Morgunblaðið - 05.01.1993, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
Hækkun á leigu-
bflum yfírvofandi
FRAMI, félag leigabílstjóra, hef-
ur sótt um leyfi til gjaldskrár-
hækkunar til verðlagsstjóra.
Umsóknin hefur ekki verið af-
greidd, en gæti orðið um 4-5
prósent. Sigfús Bjarnason for-
Dómí í kókaín-
máli áfrýjað
STEINN Ármann Stefánsson,
sem var dæmdur fyrir að hafa
flutt inn til landsins í söluskyni
1,2 kíló af kókaíni, hefur áfrýjað
dóminum til Hæstaréttar.
Steinn Ármann var sakfelldur
fyrir öll ákæruatriði í héraðsdómi,
þ. á m. ofsaakstur sem hafði í för
með sér almannahættu og leiddi til
stórfellds heilsutjóns lögreglu-
manns og að leggja til Iögreglu-
manns með skærum. Hann hlaut
þyngsta dóm, sem kveðinn hefur
verið upp í fíkniefnamáli hér á landi,
eða sjö ár.
maður Frama segir hækkun
óhjákvæmilega vegna aðfanga-
hækkana, sem mest stafi af opin-
berum álögum.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Sigfús að leigubílstjórum þætti leitt
að fara fram á gjaldskrárhækkun,
en þeir sæju enga aðra leið. Bensín
hefði hækkað um sautján prósent
á árinu, en helmingur bflanna gengi
fyrir bensíni. Hinn helmingurinn
gengur fyrir díselolíu. Á henni hvíl-
ir þungaskattur, sem hefur hækkað
um sjö prósent.
Sigfús sagði að mestu munaði
um hækkanir á nýjum bflum vegna
efnahagsaðgerða hér, gengislækk-
unar og verðbólgu erlendis. Á móti
kæmi þó að aðstöðugjald hefði ver-
ið fellt niður. Það næmi um átján
þúsund krónum árlega á bfl og
vægi ekki þungt. Hann sagði að
hækkunin væri ekki endanlega
ákveðin, en hún yrði líklega í kring-
um ijögur prósent. Aðeins hefði
verið sótt um til verðlagsstjóra, sem
síðan skæri úr um málið.
MorgunDiaoid/lngvar
Beltin björgnðu
Annar bílanna úr árekstrinum í Hrútafirði. Báðir bíl-
arnir eru gjörónýtir eftir áreksturinn og þótti mesta
mildi að ekki skyldi fara verr. Það er rakið til þess
að ökumenn og farþegar voru allir með öryggisbelti.
Efri myndin sýnir er þyrlan kemur með ökumann og
farþega úr öðrum bílnum á Borgarspítalann.
Morgunblaðið/Magnús Gíslason
VEÐUR
1/EÐURHORFUR I DAG, 31. DESEMBER
YFIRUT: Sunnan af Jan Mayen er 960 mb lægð og hreyfist hún norð-
norðaustur, en langt suðsuðvestan í hafi er vaxandi 975 mb djúp lægð
og hreyfist hún norðaustur í stefnu ó Færeyjar. ( nótt myndast dáiítil
kuldahæð yfir landinu.
SPA: Á morgun verður hæglætisveður á landinu víðast hvar. Yfirleitt
bjartviðri og talsvert frost, einkanlega inn til landsins.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðaustanótt, sumstaðar nokkuð hvöss.
Slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands en úrkomulítiö norðaustan
til. Hiti 0—4 stig.
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðlæg átt, víða hvöss,
eínkum um landið norðanvert. Éljagangur noröanlands en víða léttskýjað
sunnan til. Frost 2-6 stig á fímmtudaginn en 5-12 stig á föstudag.
Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað
r r r * / *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V V
Skúrír Slydduél
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
ítig-.
FÆRÐA VEGUM: oa 17.30 ígæri
Fært er um vegí í nógrenni Reykjavíkur. Um Suðurnes, Hellisheiði og
Þrengsli. Vegir á Suðurlandi eru flestir færir og fært með Suðurströnd-
inni til Austfjarða en þar eru flestir vegir færir. Fært er fyrir HvalfjÖrð
og um vegi ( Borgarfirði og Snæfellsnesi. Einnig er fært í Dalasýslu um
Heydal og til Reykhóla. Brattabrekka er ófær. Frá Brjánslæk er fært til
Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Þá er rært á milli Þingeyrar og
Flateyrar en Breiðdals- og Botnsheiðar ófærar. Ráðgert er að moka þær
á morgun. Fært er um Holtavörðuheiði og til Hólmavíkur og þaðan áfram
til ísafjarðar og Bolungarvikur. Vegir á Norðurlandi eru flestir færir. Svo
sem til Siglufjarðar, Akureyrar og Olafsfjaröar. Einnig um Þingeyjarsýslur
í Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjaröar. Víða er hálka
á vegum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veöur
AKureyri +6 snjóél
Reykjavík +4 snjóél
Bergen 1 alskýjað
Helsinki +1 heiöskfrt
Kaupmanrvahöfn +1 iéttskýjaö
Narssarssuaq +22 iéttskýjað
Nuuk vantar
Ostó +1 skýjað
Stokkhölmur +1 heiðskírt
Þórshöfn 6 skúr
Afgarve 12 skýjaS
Amsterdam +4 mistur
Barcelona 7 mistur
Berlín 10 mistur
Chicago 7 rigning
Feneyjar 2 heiöskírt
Frankfurt +6 skýjaö
Glasgow 7 skýjaö
Hamborg +7 mistur
London 4 þokumoða
LosAngeles 6 léttskýjaö
Lúxemborg +7 skýjað
Madríd 1 þokumóða
Malaga 14 heiðskírt
Mallorca 11 léttskýjað
Montreal 1 rigníng
NewYork vantar
Oriando vantar
Paris vantar
Madelra vantar
Róm vantar
Vín +4 heiðskfrt
Washington 7 léttskýjað
Winnipeg +27 heiðskírt
IDAG kl. 12.00
Heimtld: Veðurstofa fslands
(Byðgf ú veðurapá kl. 16.15 í gær)
Fimm slösuðust í
hörðum árekstri
FIMM slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar tveir fólksbílar skullu
saman í Hrútafirði, á móts við Reykjaskóla, á laugardag. Maður og
kona, sem slösuðust mest, voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar á Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem þau gengust undir að-
gerð. Þau voru talin úr lífshættu, samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Blönduósi.
Slysið varð um kl. 15.30 á laug-
ardag. Éljagangur var og hálka þar
sem bílarnir tveir mættust, en ekki
er vitað nánar um tildrög slyssins
að svo stöddu. Þrír voru í öðrum
bílnum, en tveir í hinum og slösuð-
ust allir. Áreksturinn var mjög
harður. Ökumaður og farþegi úr
öðrum bílnum, maður og kona, slös-
uðust alvarlega, ökumaðurinn hlaut
m.a. höfuðmeiðsli og fótbrot, en
farþeginn var með innvortis blæð-
ingar. Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð á slysstað og hélt þaðan
með hina slösuðu kl. 17.15 áleiðis
á Borgarspítalann. Hinir þrír voru
fluttir á sjúkrahúsið á Hvamms-
tanga. Einn var handleggsbrotinn
og nefbrotinn og fékk að fara heim
eftir að gert hafði verið að meiðsl-
unum. Hinir tveir voru síðar sendir
til Reykjavíkur með sjúkrabifreið,
þar sem gert var að beinbrotum
þeirra.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Blönduósi voru ökumenn
og farþegar í báðum bílunum með
öryggisbelti og hefði annars farið
mun verr. Báðir bílarnir eru gjör-
ónýtir.
Annað óhapp átti sér stað á slys-
staðnum, þegar jeppa var ekið aftan
á vörubíl, sem hafði stöðvað vegna
slyssins. Engin meiðsli urðu á fólki,
en jeppinn stórskemmdist.
Frumraun Kristjáns í Vínaróperunni
Syngur í tveimur
sýningum á Toscu
KRISTJÁN Jóhannsson þreytti í gærkvöldi frumraun sína í Vínaró-
perunni. Þar söng hann hlutverk Cavaradossis í Toscu eftir Pucc-
ini. Seinni sýningin af tveimur fyrirhuguðum verður 9. janúar.
í öðrum aðalhlutverkum eru ít- fer með hlutverk Scarpia. Báðir
alska söngkonana Mara Zampieri, þessir söngvarar eru vel kunnir
sem fer með hlutverk Toscu og og hafa um árabil sungið við helstú
Juan Pons frá Puerto Rico, sem óperuhús heims.
Innláii hjá sparisjóð-
unum jukust um 9%
INNLÁN hjá sparisjóðunum jukust að meðaltali um 9% á síðasta
ári og um 9,8% þegar verðbréfaútgáfa var talin með. Mesta inn-
lánaaukningin var hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, 14,9%
með verðbréfum.
Að sögn Baldvins Tryggvasonar
sparisjóðsstjóra SPRON nam inn-
lánaaukning sjóðsins 13,4% en
14,9% með verðbréfum. Innlán
með verðbréfaútgáfu jukust um
13,1% hjá Sparisjóði vélstjóra, um
11,3% hjá Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar, um 6,6% hjá Sparisjóði Kefla-
víkur og um 5,3% hjá Sparisjóði
Mýrasýslu.
Útlánaaukning SPRON nam
7,7% á árinu, að sögn Baldvins,
en hann hafði ekki handbærar
tölur frá öðrum sparisjóðum.