir vikið. „Hús við vatn“ (20)
er gott dæmi um þetta, og sömu-
leiðis „Hús undir lokasteini“ (nr.
16). Það þarf ekki alltaf. stærðina
til.
Sýning Þórdísar Rögnvalds-
dóttur í Galleríi einn einn við
Skólavörðustíg stendur til
fimmtudagsins 3. desember.
PONNIOG FUGLARNIR
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Texti: Atli Vigfússon. Myndir:
Hólmfríður Bjartmarsdóttir.
Umbrot og frágangur: Skjald-
borg hf. Prentun og frágangur:
Singapore. Útgefandi: Bókaút-
gáfan Skjaldborg hf.
Hér segir af ungum dreng,
Ponna, sem undrum vorsins við ár
og vötn. Gleði fugls sem fagnar
hækkandi sól; amstri hans við hreið-
urgerð; bið eftir ungum og síðan
för til sjávar í leit að æti. En það
er ekki blíðustrokum vorsins einum
lýst. Hér er líka á háskann minnst:
Krummi, svartbakur, refur og
minkur eru allir leiddir fram. Saman
veijast vargi fuglar og drengur,
sem á von í dúnsæng, og eins og
í öllum góðum ævintýrum hefír hið
góða sigur.
Með myndum og orðum er sagan
sögð. Myndirnar eru undurfagrar,
lifandi, hlýjar, engu líkar en lita-
spjaldið hafí verið ljóð vorsins sjálfs.
Einar sér eru þær list (sjá t.d. síðu
27) sem gerir bókina eftirsóknar-
verða.
Textinn aftur á móti heldur á
engan hátt í við myndirnar. Hér á
ég við búningur hæfir ekki hugsun.
Höfundur er snortinn og honum er
ljóð í huga (sjá t.d. síðu 16 og 40)
en velur framsetningu sögu. Slíkt
verður honum fjötur. Hýrutilþrifin
eru svo augljós, að ég geri til hans
miklu meiri kröfur. Svona búinn
texti er eins og minnispunktar sem
bíða búnings. Eg hefði kosið að sjá
þá spariklædda í þulu. Bráðsnjallar
nafngiftir; fjöldi leiftrandi setninga
fullvissa mig um að höfundi hefði
orðið það leikur einn. Nú eða þá
fella textann í stuðla og rim fer-
skeytlunnar.
Frágangur bókar er með miklum
ágætum, ekki villulaus með öllu,
en augljóst, að vandað er til verks.
Falleg bók, lofsöngur um vor og
fuglá.
Ljóðabók eftir Sig-
fús Bjartmarsson
ZOMBÍ heitir ljóðabók eftir Sig-
fús Bjartmarsson. I bókinni eru
74 ljóð í átta köflum.
Á bókarkápu segir m.a.: „Í þessu
ljóðasafni stillir Sigfús sér upp á
móti goðsögninni um Zombí hinum
vorkunnarverða uppvakningi sem í
gegnum tíðina hefur öðlast ólíka
merkingu í hugum fólks og gengið
í önnur hlutverk en það að vera ein-
ungis skynlaus þræll þess sem vekur
hann upp. Hann svarar því engu sem
Sigfús varpar fram til hans en með
þögn sinni vekur hann upp stórar
spurningar þannig að maður veltir
því fyrir sér hvort hann sé bara að
blekkja höfund sinn eða spila með
hann og áður en lestrinum er lokið
er maður sjálfur orðinn þræll hans.
Sigfús Bjartmarsson
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
100 bls. og kostar 1.595 krónur.
r
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Verð: 3995
Litir: Ijósgulir-svart
Stærðir: 36-46
Verð3995
Litur: Ijósgulur
Stæróir: 36-41
Ath: loófóóraóir
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur.
Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni,
Egilsgötu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12,
sími 18519 sími 21212 sími 689212
JÓLABJAILAN1992
HANDMALAÐ POSTULIN.
SAFNGRIPUR FRÁ HUTSCHENREUTER.
VERÐ KR. 1.950,-
<@> SILFURBÚÐIN
KRINGLUNNI 8-12. SÍMI 689066.