Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 25 Ódæðin í Þýskalandi Foringi hryðjuverka- manna handtekinn Bonn. Reuter. TUTTUGU og fimm ára gamall Þjóðverji, Michael Peters, var í gær handtekinn sakaður um að hafa stofnað hægrisinnuð hryðjuverkasam- tök, sem talið er hugsanlegt að hafi átt þátt í sprengjuárás i borginni Mölln á sunnudag, sem þrjár tyrkneskar konur biðu bana í. Skýrði skrifstofa saksóknaraembættis þýska sambandslýðveldisins frá þessu í gær. Sagt var að verið væri að yfir- heyra Peters, og tíu menn til viðbót- ar vegna málsins. Markmið hryðju- verkasamtakanna var árásir á híbýli útlendinga, fyrst og fremst með íkveikjum. Alexander von Stahl, ríkissak- sóknari Þýskalands, tók rannsókn Mölln-málsins úr höndum lögreglu staðarins á þeirri forsendu að sprengjuárásin jafngilti árás á þýskt lýðræðiskerfí eftir stríð. Þetta er í fyrsta skipti sem embætti von Stahls tekur að sér rannsókn máls, tengt árásum á útlendinga. Alls hafa átján hundruð slíkar árásir verið gerðar það sem af er árinu og þær hafa kostað sextán manns lífið. í tilkynningu saksókn- araembættisins segir að hópur Pet- ers hafi staðið fyrir mörgum árásum á gistiheimili útlendinga á síðustu vikum. Ráðstefna andsíonista ekki í Svíþjóð Ahmed Rami, sem skipulagt hafði ráðstefnu andsíonista, er halda átti í Stokkhólmi um næstu helgi, sagði í gær að ráðstefnan myndi fara fram, en ekki í Svíþjóð eins og áformað hafði verið. Ráðstefnan fyrirhugaða var harðlega fordæmd í Svíþjóð. Rami, sem er framkvæmdastjóri Útvarps íslam, er sendir út frá Stokkhólmi, sagði þrjá varastaði hafa verið ákveðna og yrði ráðstefn- an haldin á einhverjum þeirra. Hann vildi þó ekki segja nánar hvar, nema að það yrði einhvers staðar í Evr- ópu, annars myndu sömu vandræðin koma upp og í Svíþjóð. Leit í vegabréfum Clintons BOÐTÆKI BRAVOV' + + frá MOTOROLA Stórir og skýrir stafir Rafhlaða endist í 2700 klukkustundir 16 númera minni Minnið helst inni þó slökkt sé á tækinu Hægt er að þurrka einstök númer út úr minninu Klukka skráir hvenær skilaboð bárust Hægt er að velja tónmerki eða titrara Tímarofi getur kveikt og slökkt á tækinu §* Klukka er á skjánum Boðtæki auðvelda ekki aðeins dagleg samskipti fólks heldur veita þau notandanum mikla öryggiskennd. Þeir sem nota boðtæki geta treyst því að fjölskylda, vinir og vinnufélagar nái alltaf sambandi. @ MOTOROLA traustur tengiliöur PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt. Reuter Kona úr röðum múslima í Sarajevo og lítil dóttir hennar veifa ættingjum sínum áður en rúta með þeim og fleira fólki heldur af stað til Prag í Tékkóslóvakíu. Um 500 manns frá Sarajevo, múslimar og Króat- ar, fengu að fara frá borginni í gær. Hörmungar múslima í Júgóslavíu Bílalest með hjálp- argögn til Gorazde Hvíta húsið í brennidepli Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgnnblaðsins. RANNSÓKN bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur leitt í yós að aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta hafi átt þátt í þvi að ákveðið var að leita í vegabréfsskrám BUls Clintons, verð- andi forseta, og haft hönd í bagga er leitin fór fram, að því er dagblaðið The New York Times hafði eftir bandarískum embættismanni á forsíðu á miðvikudag. Embættismaðurinn, sem krafðist nafnleyndar, vildi að sögn blaðsins ekki greina frá því hvaða vísbendingar hefðu komið fram í málinu. Sherman M. Funk, eftirlitsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í skýrslu sem kom út í síðustu viku að ekkert benti til þess að að embætti foretans hefði skipulagt „aðför“ að skrám Clintons". Sagði hann að embættismenn utanríkis- ráðuneytisins hefðu átt frum- kvæði að leitinni og hefðu þeir viljað gera Clinton skráveifu í miðri kosningabaráttunni. Þegar skýrslan kom út var gefið í skyn að rannsókn máls- ins væri lokið, en Funk greindi The New York Times frá því fyrr í vikunni að verið væri að kanna „nýjar vísbendingar". Embættismenn utanrikis- ráðuneytisins sögðu að ástæðan fyrir því að rannsókn málsins hefði verið hafín að nýju væri tvíþætt. Annars vegar hefðu nýjar upplýsingar komið fram, B ’ ' ■ og hins vegar bíu ciínton baráttunni var mikið veður gert út af því hvernig Clinton komst hjá því að gegna herþjónustu í Víetnam og um tíma komst sá kvittur á kreik að hann hefði haft í hyggju að taka sér annað ríkisfang. Þrír fjölmiðlar sóttu um að fá að skoða vegabréfsskýrslur Clint- ons í framhaldi af því. Venju- lega tekur marga mánuði að afgreiða slíka umsókn, en nú brá svo við að Elizabeth Tam- posi aðstoðarutanríkisráðherra sá til þess að leitinni var hrað- að. Ber hún því við að hún hefði verið beitt þrýstingi að ofan. Ljubovga og Brusscl. Reuter. BÍLALEST með hjálpargögn á vegum Sameinuðu þjóðanna náði í gær til borgarinnar Gorazde, sem múslimar í Bosníu-Herzegó- vínu ráða — en flutningabílar á leið til annarrar umsetinnar borgar komust ekki áleiðis vegna þess að vopnaðir Serbar vörnuðu þeim vegar. Búist var við bílalestinni, alls 80 flutningabílum, til Gorazde á mið- vikudag, en hún varð að bíða komu sérfræðinga í sprengjuleit, eftir að franskur bryndreki lenti á jarð- sprengju. „Sveitin greiddi götu bíla- lestarinnar til borgarinnar og engin frekari vandræði urðu á leiðinni," sagði talsmaður Flóttamannastofn- unar SÞ, UNHCR, í Zagreb, höfuð- borg Króatíu. Aðeins hefur tekist tvisvar sinn- um áður á þeim sjö mánuðum, sem stríðið hefur staðið, að koma hjálp- arleiðöngrum til Gorazde. í bæði skiptin voru íbúamir orðnir að- þrengdir vegna matarskorts og sjúkrahúsin höfðu ekki einu sinni nauðsynlegustu lyf og læknisgögn. Alþjóðlegri loftbrú var að nýju komið á til Sarajevo í gærmorgun, en hlé var gert á flutningunum eft- ir að skotið var á franska flugvél á miðvikudag. En tilraun UNHCR til að koma hjálpargögnum til um- setinnar borgar múslima, Sre- brenica, sigldi í strand vegna þess að Serbar í Bosníu neituðu að leyfa bílalest á leið þangað að halda áfram, þrátt fyrir fyrri loforð um að hún fengi að fara í gegn. Innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) er nú rætt, hvort beita eigi orrustuflugvélum í því skyni að fylgja eftir loftferðabanninu yfír Bosníu vegna sífelldra brota Serba gegn því. Stjómarerindrekar í aðal- stöðvum NATO í Brussel sögðu, að búast mætti við aðgerðum innan örfárra vikna, en fyrst yrði að fá samþykki SÞ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.