Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1992 33 3,5% 3,3% 3,5% 3,7% 3,7% 3,7% 3,6%] 3,5% 3,0% 8,9% 8,9% Olíufélagið 12.900 13.900 1.000 Skeljungur 12.900 13.900 1.000 OLÍS 12.900 13.900 1.000 Við frágang á töflu um hækkun eldsneytisverðs í blaðinu á þriðju- dag víxluðust nöfn olíufélaganna á tveimur stöðum þannig að þau voru skráð fyrir röngu verði. Vegna þessa er taflan hér með endur- birt leiðrétt. Jólakort Hrings- ins komið út Hringurinn hefur gefíð út jólakort sitt í ár og fer ágóðinn af sölunni sem áður til styrktar Bamaspítala- sjóði Hringsins. Kortin eru hönnuð af glerlistakonunni Höllu Haralds- dóttur og eru seld 10 í pakka, sem kosta 600 krónur. Fundur um viðskipti við Bandaríkin AMERÍSK-íslenska verzlunarráð- ið gengst fyrir fundi í Komhlöð- unni, Veitingahúsinu Lækjar- brekku í dag klukkan 12 til 14. Þar verður fjallað um viðskipti íslands og Bandaríkjanna, en Jón Sigurðsson, sem er framkvæmda- stjóri Amerísk íslenska verslunar- ráðsins mun þar skýra frá starfí sínu við ráðið. í fréttatilkynningu frá Verslunarráði íslands segir að nauðsynlegt sé að tilkynna þátt- töku fyrirfram. Jólakort Aspar SALA er hafin á jólakortum Aspar, íþróttafélags þroska- heftra. Kortið er gert eftir vatnslitamynd, sem er máluð af listakonunni Elínrós Eyjólfsdóttur, til styrktar íþrótta- starfí þroskaheftra. Kortin fást í bókabúðinni Kilmu, Miðbæ, Háaleit- isbraut 58-60 og hjá Ólafí Ólafs- syni, Bogahlíð 18. -----»■ ♦ ♦- Kökubasar Ms-félagsins MS-FÉLAG íslands verður með kökubasar til styrktar byggingu nýrrar sjúkradagvistar í Blómavali við Sigtún laugardaginn 28. nóvem- ber klukkan 12. Tekið verður á móti kökum frá klukkan 11 fyrir hádegi. Öll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála. Hækkun eldsneytisverðs Verð H æ k k u n Bensín 92 okt. í gær ídag kr. % Olíufélagið 56,70 58,70 2,00 Skeljungur 56,90 58,80 1,90 OLÍS 56,80 58,80 2,00 Bensín 95 okt. Olíufélagið 59,70 61,80 2,10 Skeljungur 59,50 61,70 2,20 OLÍS 59,60 61,80 2,20 Bensín 98 okt. Olíufélagið 63,50 65,80 2,30 Skeljungur 63,60 65,80 2,20 OLÍS 63,80 65,70 1,90 Gasolía Nýjar plötur ■ Reif ífótina heitir geislaplata með ýmsum flytjendum. í kynningu útgefanda segir að á þessari safnplötu sé úrval af nýjustu „rave, hip hop, og rap“ lögunum sem em hvað vinsælust í Evrópu þessa dagana. „Hér er að fínna megamix af fjórum top- plögum belgísku hljómsveitarinn- ar 2 Unlimited, splunkunýtt lag frá 'ninni frábæm sveit Pís of keik sem heitir Undir áhrifum, vinsælasta danslagið á meginlandi Evrópu í sumar Das U-96 Boot, vinsælasta lagið á dansstöðum á Spáni og Portúgal með Cosmo Crew sem heitir Show No Shame, söluhæsta smáskífan í Hollandi og Belgíu sem heitir Poing en við það lag hefur verið samin dans sem tröllríður nú danshúsum meg- inlandsins og nýja frábæra útgáfu af laginu I Love Your Smile með Chariff." Útgefandi er Steinar hf. ■ Stóru bömin er samheiti hóps sem stendur að gerð geislaplöt- unnar Hókus Pókus, bamaplötu með tónlist frá ýmsum tímum sem sett hefur verið í nýjan búning. Það er Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson úr Todmobile sem haft hefur veg og vanda að útsetning- um, upptökustjóm og allri gerð. A Hókus Pókus em 14 lög og Þorvaldur Bjami fær til lið við sig söngfólkið Andreu Gylfadóttur, Móeiði Júníusdóttur og Eyþór Arnalds, en einnig syngur Þor- valdur Bjami sjálfur á plötunni auk þess sem Samkór Skaðvald- ar kemur við sögu. Titillag plöt- unnar Hókus Pókus er frumsamið af Þorvaldi Bjama en textann gerði Andrea Gylfadóttir. Hin lög- in þrettán era eftir ýmsa höfunda og frá mismunandi tímum. Era það lögin: Ég heyri svo vel, Siggi var úti, Kisutangó, Móðir mín í kví kví, Þrjú hjól undir bílnum, Litla kvæðið um litlu hjónin, Rið- um heim til Hóla, Bí, bí og blaka, Eniga meniga, Bjamastaðabelj- umar, Ég er kominn heim, Óli Lokbrá og Ef væri ég söngvari. Hljóðritun fór fram í Gijót- námunnl undir stjórn Þorvald- ar Bjarna Þorvaldssonar, Guð- mundur J. Guðjónsson hannaði umbúðir og Helgi Bragason tók yósmyndir. Prentmyndastofan annaðist filmuvinnslu, fram- leiðsla, prentun, pressun og tónforritun geislaplötu og snældu fóru fram þjá CD Plant. í Svíþjóð. Útgefandi er Illjóm- Slötuútgáfan Steinar hf. I Blái höfrungnrinn er heiti á geislaplötu Kátra pilta sem kom- in er út. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þijú ár era síðan rokksveit- in Kátir piltar lét nokkuð frá sér fara áður höfu þeir gefíð út ein breiðskífu og átt lag á safnplötu. Þetta hlé má rekja til þess að undanfarið hafa meðlimir hljóm- sveitarinnar verið tvístraðir um heimsbyggðina við nám og störf. Nýja platan er tekin upp í Hljóð- rita í Hafnarfírði í september og október undir stjórn Hjartar Howser og Sigurðar Bjólu sem þekktastur er fyrir störf sín með Spilverki þjóðanna og Stuðmönn- um. Um er að ræða þrettán lög og texta sem öll eru eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Káta pilta skipa Atli Geir Grétarsson, söngur, Hallur Helgason, trommur og söngur, Hjörtur Howser, hljómborð og raddir, Steinn Ármann Magnússon, bassi og söngur, Om Almars- son, forystugítar og Jakob Bjarmar Grétarsson, ryþmagít- ar og raddir. Framleiðandi Bláa höfrangs- ins er fjöllistafélagið Sjónarhóll en útgefandi er Skífan hf. Kátir piltar ■ RÚNAR og Otis heitir ný geislaplata þeirra Rúnars Júlíus- sonar og Larry Otis. Á plötunni syngur Rúnar þrettán lög sem þeir sömdu í sameiningu og tvö Olíufélagið_________17,90 19,50 Skeljungur__________17,90 19,50 OLÍS________________17,90 19,50 Svartolía (tonnið) lög að auki. í kynningu útgefanda seg- irm.a.:„Larry Otis hefur orðið vel ágengt í rokkinu í Ameríku og m.a leikið með ekki ómerkari stjömum en Bobby Womack og Tinu Tumer. Þeir Rúnar kynntust þegar Larry gegndi herþjónustu á Islandi árin 1965 og 1966. Þeir héldu sambandi lengi eftir það en tengslin rofnuðu fyrir fímmtán áram. Svo hittust þeir fyrir undar- lega tilviljun í Kalifomíu í ár og Rúnar Júlíusson og Larry Otis. ákváðu að hefja samstarf. Útkom- an var safn rokklaga eins og þau gerðust best í upphafi rokkaldar. Auk Rúnars og Larry Otis koma við sögu Danny „Monkeybeat" Hyms á trommur, Þórir Baldurs- son á hljómborð og Tryggvi Hiibn- er á gítar en Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason og Shady Ow- ens syngja bakraddir. Sjálfur seg- ist Rúnar aldrei hafa sungið betur en á þessari geislaplötu. Von er á Larry Otis hingað til lands í desember en þá munu þeir Rúnar fylgja plötunni eftir og kynna lögin af henni á ensku og íslensku." Útgefandi er Geimsteinn. Verð 1.999 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.